Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.05.1885, Blaðsíða 3
79 en það eru surtarleiptrin í blöðunum, öll þau ósköp, sem á hafa gengið um tíma út af styggð Englendinga við Eússa í Asái. Englendingar hafa lengi grunið þá um gæzku, sjálfsagt ekki ástæðulaust, og tortryggnin hefir aukizt í hvert skipti, sem Eússar lögðu eitthvað við landeignir sínar þar eystra, eða færðu landamerkin nær Indlandi. Englend- ingum varð meir eu bilt við í hitt eð fyrra, er Eússar unnu Merw, höfuðborg Teke- Turkomana, og þeir gengu zarnum á vald. Landið liggur norðan að Herat og Afganist- an, en það er höfðingi (emír) þessara landa, Abdurrhaman, sem Englendingar hafa sett þar til valda og er þeirra bandavin. Hann hafa þeir eflt bæði að fje og vopnum, og auð vitað móti hverjum landvarnírnar voru treystar. I stuttu máli: Englendingar ætl- uðust til, að þessi lönd skyldu vera slag- brandar á móti Eússum, eða milli þeirra og Indlands. Beaconsfield vildi láta Englend- inga standa sjálfa við slána, og af þeim toga var ófriðurinn á Afganalandi spunninn um árið, en viggar (Gladstone) hurfu aptur af þeim verði. Ekki alls fjarri, að þeir iðrist þess nú. Sem við mátti búast hafa Eússar smámsaman þokað fram hervörðum sínum að norðan, og þar kom, að hvorir sáu til annara, forverðir Eússa og Afgana. Eússar hafa jafnan tekið vel undir, er Englendingar hafa látið þá skilja, að þeir yrðu að láta AEganaland vera í friði, og í haust talaðist hvorumtveggja svo til, að þéir skyldu ganga saman á landamerki milli Afganalands (og Herats) og landanna fyrir norðan, og skyldu þau takmörk síðan í helgi höfð, sem nefnd- armönnum þeirra semdist um. Fyrir nefnd Englendinga var yfirliði Lumsden að nafni; en þegar þeir menn komu þar, sem mót var mælt, var þar enginn fyrir af Eússa hálfu, en víða þar verðir, sem fjallskörð voru eða leiðir suður. Lítið heyrðist af merkjagöng- unni, en hvorumtveggju kom saman um, að allt skyldi vera kyrt á takmörkunum og for- verðirnir skildu ekki stíga feti framar, unz hún væri búin. Svo leið fram um hríð, en dylgjur miklar í blöðum Englendinga. Hinn 30. marz þrumuskellur í austri. þá heyrðist, að Eússar, eða hershöfðingi þeirra Komaroff, hefði ráðizt á forvarðalið Afgana (4000) hjá bæ, er Pendsje heitir, eða við ána Kúsjk. Eússar höfðu sigur og felldu af hinum ðOO manna og náðu stór- skeytum þeirra. Auðvitað, að Eússar voru án allra saka, en hinir hefðu viljað læðast fram hjá þeim og koma þeim í opna skjöldu. þessi var skýrsla Koma- roffs. En Lumsden sagði öðru vísi frá: Eússum allt að kenna. Allt á tjá og tundri á Englandi. Boðskeytahríðin mikil milli Lundúna og Pjetursborgar; skila og skýrslna krafizt, en fæst það greitt á móti, som Eng- lendingar vilja láta sjer nægja. f>eir búa í ákafa og skyndi flota sína, en kveðja land- herdeildir til vopna. Mikið gert af herbún- aði á Indlandi. Að þarlendu liði með töldu hafa Englendingar þar til taks 200,000 manna, eða því nær. þann tíma, er tíð- indin urðu við norðurjaðar Herats, var emírinn á Indlandi, og tók varakonung- urinn, Dufferin lávarður, móti honum með mestu virtum. Allt um það kalla margir hann Englendingum ekki alls trúan, og má vera, að það sje Eússum vel kunnugt. Eúss- ar búast líka af alefli, og þykjast hvergi þurfa að vera smeikir. Að svo stöddu er óveðrið ekki komið lengra en í blöðin, en þykkni hefir dregið upp yfir tvær heim8álfur, og þó brátt kunni til að rofa aptur, þá hefir oss þótt hlýða að fara fleirum orðum um málavexti með þessum stórþjóðum, en vjer mundum ella. |>að sem hjer er sagt, verður eins konar inngangur tíðinda í »ísafold«, ef méiri gerast. Af ófriðnum í Súdan er það að segja, að viðEauðahaf hefir Graham hershöfðingi tekið til sóknar vestur frá Suakin, og varð hörð viðureign með liði hans og sveitum Osmans Digma 22. apríl, og eiga þar að hafa fallið af Súdansmönnum IðOO, en tala þeirra 200, sem ljetust eða særðust af liði Englendinga. Englendingar leggja járnbraut vestur jafn- framt og þeim sækist fram. f>að gengur seint, en hitinn óbærilegur. Osman Digma hefir hörfað undan vestur, þar sem fjall-lent er. Sagt, að hann ráði enn miklum liðskosti. Af falsspámanninum ýmsar sögur fluttar, sem bágt er reiður á að henda, t. d. að hann sje í klípum sjálfur, og sumir höfðingjar hafa risið upp á móti honum. Heyrzt hefir af uppreisn í Kanada vest- anvert (í Manitoba), þó vjer vitum lftil deili önnur á henni, en að forsprakki hennar er maður, sem Niel heitir, og sveitir hans helzt af Indíamönnum og kynblendingum Uppreisnarmenn hafa unnið eitt eða tvö setuliðsvirki og borið heldur hærra hlut í viðskiptum við sveitír stjórnarinnar í grend við Winnipeg. Sagt að þeir heimti vildari kosti af stjórninni í ýmsum efnum, einkum að því fjárframlög snertir til ýmsra þarfa, skóla, sjúkrahúsa o. s. frv. Lið sent móti þeim að austan. Prinsinn af Wales og kona hans ferðast meðal borga á Irlandi. Vel tekið við þeim í Dýflinni, en miður í Cork og öðrum bæjum. Frakkland. Markverð tfðindií stuttu máli svo að segja: I lok marzmán- aðar komu þau tíðindi frá Tonkin, að lið Frakka hefði farið halloka fyrir innrásarher Sínlendinga í norður frá Langson, eða skammt frá landamærum, og látið eitthvað um 200 manna í þeiiD viðureignum og & undanhaldinu frá þeiin bæ. Frakkar leiðir á stríðinu á undan, og þeim þótt of mikið ganga f súginn þar eystra, en ósýnt hvenær Sínlendingar ljetu undan. Frekjumenn vinstramegin og allir einvaldsliðar gengu nú undir eitt merki móti stjórninni, og kölluðu það nú reynt, hvernig slíkir menn sém Jules Ferry dræpi niður sæmd- um Frakklands og velfarnan. Hann komst ekki upp fyrir moðreik, og er neitað var um framlögur til nýrra liðsendinga, hlaut hann að segja af sjer. Við forstöðu nýa ráðaneytis tók forseti fulltrúadeildarinnar, Brisson, fyrrum einn af enum hvassari í vinstra flokki, er anuars fyrirtaksmaður og mikils metinn. Kringilegast við þessi ráðhérraskipti var það, að Ferry hafði leitt til lykta deiluna við Sínlendinga,þegarhann fór frá stjórninni, og að þau boð komu frá Peking rjett á eptir, að Sínlendingar hefðu gengið að hjer um bil sömu kostum og sett- ir voru í Tjentsín-sáttmálanum (sem þeir rufu). Sínlendingar eru ekki með öllu eið- varir, og það getur verið, að þeir hafi enn brögð í tafli til frests, og að snurða hlaupi á aðalsamningana, en hitt mun erfitt að sja, hvert vizkuráð Frakkar (þingflokkarnir) hittu, þegar þeir ráku Ferry frá stjórninni. Hitt hljóta þeir honum að þakka, ef til fulls friðar dregur. Ferry hafði staðið fyrir stjórn nokkuð á þriðja ár samfleytt, og er það í lengra lagi þar í landi. pý zkaland . Um nokkurn tíma þref við Englendinga út af nýlendustöðvum á vesturströnd Afríku og víðar, en nú yfir allt sljett, síðan Bismarck sendi Herbert son sinn að tala við þá Granville og Gladstone. Hinn 1. apríl varð Bismarck sjötugur að aldri, og var sá dagur fagnaðarhátíð alls þýzkalands, og það með stórkostlegasta móti. „Othello". Séra Matthias er víst ekki alveg & því hreina' um dóm minn um »Othello« í ísa- fold, XII, 4, lð., þar sem prestrinn skýrir hann .rangan', (ósvífinn', og sleggjudóm', því ég hefi hans eigið vottorð fyrir því, að hér sé nokkuð öðru máli að gegna. í fyrra svari sínu upp á dóm minn tók hann það skýrt fram, að þeir staðir sem ég fann að (sem vóru að eins fáir af öllum þeim fjölda sem til hefði mátt og átt að færa) væru »vafastaðir«. þeir voru því vafastaðir fyrir honum, því í sjálfu sér getr enginn vafi ver-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.