Ísafold - 13.05.1882, Blaðsíða 1
Argangurinn kostar 3 kr.
innanlands, en 4 kr. er-
lendis. Borgist í júlímán.
ISAFOLD.
Pöntun er bindandi fyrir
ár. Uppsögn til áraskipta
með tveggja mán. fyrirvara.
Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri.
IX 10.
Reykjavík, laugardaginn 13. maímán.
18 82.
Frá merkum presti i Ameríku hefi jeg
fengið svo látanda brjet, dags. 4. d.
marzmán. þ. á.
„Háæruverðugi herra!
Sem þjónn Jesú Krists og einn í tölu
þeirra sem játa hina óafbökuðu, kenn-
ingu Guðs orðs, eins og hún er sett
fram í hinni óbreyttu Augsborgartrúar-
játningu og hinum symbólsku bókum
hinna heilögu guðspjalla lúthersku kirkj-
unnar, leyfi jeg mjer að rita yður, há-
æruverðugi herra, fáein orð út af mor-
mónunum.
Djöfullinn hefir sezt á veldisstólinn í
fylkinu Utah í Bandafylkjunum og það-
an sendir hann erindisreka til allra
hluta hins menntaða heims. J>essir út-
sendarar kalla sig „biskupa11; þeir fara
árlega til íslands, læðast inn í landið
og framkvæma hin skelfilegu vjela-
brögð sín á hinum kyrlátu sveitaheim-
ilum. J>eir telja mönnum trú um, að
þeir standi í sambandi við Krist og
postulana. J>eir þykjast gæddir and-
ans gáfu í fyllsta mæli og með því,
að hripsa það vald, sem þeir ekki hafa,
vinna þeir áhrif á trúarlíf þeirra, sem
hvikulastir eru. þeir segja kvennþjóð-
inni, að hinir fríðu og auðugu Eng-
lendingar, sem komi til að sjá sig um
í hinu einkennilega landi þeirra, muni
taka sjer þær fyrir konur, er þær komi
til Utah. þeir útmála fyrir þeim þær
unaðsemdir er fylgi fullsælulífinu í hinu
fagra landi. þ>eir segja hinum spar-
sömu iðjumönnum bændastjettarinnar,
að í Utah sje ævarandi sumar, þar
sem friður og fullsæla sífellt ríki og
þar sem sjerhver geti fengið og haft
eins stórt svæði aí hinu ágætasta landi,
eins og honum þóknist. Með þessum
og því um líkum fortölum tæla þeir
menn og lokka til ófarsældar. En ein-
kum og sjer í lagi er það undir yfir-
drepskap trúarinnar, að þeir neyta
vald síns gagnvart hinum auðtrúu.
Undir yfirdrepskap trúarinnar vjela
þeir ungar stúlkur og tæla foreldrana
til að sleppa þeim, þeir taka konur frá
mönnum þeirra, systur frá bræðrum
þeirra, og orsaka tár og andvarpanir.
þ>eir greiða kostnaðinn við útflutning-
inn. þ>eir segja mönnum að þ’eir flytji
þá til Gósenlandsins þar sem allir hafi
sömu trú og þeir. Sannleikurinn er þó
sá, að Mormónakirkjan í Utah telur
hjer um bil 56 þús. manna. í öllu
fylkinu eru hjer um bil 120 þús. íbúa,
en 50 miliónir á að gizka í Bannaríkj-
unum. það atriði sem jeg einkum vil
leiða athygli yðar að, er það, að af
nefndum 56 þús. mormóna eru 9,500
eða hjer um bil % frá Norðurlöndum
og sem áður hafa verið Lútherstrúar.—
Jeg blygðast min fyrir kirkju minnar
sakir. Hvað margir í tölu þessara sjeu
íslendingar veit jeg eigi. „Biskuparn-
ir„ fluttu á einu sumri 40 ungar stúlk-
ur frá íslandi. Komi „biskuparnir“
stúlkunum heilum og höldnum til Utah
verða þessir aumingjar þess fyrst var-
ir, að Mormónatrúin er fjölkvæni, ó-
skýrlífi, blygðunarleysi og allsherjar
fyrirlitning fyrir guðs og manna lög-
um. Karlmennirnir verða þess varir,
er þeir koma til Utah, að ágætisland-
ið er ræktað, ekki til hagnaðar fyrir
þá, heldur til góðs fyrir mormónakirkj-
una. Með þvi að ljúga líklega og lasta
sjerhverja trúarskoðun, sem mismunar
frá kreddum þeirra, tekst biskupum
þessum að breiða yfir það, hvernig
þeir sjálfir, kirkja þeirra og trú, í raun
og sannleika eru, og með þessu móti
svíkja þeir saklausar stúlkur í þrældóm
og dýrslegan lifnað.
Jpjóð bandafylkjanna — sem jeg hefi
þá æru að heyra til — er nú tekin að
opna augu sín fyrir Mormóna málinu,
og stjórnin er nú að gjöra gangskör
að því, að siðleysiþað er átt hefir sjer
stað undir yfirdrepskap trúar verði
upprætt. En jeg hygg þó, að það líði
langt, eptir núverandi jafnvægi hinna
stjórnmálalega flokka að dæma, þang-
að til nógu röggsamlegar framkvæmd-
ir verði gjörðar til að vinna fullkomlega
bug á böli þessu. Jeg undanfelli því
ekki að frambera fyrir yður þessa kæru
mína, vegna hinna ungu, óspilltu og
saklausu kvenna á íslandi, og skora á
yður í nafni vorrar sameiginlegu trúar,
að beita öllu valdi yðar háa embættis
til þess að forða landslýð við hneyklsi
þessu og svikum. Gefið lýð yðar á-
minningar, gefið honum aðvaranir; gef-
ið prestunum um land allt sjerstakar
fyrirskipanir um að predika um þetta
efni til lýðsins, og vara hann við, að
láta lokkast á hinn breiða veg til hel-
vítis. í sumar, sem leið leiddu Mor-
mónar íslenzkt fólk í villunet sitt; lát-
ið þá í sumar, sem kemur, og' hjer
eptir, verða útilokaða frá, að beita hin-
um voðalegu vjelabrögðum sínum.
Fyrirgefið mjer djarflegan rithátt; jeg
rita í nafni trúarinnar og mannlegs rjett-
ar. Jeg hef einnig ritað landshöfðingj-
anum . Reylcjavík 6. maí 1882.
P. Pjetursson.
Meira um landlæknisemhættið.
Embætti þetta er nú heitið hinum danska
sækjanda, Schierbeck aðstoðarlækni, og fær
hann veitinguna undir eins og hann hefir
leyst af hendi hið lögboðna próf í íslenzku,
einhvern tíma í sumar.
Eptir því sem er að heyra á Isafold (IX.
ð.), munu þessi málalok ekki eiga lofi að
fagna meðal almennings á Islandi eða að
minnsta kosti ekki í Beykjavík.
Isafold hefir margt til síns máls í á-
minnstri grein. En mjer finnst þar ekki
nægilega til greina tekið það, sem er höfuð-
atriðið í þessu máli. Sje hinn danski
sækjandi töluvert meiri læknir en almennt
gjörist og þá meiri læknir, en læknar eru
nú á Islandi, því mjer vitanlega hefir eng-
inn þeirra eindregið fyrirtaksorð á sjer, þá
er svo mikils vert þar um, að hitt annað á
vissulega að lúta í lægra haldi. Fái fleiri
sjúklingar á Islandi bót sinna meina fyrir
það, að þessi útlendi maður kemst í flokk
lækna þar, þá er það svo mikilsvert, að
hitt annað, er íslenzkir læknar kunna að
hafa sjer til ágætis umfram hann, er smá-
ræði í samanburði við það. þurfi færri að
leita til annara landa eptir en áður sjer til
læknishjálpar, t. d. við augnveiki og ýmsum
meinum, er vandasamar handlækningar
eiga við, þá trúi jeg ekki öðru en að flestir
muni svo sanngjarnir, að þeir segi að
stjórnin skuli hafa sæl gert, þótt maðurinn
sje annarar þjóðar. Verði þessi ráðstöfun
til þess, að sú umbót komizt á kennsluna
á læknaskólanum, að hún verði ekki ein-
göngu eða nær eingöngu bókleg, sem verið
mun hafa að undanförnu í Bvík fremur en
á nokkru öðru byggðu bóli, er það lítilsvert
þar hjá, þótt tilsögnin færi ekki ætíð fram
á sem allrahreinastri íslenzku, allrahelzt
ef þess eru dæmi, að hinir íslenzku lækna-
skólakennarar hafi haldið fyrirlestra á skól-
anum á reglulegri dönsku, auk þess sem
allar eða nær allar prentaðar kennslubækur
þar eru á útlendum tungum. Ef enn frem-
ur framfarahugur og framkvæmdarandi
læknastjettarinnar á Islandi yrði ríkari og
fjörugri eptir en áður—aldrei er of mikið
af svo góðu—, sem öll líkindi eru til, er
atkvæðamaður á bezta skeiði gjörist höfð-
ingi yfir liðinu, þá mun landslýður skjótt
sætta sig við þjóðernisbrestinn.
Ef einhver útvegsbóndi ætti kost á af-
bragðs-formanni en úr öðru byggðarlagi,
mundi hann þykja stakur fáráðlingur, ef
hann hafnaði honum fyrir þá skuld, og
það þótt hann hefði í vist hjá sjer góðan
háseta, er honum þætti maklegur upphefð-
arinnar.
þessu má svara svo, að valt sje að reiða
sig á slíka yfirburði, sem hjer er gefið í
skyn að hið danska landlæknisefni muni
hafa til að bera, er enn skorti mjög reynslu