Ísafold - 30.06.1883, Síða 3

Ísafold - 30.06.1883, Síða 3
51 Iimlendar frjettir. Alþingismaður kosinn í Dalasýslu 29. mai síra Takob Guðmundsson á Sauða- felli. Bergur Thorberg amtmaður heldur þilígsetu sem konungkjörinn, þótt hann sje settur landshöfðingi. Seytjánda læknishjerað, Vestur- skaptafellssýsla, var veitt 28. apríl læknaskólakand. Ásgeiri Blöndal. Öðru iæknishjeraði, Gullbringusýslu, þjónar frá 1. júní læknaskólakandídat J>órður Thoroddsen, með því að þ>órði Guðmundsen var veitt lausn frá því embætti 17. maí. Sira Lárusi Halldórssyni á Valþjófs- stað veitt lausn frá prófastsembætti í Norðurmúlasýslu 25. maí, og frá prest- skap 15. júni, af stjórnarherranum. Síra Jón Jónsson á Hofi í Vopnafirði settur prófastur í Norðurmúlasýslu 25. maí. Síra Páll Ólafsson á Prestsbakka settur prófastur í Strandasýslu 1. júní. Sira Stefáni J>orvaldssyni í Stafholti veitt lausn eptir beiðni frá prófasts- embætti í Mýrasýslu 30. maí. Sira Magnús Andrjesson.á^Gilsbakka settur prófastur í Mýresýslu 30. maí. Síra Einari Vernharðssyni á Stað í Grunnavík veitt lausn frá embætti 17. maí frá fardögum með 370 kr. eptir- launum. Benedikt Gröndal, kennara við lat- ínuskólann, veitt lausn frá embætti 13. apríl með fullum eptirlaunum (800 kr,). X Hæstirjettur dæmdi 8. maí H. Th. A. Thomsen kaupmann í Reykjavík í 10 kr. sekt og málskostnað fyrir þver- girðingar hans í Elliðaánum, en sýkn- aði hann sama dag af kærum land- stjórnarinnar fyrir að hafa of mjótt milli þverrimla í laxakistum sínum, með því að eigi verði álitið, að 9 þuml- unga lax geti ekki smogið þar í gegn. Thomsen kaupmaður kvað hafa farið fram á við stjórnarherrann, að hann fengi skaðabætur úr landssjóði fyrir veiðimissi í Elliðaánum vegna þver- girðingabannsins, 60 af hundraði af meðaltali veiðinnar hin síðustu fimm ár; en stjórnarherrann svarað, að hann eigi ekkert tilkall til slíkra skaðabóta. Veðrátta mjög hörð í maímánuði víð- ast um land, með frosti og hríðum nyrðra að öðru hvoru. Brá til batnað- ar fyrstu dagana af júnímánuði, og lifn- aði þá gróður all-fljótt, einkum nyrðra. Um miðjan mánuðinn rak hafís að Horn- ströndum og var kominn 24. nær inn í botn á Húnaflóa, og náði austur undir Grímsey hið ytra. Fjenaðarhöld góð um alltland; sauð- burður jafnvel í bezta lagi í sumum sveitum nyrðra. Fiskiafli lítill sem enginn hjer við Faxaflóa um þessar mundir ; í lakara • meðallagi við ísafjarðardjúp í vor og í vetur; hlaðafli á Eyjafirði, er síðast frjettist, um miðjan þennan mánuð, og góður afli að byrja víðar nyrðra; á Vest- mannaeyjum enginn. Á Eyjafirði fengn- ar 2000 tunnur af síld, en eystra ekki nema 2500 tunnur á Fáskrúðsfirði snemma í vor. Saltfisksverð hjer syðra 70 kr. skip- pundið ; lýsi 50 kr. ; ull nyrða 70 a. Bátur fórst frá Vestmannaeyjum 18. júní með 5 mönnum í fiskiróðri í logni skammt frá landi. Haldið að stórfiskur hafi grandað. Fannst lík eins manns- ins í bátnum, hinna ekki. Tvö hákarlaþilskip frá Eyjafirði talin frá, Elín og Hermóður, með 10—11 manna hvert. Camoens hlekktist á við Hornstrand- ir 23, júní. Var á leið norður fyrirland frá Rvík með 84 vesturfara, eptir 8—900 í viðbót á 6 höfnum nyrðra og eystra. Hitti fyrir hafís við Horn, komst gegnum hroða inn fyrir Reykjarfjörð, varð að snúa þar aptur, af því að þar var fyrir samföst spöng, en laskaðist af jökum fram undan Trjekyllisvík og hleypti þar á land. Höfðu höggvist tvö göt á síðuna sitt hvoru megin að framan. Náði íandi í smárri möl fjórðung stund- ar eptir, sigið þá um 2fet. Fólkallt óskemmt á land. Ekki vonlaust um að bæta megi svo, að skipinu verði fleytt tómu til hafnar hingað til Rvíkur og kannske lengra. Skrifað hjeðan til Skotlands eptir öðru skipi í staðinn með franska herskipinu öðru í fyrra dag, en Coghill segir því ekki muni verða hætt norður fyrir land fyr en í ágústmán- uði. Laura, strandferðaskipið, varð að snúa aptur við Horn vegna hafíssins og aust- ur fyrir land 18. júní, kom hingað til Rvíkur 22., fór hjeðan til ísafjarðar og vesturhafnanna og kom aptur hingað V- Embættispróf i lögum við háskólann tók 31. maí Björn Bjarnarson með 2. einkunn, 7. júní Páll Briem með 2. eink., 12. júní Jóhannes Ólafsson með 1. eink., og 13. júní John Finsen með 1. eink., en 14. júní Geir Zoega í máj- fræði með 2. einkunn. Próf í forspjallsvísindum á presta- skólanum 27. júní: Árni Jónsson, Krist- inn Daníelsson og Jón Sveinsson, allir ágætl.H-; Stefán Jónsson dáveln-; Hall- dór Bjarnarson vel-f; Pjetur J>orsteins- son vel; Bjarni þórarinsson vel Síra Bjarni Sigvaldason á Stað í Steingrímsfirði andaðist 17. maí. Með póstskipinu Romny komu hingað frá Khöfn 25. júní: Alexander Baumgarten, svissnesk- ur prestur og rithöfundur; Björn Bjarnarson cand. jur.; Björn Jónsson ritstjóri með konu og börnum; Bærentsen kaupm. frá Skagaströnd; Elín Briem frá Reynistað ; Fischer stórkaupmaður ; barón A. v. Geyr, þýzkur prestur ; Halldóra Vigfúsdóttir frá Ketilsstöðum; Jóhannes Ólafsson cand. jur.; Jón Magnússon stúdent; Nielsen skipstjóri frá Túns- bergi; Ólöf Sigurðardóttir frá Rvík; Páll Briem cand. juris ; Sigríður Jónassen frá Rvík; Sigríður Jónsdótttir frá Rvík; frú Voss trá Khöfn ; greifiMax Waldburg zu Wolfegg; Zöylner stórkaupmaður og bæjarfullltrúi í Khöfn; pórunn Thorsteinson frá Rvík. Og frá Englandi Gunnlaugur Briem alþingis maður og verzlunarstjóri. Hitt og þetta. Hvað kostar að brenna Lundúnaborg ? f>ví hefir O’Donovan Rossa, hinn þjóðræmdi bylt- ingapostuli íra í Ameríku, svarað í brjefi til blaðs- ins Tribune í New-York. Reikningurinn er þann- ig: Farbrjef handa IOOO trum frá Ameríku til Lundúna 6 pd. sterl. á mann, samtals 6000 pd. st. ; gisting þar eina nótt samtals 250 pd; Iooo öskjur af brennisteinsspítum I pd.; farbrjef heim aptur — eptir að búið er að kv'eikja í 1000 rúmum—önnur Óooopd.; skotsilfur handa 1000 mönnum meðan þeir dvelja í Lúndúnum 5 pd. hverjum, samtals hboo pd. |>etta verður alls 17250 pd. st. eða hjer um bil 310,000 kr. „f>etta fje mundi“, segir Rossa, „vera nægilegt til að gjöreyða Lundúnum, mestu borg i heimi, koma Englandi á knje og hjálpa oss til að frelsa bræður vora á Trlandi. Ætli f>jóðfrelsisfje- lagið mundi ekki geta útvegað þetta fje ?“ Blaðið bætir við þessari athugasemd: „O’Donovan Rossa gleymir því, að bræðrum vorum væri innan hand- ar að sæta sama færi og stinga á sig kostgripum og gersimum Englendinga, er þeir flýðu úr brunanum, og mundu þá ekki einungis fá kostnað og fyrir- höfú endurgoldna, heldur jafnvel ábatast á fyrir- tækinu að góðum mun“. Auglýsingar. ísafold mun verffa látin koma opt út um pingtímann í sumar, líklega á hverri viku, 'eý auðiff er. Brúkuft íslcnzk frímcrki óskast keypt fyrir peninga. Llvort mikið eða lítið er sent, þá verður við því tekið og borgunin send aptur með næsta pósti. Utanáskript: Dawson & Co, 36 Haworth Str. Cheetham, Manchester England. Alls konar frímerki keypt og seld, Agentum er óskað eptir. (C. 397). Áskorun. Á fundinum að Hraungerði 19. þ. m. varð jeg þess vfs, að sýslunefnd Ár- nessýslu hefði á síðasta fundi sínum samið 2 bænarskrár til alþingis, nl. 1. um hið alkunna brúarmál (brýrnar), 2. um fjárframlag úr landssjóði til sýslu- skóla á Eyrarbakka. Sumir heiðraðir sýslunefndarmenn, sem á fundinum voru, gátu þess, að það hefði verið meining nefndarinnar, að bænarskrár þessar gengju til þingmanna hjeraðs- ins; nú kom ekkert slíkt skjal fram á fundinum og mjer hafa ekki heldfir verið þau send. Skora jeg því hjer með á oddvita sýslunefndarinnar f Árnessýslu að senda okkur þingmönnum sýslunnar hinar ofannefndu bænarskrár með öllum þeim fylgiskjölum, er málunum gæti tilheyrt og hjá honum væru. Sjerstaklega skal jeg taka það fram, að álitsskjöl hrepps- nefndanna í skólamálinn, ef þau eru til, ekki gleymist. Hvammkoti 25. júní 1883. þorlákur Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.