Ísafold - 07.09.1889, Síða 2
286
og þar af leiðandi óhjákvæmileg fljótvirkni,
ef eigi hroðvirkni í afgreiðslu málanna helzt
við þangað til vjer fáum innlenda stjóm.
|>ar liggja hinar dýpri rætur að þessu ólagi.
það stafar af því langmest, að þingið nýtur
svo lítils og ófullkomins liðs af hinni útlendu,
ókunnugu stjórn, sem við lagasmíðið fæst
annars vegar.
f"það er stjórnin, sem á að rjettu lagi að
vinna mestallt, sem vinna þarf að lagasmíð-
inni. Hún á að vera og getur verið skip-
uð hinum færustu mönnum til slíkrar vinnu,
bæði fyrir þekkingar sakir og annara hæfileg-
leika. Hún getur haft allan tímann út gefinn
við það, jöfnum höndum við framkvæmdþeirra
laga, sem þegar eru til orðin. þingmenn
verða að hlaupa að þessu »frá orfinu» örstutt-
an tíma annaðhvort ár. þeir ættu að rjettu
lagi lítið annað að þurfa að gera en að segja
af eða á, hvort þeim líkar eða líkar ekki það,
sem stjórnin hefir búið til. Hún á að hafa
fyrir því bæði að undirbúa frumvörpin, og að
laga þau síðar svo, að þingmenn vilji aðhyll-
ast þau, ef þess er kostur, og ekki tekst að
færa þeim heim sanninn um, að aðfinnslur
þeirra sjeu eigi á rökum byggðar. þetta er
stjórnarinnar rjetta ætlunarverk. Vilji hún
ekki eða geti hún ekki leyst það af hendi, þá
hefir hún ekkert að gera með að sitja í valda-
sessinum. þetta er sú meginregla, sem þing-
ræðið byggist á, og hún skapast sjálfkrafa,
þar sem hvorutveggja, þing og stjórn, skilur
rjett sína stöðu. Er þá annaðhvort, að stjórn-
in verður ekki annað en nefnd úr þinginu
sjálfu, itrval af hinum færustu, reyndustu og
greindustu þingmönnum, eins og segja má að
eigi sjer stað þar, sem þjóðhöfðinginn velur
sjer ráðanauta beinlínis úr þingliðinu, þá helzt,
sem þar kveður mest að. Eða þá, að stjórn-
in er skipuð þeim mönnum, þótt utan þings
sjeu, sem þjóð og þing ber gott traust til, og
hafa góð tök og góðan vilja á samvinnu við
þingið.
það er engin von, að hver sljettur og rjett-
ur þingmaður sje þess megnugur, að koma
því í góðan lagabúning, sem hann kann að
bera fyrir brjósti. þó að nefnd á þingi sjeu
fengnir í hendur jbil umbóta vanmetagripir
þeir, er hinir og þessir eru að burðast með,
þá brestur slíkar nefndir alveg tíma, þó ekki
væri annað, til að rannsaka og íhuga svo
málið, sem við þarf, ef þar á að komast almenni-
leg lögun á, og því síður geta aðrir þingmenn
fengizt við það til neinnar hlítar.
Sú stjórn aptur á móti, sem er þjóðinni
samlend og innlífuð öllum hennar hag, hún
fer þegar fyrir fram nærri um, hvað helzt
vanhagar um til umbóta í löggjöf landsins og
telur sjer skylt að taka það að sjer til ræki-
legs undirbúnings og meðferðar alla Iagasetn-
ingarleiðina í gegn frá upphafi til enda. þar með
fylgir svo hitt, að þegar stjórn landsins gjör-
ir sig kunna að elju og áhuga við slík störf,
þá varpa menn eðlilega sinni áhyggju upp á
hana til þeirra hluta, og fá hana eða fela
henni á hendur að taka að sjer til flutnings
það sem þeir óska eptir. J>á, og þá fyrst,
verður frumkvæði einstakra þingmanna á
þinginu sjálfu óþarft að miklu leyti, þótt það
hverfi engan veginn og eigi alls eigi að hverfa
með öllu.
Yegurinn, eini vegurinn til þessa er, að fá
innlenda stjórn með ábyrgð fyrir þinginu.
þetta er því eitt af mörgu, sem sýnir á-
þreifanlega, hver nauðsyn er á stjórnarbót
þeirri, sem alþingi er að berjast fyrir.
Patreksfirði 29. ágúst. Veðrátta hefir,
það sem liðið er af slættinum, verið hin á-
kjósanlegasta, að heita má sífelld blíðviðri,
deyfa eða smágerð rigning við og við, en þurk-
ur allt af í millí, hitar í meira lagi, allt að
12, 13, 14 og 15°E. í skugga um hádegi. í
dag er þó fremur kalt, 5° hiti um hádegi,
enda hvasst norðvestan, með allmikilli rign-
ingu undir hádegi, og brim æði-mikið til sjáv-
ar. Annars hafa vindar verið allt að þessu
jafnaðarlega hægir, opt logn.
Grasvöxtur í bezta lagi allvíðast á túnum
og þurlendum engjum, og nýting ágæt allt til
þe8sa. Lítur því út fyrir, að heyskapur verði
almennt í mesta og bezta lagi, haldist líkt
tíðarfar og verið hefir.
jpeir, sem því gátu sinnt fyrir öðrum önn-
um, hafa aflað vel fram eptir sumrinu ; en
nrt mun lítið eða ekkert fást, þótt réynt sje.
I Tálknafirði veit jeg til, að 3 menn á bát
hafa aflað 2000 síðan með sláttarbyrjun inni í
firði, og hjer inni í firði var einnig góður afli
fram yfir túnaslátt. En sárfáir gátu gefið sig
við, að nota það. þilskipin öfluðtrvípjög lítið
í síðustu útilegu sinni, og sum þeirra eða flest
verður víst farið að setja upp.
Verðlag á vörum mun nú vera hjer um bil
víst þetta : grjón 23 kr. tn. (200 pd.), rúgur
15 kr., mjöl 17 kr., kaffi llklega 1 kr., kandís
líkl. 35 a.(?). Af innlendri vöru mun ull verða
á 70 a. og 45 a. (misl.), fiður á 70 og 35 a.
(misl.), og fiskur á 50 kr. og 40 kr. (smáf.),
smjör á 60 og 70 a. pd.».
Arnarfirði, 1. sept.: »Tíðin hefir verið
mjög góð og hagstæð í sumar, og hefir því
heyskapur gengið með bezta móti, þar sem
mannafla enn hefir ekki vantað. En Arn-
firðingar leggja meiri stund á sjóinn en land-
ið, og þess vegna eru hjer víða fáir við hey-
skap. Sumir eru nú að hœtta heyskap, til
þess að byrja haustróðra. Voraflinn varð
fremur lítill, og var það mest beituleysi að
kenna. Á Bíldudalsvognum hefir árlega feng-
izt töluvert af síld í beitu, en nú í vor brást
síldaraflinn því nær alveg.
þilskip þau, sem þaðan ganga á fiskiveiðar,
er nú verið að setja upp á land á Bíldudal.
J>au hafa aflað talsvert minna nú en í fyrra
sumar, og kom það til af því, að í ár hafa
þau enga síld haft, en í fyrra sumar fengu
þau næga síld. Sum af skipunum eru enn
eigi komin til uppsetningar; en þau, sem inn
eru komin, hafa aflað þetta að tölu :
María, eign P. J. Thorsteinsens kaup-
manns............................... 38,000
Katrín, eign P. J. Thorsteinsens og
Gísla Asgeirssonar á Álptamýri o. fl. 37,000
þjálfi, eign P. J. Thorsteinsens og
Gísla Oddssonar i Lokinhömrum . 26,000
Póstskipið Laura kom að vestan aptur
4. þ. m. og með því allmargir farþegar, þar
á meðal P. Fr. Eggerz frá Akureyjum með konu.
og börn búferlum hingað í bæinn ; cand. theol.
Tryde frá Khöfn, eptir talsverð ferðalög fyrir
norðan og vestan, og stórkaupm. Holger Clau-
sen frá Stykkishólmi, veikur, — báðir á leið
til Khafnar. Enn fremur Sigurður Vigfússon
fornfræðingur, úr fornmenjarannsóknarferð á
vestfjörðum.
Skipið fór aptur í morgun hjeðan tii Seyðis-
fjarðar áleiðis til Khafnar, með talsvert af
farþegum, þar á meðal til Austfjarða alþing-
ismann, hjeraðsl. porvarð Kjerulf og síra Jón
Bjarnason með konu sinni; til Khafnar: cand.
jur. Klemens Jónsson með konu sinni, dr. Val-
týr Guðmundsson með konu sinni, læknaskóla-
kand. Sig. Sigurðsson, kaupm. Th. Thor-
steinsson og D. Petersen, stúdentarnir Bjarni
Sæmundsson, Jóh. Jóhannesson, Oddur
Gíslason, Vilhjálmur Jónsson og þorlákur
Jónsson o. fl.
Hval fjekk þilskip frá Svefneyjum áBreiða-
firði, eign nokkurra Eyhreppinga, í hlutarbót
á innsiglingu mn flóann seint í f. mán., fer-
tugan (40 álnir) milli skurða, nýrifinn til bana
af háhyrningum. Eormaður á skipinu var
Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson. Hjeldu
skipverjar sig fyrst hafa sjeð bát á hvolfi,
um nótt, en fundu, er þeir hugðu betur að,
að þetta var hvalur, festu sig við bann, og
fengu komið honum inn í Svefneyjar, við ill-
an leik. Skipið hafði aflað yfir 50,000 fiskjar í
sumar.
Dómkirkjuprests-málið. Safnáðar-
fundurinn út af því í Good-Templara-húsinu
hjer í bænum í fyrra kvöld var all-fjölsóttur,
nál. 200 manns, þgr af um 150 atkvæðis-
bærir. Hinn setti dómkirkjuprestur, síra þórh.
Bjarnarson prestaskólakennari, stýrði fundin-
um. Var þar, eptir litlar umræður, samþykkt
í einu hljóði sYo-Játandi fundarályktun:
»Fundurinn lýsir yfir þeirri von og því trausti
til landsstjórnarinnar, að-svo framarlega sem
hinn kjörni dómkirkjuprestur, síra Sigurður
Stefánsson, einhverra orsaka vegna eigi tek-
ur við þjónustu brauðsins, þá verði söfnuðinum
veittur aptur kostur á að neyta fullkominnar
hluttöku í veitingu brauðsins samkvæmt lög-
um 8. jan. 1886».
Stungið var upp á, að bæta við ályktunina:
»og að braúðið verði einnig auglýst laust apt-
ur». En því var álitið of aukið, með því að
ummælin um »fullkomna hluttöku .... sam-
kvæmt lögum 8. jan. 1886» fælu það að sjálf-
sögðu í sjer. Var svo viðaukatillagan tekin
aptur.
/ Fyrirlestur. síra Jón Bjarnason hjelt
fyrirlestur hjer í bænum 4. þ. m. um »ís-
lenzkan nihilismusr. andlegan svefn, afskipta-
leysi og kæruleysi í öllum efnum, er auð-
kenndi Islendinga, bæði hjer og fyrir vestan
haf. það væri eins og þeim stæði á sama
um hvað eina; þeir hugsuðu um ekkert. Að-
aluppspretta þessa kæruleysis væru mennta-
stofnanirnar í Eeykjavík,—hinn andlegi Ör-
æfajökull íslands. —Eyrirlesturinn þótti á-
heyrilegur, þótt kenningin væri hörð og harla
einræningsleg.
|>að kvað vera von á fyrirlestri þessum á
prent bráðlega. J>að verður nokkurs konar
framhald af hinum fyrra |fyrirlestri síra J.
B.: »ísland að blása upp«.