Ísafold - 14.03.1883, Qupperneq 4
24
Áskorun.
|>að hefir lengi viðgengizt að ull hefir
verið i lágu verði hjá oss, en þó hefir hún
nú á seinustu árum heldur farið lækkandi og
hefur þó ekki neinna upplýsinga verið leit-
að um, hvernig koma mætti í veg fyrir það,
og er það furða að ekkert skuli vera talað
um jafn mikilvægt málefni; kaupmenn þeir
er ár eptir ár verzla með ull gætu þó að lík-
indum gefið einhverja leiðbeiningar viðvíkj-
andi ullarverkuninni, en það virðist sem
þeir gefi því ekki mikinn gaum. Isafold
(no. 12 f. á.) hefir orðið fyrst til að vekja
máls á þessu, og er þar sýnt fram á að
reynandi væri að þvo ullina ekki, en kaup-
menn þegja samt sem áður, og vitum vjer
því ekki hvort til nokkurs er að bjóða þeim
óþvegna ull; nú sökum þess að oss finnst
tilfinnanlegt hvað htið verð vjer fáum fyrir
ullina, þá skorum við því hjer með á alla
þá kaupmenn, sem ull ætla að kaupa á
næstkomandi kauptíð, að segja oss hvort
þeir muni kaupa óþvegna vorull, en ef ekki
það, þá að gefa oss upplýsingar um hvernig
vjer eigum að verka ullina, til þess að geta
vonast eptir að fá meira verð fyrir hana
með tímanum.
20. febr. 1883.
Nokkrir bændur í Mjrasýslu.
Fyrirspurn.
Hjerna um daginn leitaði jeg mjer
lækninga hjá nýja landlækninum og
talaði við hann að eins fá orð. Hann
skrifaði handa mjer recept og sagði
það kostaði i kr.; jeg galt hana. Jeg
verð að segja það, að mjer sárnaði við
hann að hann skyldi heimta af mjer i
kr., maðurinn sem sagt er að hafi um
5 þúsund krónu laun úr landssjóði. Er
ekki þessi maður skyldur til að hlýða
lögunum sem sett voru hjerna um árið?
þ>ar stendur : „Hver sem leitar ráða til
læknis heima hjá honum skal gjalda
2 5aura“—en ekkil krónu. þegar land-
læknirinn hefir svona mikið í laun um
árið, sýnist það líttþolandi að lagður sje
einnar krónu skattur á hvern þann mann,
sem leitar ráða til hans heima hjá hon-
um. Almenningur er þessu sizt vanur
hjer á landi. þessum fáu línum bið
jeg yður herra ritstjóri að ljá rúm í
blaði yðar, og væri mjer þökk á að
þjer frædduð almenning um, hvort þessi
læknir sje ekki skyldugur til að fylga
taxtanum. Fátækur sjúklingur.
* *
*
Með því vjer vitum til, að umtal hefur
verið um það efni, sem átt er við í fyrirspurn
þessari, þá höfum vjer viljað verða við
greindri áskorun að taka hana upp í blaðið.
En að hvað miklu leyti landlæknirinn, sem
eigihefur neina lagaskyldu til aðgegnahjer-
aðslæknisstörfum, sje skyldur að taka að
eins ákveðna borgun fyrir læknisstörf sin,
látum vjer ósagt. Bitst.
f
Sigurður hjeraðslæknir Ólafsson,
Skjótur varstu, vinur,
og vaskur í för;
loganum var líkast.
þitt hfs og sálar fjör.
Eðli þorvalds ættar
þú áttir svo ljóst:
allt var orð og hugur
en elskulegt brjóst.
Góðar voru gáfur,
og glaðlyndið stakt;
þú varst ör en aldrei
varð illt um þig sagt.
Skjótur varstu, vinur,
að vitja manns í neyð,
fáir hafa fjörugar
fáki rennt á skeið.
Einn var þjer skjótari
á skapa þinna leið,
það var hann—það var hann
sem heljar fáknum reið.
Fjellstu þá til foldar,
hinn frækni vinur minn,
Guð sje þeim nærri
sem gráta missi þinn.
Gleymið eigi, fjörmenn,
sem fleygist yfir grund:
að fara fram lir öllum
þarf feigðin htla stund.
Matthias Jochumson.
Auglýsingar.
Medicinal ægte Tokayer (M.3269).
(den mest nærende og styrkende Vin) samt mine
övrige allerede i 17 Aar til Norden direkte im-
portede ungarske röde, hvide og Dessert-
vine anbefales og garanteres med mit Navn i
Lakken: J. Bauer, Tordenskjoldsgade 19.
Kjöbenhavn K.
M. L. Möller & Meyer
Grotliersgatle JYá 8 i Kjöbenliavn
anbefaler alle Husholdnings- og Deli-
katesse-Varer; Farvevarer, Spirituosa,
som Rom, Cognac og Banco; — Apo-
thekervarer. Andre Varer besörges
uden Avance. Priskurant tilsendes
franco. (M. 7401).
Umburðarbrjef
og kort yfir Kauðárdalinn (á íslenzku og
dönsku) verða send og borgað undir með
póstum til Islands hverjum, sem sendir
utanáskript til sín eða vina sinna til
A. E. Johnson,
Com. of Emgr., St. P., M. & M. K. R.
St. Paul. Minn. America.
Eyrri ársfundur búnaðarfjelags suður-
amtsins verður haldinn miðvikudaginn 21.
dag þessa mánaðar kl. 12 (á hádegi), í
prestaskólahúsinu hjer í bænum; verður þá
lagður fram reikningur fjelagsins fyrir síð-
asta árið, skýrt frá aðgjörðum fjelagsins
hið liðna ár, og rætt um, hvað gjöra skuli
á þessu ári.
Reykjavík 9. d. marzm. 1883.
H. Kr. Friðriksson.
Ár 1883, þriðjudaginn 17. apríl næstkom-
andi, kl. 11. f. m., verður í Reykjavík hald-
innn AÐALFUNDUR í hinu sunnlenzka
síldveiðafjelagi. Auglýst mun verða á
fullnægjandi hátt og tímanlega, í hvaða
húsi fundurinn verður haldinn. Uppá-
stungur til breytinga á lögunum munu, ef
til vill, verða bornar upp af fjelagsstjórn-
inni eða einhverjum hennar.
Reykjavík 9. marz 1883.
Fjelagsstjórnin.
Thorvaldsensfjelagið hefur í hyggju að
halda ókeypis sauma- og prjónaskóla fyrir
fátæk stúlkubörn frá 1. apríl til 1. júli 2 tíma
á dag frá kl. 5—7 eptir miðjan dag; börnin
mega eigi vera yngri en 8 ára og eigi eldri
en 14 ára. þeir, sem vilja sæta þessu
boði, geta snúið sjer til einhverrar af oss
undirskrifuðum innan 24. marz. þess skal
getið, að skólinn verður því að eins haldinn,
að 24 stúlkubörn gefi sig fram.
E. Sveinsson. E. Stephensen.
L. Bernhöft. C. jónassen.
p. Jónassen.
Lýsing á kúfforti.
Með strandgufuskipinu »Romny«, sem fór
frá Akureyri 13. septbr. næstliðinn 1882
ferðaðist til Stykkishólms Steinunn Jakobs-
dóttir frá Sauðafelli í Dölum. þegar til
Stykkishólms kom vantaði hana blámálað
kúffort járnbent með klyfsöðulskengjum.
Kúffortið var merkt: »Steinunn Jakobs-
dóttir, Passager Gods, Stykkishólm«. Skip-
ið kom í þessari suðurleið á þessa staði:
Siglufjörð, Sauðárkrók, Skagaströnd,Blöndu-
ós, Isafjörð, Onundarfjörð, Dýrafjörð, Pat-
reksfjörð, Stykkishólm og þaðan til Reykja-
víkur. Skipsafgreiðslumennirnir á öllum
þessum stöðum umbiðjast vinsamlega að
grennslast eptir, hvort kúffortið muni ekki
hafa farið 1 ógáti upp á einhverjum þessara
staða. Póstmeistarinn í Reykjavík umbiðst
líka að komast eptir, hvort kúffort þetta
muni ekki hafa farið með skipinu til Kaup-
mannahafnar. Hvar sem kúffortið kynni
að koma fyrir, óska jeg að mjer undirskrif-
uðum sje gjört aðvart um það og kúffortinu
síðan komið með fyrstu skipsferð í vor til
Stykkishólms og afhent lyfsala E. Möller.
1 kúffortinu var talsvert af kvennfatnaði,
nokkuð af karlmannsfötum og mikið af
bókum, þar á meðal fyrirlestrar frá Möðru-
vallaskóla.
Sauðafelli 14. febrúar 1883.
jakob Guðmundsson.
Síðastliðið sumar, missti jeg þá einu kú
sem jeg átti, þá uppvakti Guð kærleiks ríka
og hjartagóða menn, til að styrkja mig að
geta eignazt kú aptur sem fyrst. Sá sem var
hvatamaður að því, signor Jón Kristjánsson
á Skógarkoti, gaf mjer 10 kr. og lánaði mjer
30 kr., bóndinn Ásmundur Eiriksson sama
staðar, 2 kr. Vinnumaður Jón þórðar-
son 3 kr. Ingibjörg Andrjesdóttir 2
kr. María Jónsdóttir, 2 kr. Hannes Guð-
mundsson óðalsbóndi á Miðfelli 5 kr. Ást-
ríður Guðmundsdóttir sama bæ 2 kr. Ey-
vindur Jónsson vinnumaður á Kárastöðum
2 kr. Hallmundur Eiríksson Gjábakka 2 kr.
þetta votta jeg hjer með opinberlega af
innsta hjartans þakklæti gefendunum til
verðugs lofs og heiðurs og öðrum til fyrir-
myndar og bið góðan guð að launa þeim
er þeim liggur á. Ritað í janúarm. 1883.
Einar Einarsson Mjóanesi.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Ritstjóri: Eiríkur Briem.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.-Sigm. Guðmundsson.