Ísafold - 26.05.1880, Page 4

Ísafold - 26.05.1880, Page 4
56 ur á málfundum út um land, enda og eigi sparað það. |>að er almannarómur, að Glad- stone sje meiri drengskapsmaður en hinn, hvað sem öðrmn kostum þeirra líður hvors um sig. |>eir Granville og Hartington voru sjálf- kjörnir fjelagar Gladstones í hið nýja ráða- neyti. Granville tók að sjer forstöðu utan- ríkismála, en Hartington gjörðist ráðherra fyrir Indland. Granville hafði sama embætti í ráðaneyti Gladstones fyrrum. Hartington var hermálaráðherra 1863—1866. Hann er ungur maður enn til þess að gjöra: rúml. hálf-fimmtugur. Ráðherrarnir eru 14 alls, og eru þessir nafnkenndastir meðal hinna: Childers her- málaráðherra; Northbrook lávarður, fyrrum jarl á Indlandi, flotaráðherra; Harcourt, innanríkisráðherra; John Bright; Argyll; Chamberlain; Selborne. f>að er eitt með öðru einkennilegt, er ráðherraskipti verða á Englandi, að því fylgja og mannaskipti í mörgum öðrum efstu em- bættum ríkisins, eitthvað um 30, eða meir, þar á meðal jafnvel yfirmenn í hirðliði drottn- ingar, jafnt konur sem karlar; að öðrum kosti þykir eigi fullrýmt fyrir þeim sem atkvæðum stýra á þinginu, en þeir einir eiga lögum og lofum að ráða, með því að sá er vilji almenn- ings, að því er kosningar segja til. Sum þessi embætti hefir nú Gladstone orðið að láta af hendi við oddvita þeirrar sveitar í hinum nýja meira hluta þingsins, er dýpst tekur í árinni um rjettarbætur eptir kenning- um mestu þjóðfrelsisgarpa, og sumir hverjir hafa haldið því fram, að upp væri tekin á Englandi regluleg þjóðvaldsstjórn, svo sem frá Dilke, Mundella, Fawcett, o. fl. Og einn þeirra, Chamberlain, hefir hann tekið í ráða- neytið sjálft. Að öðrum kosti var viðþví bú- ið, að sveit þessi mundi ganga undanmerkj- um hans, en því mátti hann eigi við; enda er og mælt, að skoðanir hans sjálfs muni stefnaíeigi mjög ólíka átt. En hvorkiþeim, og því síður honum, mun þó í huga að fara að hreyfa við stjórnarskipun ríkisins að svo komnu, og því þykir eigi mikið í húfi, þótt þeim sje lofað að reyna sig 1 stjórnarsess- inum. Miklar spár ganga um það, hver áhrif þessi umskipti á Englandi muni hafa á vand- ræðamál álfunnar, austræna málið, og minn- ast menn þess, er Gladstone varð að orði, er sögur hárust af grimmdarverkum Tyrkja við Bolgara og aðrar kristnar þjóðir á Balk- ansskaga fyrir fám árum: að þá skyldi reka yfir um Sæviðarsund aptur til fornra átthaga sinna, og væri smán að slíku hundaþýði hjer í álfu. En annað er um að tala, en í að kom- ast; hann mun þá eigi hafa búizt við að til sín mundi taka um að láta hug og hönd fylgja máli. En þó mun hann naumast þykjast mega kyrt láta, enda þarf eigi þess að geta, að #allra augu til hans vona« þeirra er undir áþján Tyrkja eiga að búa, eptir því sem hon- um höfðu farizt orð, meðan eigi fylgdi þeim ábyrgð sú, er völdunum er samfara. f>að er tíðinda frá þýzkalandi, að Bis- marck hefir nýlega gjört sig líklegan til að skerða fornan og löghelgan tollfrelsisrjett hins mikla kaupstaðar Hamborgar, og héfir það mælzt mjög illa fyrir bæði þar og annar- staðar um ríkið. Hamborgarmenn gerðu honum það til skapraunar í móti að kjósa á þing (ríkisþingið) einn af höfuðköppum jafn- aðarmanna, Hartmann að nafni, með mikl- um atkvæðafjölda. En það tiltæki ætlar að verða þeim næsta lítil raunabót, því nú hefir Bismarck á orði að setja borgina undir her- stjórnarvald að nokkru leyti, eptir jafnaðar- mannalögunum, með því að þingkosning þessi sje órækur vottur um megna spilling þar af kenningum jafnaðarmanna. Stjórnarkröggur á Italíu. Ráðaneytið, þeir Cairoli og hans fjelagar, varð undir í einhverju áríðandi máli á þinginu, og baðst því lausnar; en konungur gat engan fengið færan til að standa fyrir nýrri stjóm, sakir flokkadráttar á þinginu, og kaus því heldur að rjiifa það og efna til nýrra kosninga. Lengra er eigi komið því máli. Sá heitir Arvid Passe, greifi, er formaður gjörðist hins nýja ráðaneytis í Svíþjóð, og var áður forseti í neðri deildþingsins. Hann hefir verið oddviti bændaflokksins á þinginu og þótt atkvæðamaður. Fyrirrennara hans, de Geer, veitti þingið 18,ðD0 kr. í heiðurs- eptirlaun; hafði líkað svo vel við hann í öðru en landvarnarmáhnu. Nú er »Vega« heim komin til Stockholms með þá Nordenskiöld. f>ar urðu viðtökurnar glæsilegri en nokkursstaðar annarsstaðar. Tvö hundruð.skip sigldu í móti þeim og fylgdu »Vega« til lægis,. og 50,000 inarma voru að- komandi í Stockholm til að horfa á viðhöfn- ina og fagna köppunum heim kómnum. Kon- ungur flutti þeirn sjálfur fagnaðarkveðju í veizlu, er hann hjelt þeim. — Hann gerði Nordenskiöld að barún, og tók þá Palander, Oscar Dickson og Siberiakoff í aðalsmanna- tölu. f>eir Dickson og Siberiakoff höfðu gefið til ferðarinnar stórfje, svo hundruðmn þús- undum skipti, og konungur sjálfur slíkt hið sama. — Almenn fiskisýning í Berlín. Hófst 20. f. m.; stendur til 20. júni. Danir þar með, Norðmenn og Svíar, og fjöldi annara þjóða, þar á meðal Kínverjar og Japansmenn. — Afbragðs fiskiafli í Noregi á vetrarver- tíðinni, sem nú er nýlegaúti. 1 fyrravarafl- inn óvenju-mikill, en varð þó enn meiri nú að tölunni til, sem sjá má á þessari skýrslu um aflaupphæðina (tölu fiskjarins) í þremur aðalveiðistöðunum. 1879: 1879: Lofót.............. 30 milj. 31 milj. Sunnmæri.......... 4& milj. 5| milj. Norðmæri........... 2 milj. 4 milj. En fiskurinn er nú í töluvert lægra verði en í fyrra—gefið 3J kr. minna fyrir hundrað- ið í Lofót í vetur að meðaltali og í annan stað aðsókn að sjónum enn meiri, svo vertíðin varð nú töluvert arðminni en í fyrra. — Enskt herskip,»Atalanta« að nafni, með 300 námssveina, er kenna skyldi farmennsku, er haldið að týnzt hafi í Atlanzhafi í vetur. það lagði af stað frá Bermúda-eyjum seinast í janúarmánuði, og siðan hefir ekkert til þess spurzt. — Lungnaveiki í nautum korn upp fyrir skemmstuhjer á Fjóni á einumbæ, skammt frá Odense. Var brugðið við þegar í stað og skorin niður hver nautkind á bænurn, yfir 40, svo og á næstu bæjum. Fannst þó eigi sýkin nema í 4, er krufið var. Bannað var og harð- lega aðflytja nokkra nautkind frá Fjónifyrst um sinn. — Nýlega varð hjer húsbruni í meira lagi, á Christjánshöfn: kertasteypuhúsHolmblads kaupmanns, með mörg hundruð þúsunda pundum tólgar og kerta o. s. frv., og nam skaðinn meira en milj. kr., en nær 100 ! manna urðu atvinnulausir. f>að var um há- | dag, að slysiðvarð. A 2 klukkustundum varð allt að ösku, og mesta mildi, að veður stóð frá bænum ; ella mundi eldurinn hafa orðið óviðráðanlegur. — Enska blaðið »Times« hefir eptir for- manni Atlanzhafs-málþráðar-íje\a,gs. í Vest- urheimi, hinum alkunna Cyrus Field, er kom til Islands á þúsund ára hátíðinni 1874, að ekki muni erfitt, að koma málþræði á yfir Island,Færeyjar, Grænland, Canadao. s.frv., ef England, Frakkland, Holland, Belgía og Norðurlönd vilji leggja fje til. þetta er trú- legt, enda mun Vesturheims ekki við þurfa, ef öll hin ríkin eru á eitt sátt í þessu efni. Kaupst.aðarprísar í sumar. Kaup- stjóri Gránufjelagsins og nokkrir kaupmenn aðrir, þar á meðal einn eða fleiri sunnlenzk- ir, kváðu hafa komið sjer saman á fundi í Khöfn, um sumarmálin, um þetta verðlag á útlendum vamingi í sumar : Rúgur................. 200 pd á 21 kr. Bankabygg.............— -------30 — Baunir................—-------25 — Kafli ................pundið - 95 aura Kandis ....................... 50 — Hvítt sykur..................... 50 — Brennivín............. pott. 80-85 — Rúginjöl.............. 200 pund 22£ kr. Hrísgrjón............. pund. 15-18 aura Rjól...............,...----- 1.50 kr. Munntóbak................... 2.00 — Jnugmannsefni. Oss er skrifað að vestan, að ísfirðingar skori á landshöfðingj- ann, að bjóða sig fram til kosningar til al- þingis. Heyrzt hefir, að Húnvetningar óski einnig að fá landshöfðingja' fyrir þingmann, í stað Asgeirs Einarssonar, sem ekki mun vilja bjóða sig fram eptirleiðis. Vjer göng- um að því vísu, að landshöfðingi gefi kost á sjer, á öðrum hvorum staðnmn. LestiUijal dift fyrir árið 1879 hefir kom- ið inn þannig: Kr. Aur. Frá hinu ísl. ráðaneyti........... 7,878 »» — utanríkisstjórninni........... 6,736 05 — Vestmannaeyjum................ 1,373 »» — Reykjavík.....................14,576 »» — Stykkishólmi.................. 1,348 »» — ísafirði...................... 6,748 »» — Akureyri...................... 5,388 »» — Eskifirði..................... 2,904 »» Samtals........ 46,891 05 f>ess utan var lestagjaldið af gufuskip- unum Phönix og Díönu 7,156 kr., sem ekki eru taldar hjer með, því lestagjaldið af póst- skipunum er endurborgað eptir lögunum af 2. jan. 1871 og rennur því ekki í landssjóðinn. (i. E.) Afli hefir allt til þessa verið hinn bezti hjer syðra. Meðalhlutir við Faxaflóa munu á vetrarvert. hafa verið 5—600, en margir hafa meira, og einstaka maður allt að lestarhlut. Selvogur hefir einn orðið útundan, því í Vestmannaeyjum, Grindavík og Höfnum aflaðist allvel síðara hlut vertíðarinnar. Auglýsingar. Ýandaftar og fallegar gull- og silf- ursmíðar með góðu verði, eru til sölu hjá Kristmanni Jónssyni, er býr í húsi A- munda Amundasonar á Hlíðarhúsastíg í Reykjavik; sami maður smíðar einnig allt er lýtur að íslenzkum skrautbúningi. Ef keypt er fyrir 20 kr. íeinu og þar yfir, fæst 6/= afsl. f>EIR SEM FENGIÐ HAFA 1. OG 2. ÁR- ^ang blaðsins »Framfara« gegnum útgefanda Isafoldar, og enn ekki hafa borgað, eru beðn- ir að greiða hið fyrsta andvirði þesstilamts- skrifara Páls Jóhannessonar í Reykjavík. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.