Ísafold - 22.10.1884, Síða 2

Ísafold - 22.10.1884, Síða 2
166 er hættulegt að taka landssjóðinn, sem er á óhultum geymslustað hjá Dönum, og verja honum til tvísýnna fyrirtækja, sem að sönnu gæti eflt framfarir þjóðarinnar og aukið gjaldþol hennar ef vel fer; en hvernig fer ef fyrirtækið bregzt og gefur ekki eptirvæntan arð, ef harðindi bera að höndum og gjald- þolið minnkar frá því, sem er? A hverju á þá landstjórnin að lifa til bráðabyrgða og með hverju eigum vjer þá að framkvæma hinar vanalegu og óumflýjanlegu stjórnar- athafnir ? — Jeg segi, að þetta væri öfugt við það, sem vænta mætti, því það er ætlandi þjóð- inni og þinginu fremur en stjórninni að vilja spara og fara sem varlegast í allan tilkostn- að; en þar á móti er það ætlandi stjórninni fremur en þjóð og þingi að vilja einkis þess láta ófreistað, sem á nokkrum skynsamleg- um rökum er byggt og miðar til að efla framfarir þjóðarinnar og hagsæld hennar, því þetta er aðaleinkenni á hverjum góð- um ráðsmanni. Vjer getum líkt þjóðarbúskapnum við búskap þess embættismanns, sem vill búa stóru búi, en er hvorki búfróður nje hag- fróður og hefir auk þess engar ástæður fyr- ir embættisönnum að stjórna búi sínu sjálfur. Hann tekur því ráðsmann til að stjórna búi sínu, og geldur honum gott kaup. Ráðsmanni fær hann í hendur til tekinn höfuðstól í löndum og lausum eyri og auk þess meir eða minna af embættis- tekjum sínum til búskaparins. Ráðsmaðurinn á ekki einungis að sjá um alla framkvæmd heimilisstarfanna og stjóma þeim, heldur á hann líka að ráða hjú og aðra verkamenn, semja við þá um kaup og sjá um að þeir vinni duglega og dyggilega fyrir kaupi sínu. þegar ráðsmaðurinn fær öllu að ráða, þá er sanngjarnt að hann hafi ábyrgð á ráðs- mennsku sinni og gjöri við og við reikning- skap sinnar ráðsmensku. En þó að bús- eigandinn sje enginn búfræðingur, þá getur hann áskilið sjer, að ráðsmaðurinn ráðgist um við sig um þaú ný fyrirtæki, sem hafa mikinn kostnað í för með sjer, og sem hann verður máske að leggja til annað fje en það sem búið gefur af sjer. f>á er mjög undir því komið, hvað ráðsmanni tekst vel að koma búseiganda í skilning um arðvon- ina af fyrirtækinu, hvort hann vill leggja fje til þess eða ekki. f>að er eðlilegt að ráðsmaðurinn vilji framkvæma sem flest það, sem hann er sannfærður um að gefi af sjer góðan arð, sjálfum sjertil frægðar ogbúseig- andanum til hagsmuna. það er líka eðlilegt,þó að búseigandi vilji fara sem varlegast í til- kostnaðinn til óreyndra fyrirtækja, og áminni ráðsmanninn um að spara það sem sparað verður að ósekju. Jeg segi, að þetta væri eðlilegt; því þetta væri vottur um varfærni búseiganda annars vegar, en ötulan og ráða- góðan ráðsmann á hina hliðana, ef honum farast ráð sín vel úr hendi. Eins er jeg viss um, að þótt búseigandi væri næsta var- færinn og nokkuð aðsjáll að upplagi, þá mundi hann eptir uppástungu ráðsmannsins fallast á að bæta við kaup góðra hjúa og duglegra verkamanna, þegar hann getur séð fram á, að annars verði góðu hjúunum ekki haldið, og hvílíkur skaði það sje fyrir búskapinn. Af þessu einfalda dæmi vona jeg að al- menningur skilji, að búseigandinn er þjóðin, ráðsmaðurinn landsstjórnin, með eptirliti þingsins, en hjúin og verkamennirnir em- bættismennimir. f>ví betur og greinilegar sem menn átta sig á þvi hvað stjórnin á að géra, og hvað er þingsins ætlunarverk, þess sanngjarnari og rjettlátari vona jeg menn verði í kröf- um sínum bæði til stjórnarinnar og þingsins, því betur sem menn komast niður í, hvað vandasöm og áríðandi þau verk eru, sem stjórnin og þingið eiga að vinna, þess fús- ari vona jeg að þjóðin verði til að veita bæði stjórn og þingi alla þá liðveizlu, sem hún framast má. Ef stjórnin er þjóðleg og lætur sjer annt um framfarir og hagsæld landsbúa, þá er enginn efi á, að stjómin verður vel þokkuð af þjóðinni, og að þjóðin álítur stjórnina sjer jafnómissanlega eins og limum líkamans höfuðið. f>á mun 'líka alþingi, sem er nauðsynleg- ur milliliður stjórnarinnar og þjóðarinnar, verða stjóminni æ betur og betur samtaka. f>á mun þjóðin æ meirog meir láta sigþað nokkru skipta, hverjir verða þingmenn, hvað þingið vinnur, og hvemig það leysir verk sitt af hendi. f>á munu menn fara að sjá, að kosningarrjettur manna til alþingis er harla mikilsverð rjettindi, sem enginn ætti að láta ónotuð, heldur neyta þeirra með einbeittri alvöru, þjóðlegum samtökum og skynsamlegri fyrirhyggju. f>á mundu ekki nýtustu þingmenn þurfa eð skreiðast til þings á séxmannafari eða þaðan af fá- liðaðri fleytu. En þingið er ekki að eins meðráðandi stjómarinnar um lagasetningar, heldur og til meðráða og eptirlita um það, hvernig stjórnin ver því landsfje, sem henni erfeng- ið til meðferðar, og jafnvel líka til eptirlita um það, hvernig stjórnin fer með fram- kvæmdarvaldi sínu í ýmsum greinum, þvi slíkt árveknis-aðhald er hverri stjórn nauð- synlegt, þó að góð stjórn sje. En það er ekki að eins stjórnin, sem þarf aðhalds við til árvekni. f>ingið sjálft þarf líka á slíku aðhaldi og eptirliti að halda. Hinir skynsömustu og beztu menn þjóð- arinnar utan þings eiga að hafa þetta ept- irlit með þinginu. f>eir eiga að rannsaka ýtarlega allar gjörðir þingsins og kveða upp opinberlega hréinskilið álit sitt á rökum byggt um það, hvernig þeim þykir þingið hafa leyst störf sín af hendi, lúka maklega lofsorði á það, sem þeim þykir vel hafa tékizt, en jafnframt taka greinilega fram og með skýrum rökum alla þá annmarka, er þeir þykjast sjá á aðgjörðum þingsins, og benda til, hvernig þeir ætla að bezt verði ráðin bót á göllunum. En af því að stjórn og þing eru í samvinnu um svo margt, þá verður þetta þjóðareptirlit opt að beinast að stjórninni engu síður en að þinginu. En þá verða menn líka að gjöra sjer far um að láta hvern hafa sitt í sanngjörnum mæli, kenna það ekki stjórninni sem er þingsins skuld, og ekki það þinginu, sem er stjórn- inni að kenna. Líka ættu menn að varast að láta alla þingmenn eiga óskilið mál, hvort heldur menn lofa eða lasta það sem þingið hefir gert. f>að væri jafnvel nauðsynlegt eptir hvert þing, að sýna sem ljósast og hlut- drægnislaust, hvernig hver einstakur þing- maður hefir komið fram á því þingi í öllum hinum helztu þingmálum, að svo miklu leyti sem þetta verður sjeð á þingræðunum og atkvæðagreiðslunni. Én til þess að þetta yrði þess hægra, væri nauðsynlegt að viðhafa nafnakall við atkvæðagreiðsluna í öllum þeim þingmálum, sem nokkuð kveður að. Jeg vona að flestir verði mjer samdóma um, að þetta eptirlit, sem miðar til andvara og árvekni bæði fyrir þjóðina, þingið og stjórnina, sje öldungisnauðsynlegt og ómiss- andi, því annars sje hætt við að óvinurinn komi þegar minnst vonum varir og stingi þessari þrenningu pólitískt svefnþorn. t Brjef úr Odáðahrauni. Eptir J^ot-oaíð S'-ívozoddMn. IV. Hvannalindum 21. ágúst 1884. Hinn 17. ágúst fórum við frá Gæsavötnum austur með jökli; riðum við fyrst upp á mó- bergshjallana, er koma út undan jöklinum og yfir hraun þau, er þaðan falla; vegur var ógreiðfær, en þó eigi með versta móti; sum- staðar fórum við eptir sjálfri jökulröndinni. Úr norðvesturhorni Vatnajökuls norður af Gæsavötnum gengur breiður háls eða hryggur til norðausturs í Trölladyngju; er hann brattur að vestan, en smáhallar aust- ur af. Háls þenna mætti nefna Dyngju- háls. Hann er allur eldbrunninn og hafa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.