Ísafold - 13.05.1882, Blaðsíða 2
38
því til staðfestingar. Vjer íslendingar höf-
um átt öðru að venjast að jafnaði en að oss
væri valið af betri endanum, er svo er
kallað, er oss skyldi miðla í embætti mönn-
um af dönsku kyni, og eru raunar til þess
ýmsar eðlilegar orsakir. þvf er vorkunn,
þótt vjer sjeum ekki mjög auðtrúa á af-
brigði frá þeirri tízku. En jeg þykist mega
fullyrða, að til sje svo greinileg vissa, sem
hægt er að hafa eptir atvikum fyrir því,
að maður þessi sje í röð fremstu lækna hjer
f landi á hans reki. Nú eru hjer í landi
nær hundraðfalt fleiri læknar en á Islandi
og allmargir þeirra afla sjer að afloknu
embættisprófi ýmissrar kunnáttu í sinni
mennt umfram það, sem háskólatilsögnin
veitir, en þar við hafa íslenzkir læknar
látið lenda til þessa, að svo má kalla, og
það þeir, sem lengst hafa komizt. Samt
sem áður er að vísu hugsanlegt, að einhver
af þessum tuttugu íslenzku læknum komist
jafnfætis þeim fáu af hundraðfalt fleiri
læknum hjer, sem skara að mun fram úr
öðrum. En það er ekki líklegt, og hlýtur
að minnsta kosti að vera sjaldgæft, enda
munum vjer ekki eiga því láni að fagna mi
sem stendur, að læknum vorum alveg ó-
löstuðum.
Vjer eigum sem við er að búast ekki því
að venjast, að oss bjóðist fyrirtaksmenn
frá öðrum þjóðum, hvort heldur er í em-
bætti eða aðra nytsama sýslu. En beri
svo vel til, virðist mjer sjálfsagt að taka
slíkum mönnum fegins hendi. Vjer höfum
þar fyrir oss dæmi annara þjóða, er hefir
vel gefist. Vjer þurfum þeirra við, mörg-
um fremur, meðan vjer erum á því bersku-
skeiði í mörgum hlutum, sem alkunnugt
er að vjer erum enn. Að þjóðerni vort
verði ofurliði borið af slíkum mönnum, ætla
jeg að vjer munum ekki þurfa að bera
kvíðboga fyrir. þeir munu ekki verða
svo margir, og í annan stað ætti oss að
vera vaxinn svo fiskur um hrygg, að vjer
fáum staðist óþjóðemisleg áhrif þeirra, ef
slíku væri að skipta.
Að það mundi draga úr viðleitni íslenzkra
læknaefna að afla sjer sem mestra framfara
í sinni list, er þeir sæju, að útlendir menn
væri látnir ganga fyrir í veglegasta og launa-
mesta læknisembætti landsins, getur mjer
ekki skilist. því að vafalaust má ganga að
því visu, að íslenskir kandidatar muni eng-
an veginn látnir sitja á hakanum fyrir dönsk-
um að jöfnum kostum og hæfileikum. Hitt
væri miklu fremur mesta skaðræði og sjálf-
sagt niðurdrep allri verulegri framfaravið-
leitni íslenzkra embættismannaefna, ef þeir
væra jafnan látnir ganga fyrir þjóðernisins
vegna eingöngu eða því nær, hvað sem liði
öðrum hæfileikum þeirra.
Festallir kannast við í orði kveðnu, að
embættin sjeu ekki brauð, eða ekki eingöngu
brauð, ekki eingöngu eða mestmegnis til
þess gerð, að þeir sem búa sig undir þau,
hafi eitthvað sjer til viðurlífis,—kannast við
að embættin sjeu ekki til mannanna (em-
bættismannaefnanna) vegna o. s. frv., held-
ur þvert á móti. En mikið vantar á, að sú
skoðun sje nægilega rótföst orðin í hugsun-
arhætti almennings. þegar til kastanna
kemur, verður að öllum jafnaði annað efst
á baugi. þá eru höfð hausavíxl á hlutunum.
þá er talað um, að sá eða sá sje maklegur
brauðsins (embættisins), það sje gustuk að
láta hann fá það, hann hafi gjört sjer vísa
von um það, það sje hart að neita honum
um það, hann eigi meira að segja jafnvel
heimting á því og þar fram eptir götunum.
þá er hinu gleymt, hvað embættinu er holl-
ast eða þeim, sem embættisverkanna eiga
að njóta, þjóðfjelaginu og einstökum mönn-
um. þar fyrir hefir margur vanmetagripur-
inn komizt í embætti er aldrei hefði átt
þar að koma, og lafað þar von og úr viti,
sjer og öðrum til minnkunar og skaðræðis.
Nú fer því mjög fjarri, að hjer sje því að
skipta, þar sem er hinn setti landlæknir,
herra J. Jónassen. Varla mundi nokkur
maðnr á íslandi hafa kallað landlæknisem-
bættið vanskipað, þótt hann hefði hlotið
það. En svo góðan málstað sem þar er að
verja að því leyti til, stoðar ekki að bera
fyrir sig, að hann hafi unnið til embættis-
ins, það sje hart að láta hann ekki fá það
o. s. frv., og ætlast til að hann sje svo lát-
inn ganga fyrir færari manni, úr því að slík-
ur bauðst. þetta vita allir raunar. En
þó heyrist sjaldan svo minnst á þetta mál
eða önnur því um llk, að ekki bregði fyrir
slíkum ummælum og viðbárum. það er
skaðræðishugsunarháttur, og ætti að fyrnast
sem fyrst. Verði nokkur hartúti, sem kall-
að er, þegar svo ber undir, sem hjer, þá eru
til önnur ráð að bæta honum »ójöfnuðinn«.
Khöfn, í apríl 1882.
Björn Jónsson.
— í 5. og 6. tbl. »ísafoldar« þ. á. er grein
frá búfræðingi B. B., en hún er ekki um
búfræði, heldur um vegagjörðir; jeg skal
nú ekki til hlítar efa, að höfundurinn sje
fær að skrifa um þetta efni; þó sýnist
sumt í grein þessari skráð meira af góðum
vilja en gildum mætti, enda sumar hug-
myndirnar fljúga hátt, sem örin hjá Gunn-
ari, en ekki hæfa eins vel; það er nú að
vísu ekki gott að verja fje til að níða hina
gömlu vegi, en hvað á landsstjórnin að
gjöra, þegar þeir eru ófærir og verri en þeir
voru fyrir hálfri öld, og það er óvinsælt og
ekki fullt jafnrjetti, að eyða öllu fjenu ár-
lega í litla kafla, í þeirri von, að allt verði
gjört að akvegum, eða draga að leggja vegi,
þangað til gufubáta-hugmynd höf. væri full-
þroskuð í framkvæmdum.
Enn með því þess yrði langt að bíða,
að öll hjeruð landsins fengju bráðustu þörf
sína bætta í þessu efni, þá neitar enginn,
að hjer ber að fara svo skynsamlega sem
unnt er; þess verður langt að bíða, að
vegagjörð yfir Hellisheiði, Mosfellsheiði og
fleiri heiðar verði óþarfar, eins og líka
hins, að Skaptfellingar og Bangæingar og
fleiri fái aðflutninga-þarfir sínar bættar
með gufubátum, og alla tíð munu vetrar-
póstferðir á landi verða nauðsynlegar.
þegar um það er að ræða, að leggja upp-
hleypta vegi, er margt af því, sem höf.
segir rjett, enda alkunnugt, en aptur mun
menn greina á um sumt, þar á meðal hvort
rjettara sje, að krækja með vegi og leggja
þá lágt einungis til þess, að þeir ekki sjeu
of brattir fyrir æki; en eptir því sem vegir
liggja lægra eða í meiri halla, er þeim
hættara við meiri skemmdum af vatni, síga
seinna á vorin og verða minna notaðir á
vetrum. Eru þetta ekki ókostir ? Beynsl-
an er þegar búin að sýna, að upphleyptir
vegir hjer á suðurlandi þurfa allir meira
eða minna viðhald, ofaníburð 2. og 3. hvort
ár, einkum fyrstu árin. þá leggur hann
það til, að hafa grasrót í hliðar veganna,
þar sem vatnsrennslis er von; þetta getur
nú átt við, þegar um góða stungu er að
ræða, sjer í lagi þegar leggja skal veg yfir
mýrar, en að öðru leyti tel jeg það hreina
og beina ráðleysu1, að brúka ekki grjót al-
staðar þar, sem það er til, ef jarðvegurinn
er ekki blautur; steinninn er ávallt við
hendina, þótt hann hrjóti út úr, en stígi
hestur fæti á jarðbrúnir búfræðingsins, þá
er meira eða minna úti um þær, eða mundi
það hafa borgað sig að flytja nýtilega jörð
upp í Hellisskarð og brúka það í hliðar
vegarins í stað grjóts; þé segir höf. að
eigi að bera kastmöl á undan algjörða ofan-
íburðinum í miðjan veginn, f af breiddinni;
hjer lendir hann sjálfur í því, sem hann
varar við; það er ofmikilli sparsemi;
hvernig fer, ef götur troðast utan við
malarhrigginn og sprengja hliðarnar út,
þegar vatn fer að standa í þeim, en ef að
þessi möl er fáanleg eða á annað borð borin
í, á hún að vera undir öllum veginum, því
hjer er ekki hugsandi, að vegirnir verði ein-
ungis brúkaðir fyrir æki, eða að allir ríði
eða teymi miðjan veginn; líka er það bæði
skynsamlegra og skemmtilegra, að reka en
teyrna eða láta hvern hestinn draga annan.
Neðanmáls í athugasemd segir höf., að
vegurinn yfir Kamba á Hellisheiði sje
mesta ómynd; þetta er harður dómur og
sjergæðingslegur, þegar hann kemur frá
þeim manni, er ekkert hefir fengist við
vegastörf, enda vanta hjer allar ástæður;
jeg verð nú að leyfa mjer að spyrja, hvern-
ig átti að leggja veginn yfir Kamba, svo að
hann væri ekki of brattur fyrir æki, en
traustur og þó tilbærilega kostbær ? Atti að
sneióa fyrir hæðina? það er gott að fá
greinilega upplýsingu um þetta; þeir geta
haft gagn af því, sem framvegis fást við
vegagjörðir.
Grjóta 8. apríl 1882.
Eiríkur Asmundsson.
Nokkur orð
út af »Brjefi til Islendinga um lærða skól-
ann frá Velvakanda og bræðrum hans«,
rituð af
Benedict Gröndal.
Brjef þetta er eitt af hinum mörgu rit-
um, er svo opt sjást á prenti nafnlaus, af
því höfundurinn þorir ekki að nefna sig.
Hann er ekki viss um, að hann hafi í raun
og veru rjett fyrir sjer, en finnur samt hjá
sjer heilaga skyldu til þess að taka það
fram, sem honum finnst aðfinningavert.
þetta er nú mikið gott, og rjett hugsað.
En aðfinningin getur verið með ýmsu móti,
og sjaldan hefir mikið á unnist með aðfinn-
ingum, sem eru mjög ofsalegar. Höfundur
brjefs þessa skyldi ekki láta sjer detta'í
hug, að mjer fyrir mitt leyti hafi þótt eða
þyki skólinn óaðfinnanlegur; en að rita
slíka aðfinningu og þessi er, hefir mjer
aldrei komið til hugar. Jeg ætla mjer
ekki að reyna til að hrekja allt, sem höf.
segir, því það get jeg ekki; en fyrir utan
það, að brjefið er ritað í ofsalegum anda og
í reiði, þá er það fullt af ósannindum og
mótsögnum. það byrjar á því, að sjaldan
hafi menn verið ánægðir með latínuskólann;
en á næstu blaðsíðu stendur með fullum
I) f>að er kunnugt, hvað lengi jarðgarðar standa
hjer á suðurlandi, þó gripir ekki spori þá út, og
hvað mundu slíkar jarðbrúnir þola úr ljelegri jörð,
þar sem 200-300 af hrossum eru rekin af mörk-
uðum.