Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.10.1885, Blaðsíða 4
184 milli glugganna, en sumstaðar eru útbygg- ingar, er slúta fram yfir ána. Yfir Tiber liggja 6 stórar brýr ; skrautlegust er sú, sem liggur yfir að Engilsborg; á henni eru stórar myndastyttur beggja meginn. Engilsborg er kastali með miðaldasniði; þar hafði Had- rían keisari látið gera grafreiti og minnis- varða yfir rómverska keisara, en á miðöld- unum var þar gjörður kastali, sem stendur enn. Sá hluti bæjar, sem liggur vestan ár, er hinn eiginlegi páfa- og klerkabær; gangi maður einhverja götuna upp á Pjeturstorg (t. d. Borgo nuovo), má alstaðar sjá í búða- gluggum bænabækur, talnabönd, myndir helgra manna, tóbaksdósir með mynd páf- ans og margt annað kaþólskt glingur. Pjeturstorg, fyrir framan Pjeturskirkjuna, er eitt hið merkilegasta torg í heimi; þar blasir kirkjan við, eitt hið mesta listasmíði sem til er.og háreist súlnagöng liggja í boga beggja vegna upp að henni, en á hægri hönd rís Vatikanshöllin, sem ein fyrir sig er sem heill bær. A torginu miðju stendur stein- varði (obelisk) 80 feta hár; þenna stein ljet Caligula keisari flytja til Bómaborgar og hefir það þó víst verið örðugt, því hann vegur 960 þúsund pund; það er óskiljanlegt, hvernig fornmenn hafa farið að fiytja slík bákn. A stólpann hefir einn af páfunum látið setja leturtöflu; segist hann þar hafa látið vígja þenna stein, er áður hafi þjónað tilbeiðslu óhreinna skurðgoða. Upp frá torginu liggja breið steinþrep upp að Pjeturskirkju. Kirkja þessi er, sem allir vita, hin lang- stærsta kirkja í heimi. Erá torginu utar- lega sýnist hún ekki vera svo gífurlega stór, því torgið,kirkjan og súlnagöngin samsvara sjer svo vel, að það tælir augað. Kirkjan tekur yfir rúmar 6 vallardagsláttur; hún er 420 fet á hæð og 100 faðmar á lengd; smíðin kostaði meira en 200 milj. krónur, og til árlegs viðhalds þarf 130,000 krónur. Jpegar inn er komið, veit maðurekki, hvað mest skal undrast, lit-skrautið eða lista- verkin, myndastytturnar eða þetta trölla- smíði í heild sinni; það er nærri óskilj- anlegt,hvernig listamennirnir hafa getað lát- ið allt samsvara sjer svo vel í jafnstóru rúmi og hve vel þeir bafa getað reiknað út áhrif hverrar myndar og hverrar súlu eptir innbyrðis fjarlægð og afstöðu hlutanna. A kirkjugólfinu er mörkuð stærð hinna mestu kirkna í heimi, oggetur hver þeirra staðiö innan í Pjeturskirkjunni. Hvelfinguna yfir kirkjunni miðri hefir Michael-Angelo gert; hún er 374 fet á hæð og 134 fet að þvermáli; innan á hvelf- ingunni stendur leturhringur með marmara- stöfum: »þú ert Pjetur og á þessum kletti mun jeg byggja kirkju mina og mun jeg fá þjer lykla himnaríkis«. Neðan af kirkju- gólfinu sýnist letrið ekki mjög stórvaxið, en vel læsilegt, og þó er hver stafur meir en faðmur á hæð. Undir miðri hvelfing- unni stendur háaltarið; yfir því er himinn sem liggur á 4 málmsúlum,80 feta háum; þar logar á 89 gylltum koparlömpum dag og nótt. f>ar má enginn lesa messu nema páfinn einn. Undir altarinu á Pjetur post- uli að vera grafinn. I kirkjunni eru ótal listaverk, myndastyttur og málverk eptir frægustu meistara, og yrði það oflangt upp að telja. Gangi maður vestan ár suður á Janicul- ushæðir, þá er þaðan hin bezta útsjón yfir borgina og flatlendið þar suður undan. Bóm hefir smátt og smátt færzt norður á við; mestu og stórkostlegustu rústirnar eru sunnan til, en borgin, sem nú er, liggur í þríhyrning norður með ánni; í austri sjást Albanofjöll og ótalþorpmeð hvítum húsum gægjast fram á milli hæðanna eða standa uppi á hæðunum; það er mjög algengt á ítalíu, að þorpin eru byggð uppi á hæða- toppunum eða utan í þeim, en eigi í lægð- unum, sem tízka er víðast annarstaðar. I suðri hverfur sljettlendið smátt og smatt í dimmblárri móðu. A leiðinni til borgarinnar gekk jeg gegn- um þann hluta borgarinnar, sem heitir Ghetto; þar búa eintómir Gyðingar; sitja þeir þar hópum saman út á strætum við vinnu sína ; göturnar eru mjög þröngar og óþrifalegar; 1556 voru Gyðingar stíaðir inn í þessu bæjarhverfi og fengu hvergi annarstaðar að vera ; allar handiðnir voru þeim bannaðar ; ekki máttu þeir láta sjá sig úti á kvöldin, og á daginn urðu þeir að ganga með gula hatta og gular blæjur, svo þeir þekktust. Nú er þetta ófrelsi úr lög- um numið, og Gyðingar mega vera hvar sem þeir vilja ; en flestir búa þeir samt í þessum gömlu húsum, sem nú á að fara að rífa og gjöra þar breiðar götur og fögur hús. AUGLYSINGAR ísamfeldu máli m. siálelri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hverl orí 15 slala frekast m. ócm lelri eía selninj 1 kr. Ijrir jiumiunj dálks-lengdar.Borjiin úl í höni Bókmentafjelagið- Út er komið : Skírnir um árið 1884; og Skýrslur og reikn- ingar fjelagsins 1883—'84; komu bœkur pess- ar hingað nú með siðasta póstskipi. I Skýrslunum hafa reikningar Reykjavíkurdeild- arinnar skekkzt þannig í prentuninni, að fyrsta og þriðja blaðsiðan, sem báðar eru táknaðar með blað- síðutölunni IX, hafa haft sætaskipti. pað er með öðrum orðum, að til þess að reikningarnir verði rjettir, verður að flytja það sem stendur á IX. blað- síðu, aptur á XI, bls., en það sem stendur á þeirri bls.—þ e. síðunni milli X. og XII. bls.? sem er misprentuð IX. bl*„ — verður a"i flytja fram á IX. bls. þetta eru lesendur Skýrslnannn beðnir að athuga. Forseti Beykjavíkwdeildarinnar. Til almennings! Læknisaðvörun. pess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents'*, sem hr. C. A, Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á tslandi og kallar Brama-lifs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segjs, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr- Mans- feld-Búllner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. par eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram 611 önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .7. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lifs-elixir'eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bídlner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. par mjer undirskvifuðum vorvi dregnar í næst- liðinni Arnakróks skilarjett 2 kindur með mínu rjelta marki, tvístýft aptan hægra, fyrst hvíthyrnd ær 3 vetra með lítið gat i vinstra eyra, að likind- um eptir þar í dreginn enda, annað hvitt hrútlamb en jeg ekki á þessar kindur, verður sá sem þær þykizt eiga, aö vitja verðsins til min fyrir þær, að frá- dregnmn kostnaði öllum lijer að lútandi, og semja við mig um markið á þeim, fyrir næstkomandi ára- mót. Flekkudal í Kjós 7. okt. 1885. Einar Jónsson. Eptirleiðis verður seldur greiði ferðamönnum, sá er verður i hvert skipii, á Eyri við Kollafjörð. 18. ágúst 1885. A. Bjbrnsson. Undirritaður kaupir káljsskinn fyrir 35 aura pd. mót vörutn. Rvik, 20/10—'85. Br. E. Bjarnason. „ísafold". Nr. 12, 14 og 15 al þessum árgangi ísafoldar kaupir útgelandi fullu veröi, ef þau eru óskemmd. peir útsölumenn, sem hafa fengið of- sent nr. 37, eru beðnir að endursenda það sem fljótast. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. pb.il. Prentsmiðja lsai'oldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.