Ísafold - 15.11.1881, Side 1

Ísafold - 15.11.1881, Side 1
ÍSAFOLD. VIII 27- Reykjavik, þriðjudaginn 15. nóvembermán. 1881. SKYRSLA ÓLAFS BÚFRÆÐINGS ÓLAFSSONAR, TJM FERÐ HANS SUMARIÐ 1881 UM ÁRNESS-, RANGÁRVALLA- OG SKAFTAFELLS-SÝSLUR. Framhald frá bls. 105). Er jeg hafði aflokið sáningunni o. s. frv. í Hraungerði, 20. júní, fór jeg þaðan og aust- ur á Síðu og Fljótshverfi. Kom jeg þaðan aptur og að Hraungerði h. 4. júlí. Daginn áður (3. júlí) hafði verið stórviðrisrok á land- norðan, með mold og sandfoki. þ>á sá jeg aðeins lítinn vott af spírum á skógfræi, einnig hafði svigaviðnum farið vel fram, einkanlega þeim, er var í garðholu þeirri, sem heima er við bæinn. Sandurinn var htið eitt farinn að koma í suður- og norður- horn girðingarinnar. Fór jeg þá þaðan h. 5. júlí og vestur í Mýrdal, hvar jeg dvaldi tilll. s. m., aðjeg fór enn austur aðHraun- gerði, (þ. 10. var jeg veðurfastur á Höfða- brekku, ásamt öðrum fleirum, af ofviðri á landnorðan, með óttalegu sandfoki). þá sá jeg ekki alllítinn vott þess, að grasfræið hafði komið upp, reyrgras, stinnblaðað vin- gull og sandmelgrasið, en hvítt hvingras hafði ekki uppkomið; einnig var þá skóg- fræið vel og jafnt upp komið, en svigaviðn- um hafði lítið farið fram þennan tima. H. 12. s. m. var rok á útsunnan; reif þetta veður upp hinar veiku grasspírur, sem stóðu svo yndislega deginum áður, en hafa nú ekki lengur getað varizt, er stormurinn kom svona fljótt þvert á móti. A sandmelgras- inu gat heldur ekki þetta veður unnið eður skógfræinu, enda var þá ekki búið að taka mosann af skógfræinu, er jeg hafði yfir það breitt; en þessa daga, er jeg nú dvaldi í Hraungerði, 11.—14. júlí, tók jeg mosann af, því allt skógfræið var nú svo vel og jafnt uppkomið, að jeg þorði ekki að hafa hann lengur yfir því. Arferðið sem af er sumrinu, hefir verið hið erfiðasta, svo lítil von hefir verið, að ó- kunnar tilraunir geti heppnazt, þar allur grasvöxtur er í versta lagi; bæði á túnum og valllendi, er enn sumstaðar vart griphagi. Svo er óáranin mikil, að helzt lítur út fyrir, að flestir maturtagarðar ætli að bregðast. Arfinn, hið alkunna illgresi í görðum manna, hefir enn ekki getað vaxið. J>ví miður varð jeg nú að fara vestur í Rangárvallasýslu 0. s. frv., þótt jeg sæi nauðsyn til bera, að vera í Hraungerði, til þess að hirða hinar ungu plöntur, en til þ'ess hafði jeg enga heimild, og svo líka þótti mjer blettur þessi allt of lítill, til þess að á hann legðist svo mikill kostnaður, sem að jeg dveldi þar sumarlangt. Yarð jeg því nú að skilja við plönturnar upp á von og óvon, að jeg fengi nokkurn tíma að sjá þær aptur. f>á er jeg kom að vestan aptur, 8. sept., fullvissaðist jeg fljótt um það, er jeg áður hafði ímyndað mjer, og fór jeg hálft um hálft að iðrast eptir, að jeg hafði ekki tekið mjer það »bessaleyfi« að dvelja sumarlangt í Hraungerði; en #sá, sem er öðrum háður, er ekki sjálfráður«., Var nú allt skógræið í girðingunni einnig útdautt, og hafði það auðsjáanlega visnað af hita og þurki, þar enginn var til að hirða og vökva það; sá maður enn, hversu vel þær höfðu upp kom- ið, planta við plöntu, en nú allar visnaðar, hver á sínum stað. Að eins 30—40 plöntur af »pinus montana« eru enn lifandi, og hafa þær auðsjáanlega komið upp eptir að megn- ið af hinum var litdautt. Lítið af þeim hefir sandi kafizt. Sandmelgrasið er enn vel lifandi, en nokkuð af því hefir sandi orpizt. Svigaviðnum hefir farið allvel fram, einkanlega hefir salix viminalis vaxið mest. Hver tegund hefir vaxið mest á hæð, það sem nu greinir: hæst. sett niður. lifandi. Salix smithiana 8.5" .. 15 st. . .. 11 st. vittelina . QO 0 ...20—. -.11 — laurifolia. 2.5" ..18 — . .. 5 — viminalis aug.f. 13.0" ..20—. ..20 — laurina ... 4. " ... 18—. ..23 — caspica... 12. " ...13—. .. 4 — Merkið " á eptir tölunum þýðir þuml., og er 1 fet = 10 þuml. (Málið er desimalt). Aður jeg skil alveg við þessa girðingu, skal jeg geta þess, að jeg dagana 12.—13. sept. plantaði þar í suðurhomið á girðing- unni, 1 hest af sandmelgrasi, og var það nóg á 414 □ fet. Hvernig þetta heppnast, veit jeg ekki enn, en þar mig vantaði hið nauðsynlega verkfæri, plöntunarspaðann, í hvers stað jeg varð að brúka pál, gat jeg ei sett plönturnar svo djúpt, er jeg vildi, en að öðru leyti gætti jeg þeirrar reglu sem tfðkast á Jótlandi. 1 garðsholu þeirri, sem heima er við bæ- inn, og sem einnigí er hrein sandjörð, standa allar plönturnar ágætlega vel, einkanlega fjallafuran (pinus montana). Hvítt greni (abies alba) stóð einnig allvel, en þó ekki eins. Svigaviðurinn (salix) stóð einnig mjög blómlegur. á hæð: Hafði hver tegund vaxið hæst. settniður. Sahx smithiana . ....17.5" ... 8st. lifandi öll. viminalis aug.,.18.5" ... 4 laurina ....10.0" ...4 laurifolia... .... 7.0" ... 4 vittelina ... ...12. 5" ...3 Salix caspica dó þegar út á fyrstu vikunni í vor. 2. f>á er jeg hafði aflokið æflunarverki mínu í Hraungerði, 20. júní, fór jeg austur í Meðalland, Síðu, Fljótshverfi og Skaptár- tungu, í þeim tilgangi, að veita tilsögn, ef bændur vildu nota hana, í því sem kunn- átta mín tilnær í búnaðarlegu tilliti. Kom jeg á þessari hringferð minni á 5 bæi í Leiðvallahreppi og 16 í Kleifarhreppi. |>egar jeg kom að austan aptur, 4. júlí, kom jeg að Hraungerði; hjelt jeg þá áfram h. 5. s. m. og vestur í Mýrdal. Kom jeg þar á 5 bæi. Fór jeg þá austur aptur að Hraun- gerði, 11. s. m., hvar jeg var um kyrrt til h. 14. s. m., að jeg fór vestur í Mýrdal apt- ur ; kom jeg þar þá á 6 bæi. Að kveldi h. 16. s. m., fór jeg yfir Sólheimasand. Hef jeg þannig aflokið þessari hringferð minni í Yesturskaptafellssýslu í þetta sinn á 26 dögum og komið á 32 bæi; allt eptir beiðni ábúenda. A engum þessara bæja hef jeg við verk verið, hvergi byrjað á neinu verki, enda voru flestir sem óðast að búa sig á stað í kaupstaðarferðir og sumir þegar farnir. Sinntu þeir því mjög lítið ferð minni; kom hún þannig að miklu minni notum, en hún hefði annars gjört, og svo hitt, að klaki var enn svo mikill í jörðu að óhægt var til verka; þannig gat jeg hvergi leitað að Ttió- taki, til hlítar, fyrir gaddi (J—1 alin að klaka). Ahuginn er heldur ekki mikill enn, í bún- aðarlegu tilliti, eður öðrum framförum, enda eru þeir víst mjögfáir, er glæða hjer fegurð- artilfinningu manna; þó er framfarahugur víst töluvert að vakna, hjá allflestum, og »mjór er mikils visir«. f>að er ekki von að fólki, sem hjer er uppalið og aldrei hefir hjeðan farið, fleygi áfram á menntunarinnar vegi; á þessum útkjálka landsins, sem því nær er öllum erfiðleikum undirorpinn. f>ar sem allar samgöngur við önnur hjeruð lands- ins, eru svo strjálar og allur tími eður því nær allur, sem afgangser daglegum störfum heyskap, skepnuhirðingu o. s. frv. fer í hin- ar löngu og erfiðu aðdráttarferðir; svo sá tími af sumrinu, sem annarsstaðar verður notaður til jarðabóta fer hjer forgörðum. f>á standa landþrengslin þeim mikið fyr- ir framförum, þar nær því hver verður að troða skóna ofan af öðrum. Verður því hver og einn að streitast við a,ð halda lífinu í sjer og hyski sínu, og þar við lendir sí og æ. f>essi land- eða jarðþrengsli eru eðlileg afdrif vatns og sands, því jarðirnar ganga allt af úr sjer ár frá ári, bæði af sandi og vatni. Verður iðulega að flytja bæina undan þess- um ágangi, svo sífellt þrengist, t. a. m. Grímstaðir í Meðallandi hafa þrisvar verið fiuttir á þessum mannsaldri. f>egar nú býl- um ekki er fækkað, þá fylgir það af sjálfu sjer, að ábúendur jarða þeirra, er mest ganga af sjer, verða að láta fjenað sinn ganga upp á öðrum, en eptir þvi sem graslendið gengur af sjer, verða skepnur einni^ að fækka. Eptir því verður fólkið meir að ræna sandinn eða rjettara, að lifa á og nota sjer sem bezt rætur þær, er á sandin-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.