Ísafold - 18.04.1888, Page 2

Ísafold - 18.04.1888, Page 2
70 o: að hvar sem farið er að brúka ýsulóð að mun, þar hörfar fiskurinn undan og verður stopull afli; sje hún brúkuð í fallsjó og þar sem fiskur er í götigu, er hún allra skaðlegust. VTikuna sem leið kom afarmikill fiskur í Garð- sjó. f>að er óhœtt að fullyrða, að um 200 skip hafi róið þangað daglega um þær munair og þar af í hæsta lagi 20 með færi, hin öll með lóðir. Öll óregla á sjer stað við slík tækifæri, stuldur og rán og spellverki á veiðarfærum. Væru okkar háu yfirvöld hara einn dag stödd þar úti og sæju aðfarirnar, þá mundu þau ekki .......Gangan kemur i þeim tilgangi að ganga inn á Hraunbrúnir sina vönu leið og færa öll- um blessun. En þegar hún mætir þessum feikna niðurburði, þá nemur hún staðar; svo koma þær lóðir, sem missast og eru skornar frá, því hver leggur ofan á annars veiðarfæri, dregur svo upp hæði sína og annara lóð; eru menn svo ekki að tefja sig á að greiða sund- ur, heldur er bara skorið og kubbað; það frá- skorna fer í botninn, stundum mörg hundruð beittir önglar, fiskur festist á þeim, og svo tek- ur straumurinn, sem þar vanalega liggur norð- vestur, alla kösina og ber hana með sjer: þar við leggst fiskurinn. |>að hefir verið ágætis afli þar út frá hina vikuna (síðastl.), en ekki einn einasti ,fiskimaður vildi staðhæfa, að sá fiskur hefði ekki eins nú eins og ætíð áður fengizt á færi, því það er allt sá greinilegasti færafiskur. Tregðan af fá staðfes*ar fiskisamþykktirnar dregur meiri dilk eptir sjer en hlutaðeigandi háyfirvöld gera sjer í hugarlund. J>að kostaði margar þúsundir króna og mörg tár hungraðra aumingja, að netasamþvkktin frá 9. júní 1885 fekkst ekki staðfest fyr en þá, eptir vertíð —henni var neitað ýyrir vertíðina—. Nú var í fyrra neitað að staðfesta ýsulóðarsamþvkktina, og þótt hún fáist fram að hausti, þá er það of seint“. Isfírðingar og minnihlutinn í stjórnarskrármálinu. Með fundarályktuninni hjer á undan hafa Isfirðingar lýst því svo afdráttarlaust, sem auðið er, hvernig þeim líkar afdrif stjórn- arlkrár málsins á' síðasta þingi, og hvað þeir ætlast til að næsta þing geri í því máli o. s. frv. það hneikslar sjálfsagt margan mann, að þeir seilast þar til þingmanna annara kjördæma; þingmenn sjálfra þeirra voru nefnilega rammir meirihlutamenn og þurfa því engrar árjettingar við. F.n hugsunin er eflaust sú, að af því að hver þing- maður er þingmaður alls landsins, og ekki einungis þess kjördæmis, er hefir sent hann á þing, þá geti hver hluti landsins, sem vill, og landið í heild sinni komið fram og annaðhvort þakkað honum fyrir ráðs- mennsku hans, eða þá beðið hann að hafa óþökk fyrir alla frammistöðuna og að ómaka sig ekki optar á þing. þetta er að vísu röggsamlega af sjer vikið; en annað mál, hvort það er að því skapi hyggilegt. það getur haft gagnstæða á- hrif því, sem til er ætlazt. Kjördæmin, sem áttu minnihlutaþing- menn á þingi síðast, geta tekið það óstinnt upp, að óviðkomandi kjönlæmi fer að ótil- kvöddu að hafa orð fyrir þeim, og ekki einungis setja ofan í við þingmenn þeirra, heldur jafnvel reyna til eins og að setja þá af. þó að þau væri aldrei nema fylli- lega á sama máli, þá mundu þau kunna betur við að orða það sjálf við þingmenn sína, hvað þá heldur ef þau væru nú ann- arar skoðunar sum af þeim, sem ekki er alveg fortakandi. því það er mikið á milli þess, að láta sjer mislíka eitthvað, sem þingmaður hefir gert, og að vilja alls ekki hafa með hann að sýsla framar, hvað sem hæfileikum kans líður og hvernig sem hann ætlar sjer að koma fram eptirleiðis. Annars vegar eru hlutaðeigandi þing- menn sjálfir. þó að þeir kannist við, að þeir sjeu þingmenn alls landsins, þá munu þeir þykjast góðu bættir, ef þá skilurekki á við meiri hluta síns kjördæmis. þeir hafa það til, meira að segja, að vitna í stjórnarskrána, sem býður þeim að fara eptir sinni sannfæringu, en ekki kjósend- anna einu sinni, ef þar ber á milli, hvað þá heldur annara landsmanna eða kjósenda í öðrum kjördæmum. þeir geta sagt við sína kjósendur, hvað þá heldur aðra : »Jeg er kjörinn til 6 ára þingsetu, og það getið þið ekki aptur tekið, hvort sem ykkur lík- ar við mig betur eða ver. Jeg ræð hvað jeg geri, og þið hafið þar ekkert um að segja, fyr en sá tími er liðinn. þá ráð- ið þið, hvort þið kjósið mig aptur eða ekki, og þar tneð búið«. — þetta geta þeir sagt, og því hranalegar sem að þeim er farið, einkanlega af hálf-óviðkomandi mönnum, því meiri freisting er fyrir þá að taka þann- ig í málið. Fæstir af hinum þjóðkjörnu minnihluta- mönnum á síðasta þingi greiddu þá at- kvæði í móti stjórnarskránni af því, að þeir væru málinu mótfallnir í sjálfu sjer. það, sem gerði, að þeir »gengu úr skapt- inu« þá, var, að þeim þótti ótímabært að halda því áfram á því þingi, og gátu meira að segja borið fyrir sig vilja kjósendanna í því efni að nafninu til að minnsta kosti sumir hverjir. það er því allt eins líklegt, að þeirhafi hugsað sjer og hugsi sjer enn, að fylgja málinu fram á þingi 1889 eins fyrir því. Og vegurinn til að fá þá til að halda fram þeirri fyrirætlun er ekki sá, að fara að þeim með illindum og hranaskap, fyrir það sem þeir gerðu 1887. Sú aðferð getur orðið til þess, að gera illt verra. Hyggilegasta og liðlegasta aðferðin er sú, að kjósendur eigi fund við þessa þing- menn sína, heldur fyr en síðar, í friðsemi og bróðerni, og fái þar skýlausa yfirlýsingu þeirra um, hvernig þeir muni taka f málið á næsta þingi. Sllka yfirlýsing eru þing- menn siðferðislega skyldir að láta uppi. Að svara ekki, eða svara eintómum vífilengj- um, það er ekki nýtum þingmanni samboð- ið. Sannfæringu sinni á þingmaðurinn aó fara eptir, og þarf ekki að skipta sjer af því, hvort hún kemur heim við skoðun kjósendanna; en að dylja hana fyrir þeim, þegar eptir er leitað, það er rangt og ófor- svaranlegt. það er nú þá fyrst, er það er bert orð- ið, að þingmaðurinn ætlar sjer að halda aðra leið en kjósendunum líkar,—það er þá, en fyr ekki, að þeir hafa ástæðu til að lýsa yfir vantrausti sínu á honum og skora á hann, að leggja niður þingmennskuna, ef hann ekki gerir það þá sjálfkrafa og ótilkvaddur,—og mun það tíðara, enda þing- manninum samboðnara, þegar svo ber und- ir, og farin er þessi leið, sem hjer er á vikið. Yilji hann ekki verða við slíkri á- skorun, þá gegnir hann því síður skeytum annara út í frá. Orðabókarritdómurinn. (Niðurl.). Marque de haute mer. þannig þýð- ir P. þ. „aðfallsfiara“ í orðabók sinni ; en nú segir hann, að |>að pýði .háflæði11 ; en hvort- tveggja er skakkt. Hann ruglar þessum orð- um líklega saman við marque de haute marée. háflæðarmál, á d. Höjvandsmærke. Guet-apens. P. þ. segir, að jeg hafi hjer „far- ið á hundavaði“, „því að Sick þýði guet-apens með forræderisk Overfald [sviksamleg árás], og K. G. þýði „Overfald“ með árás, og þess vegna liggi alveg í augum uppi(!), að „aðför“, sem er hið sama og árás, sje = guet-apens“, þ. e. með ððrum orðum : aðför er=sviksamleg aðför ! — Eptir þeirri reglu þýðir t. d. orðið „gull“ sama sem „óektagull“, orðið „maður“ sama sem „ó- kunnur maður“, „orðabók" sama sem „vitlaus orðabók“ o. s. frv. Jeg furða mig nú ekki lengur á því, að P- þ. þýðir „akkerisbotn" á fr. með orðum sem þýða „góður akkerisbotn“, eða „akfæri (2)“ með orðum, sem eiga að þýða „gott akfæri“ o. s. frv. Accueil massacrant (sjá „aðkoma"). P. þ. ■ segir nú, að þessi orð sjeurjett þýdd á d. með „gnaven Modtagelse“, og að „gnaven“ þýði ömrulegur. Samkvæmt þessu er það skoðun hans, að „aðkoma“ sje=„ömruleg móttaka11! Aðsókn. P. þ. stendur enn fast á því, að faire un bon marché (— að gera góð kaup), þýði að hafa góða aðsókn!, „af því að faire bon marché (de qch.) þýði að selja ódýrt, til að(!!) hafa góða aðsókn og útsölu“. Hjer ruglar hann saman tveirn talsháttum, sem hafa svo að segja

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.