Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 2
42 málanna vönduð, og að það, sem rjett er og landinu gagnlegt, hvort það kemur frá herra Tr. G., mjer eða öðrum þingmönnum, verði hvorki »bælt niður« með ofsa nje undirróðri. 2. Herra Tr. G. hefir sjálfur játað at- hugaleysi sitt á þingi, og mætti með því vera úttalað, væri ekki sú lagfæring á at- hugaleysinu eptir þing, sem hann er svo hróðugur af — bráðabyrgðalögin — væri hún ekki enn þá ver hugsuð, en breytingartil- lagan sjálf. Herra Tr. G., sem er þing- maður, fœr ráðherrann til að gefa vt bráða- byrgðalög ofan i ný út komin lög um sama efni, sem löggjafarvaldið í heild sinni hefir samþykkt; hann ýtir undir ráðherrann — og hrósar sjer af—að misbjóða anda stjórn- arskrárinnar, og bókstafnum með (11. gr.), því það »bar enga bráða nauðsyn til« neinna bráðabyrgða ráðstafana, ekki einu sinni frá s j ónarmiði þingmannsins s j álf s,með því lands- höfðingi var með þýðingu sinni á spítalalög- gjöfinni (Stj.tíð. 1882, bls. 9—10) þegar bú- inn að bjarga málinu fullt eins vel eins og bráðabyrgðalögin frá 16. febr. þ. á. gjöra. Með þessu ráðlagi sínu hefir þingmaðurinn komið stjórninni upp á það eptirleiðis, ef henni þykir eitthvað að einhverjum lögum, sem frá alþingi koma, og ef einhver hlut- samur þingmaður, sem er á ferð 1 Kaup- mannahöfn, »allraþegnsamlegast skýrir Oss frá«, að sú eða sú grein í ný út komnum lög- um »muni ekki vera samkvæm því, sem al- þingi ætlaðist til«, o. s. frv.—þá annaðhvort að hafna þeim, og gefa út bráðabyrgðalög í staðinn, eða staðfesta þau, og þá breyta þeim jafnsnemma með bráðabyrgðalögum. það er einn af hyrningarsteinum sjálfsforræðis- ins, að stjórnin getur ekki breytt lögum, sem frá þinginu koma, eins og hún hafði heimild til meðan þingið var ráðgjafarþing. Um þennan hyrningarstein hefir herra Tr. G. fengið ráðherrann til að losa, og ráðherr- ann hefir ekki verið seinn til að ganga á lag- ið. Hafði herra Tr. G. nokkurt umboð frá alþingi til þessa? Hann hafði umboð frá neðri deild þingsins í öðru máli; hvað hefir hann þar afrekað? Herra Tr. G., og sá flugnahöfðingi, sem hefir komið þessari flugu í munn honum—því varla mun herra Tr. G. hafa tekið þetta, heldur en sumt ann- að, upp hjá sjálfum sór—hafa með þessu skriflega og munnlega bruggi við ráðherrann gefið öðrum hlutsömumþingmönnumískyggi- legt eptirdæmi og stjórninni undir fótinn að gjöra sjer eptirleiðis, þegar svo ber undir, dælt við löggjafarvald þingsins. Og þetta hafa þeir gjört án nokkurs umboðs frá þing- inu og alveg að nauðsynjalausu, svo »hin síðari villan er orðin argari hinni fyrri«. En—herra Tr. G. hefir gjört þettaíbeztu meiningu. Hann samdi breytingartillöguna góðu í beztu meiningu, og gjörir yfir höfuð allt, sem hann gjörir, í beztu meiningu, ann- aðhvort við landið, eða við einstaka menn. fó jeg sje ekki samdóma sálmaskáldinu um það, að »góð meining enga gjöri stoð«, þá er hitt víst, að sjer í lagi í opinberum málum þarf meira með. Hinni góðu mein- ingu þarf nauðsynlega að vera samfara dá- lítil sjálfstæð hugsun, þekking og festa. Bessastöðum, 15. maí 1882. Grimur Thomsen. Nokkur orð út af »Brjefi til íslendinga um lærða skól- ann frá Velvakanda og bræðrum hans«, rituð af Benedict Gröndal. (Niðurlag), 4, Ejórða orsökin til hnignunar skólans— ef annars má svo að orði kveða, því höfund- urinn álítur hklega allt sem hnignun, af því hann lifir í Ideölum—er hið bágborna bók- lega ástand í skólanum. Fyrrum hafði skól- inn sölu bókanna á hendi, og þá vantaði piltana aldrei bækur ; nú er sumstaðar í bekkjunum ekki til nema níu eða tíu bæk- ur handa tuttugu og allt að þrjátíu mönn- um, og varla það. En hjer við bætist nú einnig tregða sjálfra piltanna til að kaupa bækurnar—kann ske höfundurinn vilji kenna kennurunum um það? Einu sinni var kenn- urunum skipað að panta bækur handa pilt- unum, hverjmn í sinni grein; en svo gengu piltarnir hópum saman aptur úr skaptinu um að kaupa það sem pantað hafði verið, svo jeg var nærri því kominn i mál út af öllu saman, og þakka eg framvegis fyrir það embætti. Yfir höfuð má segja, að i skólan- um sje lesið á tómar skruddur, sem engum manni getur verið ánægja í að ljúka upp; það er eins og engum manni detti í hug, að fallegar útgáfur og vel vandaðar bækur geti örfað mann til að lesa þær—en eptir skoð- unum höfundarins getur enginn Bector og enginn umsjónarmaður skyldað pilta til þess að hver eigi sína bók, því hvar er þá frelsið, sem piltarnir eiga að hafa ? það eina sem vjer getum vonast til, er að alþingi skerist í málið og láti gjöra breyt- ingar á reglugjörðinni. En reglugjörð fyrir skólann verður að ná yfir meira en kennslu- greinarnar; skólinn er meira en kennsla. Yfir höfuð finnst mjereldri reglugjörðin betri, og þykist eg engan meiða með þessum orðum. Hvað það snertir, að piltar og umsjónar- menn sendist á »verstu fúkyrðum# (brj. bls. 5—6.), þá er óhætt að fullyrða, að þetta eru hrein ósannindi og rangur áburður bæði upp á kennara og pilta; og enda þótt einhverju sinni hefði slegið í hart, þá þekkjum vjer nóg dæmi til slíks annarstaðar, og væri það því síður furða að slíkt gæti orðið hjer á landi, þar sem skólasveinar hafa miklu meira frelsi og sjálfræði en annarstaðar. það er merkilegt að taka »hinar óþvegnustu sögur« (brj. bls. 2) fyrir svo góða og gilda vöru, að þær sjeu berandi á borð fyrir almenning, gefa mönnum rangar hugmyndir og stæla pilta upp til óhlýðni og illsku. Hvað um- sjóninni viðvíkur, þá er eg ekki fær þar um að dæma; eg veit einungis það, að hægra er að finna að öllu en bæta, og svo má allt níða að í ekkert gott sjáist. Hvað þennan Heegaard snertir, sem höf. er að vísa til, þá þekki jeg ekki þá bók, og held jeg fari ekki að vera mjer út um hana. Kann ske nú eigi að fá handa oss danskan umsjónarmann, eins og danskan landlækni. það sem jeg einkum vildi óska að stæði i reglugjörðinni, er þetta: 1. Að burtfararprófið félli alveg burt, en að rector gefi piltunum burtfararvottorð sam- kvæmt frammistöðuþeirraum allan skóla- tímann, eptir því sem einkunnabækurnar greina. Eða, ef burtfararprófið ekki verð- ur afnumið, þá a, að það verði haldið í júnímánuði í sein- asta lagi. b, að fyrri hlutinn reiknist fylhlega með. 2. Að tröpputal allra fræðigreina verði jafnt, svo engin verði tekin fram yfir aðra. 3. Að engin geometria verði kend í neðsta bekk, og engin skript í skólanum. 4. Að þýzka verði kend í öllum bekkjum. 5. Að náttúrusögu-kennslunni verði haldið áfram upp eptir til enda, en ekki hætt við hana um langan tíma, eins og nú er gjört. 6. Að piltum verði gjört að strangri skyldu að eiga allar kennslubækur, og fátækir piltar styrktir til að eignast þær. 7. Að trúarbragðakennsla verði minnkuð. Piltar verða ekki heiðnir fyrir það ; þeir halda bænir kvöld og morgna og fara í kirkju á ákveðnum dögum. 8. Að þær reglur fyrir skólann, sem undir- skrifaðar eru af stiptsyfirvöldunum og nú útbýtt meðal pilta, verði innifaldar 1 aðal- reglugjörð skólans (með breytingum). Fleira man jeg nú ekki að telja að sinni, endabýst jeg ekkivið aðneitt af þessu verði tekið til greina. Jeg skrifa einungis mínar eigin hugsanir. þessi orð hefi jeg ritað af því mjer var sent brjefið, en síður af því, að jeg finni mig svo mikið snortinn af því, sem í þvl stendur, og bið jeg nú »Velvakanda« að virða á hægra vegfyrir mjer, og eigi taka orð mín svo, sem jeg hafi ætlað að styggja hann eður meiða. 3. maí 1882. Nokkur orð um mislinga1. Með því að hætt er við, að mislinga- sýki berist út um land í sumar og sá sjúkdómur er flestum ókunnur, álít jeg nauðsynlegt, að gefa almenningi nokk- ura lýsing á honum. Haustið 1868 barst þessi sjúkdómur til norðurlatids, og gaf þá hjeraðslæknirinn áAkureyri út lýsingu á honum eptir undirlagi amtmannsins í norður- og austuramt- inu, og er eptirfarandi lýsing að mestu leyti samhljóða henni. Mislingasýkin byrjar að öllu leyti á sama hátt og kvefsótt: með hósta og hæsi, stundum hnerrum, höfuðverk, beinverkjum, magnleysi, rennsli úr nefi og augum; augun þola ekki heldur birtuna. Stundum skiptast á kulda- og hitaköst, og börn fá stundum óráð. Sumir fá tak fyrir brjóstið, aðrir kverka- bólgu, en aðrir ógleði og uppköst. Allt þetta getur verið með vægara eða frekara móti, og varað skemur eða lengur; vanalega helzt það nálægt 4 dögum, og að þeim liðnum fer að slá út rauðum blettum um hörundið. peir byrja optast nær um niðurandlitið, en færast þaðan niður eptir öllum líkam- anum. Blettirnir eru litlir, kringlóttir, standa lítið eitt fram á hörundinu, og optast má sjá því líkast sem ofurlitla 1) Tekið eptir lausu blaði, er hinn setti landlæknir hr. J. Jónassen hefir látið prenta og sent hjer- aðslæknunum til útbýtingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.