Ísafold - 21.12.1880, Qupperneq 1

Ísafold - 21.12.1880, Qupperneq 1
I S A F 0 L D. VII 32. Reykjavík, þriðjudaginn 21. desembermán. 1880. Utdráttur úr skýrslu búfræðings Ólafs Ólafssonar. (Niðurl. frá bls. 121). 4. Álptaver. Allar jarðir í Álptaveri liggja meira eða minna undir sandfoki, að undan- teknu prestssetrinu Mýrum. hó er Hraungerði mest hætta búin af sand- foki vestan af Mýrdalssandi. 5. Mýrdalur. Hjer er það sjer í iagi Hafursá, sem skemmir einna helzt tún og engjar bæjanna Steigar, Ketilsstaða, Skeiðflat- ar og, ef til vill, Hvols. Gjörði jeg þá áætlun, að til þess að veitá Hafursá, sem er jökulvatn og á stundum brunar áfram með jakaburði, þyrfti að grafa 400 faðma langan skurð, að tenings- máli 1111 teningsfaðma, hver tenings- faðmur á 3 kr., í allt 3333 kr., samt 140 faðma langan flóðgarð, að tenings- máli 323 teningsfaðma, hver á 3 kr., í allt hjer um iooo kr., samtals hjer um bil 4400 kr. Sandarnir eru yfir höfuð vikur og brunasandar, sem, þótt þeir nú komi frá sjó, eru upprunalega frá fjöllum sprottnir, jöklum og eldgosum. hafa vötnin flutt þá til sjávar, en sjórinn skil- ar þeim aptur á land upp. Er í sandin- um nokkur urtafæða, sem sjest á ný- græðingi þeim, er hvervetna kemur fram, þar sem ekki er sandfok, t. d. í Landbroti og austanverðu Meðallandi. þ>að þarf ekki að taka það fram, hversu skaðlegt það er að skera mel, slá blöðku, rífa busku og sumtag. þ>ví með þessu er burtnumið viðnámið gegn sandfok- inu. Melur, blaðka, buska og sumtag er allt sama jurtin (Elymus arenarius). Melurinn er stöngin, blaðkan, blöðin, buskan hinar fúnu og yngri, on sum- tagið hinar eldri og grófari tágar og rætur. þ>egar þetta hverfur, er öll vörn gegn sandinum einnig horfin. Og hvort menn eða skepnur eyða melnum, kem- ur app á sama. Verði þvi nokkurstað- ar gjörð tilraun til þess að stöðva sand- fokið, þá er fyrst og fremst nauðsyn- legt að friða melinn gjörsamlega, bæði fyrir mönnum og skepuum. Slíkar til- raunir ætti, að ætlan minni, helzt að gjörast 1. í Hraungerði í Álptaveri og 2. Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Hraungerði liggur mjög undir sand- foki vestan af Mýrdalssandi, sjer í lagi síðan vötn þar, er Kælarar heita, breyttu farveg sínum. Hefir sandurinn á síðast- lignum 7 árum eyðilagt allt það gras- lendi, er var fyrir vestan túnið, og nú í 2 ár tekið af tvær dagsláttur af tún- inu og skemmt það allt. Eru fyrir sunnan Hraungerði þjettir melakollar og sandfokið því miklu minna. Mætti hjer sá í sandinn þeim grastegundum, er vaxa í sandinum. En — hið fyrsta og nauðsynlegasta er að friða plássið. Hef jeg mælt þar út 2000 ferhyrnings- faðma til afgirðingar. Ætti girðingin að vera úr timbri (skíðgarður) og myndi hún úr rekavið, sem fæst á fjörum lands- sjóðsins, varla nema meira en 2 kr. faðmurinn, eða fyrir 180 faðma 360 kr. Katla vofir yfir öllu þessu svæði, en— hvervetna er eitthvað að. Á Kyrkjubæjarklaustri virðist einnig rjett að gjöra ætti tilraun, með því að veita ánni Stjórn yfir hina svo kölluðu Klaustursanda. Má veita ánni tvær leið- ir. 1. Sje henni veitt þvert yfir sand- ana, þá þarf að byggja 3978 feta lang- an, 5 feta háan (að meðaltali), að neðan 52 feta og að ofan 8 feta breiðan fióð- garð, eða samtals rúma 2762 tenings- faðma, á 5 kr. faðmurinn, eða í allt kr. 13812,50. 2. Svo má og veita ánni ofar. þ>yrfti þar 8 feta háan, 37 feta þykkan og 1755 feta langan garð, alls rúma 2369 teningsfaðma, hvren á 4 kr., eða samtals kr. 9479,20; enn fremur þyrfti 1853 feta langan, rúmra 4. feta djúpan, í botni 20 feta, og að ofan 37 feta breiðan skurð, alls 1104 tenings- faðma, hver á 1,50 kr., samtalskr.1656.15, og lagt við garðkostnaðinn kr. 11135 35, Á skurðurinn að geta flutt iootenings- fet vatns á hverri sekúndu, og nægir það vatnsmegn á 450 dagsláttur. Og setji maður kostnað af verkfærakaup- um og verkfærasliti 2 kr. á dagsláttu — en sandarnir eru 600 dagsláttur, — þá bætast við nokkur útgjöld. Hvernig sem því nú líður, hvort kostnaðurinn Um ínögulegleika akuryrkju á íslandi ritað af Hannesi biskupi Finnssyni. (Niðurlag frá bls. II6). Menn bæta jörðina upp á margan máta, hvar af þeir sjerlegustu eru eptir- fylgjandi: i. Votan akur og víðlend- an, með þvi að grafa gegnum hann djúpar grafir, svo margar sem þarf, bæði þvert og endilangt, en því, sem upp úr gröfunum er tekið, skal kast- ast upp á akurinn. til að hækka hann, og sjá svo til, að vatnið geti hindrunar- laust runnið frá. þ>essi er ein sú allra- nauðsynlegasta forbetrun. Sje hún for- sómuð, kann allt annað ekkert að hjálpa. 2. með plægíngunni verða menn að forbetra akra, eða hvað betra er, með að pæla jörðina upp og berja moldina. þetta er betra en nokkur á- burður og ætti í leirjörð, eða í fyrsta sinni eitt akurlendi er brúkað, að ske fyrst á haustin. og síðan aptur á vor- in, þegar moldin er vel barin, gefur hún frækorninu allan sinn frjóvgunar- krapt, ræturnar ná að útbreiðast, og draga til sín þennan krapt, loptið með- deilir jörðunni þess betur sína frjóvgun, illgresið minnkar, kornið vex fljótar og verður fyrr fullkomið, og kornsker- an betalar loksins ríkulega ómakið. 3. með að blanda saman aðskiljanleg. um jarðartegundum. þ>etta er einnig mjög nytsamiegt, því það sem skaðleg- ast er við eina jarðartegund, er þvert á móti við eina aðra, þar fyrir báru t. d. egypzkir sand í sína akra, eptir að áin Níl var hlaupin af, og hafði skilið eptir mikla leirbleytu. Áburður er ein teg- und af þessari jarðarblandan, hvar með raenn forbetra magra og harða akra. Áburður (mykja) gjörir tvennt, að feita akurinn og leysa hann; mold er nógu feit, og sandur nógu laus, þar fyrir er það helzt leirjörð, sem hefir gagn af áburði. En þar mykjan, sje hún of mikil, gefur strá en ekki kjarna, og óbrunnin mykja orsakar mikið illgresi, svo hata þeir stóru akuryrkjumeistarar, Túll og Du-Hamel forkastað áburði á akra, en í hans stað útheimta þess fleiri plægingar. þ>etta kennir, að menn í hið minnsta brúka mykju varkárlega á nýjum og feitum ökrum, eða jafnvel aldeilis ekki. Jeg vil ekki fleíra tala um þessar eða aðrar forbetranir, heldur minnast lítið á sáninguna, og það sem þar til heyrir, og er þá fyrst fræið. Margir hafa gefið ráð og reglur, hvaðan vjer skyldum það fá, sem að sönnu eru góðar, en ekki ætíð hægt eptir þeim að lifa. Sumir vilja fá það frá Eæreyjum, aðrir frá Finnmörkinni. sumir frá Guðbrands- dölum í Noregi, aðrir _ frá Sunnmærí, og nokkrir jafnvel frá íslandi. Frá ís- landi? já, Skaptafellssýslukornið ætti að útbreiðast um landið betur, og verða með ræktaninni að höfrum, byggi eða rúgi. Látið yður ekki koma þetta svo undarlega fyrir; þar stærstu lærðir menn og heil academia, eru enn nú á tvenn- slags meiningum, hvort ekki vaxi upp hafrar, þar sem sáð er rúgi, og þvert á móti. því kynnu þá eigi sandhafrar verða að rúgi? Jeg þori ekkert í þessu að segja, en mín einföld triíárjátning er sú, að hvað sem maður sáir. muni hann uppskera, og svo sem af ernum koma

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.