Ísafold


Ísafold - 31.01.1883, Qupperneq 2

Ísafold - 31.01.1883, Qupperneq 2
6 þá fyrirhöfn, ónæði, tímatöf og ábyrgð, sem af allri þeirri tilbreytingu leiðir, auk þess, sem að húsaleigan, er hann býr fyrir, er miklu hærri en áður. Aður en hið nýja hús var fengið, og talað var um nýtt fyrirkomulag á skólanum, samdi eg reglur handa honum, bar þær und- ir álit hinna merkustu manna hjer í bæn- um, og síðan fyrir nefndina, er samþykkti þær með sinni undirskript, eins og þær komu frá minni hendi. Sömuleiðis sam- þykkti nefndin eitt lítið skjal frá mjer um skyldur mínar og rjettindi. Hvað húsaleigu fyrir skólann og laun mín snerti, gjörði eg engar kröfur en nefndin ákvað hvorttveggja eptir rjettu hlutfalli við það, sem hin áður- umgetna þriggja manna nefnd hafi stungið upp á, en hitt gjörði eg, að eg áskildi mjer rjett til að vera sjálfstæð, hvað skólans stjórn snerti, samkvæmt þeim áður sam- þykktu reglum. »Kennslu var henni (for- stöðukonunni) eigi ætlað að hafa á hendi«, segir nefndin en það er ekki alveg rjett, því það leiddi af sjálfu sjer, að eptir hinu nýja fyrirkomulagi gat eg það hvorki nje vildi. Nefndin segir í sinni Isafoldargrein : »á- kvörðun fjárlaganna um að kvennaskólarn- ir skyldu standa undir umsjón amtsráðanna gaf tilefni til þess, að ágreiningur nokkur varð milli forstöðunefndar kvennaskólans og amtsráðsins í Suðuramtinu um, hversu mikil umráð amtsráðið skyldi hafa yfir skól- anum. Meðan á ágreiningi þessum stóð, neitaði amtsráðið að útborga styrk til skól- ans». |>etta er ekki allskostar rjett, og gef- ur manni, ekki sanna hugmynd um, hvern- ig þessu er varið. Svo stóð á, að eg hafði borið eitt ágreiningsatriði milli mín og nefndarinnar undir úrskurð amtsráðsins1. Amtsráð Suðuramtsins samdi þá frumvarp til reglugjörðar handa kvennaskólanum í Reykjavík, og setti sem skilyrði fyrir út- borgun styrksins úr amtssjóðunum, að nefndin gengi að frumvarpinu. Bn með því að nefndinni þótti, að hún fengi þá of- litlu að ráða, hugsaðist henni þetta ein- staka snjallræði, að rita amtmanninum í suður- og vesturamtinu brjef, 27. sept. 1881, og afsegja bæði hinn ákveðna styrk til kvennaskólans úr landssjóði og úr jafnaðar- sjóðum amtanna, og kunngjörði mjer þetta brjef2. Bn úr því nefndin ekki lét sér nægja þau yfirráð, er hún hafði eptir reglu- gjörðinni, þá lá næst fyrir, að hún legði völdin niður, og að amtsráðið kysi aðra nefnd — ef annars nokkur nefnd þarf að vera—því að til þess hafði amtsráðið ský- lausa heimild. J>etta tiltæki nefndarinnar er því merkilegra sem hún hafði fáum vik- 1) Ágreiningurinn reisútafþví, hvort taka skyldi 14 ára ófermdar stúlkur í skólann eða eigi. Nefnd- in vildi taka þær ef rúmið leyfði, en jeg vildi ekki taka þær nema sjerstakar ástæður mæltu með því, og og þá sömu skoðun hefi jeg enn. Skólinn er stofnaður fyrir fermdar yngisstúlkur, einkum úr sveitum (sjá „Ávarp til íslendinga“), af því að þeim gefst síðar tækifæri tii að læra, held- ur en stúlkum hjer í Reykjavík, og í þeim tilgangi var skólasjóðurinn stofnaður. En hinsvegar er það æskilegt, að ungar og fermdar stúlkur úr Reykjavík geti notið tilsagnar í skólanum, eins og hingað til hefir átt sjer stað. 2) f>ess skal getið, að fröken J>óra Pjetursdóttir og síra Eiríkur Briem voru þá ókomin í nefndina. um áður, eius og að undanförnu, sent alþingi og amtsráðunum bænarskrá og beð- ið um styrk og fengið loforð fyrir honum. Bn þegar nix nefndin afsagði að þiggja styrkinn, þá má nærri geta, að hann var ekki borgaður skólanum af hlutaðeigandi sjóðum1. f>egar nú þcss er gætt, að nefnd- in dtti ekki styrktarfé það, sem hjer um ræðir, heldur kvennaskólasjóðurinn, og að nefndin samt sem áður, neitar að þiggja styrkinn handa þeirri stofnun, er hún var fjárhaldsmaður fyrir, þá er auðsjeð að nefnd- in er komin á villigötur, og auðvitað hvern dóm skynsamir menn fjær og nær muni leggja á slíka ráðsmennsku. Jeg hefi farið fleiri orðum, en jeg reyndar vildi, um þaðerjeghefi starfaðfyrir kvenna- | skólann, en það kemur til af því, að nefnd- in virðist vera því ókunnug, en betur hafa tekið eptir hinu nl. hve mikil laun jeg hef fyrir störf mín við kvennaskólann, því að hún telur þau fram í greininni. En við þetta atriði skal jeg geta þess, 1. að það er ekki rjett, »að jeg fái 100—200 kr. styrk fyrir að halda námsstúlkur heima í skólan- umi, heldur fæ jeg þann styrk fyrir að leið- heina, eða láta leiðbeina heimastúlkum í ýmsu og þar á meðal 1 þeirra innanhússtörf- um utan skólatímanna, 2. að jegstýrði skól- anum fyrsta árið fyrir alls ekkert, enda þótt hin umgetna þriggja manna nefnd hefði á- kveðið mjer laun fyrir það, 3. að maðurinn minn kendi 4 fyrstu árin, 3 fræðigreinir í skólanum 6 tíma á viku fyrir ekkert, og síð- an hefir hann kennt þar sögu og landafræði aðeins fyrir 35 aura um tímann, og ekki óskað hærri borgunar. Hvað laun mín, sem forstöðukona snertir, hafði jeg fyrsta árið ekkert eins og áður var sagt, annað árið 220 kr., þriðja árið 220 kr., fjórða árið 200 kr., fimta árið 500 kr., sjötta árið 500 kr., sjöunda árið 550 kr. og áttunda árið 600 kr. þetta fje hefi jeg fengið en—svo ógjarnt mjer er að tala um þetta, verð eg þó úr því sem komið er, að geta þess, að við hjónin höfum gjört skrif- lega og þinglesna ráðstöfun fyrir því, að kvennaskólinn eignist það fje, eptir okkar dag, sem eg hefi fengið sem forstöðukona skólans. J>etta er hin fjárhagslega hlið á skólaforstöðu minni, en hvernig hún að öðru leyti hefir verið, hvort eg hefi haft nægilegt vit, dugnað og samvizkusemi til þess að stýra skólanum, um það vil jeg að aðrir dæmi, sem til þekkja og hafa vit á þeim hlutum. I niðurlagi greinarinnar fer nefndin mjúk- um orðum um aðgjörðir landshöfðingja frú- arinnar í þessu skólamáli, og skal jeg fús- lega og þakklátlega viðurkenna, að hún fyrstu fjögur árin studdi þetta fyrirtæki með velvild og dugnaði. * Að því leyti sem framanprentuð ritgjörð á að bæta iir því, sem ábótavant hafi verið í grein forstöðunefndarinnar sakir ókunnug- leika hennar, þá mun það vera byggt á mis- skilningi, því sú grein ber með sjer, að auk síðustu málsgreinarinnar, sem byggist á sjerstökum tilgreindum ástæðum, var það eitt tilætlun nefndarinnar að skýra almenn- I) þetta hefir að vísu lagazt síðan, en þó ekki nema að nokkru leyti. ingi frá ástæðum skólans nú og tildrögunum til þeirra ; það liggur því beint fyrir að það muni eigi vera af ókunnugleika, að nefndin hefir leitt hjá sjer hinar persónulegu at- hugasemdir, sem forstöðukonan tilfærirhjer, heldur af því að þær komu eigi því máli bein- línis við sem um var að ræða1. Hin einstöku atriði greinarinnar leiðum vjer hj á oss; einung- isviljumvjer minnastáþað, sem sagt er um ágreining nefndarinnar við amtsráð Suður- amtsins ; með því að ágreiningur þessi fjekk að lokum eigi aðra verulega þýðingu fyrir skólann en að útborgun á styrk drógst um nokkra mánuði, þá var eigi þörf fyrir nefnd- ina að fara um hann mörgum orðum; en annars má geta þess að kvennaskólinn í Reykjavík hefir frá upphafi beinlinis verið ætlaður landinu í heild sinni og í því skyni hefir fje verið gefið til hans ; forstöðunefnd- in, sem eins og segir hjer að framan var fjárhaldsmaður stofnunarinnar, hefði því eigi mátt skilyrðislaust fá stofnun þessa að öllu leyti í hendur amtsráði suðurarutsins eins, enda gat slikt eigi verið tilætlun al- þingis. I áminnstu brjefi nefndarinnar 27. sept. 1881 kveðst hún að eins afsala sjer fyrir skólans hönd styrk, sem búið var að veita úr jafnaðarsjóðunum, að svo miklu leyti sem hann væri bundinn skilyrðum, er nefndinni þóttu óaðgengileg fyrir stofnun- ina. J>ótt vjer þannig eigi getumskoðað framan- prentaða grein yfirhöfuð sem leiðrjetting við það, sem áður hefir verið sagt í blaði þessu, þá höfum vjer eigi hikað við að verða við þeim tilmælum að taka hana npp 1 blaðið þar eð hún sýnir, hvern áhuga forstöðukona skólans hefir lagt á þá almenningsstofnun, sem um er að ræða. Ritstj. TIL ÚTGEFANDA DAILY NEWS- Herra! — J>að er skylt að almenning- ur viti hvern þátt jeg á í kostnaðinum sem fallinn er á Mansion House íslenzka hjálparsjóð. Jeg ber ábyrgð fyrir £300 ; hvorki meiru nje minna. Af þessu fje borgaði jeg £150 nauðstöddum bændum fyrir austan, samkyæmt fundarályktun 18. sept. síðastl. Sjálfr eyddi jeg fyrir útbúnað og í allan kost fyrir ferðir hotel, telegraph o. s. fr. £57. Af þeim £93 eptirstandandi, sem gengu til upp- skipunar- hafnargjalds o. s. fr. átti sjóðr- inn til góða að lokum £24. Fyrir mína þénustu neitaði jeg allri borgun. Cambridge, 5. janúar 1883. Eiríkr Magnússon. J>etta bið eg yður, herra ritstjóri, birta í blaði yðar til þess að taka ómak af þeim heima á Islandi, sem eru að spila með hann Guðbrand Vigfússon og ekki kynnu vita, að jeg hafði svarað reiknings eptirgrepti hans 1 Times. Merkilegt er að taka eptir því, að heimskuleg illmæli um ferð mína, sem jeg heyrði bæði eptir einum vissum embættismanni í Reykjavík og einum þjóðkunnum pæda- 1) Einungis hefði það, sem segir um arfleiðslu skólans átt að vera tekið fram, en það mun nefnd- in aldrei hafa verið látin vita.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.