Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.12.1885, Blaðsíða 3
211 aðgöngumiðar að járnbrautinni og flutning- ingur úr bænum upp að brautinni. Snemma morguns fór jeg á stað, vorum vjer þrír saman í vagvii og tveir hestar fyrir, annar samferðamaður minn var frakkneskur, hinn var ítalskur herforingi, er nýlega var kom- inn heim; hafði hatm verið suður við Eauðahaf að brytja niður Blámenn, með herliðinu ítalska, er þangað var sent til þess að fást við spámanninn úr Sudan og fylgifiska hans. Okum vjer gegnum Nea- pel og bæina og þorpin þar suðaustur af ; var gaman að sjá þjóðlífið í þessum borg- um, er vjer fórum uin. þar voru ótal vagnar og asnalestir að flytja ávexti og matvæli inn til Neapel; fólk var að koma á fætur og kvennfólkið í húsunum var að kaupa matvæli af sölukörlum og kerling- um á götunum; á efri loptum húsanna komu húsmæður og vinnukonur að eins út 1 gluggana og ljetu svo körfur síga í bandi niður á götu, og var svo í þær látið það sem keypt var og dregið upp. Snýkjur og og ölmusubænir eru orðnar að vana hjá Napólibúum, þegar þeir sjá einhvern út- lendan; spikfeitir og hlæjandi krakkar hlupu á eptir vagninum og beiddust öl- musu, kváðust að öðrum kosti deyja úr hungri; en þó voru þeir svo útlítandi, að þeir eigi sýndust þurfandi. Smátt og smátt fór húsum að fækka og landið að hækka upp undir Vesuvius; al- staðar eru ávaxtatrje og víngarðar um all- an neðri hluta f jallsins, en akbrautin snið- skorin upp eptir hlíðunum. Vín það, sem vex utan í Vesúv, er nafn- frægt og heitir Laerimæ Christi; hjer og hvar voru menn að bjóða þetta vín; á ein- um stað stóðum vjer við og fengum okkur flösku. ítalski foringinn var fyrir svörum; flaskan átti fyrst að kosta 3 franka, en foringinn sagði, að vjer værum ekki Eng- lendingar heldur Italir, og þá kostaði hún að eins einn franka. I hlíðinnni miðri taka við hraun og I brunaklungur, úfin og umsnúin, eins og á Islandi; mörg af hraunum þessum eru svo ný, að ekkert er á þeim sprottið. A gamalli eldborg utan í Vesuvius ofan til, er hús mikið, byggt til rannsókna, sá heitir Palmieri, er fyrir athugunum stend- ur. þar er grennslast eptir öllu því, er Vesuvius snertir, tekið eptir jarðskjálfturn, rannsökuð jarðfræði og eldgos o. s. frv. J>ar eru söfn og alls konar verkfæri, snild- arlega tilbúin, er lúta að slíkum athugunum. Undir aðal-eldborginni er veitingahús og þar byrjar járnbrautin; dragast vagn- arnir upp snarbratt fjallið á járnreipum og stórar vjelar toga þá upp og niður með vatnsþrýstingi. A þessari braut er i eins og maður fljúgi í lausu lopti upp og niður, af því brattinn er svo mikill. þegar brautin er á enda, er enn hálfr- ar stundar ganga upp á gígröudina, brött lausaskriða, gjall og vikur, og verður ó- vönum það torsótt. J>ar var saman kom- ið margt ferðafólk, karlar og konur, úr ýmsum löndum. Af fjallstindinum var dýrðleg útsjón yfir allan flóann, eyjarnar, þorp og borgir, skóga og ekrur, eldgíga, hraun og hamra; hitamóða lá þó víða yfir landinu og fal sýn það, er fjær var. Við brautarendann voru margir fylgdar- menn með burðarstóla, reipi o. fl. til þess að hjálpa þeim, sem ónýtir voru til gangs- ins, en hvert haudarvik kostaði ærna pen- inga. |>að var hlægilegt að sjá gamla, feita kerlingu frá Ameríku, sem komast vildi upp á gíginn, en gat varla vagað fyr- ir fitu; tveir gengu fyrir og toguðu, en tveir ráku á eptir; við og við þurfti kerl- ing að blása og kasta mæðinni, en þá hækkuðu fylgdarmennirnir kaupið í hvert sinn, og kváðust yfirgefa hana, ef þeir fengju eigi það, sem þeir settu upp; svo kerling mátti til, hvort hún vildi eða ekki, að lofa peningunum og borga þá; en á- nægja hennar hefir víst varla verið mikil, því þegar upp kom ætlaði hún að kafna af brennisteinssvælunni og sneri við hið skjótasta. pað var ljót sjón að líta niður í gíginn; svælan var svo mikil, að óvanir þoldu eigi og hurfu þegar á braut, en við og við slóst mökkurinn frá og sá þá í gígbotninn, vellandi hraunið; hraunmolar köstuðust upp og niður og hraunstraumar ullu út um skarð á gígbarminum. Við fjelagar gengum vestur á hraunið, sem var að renna; yfirborð þess var storkið, hraunskrarir og hellur kólnaðar ofan á, en eldrauður glóandi grautur í hverri sprungu, sumstaðar pollar eða dý af sírennandi seigu hrauni, sem leið hægt og hægt áfram, og spannst í þræði og reipi; við stikluðum á hraunhellum yfir- borðsins og skoðuðum rennsli hraunlækj- anna. Hinn frakkneski maður þorði eigi, enda var hitinn nærri óþolandi, og á leið- inni niður af fjallinu gafst hann upp og varð að hjálpa honum. Seint um kvöldið komumst vjer klakklaust heim til Neapel. I gær fór jeg norður með strönd til þess að skoða eldgígana fyrir norðan Neapel. Fór jeg gangandi, þótt heitt væri, til þess að njóta betur útsjónarinnar. Gekk jeg veginn fram með Posilipohöfða allt af fram með sjó; þar eru margir hellrar í móberg- ið, og er sagt, að gröf Virgils sje í einum þeirra. fíjer eru sumarbústaðir auðmanna úr Neapel hingað og þangað á klettaþrep- unum og í giljunum innan um skógar- þykknið ; trjálim, vafningsjurtir og vínviðir leggjast upp að hverju bergi; þrep eru höggvin í bergið bæði fyrir ofan og neðan veginn til þess menn komist í húsin, sem hreiðra sig í hlíðunum innan um skóg og hamra. þ/egar utar dregur, verður lands- lagið einkennilegra; þegar maður beygir norður fyrir oddann, sjást hrúgur af skógi- vöxnum eldborgum, og akrar og þorp í lægðunum, en einkennilega lagaðir hamrar og höfðar skaga fram í sjóinn í fjarska. Um miðjan daginn var fjarska heitt að ganga, hvítt dust er alstaðar á veginum í ökla og þyrlast upp við minnsta gust; út- rænan dregur nokuð úr á kvöldin, en um miðjan dag er hitinn hjer í forsælu þessa daga 25—30° C. þegar jeg gekk gegnum þorpin með sjónum, lá fólk sofandi undir húsveggjunum í forsælunni; það var eins og svefnmók yfir allri náttúrunni; asnar, geitur og unglömb lágu í hlíðunum ; gul og rauð fiðrildi flögruðu um milli blómanna og eðlurnar grænu, sem hjer eru alstaðar svo algengar, lágu grafkyrrar á múrum og húsveggjum, en þær hlaupa burt sem kólfi sje skotið ef við þær er komið. J>egar jeg kom til Pozzuoli, þyrptust, eins og vant er, ótal dónsar kringum mig til þess með rifrildi og ólátum að bjóða þjónustu sína; loks tók jeg einn, sem var með borðalagða húfu, eins og íslenzkur sýslumaður; hann leiðbeindi mjer allvel, en reyndi að hafa út úr mjer aukagetu fyrir hvert viðvik. Meðal annars skoðaði jeg þar brennisteins- námur í djúpum gíg; ekki eru namur þess- ar neitt á við það, sem jeg hef sjeð víða á Islandi; gufurnar eru notaðar til heitra læknisbaða. Síðan skoðaði jeg leifarnar af Serapis- musterinu, sem eru mjög nafnfrægar meðal jarðfræðinga, því þar sjest, hve ströndin hefir ýmist sigið eða lyppzt upp á söguöld- inni; þar eru 3 súlur, 50 feta háar ; á þeim miðjum er rönd eptir brimið, og þar hafa sævardýr etið sig inn í steininn og sitja skeljar þeirra enn í holunum. Fyrst hefir musterið og ströndin sigið svo, að sjór hefir náð upp á þær miðjar, en síðan hækkað I aptur, og nú er ströndin enn að lækka. Af eldgíguuum norður og vestur af Pozzuoli er Monte Nuovo merkastur; hann er 600 fet á hæð, og myndaðist á einni nóttu 1538. Ut með ströndinni eru ótal menjar hinna fornu Eómverja; þar höfðu auðmenn úr Eómaborg skemmtihallir sínar og böð við Bajæ-flóann. Nú er þar allt í eyði og rústir margra skrauthýsanna á mararbotni. Milli Pozzuoli og Neapel er Hundahgllir;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.