Ísafold - 15.12.1886, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.12.1886, Blaðsíða 1
Sblit 51 á iEiSTitndafsniorjna. Ver3 írjanjsins (55-GQ arkai 4kr.: eriendis 5 kr. Borjist fjrir miíjan jílímánní. ÍSAFOLD. (sknfl) hnndin ti3 árámót. í ld nema komin sie til nlg. Ijrir L akt. ilgreifnlnstola > Isafoid: XIII 52. Reykjavik, miðvikudaginn 15. des. 1886. 205. Nokkur orð um mataiæði (niðurlag). 206. Um búskapar-samtök í Reykjavík. 207. Litil bending út af atvinnuskortinum. 208. Nokkrar athugasemdir um gjaldamál (niðurl.). 1 Kvennaskólinn í Reykjavík. Auglýsingar. ; ------------------------------------------------i Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 j Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2. Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 — 2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 | Sparisjóður Rvíku'r opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5 ( Söfnunarsjóður Rvíkur opinn 1. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 _____________________________________________ I Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen | Hiti (Cels.) Lþmælir Veóurátt. nóv. |ánóttu|umhád. fm. | em. fm. | em. M. 8.1- - 8 = 5 29, 29,■ N h b N hvb F. 9- - - 10 = 9 29,3 29,2 k» b 0 b F. 10.! - - 8 = 4 29,3 29,1 0 b A hv L. 1 L| “ - 3 0 29,3 29,5 A hv b A h b S. ‘2. - - 4 — 2 29.7 29,91A h b A li b M. ‘3.1- - 5 4- 1 29,9 3°, Na hv b , Nu h b í>. 14.I - - 7 -7- ö 3°,i 30,2 0 b 1 J b Framan af þessari viku var talsverðnr kuldi og var hvasst norðanveður til djúpa, þótt lyngt væri! hjer. Seinni part vikunnar hefir verið hæg austan- átt og frostlítið, optast bjart og heiðskírt veður. í ! dag 14. fegursta veður, logn. Nokkur orð um mataræði.1 Eptir I landlœkni Schierbeck. II. Framangreindum matvæla-samsetningum má auðvitað víkja við á ýmsa vegu; jeg ætla jpví nii að minnast á nokkur matvæli, sem geta komið til greina við samsetn- inguna. J>að er meiri næring 1 söltuðu kjöti en nýju, og enn meiri næring í reyktu kjöti en söltuðu. Hrossakjöt er allt eins næringarmikið og annað kjöt; það er ná farið að nota það mikið til manneldis í öðrum löndum hin síðari árin; reyndar slægist efnað fólk ekki mikið eptir því; en það er mest því að kenna, að erlendis fæst varla hrossakjöt öðru vísi en af gömlurn og úttauguðum húðar- bikkjum eða jafnvel af veikum skepnum stundum; hjer á landi, þar sem opt má fá kjöt af ungum hrossum fyrir gott verð, ætti vissulega að nota það meira en ná er gjört til manneldis. I lungum og lifur er miklu meira eggja- hvítuefni en í kjöti; en lungu eru nokkuð tormelt. í blóði er nærri því eins mikið eggja- hvítuefni og í kjöti, en mikið lítið af feiti; það er samt rnikið gott næringar- efni, og það er ánægja að sjá, hvað vel það er notað hjer á landi fremur en víða annarstaðar. I mjólk er bæði eggjahvítuefni, feiti og kolahydröt, og það í hæfilegu hlutfalli; það er fullt eins mikil næring i 3 mörk- um af mjólk eins og 1 pundi af kjöti.— I reglulegri kjötsúpu eða soði eru nærri því engin næringarefni, því að við suð- una á kjötinu fer að eins nokkuð af bragðefnunum í kjötinu út í vatnið, en nærri því ekkert af eggjahvítuefnunum. þegar búið er til reglulegt kjötseyði (bouillon), er heimtað, að öll feiti, sem rennur út í soðið úr kjötinu eða mergnum, sje fleytt ofan af svo vel sem hægt er. Aptur á móti er auðvitað mikil næring í súpu, sem er látin halda allri feitinni eða sáð er út á grjónum eða jafnvel hafðir í kjöt- snúðar. Kaffi er mjög þýðingarlítið sem reglu- legt næringarefnij; það sem helzt er nær- ing að í kaffibaununum, er sterkjan, sem er í kaffigromsinu, sem víða er fleygt, en hjer á landi mun það víða verið gefið kúm, og er það skynsamlega gjört. En hins vegar er góður kaffibolli heitur mikið hressandi fyrir fólk, sem er þreytt eptir erfiða vinnu eða yfirkomið af kulda, og er kaffi að því leyti takandi langt fram yfir breDnivín. Meðan vjer höfum eigi annað betra að gefa sjómönnum, sem koma þreytt- ir og kaldir af sjónum, væri ekki gustuk að gjöra þeim örðugt fyrir að afla sjer kaffisopa. Aptur á móti ætti hver hygginn húsbóndi að gjöra sjer allt far um að minnka hina langt of tíðu og allsendis ó- þörfu kaffidrykkju, sem víða á sjer stað hjer á landi. Að veita 10 manns kaffi 3, 4, eða jafnvel 5 sinnum á dag með sykri og rjóma kostar dálaglegan skilding um árið; auk þess er ósiður að hafa rjóma í kaífi; það missir þá sitt eiginlega hress- andi kaffibragð; það er miklu betra að strokka smjör úr rjómanum og borða það með fiskinum; þar á feitmetið við. Nú munum vier virða fyrir oss hið sanna næringargildi kjöts og kornmatar í saman- burði við algengt verðlag á þessum mat- vælum t. d. á Englandi og hjer á landi. Með því að verðið er sífelldum breyting- um undirorpið, þá er auðvitað, að slíkur samanburður getur ekki orðið áreiðanleg- ur öðru vísi en að aðalatriðunum til: England. 50 pd af vel feitu sauðakj. á °/60=2 5 kr. 500 pd af mjöli á °/06= 25 kr. 50 pd af vel feitu sauðakj. =6'/2pd eggjahv. 4-16pd feiti 500 pd af mjöli =50 — — -|- 330pd sterkj, / 16 pd af feiti = 12—13 pd af kolefnit '330 ---sterkj.= 130 pd —kolefni/ Af þessu sjest, að á Englandi hefir mjöl fyrir jafnmikið verð langtum meira sann- arlegt næringargildi heldur en kjöt—, og er þó feitin í mjölinu jafnvel eigi talin með. þarf því ekki lengra að fara til að skilja hvernig á því stendur, að erfiðis- menn í öðrum löndum borða svo mikið af brauði með smáum skömmtum af kjöti. Hið mikla verð á kjöti í öðrum löndum stafar því eigi svo mjög af því, að kjöt sje svo kjarngóð fæða í raun og veru, heldur miklu fremur af því, að mönnum þykir kjötmeti gott eða ímynda sjer að kjöt sje svo holl og kjarngóð fæða. Island. 50 pd af vel f. sauðakj. á °/20 = 10 kr. I25pdafmjöli á °/08 =Iokr. 50 pd af vel íeitu sauðakj. = ö’/apdeggjahv. + i6pd feiti I25pd afmjöli^iz'/a— — -j-82J/2pdsterkj. /16 pd af feiti =12- 13 pd af kolefni 1 '82>/2----sterkj.= 32’/2 — — kolefni / Af þessu má sjá, að jafnvel hjer á ís- landi, þar sem kjöt er svo ódýrt, og brauðið svo dýrt, þá er mjöl samt sem áður hjer um bil helmingi drýgra til matar eða helm- ingi næringarmeira en kjöt eptir verði. það mætti því spara mikið á heimilum með því minnka við sig nautn þess konar matvæla, sem geta að vísu verið þægileg fyrir góminn, en eru þó eigi nauðsynleg til þess að halda við fullu fjöri og gera sjer lífið sæmilega notalegt hvað mataræði snertir, og í annan stað með því að leggja meira korn til heimilisins, einkum til sveita, þar sem menn neyta víða kjöts í óhófi. Pln í kornkaupum ríður á að taka til greina, að hið bezta korn og þyngsta í viktina verður í rauninni ódýrast; því flutningsgjaldið hingað til lands er jafn- mikið fyrir tunnuna af slæmu korni eins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.