Ísafold - 09.01.1884, Síða 4

Ísafold - 09.01.1884, Síða 4
8 mundi leiða nýjar álögur á sýslusjóðina. En það vaktijvíst fyrir fieirum sem betur skoðuðu málið, að eigi hentaði að láta hall- ærið draga allan hug og dug úr mönnum, að halda áfram með skólann, fremur en fyr- ir einstaka bændur að hætta að búa, og byrja svo aptur þegar batnaði í ári. Einn- ig var á að líta að töluverður bústofn var hagvanur á jörðinni, sem búfræðingurinn hafði búið við og sem skólinn gat fengið keyptan með sanngjörnu verði, og þar að auki var hinn hagkvæmasti tími til að kaupa búpening og búshluti til skólabúsins, af því það var f lágu verði í Skagafjaróarsýslu í vor, vegna þess að Ameríkufarar gátu eigi selt það nema með lágu verði; því óttast mátti að fjenaður hækkaði í verði vegna fjárfækk- unarinnar,- eins og nú er fram komið, og gátu því áminnzt innkaup, gjörð á hentugri tíð, áunnið stofnuninni fleiri hundruð króna virði. f>að var aldrei meining þeirra er hvöttu til skólastofnunarinnar eða að hann endurreistist í vor, að íþyngja almenningi með nýjum álögum á sýslusjóðina eða nýj- um sköttum, því almenningur var sízt fær um að bera aukin gjöld í harðæri, heldur að skólinn stofnaðist af búnaðarskólasjóði 3 sýslnanna, í von um að hann fengist út- borgaður í tíma til innkaupa og viðhalds skólanum, og að alþingi mundi í sumar styðja viðleitni Norðlendinga með skóla- stofnunina, og veita fje til skólans ekki minna enn 3000 kr. hvort fjárhagsárið fyrir sig, svo stofnunin gæti staðist útgjöld sín, svo sem árlega endurborgun á kaupverði Hóla, laun kennara, [endurbót húsa, og fyr- ir nauðsynleg jarðyrkjuverkfæri, sem áætl- uð voru 500 kr. f>að var líka von og traust margra, að þar sem þrjár sýslur höfðu sameinað sig að stofna skólann á Hólum, og þær höfðu á þingi í sumar 6 fulltrúa, sem skylt var að mæla fram með, að skólanum veittist nefnd- ur styrkur, að það mundi fá fram að ganga, einkum þegar litið var til þess, að kennslu- stofnunin í Ólafsdal fær árlega talsverðan fjárstyrk af opinberu fje. En það er eptir að vita, hvort áðurnefnd von og traust svo margra hefur fullkomlega rætzt; en heyrzt hefir, að von sje í einhverjum styrk handa búnaðarskólanum á Hólum eptir fjárlögun- um, og má því vænta, að áminnztur styrkur fáist útborgaður og mega menn því gjöra sjer góðar vonir um framtíð Hólaskóla, þess heldur sem honum veitir nú forstöðu duglegur skólastjóri. f>að er viðurkenn- ingarvert af þeim fulltrúum, sem stutt hafa að því, að fjárveiting þessi náði fram að ganga til almennings heilla og að þeir hafa eigi brugðizt trausti kjósenda sinna. Nú er framtíð skólans mikið komin undir því, að ekkert hik eða tvíveðrungur komi 1 hlut- aðeigandi sýslúnefndir, sem sameinað hafa sig um að stofna skólann, heldur að þær haldi fast saman og leggi fram hver fyrir sig sinn búnaðarskólasjóð og árlegt búnað- arskólagjald skólanum til eflingar, og hlut- ist til um, að sendir verði á skólann dug- legir piltar, sem vænta má af að vinni ætt- jörðu sinni gagn, þegar þeir hafa lokið námi sínu á skólanum. Búnaðarfjelögin ættu einnig að hlutast til um, að senda efnilega pilta á búnaðarskólann og lofa þeim atvinnu á eptir með sæmileg- um launum; svo tilhlýðilegur rekspölur geti sem fyrst komizt á nauðsynlegar jarða- bætur á landi voru, til sannra framfara og eflingar landbúnaðinum. f>ess má enn fremur geta, að sýslunefnd Húnvetninga hjelt aukafund að Hnausum í þingi 11. þ. m. og ræddi þá meðal annars búnaðarskólarriilið og samþykkti með öllum atkvæðum, að rita amtsráðinu um, að bún- aðarskólasjóður Húnavatnssýslu yrði sem fyrst útborgaður til styrktar Hólaskóla, og hafði nefndin áður á fundi 5. apríl sam- þykkt, að verja hlutdeild sýslunnar af bún- aðarskólasjóðnuin til stofnunar búnaðar- skólanum á Hólum og ritaði amtsráðinu þar að lútandi beiðni um, að leggja fram sjóðinn. f>að er vonandi og mikillega ósk- andi, að amtsráðið verði við ítrekuðum til- mælum sýslunefndarinnar í þessari grein. það má telja víst, að hlutaðeigandi sýslu- nefndir ræði mál þetta á aðalfundum sín- um í vetur og kjósi sinn manninn hver í i skólanefndina samkvæmt reglugjörð skól- ans. þar að auki sýnist mjer nauðsynlegt, að hver sýslunefndin fyrir sig kjósi 2 menn á sameiginlegan fund á hentugum stað í Skagafjarðarsýslu í vetur til þess að ræða um ástand skólans, og styðja að því, sem aukið getur vöxt og viðgang búnaðarskól- ans, og sýni með því eindreginn áhuga og vilja til öruggra framkvæmda í umræddu velferðarmáli. 83. Húnvetnmgur. HITT OG íÆTTA.. auðugur kaupmaður einn í stórborg suð- ur í löndum á gróða sinn að þakka í fyrstu páfagauk, sem hann keypti áður en hann byrjaði að verzla og kenndi að hafa yfir þessi tvö orð : olnndæl stúlka !« Hann hafði fuglinn fyrir innan búðardyrnar. Hver sem í búðina kom fjekk óðara þetta kurteisa á- varp hjá páfagauknum. það leið eigi á löngu áður meiri varð aðsókn að þessari búð en en nokkurri annari búð í þeim bæ. Allir skilja fljótt hvernig á því stendur að kvennfólk fráfældist ekki búðina, hvorki ungt nje gamalt. En karlmennirnir þá? f>eir komn til þess að sjá, hvað fallega hýrnaði yfir blessuðu kvennfólkinu við ávarp páfagauksins. f>ess er ekki vanþörf á að geta, að í þess- ari borg sem annarstaðar meðal sæmilega menntaðra þjóða er ekki hafður hinn íslenski siður: að ganga í búðir erindislaust og slóra þar iðjulaus tímunum saman. því að eins var þetta gróðavegur fyrir kaupmannin. — mönnunum má skipta í þrennt. I fyrsta flokki eru menn sem hafa verið til, eru til og munu verða til. 1 öðrum, flokki menn, sem aldrei hafa verið til. í þriðja flokki menn sem aldrei munu verða til. Fyrsta flokkinn gera sagnfræðingarnir að umtals- efni, annan skáldin og hinn þriðja siðafræð- ingarnir. (E. N.). — »Á skaðanum verður maður hygginn« —á endanum, en er þá opt og tíðum orðinn svo snauður, af marg-ítrekuðu tjóni, að hyggindin koma að engu haldi (F.). AUGLÝSINGAR 1 samfeldu ’máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orí 15 stata trekasl; m. öðra lelri eía setning 1 kr. Ijrá þumlunj dálks-lengdar. Borjun út i hönd. Hérmeð skal brýnt fyrir bæjarbúum, að eigi er leyfilegt án samþykkis bæj- arstjórnarinnar að kljúfa steina nálægt ströndinni eða í fjörunni í umdæmi bœjarins eða sprengja þá nje flytja þá þaðan burtu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 4. janúar 1884. E. Th. Jónassen. pjÓÐ VINAFJELA QS-umboðsmenn og út- sölumenneru beðnir að gjöra svo vel að senda mjer semfyrstskilagreinum afhentareða séldar og óseldar fjelagsbcekur, ásamt tillögum fje- lagsmanna og andvirði seldra bóka. Sömu- leiðis að láta mig vita, hvað margra exem- plara þeir óska frá fjelaginu eptirleiðis, af bókum þeim, er eiga að koma út á þessu ári.—Evík 1. jan. 1884. Björn Jónsson. Síðan siðustu auglýsingar hefi jeg til minnisvarða yfir Hallgr. Pjetursson nieðtekið ; Kr. Frá málaflutningsmanni Páli Melsteð............8,00 — frú I.áru Pjetursdóttur á Seyðisfirði .... 4,00 — Erl. hreppstjóra Erlendssyni á Breiðaból- stöðum......................................2,00 Samtals 14,00 Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1884 er enn til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar 50 a. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja tsafoldar á afgreiðslustofu blaðsins (ísafoldarprentsm., 1. sal). Brúkuð íslenzk póstfrímerki og þjónustufrímerki kaupir J. Kyster f Kolding. Ritstjóri: Björn Jönsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.