Ísafold - 15.05.1889, Side 4

Ísafold - 15.05.1889, Side 4
156 liggja undan sól. Á Hjeraði er jörð örísa að sagt er. Kaupskip eru komin til beggja verzlananna á Eskifirði; sömuleiðis á Djúpa- vog. Sýslufundur var haldinn á Eskifirði 10.—11. þ. m. þar var meðal annar rætt frumvarp til fiskiveiðasamþykktar, er gilda skal fyrir Mjóafjórð, Norðfjörð, Eeyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, og samþykkt með litlum breytingum». AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. J a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg; út í hönd Marstrands Lageröl. Einungis einn kaupmaður í bænum hefir nú til sölu þetta ágæta öl- 1 hinu nýja mánaðarblaði, sem hið sænska bruggarafjelag gefur út, minnist formaður fjelagsins, hr. A. Bjurholm, þannig á Marstrands Lageröl: «f>að er ugglaust hið bezta öl, sem bruggað er í Danmörku, næst gamla Carlsberg. f>að gengur næst hinu ekta og bezta bajerska öli, bæði að því hversu hreint það er og krapt- gott. — I þýkza blaðinu «Bráu-Industrie» 19. aug. 1888, er þess getið, að Marstrands Lageröl hafi verið sú eina öltegund, sem þjóðverjum þótti líkjast sínu bezta heimagjörða bæjerska öli, og drukku því ekki annað öl þegar þeir komu til Khafnar til að sjá sýninguna þar. Marstrands Lageröl heg jeg nú fengið aftappað frá bruggeríinu og sel 10/2 fl. fyrir 1 kr. 70 a. Marstrands Lageröl hefi jeg einnig fengið á tunnum sem jeg tappa af með mínum nýju af-töppunarvjelum, og sel 10/2 fl. fyrir 1 kr. 50. a. Marstrands Lageröl hefir á sýningunum í Edinborg og Antverpen öðlast 4 medalíur og 6 heiðursskjöl. Marstrands Lageröl geta veitingamenn og aðrir er þurfa að brúka öl, fengið beint frá bruggeríinu, með þeim prís, er bruggeríið selur sínum viðskiptamönn- um erlendis, og geta menn fengið upplýsing- ar viðvíkjandi prísnum hjá mjer eða brugg- eríinu sjálfu. Evík, Aðalstræti 3. Helgi Jónsson. Söngæfing Í Good-Templarahúsinu fimmtudaginn 16. maí kl. 7 e. m. Allir mæti! CONCERT kóngsbænadag kl. 6 e. m. Steingr. Johnsen. Tombóla. Samkvæmt fengnu leyfi viðkomandi yfir- valds verður haldin tombóla til ágóða fyr- ir hina nýbyggðu ldrkju á Lágafelli í Mos- fellssveit, sem er prýðilega vandað hús, en vantar nú því miður fje til að verða full- ger, leyfir því undirskrifuð forstöðunefna sjer hjer með, að skora á sjerhvern þann, er villstyðjaað framför ættlands síns, að rjetta hjálparhönd til að fullkomna nefnda kirkju. I Lágafellssókn eru flestir bændur, sem taka á móti gjöfum í þessu skyni; í Eeykjavík veita þeir kaupmennirnir þorh Ó. Johnsson og Björn Kristjánsson, og enn fremur lögreglu- þjónn Pjetur Pjetursson, og trjesmiður Hjörtur Hjartarson mótöku gjöfunum, er kynnu að gefast. I Hafnarfirði ogþar í grend- inni veitir kaupmaður Chr. Zimsen móttöku öllu því er gefast kann til áðurnefndrar kirkju. Tombólan verður haldin seinast í næstkom- andi í júnímánuði, sem seinna verður nákvæm- ar auglýst. Lágafelli 5. maí 1889. Guðmundur Magnússon, í Elliðakoti. Halldór Jónsson, í þormóðsdal. Finnbogi Árnason, á Suður-Eeykjum. Hjer d póststofunni er óíitgengin peninga- sending (póstdvtsan) frá Winnipeg í Ameríku til Guðrúnar Gísladóttur i Reykjavík. Keykjavíkurpóststofu, 15. maí 1889. O Finsen. BRÚNIí HESTUR, vetrara-frakaður, aljárnað- ur með skaflaskeifum, mark; stýft hægra, biti fr stýft vinstra, biti apt., tapaðist hjeðan nálægt miðjum einmánuði; hann var keyptur að norðan í fyrra vor. Hvorn sem hitta kynni þennan hest, bið eg hann verði hirtur og mjer sendur mót borgun. Hofi í Garði 10. maí 1889. Einar Jónsson. Capt. JOHN COGHILL, sem er kominn hingað til lands fyrir nokkru, kaupir í sumar hross og sauðfjenað víðsvegar um land eins og að und- anförnu. V ífimn 1 Að jeg hefi fengið í hendur hr. » 111 iltlUl kaupmanni P. J. Thorsteinsson á Bíldudal einkasölu á mínum góðkunnu vínum og áfengum drykkjum á Bíldudal og nálæg- um hjeruðum, gerist hjer með kunnugt heiðr- uðum almenningi. Peter Buch. Halmtorv. 8. Kjöbenhavn. þar eð sýslan yflrkennarans við barnaskót- ann á Eyrarbakka er nú laus, verða þeir sem vilja sœkja um það starf, að hafa sent bónar- hrjef sín þar að lútandi til skólanefndarinnar fyrir lok næstk. júlím. Kennslutíminn er að minnsta kosti 5 mán- uðir ár hvert, eða frá 1. oktbr. til febr.mán,- loka; samt getur skeð, að kennslan byrji í miðjum septbr.mdn., og verði þannig 5\ mdn. Laun kennarans eru 60 kr. iim mdnuðinn, en sjálfur sjer hann sjer fyrir fœði og hús- næði. Kennarinn verður að hafa leyst af hendi burtfararpróf við latínuskólann eða realskóla. Eyrarbakka, 13. mai 1889. Skólanefndin. Almanak Þjóðvinafjelagsins 1889 er til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. i—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. i—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Maf Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt. ánóttu|um hád. fm. em. fm em. Ld. 11. + 91 +12. 754 4 76^.0 A h d Sa hv d Sd. 12. + 7 I + 9 764.5 767.1 O d Sa h d Md, 13. + 9 I +15 769.6 769.6 Sa O b f>d. 14. + 4 +10 769.6 769.6 O b O b Mvd.15. + 3 1 769.6 O b Undanfarna daga hefur verið staðviðri og blíðasta sumarveður; mánudagin var hjer óvenjulega hlýtt, nfl. 15 stiga hiti um hádegi. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phd. Prentsmiðja ísafoldar. an og þorði ekki annað en halda áfram að skrifa: «Jeg ljet stela barninu. Jeg þóttist hafa gjört það kænlega, en hún rakti glæpinn þangað til, að öll bönd bárust að mjer. Hún kom og bar það á mig. Jeg varð svo ótta- slegin, er jeg sá að jeg mátti eigi dyljast, að jeg gaf henni inn eitur. Fólk hjelt að hún hefði misst vitið af harmi og söknuði eptir barnið sitt, og fyrirfarið sjer af því. Jeg ein vissi hinn voðalega sannleika. Faðir hennar fjekk eigi borið harm sinn eptir dóttur sína; hann tók sótt og andaðist. Hann hafði lát- ið gjöra leit eptír barninu og haldið því á- fram til síns dánardægurs. Hann hafði þá trú, að barnið væri á lífi, og arfleiddi það að öllum eigum sínum og niðja þess um aldur og æfi. Jeg gróf arfleiðsluskrána undir trje í garðinum, og bjó sjálf til aðra arfleiðsluskrá í manns míns nafni, þar sem mjer voru á- nafnaðar allar eignirnar um mína daga. Jeg lifði svo í allsnægtum og góðu gengi það sem eptir var æfinnar, þar til er dauðinn kippti mjer burtu snögglega; eptir það gengu eignir manns míns til útarfa hans. Ekki spurðist neitt til barnsins, sem hafði verið. stolið; en drengurinn lifði samt og kvæntist síðar meir, og dóttir hans þrælar nú fyrir daglegu brauði — dóttir hans, sem er rjettur eigandi alls þess, sem þú, John Thunder, ert nú kallaður eigandi að. Jeg segi þjer frá þessu til þess, að þú getir tekið þjer fyrir hendur að leita uppi stúlku þessa, sem svo rangt er gjört til, og sleppt við hana því, sem þú ert ólöglegur eigandi að. Undir þrítugasta trjenu á árbakkanum neðst í garðinum muntu finna hina rjettu arfleiðsluskrá Lúkasar Thunders riddara. þegar þú ert búinn að finna hana og lesa, þá gerðu það sem rjett er, ef þú vilt sálu þinni vel. Til þess að þú þekkir barnabarn Maríu Thunders, þegar þú finnur það, muntu sjá svipinn hennar —». Nú dimmdi og gat jeg naumast lesið síð- ustu orðin. Ljósin dofnuðu öll og hurfu að lokum, og varð almyrkt, nema á einu petti á veggnum beint á móti mjer. Á þann blett bar skíra birtu og þó mjúklega. Brátt sá jeg bera í vegginn þar einhvern svip, óglöggan fyrst í stað, en hann skírðist smátt og smátt og varð loks að mannlegri mynd í fullu líki. það var ung stúlka, dökk-klædd og viðhafnar- laust, bjartleit og broshýr, með glóbjart hár, er var brugðið í lausa ‘fljettu yfir enninu. Hún hefði getað verið tvíburi við stúlkuna fölleitu, er jeg hafði sjeð lúta ofan yfir barns- vögguna tveim nótturn áður, en hraustari út- lits en hún, og glaðlegri og blómlegri. þeg- ar jeg var búinn að horfa á haná stund- arkorn, leið sýnin burtu smátt og smátt, eins og hún kom; síðasta glætan hvarf af veggn- um, og jeg var aptur staddur í kolsvarta- myrkri. Jeg var eins og agndofa fyrst í stað eptir þessi sviplegu umskipti, og beið þess í einhverri leiðslu, að birtan kæmi aptur og svipirnir; en það varð ekki. Augun vöndust smámsaman við dimmuna, og sá jeg glampa í heiðan himininn bak við glugga- kytruna, sem jeg hafði skilið eptir opinn. Jeg gat brátt greint skrifborðið rjett hjá mjer, og hirti jeg brjefsneplana, sem lágu á því. Síðan fetaði jeg mig út að glugganum. Jeg sá roða fyrir degi þegar jeg var að klifra niður stigann, og þakkaði guði, er jeg andaði enn á ný að mjer hressandi morgunlopti og heyrði fjörugt fugla- kvak og hanagal.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.