Ísafold - 15.01.1890, Síða 1
Kemuí út á intðvikudögum o»
laugardögum. Verð árgangsins
(T04 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrrfieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVII 5.
I
Reykjavík, miðvikusiaginn 15. janúar
1890.
Um
samgöngur vorar og gufuskipsmálið.
Eptir Jens Pálsson.
VI.
Tíminn krefst þess sannarlega, að í eitthvað
það sje ráðizt, og framkvæmt með samtaka
þreki og alvöru, er hrindi hag allrar þjóðar
vorrar fram um verulegt fótmál á framfara-
brautinni, og veiti tryggingu fyrir því, að hún
eigi fyrir höndum batnandi tíma, meiri vel-
megun og hagfeldari kjör. Geti menn ekki
eg vilji menn ekki sameina sig um, að koma
einhverju því til leiðar, er lypti þjóðarhagn-
um á nýtt og betra stig, og sem menn geti
bundið eða stutt við vonir sínar um betri
framtíð, þá óttast jeg, að tala þeirra, sem
íara af landi burtu, verði æ voðalegri og er
hún þó allgeigvænieg orðin árlega, ekki sizt
síðastliðið ár, sem verið mun hafa eitt liið
bezta, sem sögur fara af, bæði til lauds og
sjáfar.
Að verða samhuga um livað þetta cittlivað
•eigi að vera, er skilyrðið fyrir því, að það
verði gjört. Eitt er víst, að geti menn komið
sjer satnari um það, hvað allranauðsynlegast
er að framkvæma, landi og þjóð til viðreisn-
ar, þá er þetta eitthvað þar með fundið, og
enginn efi á, að það er það, sem framkvæma
á af allri orku.
Jeg held að þeita eitthvað só einmitt það,
að breyta innanlands-samgöngum vorum í
annað og betra horf, og skrifa jeg undir það
sem merkur útlendingur sagði á þjóðhátíð
vorri við nafnkunnan menntamann í Reykja-
vik, en orð hans voru á þá leið : Uið fyrsta,
sern hin íslenzka þjóð á að gera, sjer til við-
reisnar og framfara er að kotna samgöngum
sínum í annað og betra horf; hið annað, sem
hun á að gera, er að bæta samgöngurnar, og
hið þriðja, sem hún á að gera, er að bæta
samgöngurnar.
J líkum anda hafa margir vitrir og okkur
velviljaðir útlendingar við mig talað, en þó
allra manna rækilegast hinn góðkunni veg-
fræðingur N. Hovdenak, sem er óefað ágæt-
lega að sjer nm það, er að samgöngum lýtur,
og hefir grandgæfilega raansakað og íhugað,
hve heillarík áhrif hinar miklu samgöngu-
umbætur, sem gerðar hafa verið í Noregi á
hinum síðari áratugum, hafa haft á land og
þjóð.
það er eins átsæðulaust að ætla, að hinir
mörgu útlendu menn, sem hingað koma o«
um samgöngumál vort tala, hafi allir rangt
fYrir 8jer, eins og það er ástæðulaust, að
ætlast til þess, að framfarir geti þróast hjer
án hinna sömu skilyrða, 3em þær hafa þurft
á að halda hvervetna annarsstaðar; að ætl-
ast til verulegra framfara af samgöngulausri
þjóð, það er nærfellt sarna sem að heimta
kraptaverk.
J>ótt vjer getuni lagt fyrir alla þjóðmegun-
arfræðinga heimsins þá spurningu, hvort
samgöngulaust land geti tekið verulegum og
eðlilegum framförum, eða hvort þjóð, sem
sætir öðrum eins samgöngukjörum, eius og
Vjer sætum til þessa dags, geti tekið þrifum,
orðið megandi og náð andlegri og líkamlegri
vellíðun, —-þá mundu þeir allir svara einum
rómi: ómögulegt.— Að þessari niðurstöðu mun
öll rannsókn um þetta atriði leiða.
En hitt er það, sem íhuga þarf og ranu-
saka, hvernig vjer eigum að bæta samgöngur
vorar svo, að samgönguleysið hepti ekki leng-
ur og hindri nálega allar verklegar framfarir.
Um þetta ætti hvert mannsbara á landinu
að hugsa með alvarlegasta áhuga, og reyna
til að komast á ákveðna skoðun um það.
Skoðun mína skal jeg láta í Ijósi í næstu
blöðurn.
i- Bogi P. Pjetursbon
hjeraðslæknir'.
Kveðja.
Mál er að kveðja, því komin er stund,
kveðja þig allir nú hryggir í lund.
3árt. er að missa þig, vinurinn vor !
veik eru hjörtun og þung eru spor.
Gott er að vita þig guði þó hjá,
gott er að vona þig aptur að sjá.
Kveður þig ekkjan, — þú kaldur ert nár,
kuldann ei þítt fá hin brennandi tár.
Fær hún þig aldregi framar að sjá,
finnur ei trúfasta hjartað þitt slá.
Grátandi bíður hún, burt er þú fer,
brosandi síðar hún fagna mun þjer.
Kveðja þig börnin hin kæru, svo ung, —
kraptarnir litlir, en byrðin svo þung ! —
Skjótt snerist barnanna gleðin í grát
góða þá föðurins heyrðu þau Iát.
Aptur í gleði snýst æskunnar liryggð;
eiga þau föður í ljósanna byggð.
Kveðja þig foreldrar kalda við gröf,
klökkvir nú skila þeir dýrmætri gjöf ;
harmandi skilja við hugljúfan son
hafa þó örugga, lifandi von ;
skjótt líði tíðin og stutt verði stund,
stutt þar til aptur þau hljóta þinn fund.
Kveðja þig vinirnir, vinurinn kær !
votta þjer ást sína nær bæði og fjær.
Gleymdir þú engum: þú gleymast ei skalt;
geymast skal minning þín. þökk fyrir allt.
Launi þjer vinskap þinn, trúmennsku’ og
tryggð,
tryggasti vinurinn Ijóssins í byggð.
Kveðja þig græddir, er lagðir þú lið,
líka þeir sjúltu, sem veittir þú frið.
Barðist þú einatt sem hetja við hel,
hafðir opt sigur, þvi barðist svo vel.
1) Jarðaríör hans átti að fara iram í dag.
»Sjúkur eg var og þú vitjaðir mín»,
verða mun talað í dómi til þín.
Kveður þig hjerað og heimili nú,
hvorttveggja studdir með atorku þú.
Rausnarbú trauðlega ríkara sást,
risna þín engum nje lijálpsemi brást.
l'rúðan og frægan þú gjörðir þinn garð.
Guð einn er fær um að bæta þitt skarð,
Kveðja þig allir, sem kynnzt hafa þjer,
kveðjnm þig allir með söknuði vjer.
Huggi guð alla, sem harma þig nú ;
hjálpi guð öllum, sem liðsinntir þú ;
styrki guð alla, sem stríða víð hel,
styðji guð alla, sem berjast svo vel.
i: Br.
Faxaflóafiskur og vestfirzkur fiskur.
Til þess nú að vauda fisk sinn svo sem
framast er auðið, þá þyrfti að liafa alrnenn
samtök í því skyni.
1. Fyrsta skilyrðið er, að kaupmenn við
Faxaflóa hætti allri blautfiskstöku ; því
eins og fisknrinn optara kemur fyrir, þá
er hann er lagður inn blautur, er hann í
því ásigkomulagi, að úr honum verður
vart gjörð góð vara, því hann er optast
fluttur til kaupmanna í pokum, og kremst
svo á leiðinni; þar að auki er sumt af
honum illa flatt. þ>ó að kaupmenn þvoi
þennan fisk eptir að hann er kominn til
þeirra, þá stoðar það lítið; því inest af
honum er orðið svo krarnið og skemmt,
og því ekki hægt að ná úr honum blóði
því, er annars mætti vel.—Enn þá verra
er, að leggja inn fisk úr salti, því hann
getur aldrei fengið rjettan fisklit. Hann
verður aldrei öðru vísi en gulur.
2. Allan þann fisk, er fiskimenn salta sjálfir
og verka, ætti að þvo í hreinum sjó
undir eins og búið er að tíetja hann (sjá
grein G. G. í Landakoti í ísafold 2. jan-
úar 1889).
3. þegar fiskurinn er tekinn úr salti, ætti
helzt að skera úr honum alla beingarða,
blóðdálka og svörtu himnuna úr þunnild-
inu; það kalla sjómenn að plokka fisk-
inn. .
4. Mjög er áríðandi, að þvo fiskinn vandlega
úr hreinum sjó, eins og bent er á í Isa-
fold 8. þ. m., en alls ekki upp úr ilátum,
sem sjaldan er skipt um í.
5. Flestir þekkja, að vel þarf að pressa og
þurka fiskinn, og því er óþarfi að tala
nm það hjer að þessu sinni. Reglur
fyrir því er hægt að láta almenningi í
tje, ef þess er óskað eða þurfa þykir.
6. Loks ríður á, að geyma fiskinn í góðu
húsnæði, eptir að hann er fullverkaður,
eins og nýlega hefir verið tekið fram.
Ef þessum reglum væri hlýtt, þá mundi
sunnlenzki fiskurinn vissulega seljast jafnt
hinum vestfirzka ; og er vonandi, að menn