Ísafold - 02.02.1889, Qupperneq 3
39
vóru til að geymast á safni hjer í Kmhöfn,
til þess menn gætu sjeð hagleik landsmanna
við málmsmíði og trjeskurð, heldur en þeim
ttiunum, sem árlega eru seldir til enskra og
annara þjóða ferðamanna, og þannig dreifast
VÍðsvegar og hverfa landinu að fullu.
Til þess þó að vera viss um, að styggja
engan, sýndi jeg forstöðumanninum fyrir
Forngripasafninu í Reykjavík muni þá, er jeg
keypti, og bauð honum að fá í skiptum, ef
það væri eitthvað er hann áliti slæmt fyrir
íslenzka safnið að missa. |>að var að eins
einn hlutur, sem honum leizt vel á, en þó
kom hann ekki aptur, til að fá þetta, áður
en jeg sendi dót mitt til Kaupmannahafnar.
Af því mig hefir langað til að auka safnið
í »Dansk Folkemuseum« af munum og
»Kunstindustri« frá Islandi, og sömuleiðis það
lítilræði, er jeg á sjálfur, og þannig varðveita
hlutina frá glötun, þá hef jeg útvegað frá
Islandi, síðan jeg var þar, nokkra muni af
málmi og trjeskurði, en jeg hef ekki reitt af
íslandi einn einasta hlut, sem hægt er að
kalla forngrip, og jeg hef heldur ekki selt
einn einasta hlut til Englands eður þýzkalands,
hvorki til safna, eður einstakra manna. »Fj,-
konan« fer því með bein ósannindi í þessu
efni.
Fyrst ritstj. »Fj.konunnar« var svo fund-
vís á það, sem stóð um mig í »Nationaltid.«
í júlímán., þá, hefir hann líklega fundið það
sem stóð aptur í ágústmán. í sama blaði, þar
sem blaðstjórnin gaf til kynna, að hún frá
viðkomandi stöðum hefði fengið áreiðanlega
vissu fyrir því, að þær sakargiptir, sem á
mig vóru bornar, væru rógburður frá vissum
manni, og með öllu tilhæfulausar. Hefði
ritstj. »Fj.konunnar« viljað vera rjettlátur
maður, þá hefði hann átt að taka í blað sitt
leiðrjettingu þessa, svo þær ósönnu sakargipt-
ir, er hann óverðskuldað hafði birt um mig,
ekki stæðu sem sannleikur.
Menn gætu kallað það þjóðrækni, þegar
einhver gengst fyrir því, að engin nýtilegur
eldri hlutur fari út úr landinu; en þjóðrækni
getur það og heitið, að koma atkvæða-hlutum
á söfn erlendis, svo þarlendir menn geti met-
ið hagleik og snild forfeðranna.
Hvernig ætti fjöldi manna víða um heim,
að geta glatt sig við að skoða grfsk, rómversk
og egipzk listaverk, ef enginn hefði mátt flytja
þaðan slíka muni?
* Að kaupin á þeim fáu hlutum, sem jeg
fjekk á íslandi, hafi hindrað rannsóknir mínar
—áhrærandi laxveiðar og vötn á Islandi—,
því neita jeg algjörlega.
þótt »Fj.konan« sje óverðskuldað að ybbast
við mig, þá hef jeg sama hlýja hug til landa
yðar fyrir það«.
Aethue Feddeesen.
* * *
Að halda á lopti röngum áburði um sak-
lausa menn, og ekki taka hann aptur, þegar
hið sanna er upplýst, hlýtur hver góður mað-
ur að virða sem vert er. Auk þess er það
óhyggilegt, að reyna koma að inn kala hjá
þeim mönnum, sem vilja og geta gjört land-
inu gagn.
Grein þeirri, er nálægt miðju sumri stóð í
»Fj.konunni« til mín út af hr. Feddersen, er
jeg búinn að gleyma, og hirði ekki um að
svara, og sama er að segja um tvær aðrar
greinir, er stóðu í »Fj.konunni« um sama
leyti : iium ódýrt far til Kaupmannahafnar
með póstskipunum« og um íslenzka muni á
sýningunni í Kmhöfn.
Að nokkrir menn fengu fyrstu verðlaun á
sýningunni fyrir íslenzka muni, er bezta svar-
ið upp á aðra greinina, og fullnæg sönnun
fyrir því, að eigi var allt frá Islandi því til
óvirðingar á sýningunni. Og svar upp á hina
greinina, og hvort eigi hefði verið betra, að
fleiri hefðu notað hin ódýru farbrjef til sýn-
ingarinnar, væri samróma vitnisburður þeirra
fáu sem fóru: Jeg, hafði gaman af því, er
hver þeirra fyrir sig sagði við mig, þegar þeir
komu heim aptur. »Já þegar jeg sá allan
þann auð, þá snild, hið fallega handbragð á
öllu, þótt ódýrt væri, þá miklu verklegu þekk-
ing m. m., þá sá jeg hvað jeg og við Islend-
ingar erum í raun og veru litlir, og hve mik-
ið við eigum eptir að taka okkur fram«.
þetta þyrftu fleiri landsmenn að sjá og
finna, og enda væri það ekki að óþörfu, að
ritstj. »Fjallkonunnar« styngi hendinni í sinn
eiginn barm.
Te. Gunnaesson.
Bókmenntafjelagið- Út af óljósum
orðatiltækjum í fundarályktun Hafnardeildar-
innar í sumar (16. júní) viðvíkjandi samkomu-
lagsskilmálum milli deildanna út af »heim-
flutningsmálinu« leitaði stjórn deildarinnar
hjer þegar skýringar hjá stjórn Hafnardeild-
arinnar, samkvæmt því er ráðgjört var á
aðalfundinum hjer í sumar, og fekk undir
eins góð og greið svör þar að lútandi, svo að
eigi virðist að því leyti ástæða til fyrir deild-
ina hjer að hika lengur við að ganga að
skilmálum þessum.
Skilmálarnir eru þeir, að Reykjavíkur-
deildin hafi, þegar þetta ár er liðið, allar
fjelagstekjur hjeðan af landi, en greiði þar
af 500 kr. á ári til Hafnardeildarinnar, sem
hefir allar hinar útlendu fjelagstekjur og arð-
inn af fjelagssjóðnum (sem er í Höfn). Út-
gáfa Skírnis og Skýrslna og reikninga færist
hingað, og lúta lagabreytingar þær, er upp
verða bornar á fundinum hjer í dag, ef skil-
málar þessir verða samþykktir, eingöngu að
því.
Svar upp á konungsávarpið- í
Stjórnartíðindunum (B. 1. 1889) er birt svar
konungsins upp á hollustuávarp Reykjavíkur-
búa út af ríkisstjórnarafmælinu. Ráðgjafinn
ritar landshöfðingja, að »hans hátign hafi
lagt fyrir sig, að tjá þeim, er ávarpið sendu,
að hans hátign hafi verið einkar-kært, að fá á
stjórnarafmælisdeginum einnig þessa kveðju
frá mönnum á íslandi, og að hans hátign
hafi með heitu og einlægu þakklæti fundið til
þeirrar hollustu og ástar til konungs og kon-
ungsættar, er ávarpið lýsir«.
Póstafgreiðslan á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð er að boði landshöfðingja flutt að Odda
á Rangárvöllum.
Lán til kirkjubyggingar. Lands-
höfðingi hefir heitið Holtsprestakalli í Rar.g-
árvallasýslu 2,000 króna láni úr landssjóði til
kirkjubyggingar, með þeim kjörum, sem al-
þingi 1889 ákveður. Jafnframt hafði sóknar-
presturinn, settur prófastur síra Kjartan Ein-
arsson, beiðzt leyfis landshöfðingja fyrir því,
að flytja mætti kirkjuna frá Holti að jörð-
inni Asólfsskála, en þess hefir landshöfðingi
synjað, með því að það mál hafi eigi fengið
löglegan undirbúning, og verði léyfið eigi
veitt nema »málið sje á ný borið upp á hjer-
aðsfundi, samkvæmt 12. gr. laga -\7- 1880, og
meiri hluti allra hjeraðsfundarmanna sam-
þykki á fundinum kirkjuflutninginn, og biskup
síðan leggi með honum« (Stjt.).
Svínahraunsvegurinn. Til vegagjörð-
ar frá Fóelluvötnum áleiðis til Reykjavíkur
hafa veittar verið enn sumarið 1888 alls
12,648 kr. 86 a.
Oveitt prestaköll. Breiðabólsstaður i
Fljótshlið, augl. 16. jan., metinn 2562 kr. 99 a.,
en 700 kr. greiðast frá brauðinu í lands-
sjóð.
Miklibær í Blönduhlíð, augl. 30. jan. Met.
1077 kr. 99 a.
Vöruverð. Eins og sjá má á skýrsl- j
unni í síðasta blaði hefir kaffi hækkað enn í
verði utanlands, enda er það nú komið upp
í 1 kr. hjer í reikning, — 90 a. móti peningum.
Tveir af eigendum hinna stærri verzlana
hjer við Faxaflóa sunnanverðan, er reka
verzlun í öllum þremur kaupstöðunum, Reykja-
vík, Hafnarfirði og Keflavík, nefnil. Fischer
og Knudtzon, hafa að sögn komið sjer saman
um að gefa öllum hinum betri (skilvísari)
viðskiptamönnum sínum þá uppbót á saltfisks-
verðinu árið sem leið, að það verði 42 kr. alls
fyrir skippundið. Annars var hæsta verð í
kauptíðinni 40 kr., og það að eins hjá fáein-
um kaupmönnum öðrum.
Póstvanskil. Með desemberpóstinum
hafði einhver aðgætinn póstafgreiðandi beint
»ísafold« til Stykkishólms og fleirum sending-
um þangað norður í land, og komust send-
ingar þessar ekki til skila fyr en með næstu
póstferð að norðan (frá Stað í Hrútaf.). Ekki
gat verið því uin að kenna, að utanáskript
væri ógreinileg, því hún var prentuð utan á
ísaf., eins og vant er, og ekki er Stykkig-
hólmur svo óþekkt bæjarnafn, að póstaf-
greiðslumaður þurfi að villast á því.
Sem von er til, kemur kaupendum blaða
það illa, þegar þau koma ekki með skilurn.
En þeir geta sjeð sjálfir, að ekki getur út-
gefandinn fylgt þeim eptir til hvers kaupanda
til þess að líta eptir góðum skilum í hans
hendur, og eins hitt, að útgef. muni ekki telja
sjer þann búhnykk í óskilum á blöðum, að
hann leiki sjer að því að kasta höndum til
afgreiðslunnar.
Gnfuskip kom frá Englandi (Liverpool)
hingað í gær, norskt, Thor, fermt salti, 250
smálestum, til þeirra J. O. V. Jónssonar kaup-
manns í Reykjavík, og þ. Egilsons, kaupm.
í Hafnarfirði. Hafði verið lengi á leiðinni,
lengur en póstskipið frá Skotlandi.
Vesturheimsferðir 1888. Heims-
kringla segir, að 1160 manns hafi fluttzt frá
íslandi til Ameríku árið sem leið, þar af 1044
komið til Winnipeg.
Af Islendingum í Ameríku bárust
engin sjerleg tíðindi með þessari póstferð.
Blöð þeirra þegja um hallærið í Dakóta í
haust, sem sagt var frá í Isafold, enda hefir
mest kveðið að því í suðurhluta fylkisins,
sunnar en Islendingar byggja, og hefir það
ef til vill lítið náð til þeirra, sem betur fer.
Einn íslendingur í Dakota, Eiríkur Berg-
mann, hefir verið kosinn þar á þing, fylkis-
þingið eða hjálenduþingið (Dakota er hjá-
lenda, territorium).
Good-Templara-Qelagið eflist stórum
um þessar mundir, einkum hjer í höfuðstaðn-
um. Fjelagatala í »Einingunni«, stærstu
stúku landsins, er nú yfir 180 (var 101 fyrir
3 mánuðum), og hinni fullorðinna stúkunni
lijer, »Verðandi«, 134 (1. nóv. 114). þriðja
stúkan, unglingastúkan »Æskan«, vaxið á
sama tíma úr 70 upp á 183.