Ísafold - 18.04.1888, Qupperneq 1
itemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlfmán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 18. I
Reykjavík, miðvikudaginn 18. apríl.
1888
69. Innl. frjettir.
70. ísfirðingar og minni hlutinn í stjórnarskrár-
málinu. Orðabókar-ritdómurinn.
71. Óbeit á þakkarávörpum. Augljs.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—9
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2
útlán md„ mvd. og Id. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen
aprfl | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttujumhád. fm. | em. fm. em.
M.U. - 4 A- 1 29,9 | 29.9 0 b 0 b
F. 12. - 4 0 29,6 29,8 N hv b N h b
F.i3. - 5 + 3 29,8 29,9 N h b N h d
L. 14. - 2 + 3 30, 3°d Na hv b N h b
S. is. - 2 + 4 3°.l 30.1 Na h b N h b
M.16. - 2 + 2 3°, 3°, N h b N h b
Þ. 17. - 5 + « 3°. 1 3°. N h b N h b
Alla vikuna hefir vindur blásið frá norðri, opt
rok-hvass til djúpa, hjer optast hægur innfjarða og
bjart og heiðskírt veður, og sama veðrið helzt við
enn þá; talsverður kuldi á hveni nóttu.
Reykjavík 18. apríl 193.
í>ingmálafundur. A almennum fundi
er samkvæmt fundarboði 1. alþingismanns
Isfirðinga var haldinn á Tsafirði 16. þ. m.
og þar sem mættir voru um 80 manns, þar
á meðal flestir sýslunefndarmenn ísafjarð-
arsýslu, var í einu hljóði samþykkt svolát-
andi fundarályktun:
iFundurinn lýsir fullu vantrausti áþeim
þingmönnum, cr á síðasta alþingi skárust
nr liði í stjórnarskrármálinUyOg skorar fast-
lega á þá að leggja niður þingmennsku fyr-
ir ncesta þing, svo að kjósendum þeirra gef-
ist kostur á að láta í Ijósi með nýjum kosn-
ingum, hvort vilji þeirra i stjórnarskrár-
málinu sje annar en við kosningarnar
1886*.
þessa ályktun var oss af fundinum falið
biðja yður, herra ritstjóri, að birta í blaði
yðar.
ísafirði 17. marz 1888.
Matthías Ola/sson. Skiíli Thoroddscn.
þorsteinn Benediktsson.
Til ritstjóra ísafoldar.
Afmæli Forngripasafnsins- Eptir-
farandi ávarp, skraut-ritað af Benedikt
Gröndal, var sent í f. m. síra Helga Sig-
urðssyni:
Til síra HELGA SIGURDSSONAR, fyrr-
um prests að Melum.—Út af nýafstöðnu 25-
ára-afmæli Forngripasafnsins, sem þjer þvímiður
ekki gátuð verið viðstaddir, leyfum vjer oss að
senda yður, háttvirti herra, sem áttuð svo mikla
hlutdeild í stofnun þessa þýðingarmikla safns,
kveðju vora.
Yður má vera það mikil gleði á ellidögum
yðar, að vita þessa stofnun, sem þjer lögðuð
hyrningarsteininn í, vera orðnaeina hinahelztu
prýði höfuðstaðarins og sóma landsins.
Oss hefði verið einkar-kært, að yður mætti
hlotnast verulegri viðurkenning en hingað til
hefir raun á orðið; en hvort sem þess verður
auðið eða ekki hjer eptir, þá viljum vjer ekki
láta þetta fyrsta minningarár safnsins líða hjá
án þess að láta yður i Ijósi í orði þakklæti vort
og viðurkenningu og óska yður allra heilla.
Ret/kjavík 14. niarz 1888.
E. Th. Jónassen. P. Pjetursson.
Arni Tlwrsteinsson. Hallgrtmur Sveinsson.
Jon porkelsson. Björn Magnússon Olsen.
porvaldur Thóroddsen. Páll Melsteð.
T. Hallgrimsson. Jón Árnason.
R. Kr. Friðriksson. Guðbr. Finnbogason.
pórhallur Bjamarson. Asmundur Sveinsson.
Björn Jonsson. Halldór Datuelsson.
Bj'örn Kristjánsson. Benedikt Gröndal.
Steingrimur Johnscn. porl. <). Johnson.
Hcrdís Benedictseti. Jón Pjctursson.
Einar Júnsson. 0. Finsen. Joh. Hansen.
Einar Arnason. N. Zimsen.
Jón 0. V. Jónsson. Kristján Jónsson.
G. Zoéga. S. E. Waage. Geir T. Zoéga.
L. E. Sveinbjörnsson. Guðm. Thorgrimscn.
Hallgr. Melsteð. Páll porkclson.
N. S. Krugcr. Sighvatur Bjarnason.
E. porkelsson. Ó. Ámundason.
Th. Thorsteinsen. H. Hálfdánarson.
St. Thorarensen. Vald. Ásmundarson.
Pálmi Pálsson. Gcstur Pálsson. Egilsson.
Hannes Hafstein. Helgi Helgason.
H. Guðmundsson. Halídór Jónsson.
Guðl. Guðmundsson. Jónas Helgason.
Halldór Melsteð. J. Jónassen.
Sigurður Sigurðsson. Björn Guðmundsson.
Jón Arason. S. Melsteð (handsalað).
Bjöm Jensson. Jón Jensson.
lndriði Einarsson. Ó. Iiósenkranz.
Skipskaða er að frjetta vestan úr
Patreksfirði, í stórviðrinu 26. f. m., 11 menn
á áttæring í hákarlalegu, formaður Guð-
bjartur Jonsson, ungur bóndi efnilegur, frá
Breiðuvík, hásetarnir vinnumenn af ýms-
um bæjum í sveitinni (Rauðasandshreppi)
flestir eða allir. Ekkert fundizt af skip-
inu eða mönnunum; haldið, að skipið hafi
sokkið af frosti.
Hafís segja fiskiskútur af vestfjörðum
hafa verið kominn vestur fyrir Isafjarðar-
djúp í vikunni fyrir helgina. Frá Djúpinu
frjettist nokkru áður, að ekki væri fært
fiski3kútum á sjó fyrir ís.—Fiskilítið og
gæftalaust á vésturfjörðunum.
Aflabrögð. I gær og í íyrra dag hefir
verið mikið góður afli hjer, vestur á Sviði,
framt að 60 í hlut af þorski og stútung,
mögrum nokkuð; en misfiskið, enda sjó-
veður ekki gott í gær: helmingur sneri
aptur.
Suður á Miðnesi hafði verið bezti afli
vikuna sem leið.
Úr Garði og Leiru o. s. frv. eru frjett-
irnar þessar, eptir brjefum sunnan að:
7. apríl. „Hinn 5. þ. m. reru meun hjer al-
mennt [af Ströndinni] út í Leiru og Garðsjó,
og öfluðu þá almennt heldur líflega á jœri, sjer
í lagi í Leirusjó, af allvænum fiski, sem leit út
fyrir að vera ný ganga. Færamenn kvörtuðu
sáran yfir því, hvað þeir hefðu verið umkringdir
af lóðum, einkanlega í Garðssjónum, þvi þar
hafði varla nokkurt skip sjezt með annað veið-
arfæri en ýsulóð, enda fengu þau færaskip, sem
þangað fóru, bæði færra í blut og miklu rýr-
ari fisk en hin, sem sátu í Leirusjó.
Allflestir færamenn fengu frá 10—20 í hlut,
nokkrir 20—30, og einstöku skip um 35, eitt
skip fekk 40 í hlut þennan dag; en lóðarmenn
hlóðu flestir, og sumir komu ekki aflanum á,
en urðu að hausa út, vestur í Garðsjó, til nið-
urburðar fyrir gönguna!
í gærdag reru menn almennt á sömu slóðir,
flestir þá í Leirusjóinn, því þar var lóðarmergð-
in minni og fiskurinn vænni, en þá varð varla
nokkur tnaöur var á fœrin, enda litið eða mjög
misjafnt á lóðina líka.
J>að lítur þess vegna núna út lyrir, að lóða-
mergðin eyðileggi aflabrögðin, af því að mönn-
um gaf að róa þessa daga, á meðan út leit fyrir
að fiskurinn væri að ganga.
í gær (6.) var sagður bezti afli úr Höfnum
og af Miðnesi. Ef sú ganga, sem þar er nú,
kemst einhvern tíma bráðum inn fyrir Garðs-
skaga, þá mætir hún þar þessari takmarkalausu
lóðabendu, sem nú með vaxandi straum rekst
þar um sjóinn fram og aptur og rakar botninn,
svo allt fer á sömu leið og áður: að fiskurinn
hefir þar ekkert viðnám, en hörfar aptur til
hafs eða norður svið“.
12. apríl. „Nú ofbýður mjer aðferð fiski-
manna. í Garð- og Leirusjó hefir komið mik-
ill færafiskur, sem vafalaust hefði komið inn á
grunn, ef menn hefðu ekki nú fundið upp á
því, að fæla hann burt með lóðum, fyrst net
voru þar bönnuð. Og eigi að síður er þó tals-
verður fiskur í Leirusjó, þetta frá 5—30 í hlut
á færi, og í gær varð vel vart fyrir innan lín-
una, 10—20 í hlut í Leirunni“.
14. apríl. „í>ví miður ætlar reynslan hjer að
sanna sama, sem hvervetna kringum landið,