Ísafold - 15.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.03.1890, Blaðsíða 1
Kemui út a miovikudögum otl laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 ki.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn i.skritieg) bundm vio áramót. ógild nema komin ?je til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 22. Reykjavík, laugardaginn 15. marz. 1890. Nýir kaupendur að þ. á ÍSAFOLD eru beðnir afsökunar á þvi, þótt þeir fái eigi fyrst um sinn fyrstu 10 blöðin af ár- ganginum, —ekki fyr en ef það lánast að kaupa þau inn aptur handa þeim, fyrir marg- fait verð. Upplagið er sem sje löngu þrot- ið. þeir hefðu allir getað fengið blaðið frá nýjári, ef þeir hefðu eigi of margir dregið fram yfir nýjár að gefa sig fram. Hentugast verður fyrir þá, sem enn vilja ná kaupum á blaðinu þ. á., að panta það frá 1. apríl næstkom. þeir fá blaðið samt meiri part ársins, 78 blöð, fyrir aö eins 3 kr., en það eru helmingi betri l>laða- kaup en kostur er á annars hjer á landi, og fá þÓ i kaupbæti hið ágæta, einkarvinsæla Sögusafn ísafoldar 1889, meðan það endist. Gleymi menn nú eigi að gefa sig fram i tæka tið! Parnell og stjórnarbarátta íra. Parnell hjelt í vetur rjett fyrir jólin mál- fund í borginni Nottingham á Englandi. Eundarsalurinn tók 4000 manna, en fjöldi manns varð þó frá að hverfa og komst ekki inn, þeirra er langaði til að heyra hinn mikla skörung tala. Hann talar hægt og stillt, og ekki liggur honum hátt rómur, en þó heyrðist hvert orð sem hann sagði um allan hinn mikla fundarsal. «pað er nokkurn veginn kyrrt á lrlandi sem stenduri), mælti hánn ; «en rangt væri að skilja þessa kyrrð sem vott þess, að írar sjeu ánægðir. Gremja og heipt hinnar írsku þjóðar út af atferli Torymanna-stjórnarinnar hefir þvert á móti aukizt um allan helming núna þrjú árin síðustu, er ofbeldisstjórn þeirra hefir staðið. Að samt sem áður er kyrrð og spekt á Irlandi, það er engan veginn að þakka hínni «öflugu» stjórn herra Balfours (írlaudsráðgjafans); nei, sómann fyrir það á eingöngu frjálslyndi flokkurinn enski og hinn mikli foringi þess, Gladstone, sem hikaði sjer eigi við 1886 að leggja völd sín og ríki í sölurnar um mörg ár og ganga út í hinn snarpasta bardaga fyrir hinn rjettláta málstað Jrlands. (Eagnaðaróp). pessi fagra liðsemd af hálfu frjálslynda iiokksins hefir fyllt íra von og trausti, og styrkt trú þeirra á því, að þeim niuni sigurs auðið á löglegan hátt og friðsamlegan. Hin írska þjóð hefir nú þá öruggu og óbifanlegu sannfæringu, að Gladstone muni komast til valda aptur áður langt um líður og veita þá írlandi hið sárþreyða sjálfsforræði. Að minni hyggju er enginn efi á því, að lausn Jrlauds undan langvinnri áþján muni um ókomnar aldir talin með hinum mestu og fegurstu afreksverkum frelsismanna á Eng- landi. Vjer teljum oss af vorri hálfu mikinn veg og sóma að því, að geta unuið saman við yður svo sem góða og göfuga lagsmenn; vjer vitum það glöggt, að þar sem vjer veit- um yður lið, þá hjálpum vjer þar með voru landi«. Hann kvað frelsismenn á Englamli mega reiða sig á það, að írar mundu eigi reynast þeim óþakklátir. pjóðin írska mundi, þegar hún væri búin að fá rjett til að stjórna sín- um innlendu málum, eigi nota tímann til að brugga samsærisráð gegn bræðraþjóð sinni, heldur þvert á móti leggja alla stund á að halda uppi veg og gengi Bretaveldis eptir beztu föngum. Parnell lauk máli sínu á þessa leið: npjer munuð fá ríkulega umbun viðleitni yðar á að koma á friði og reglu og velgengni á írlandi. pjer eignist þar bræðraþjóð, sem ber eigi framar fjandsamlegan hug til yðar, heldur telur sjer skylt að berjast fyrir yðar hagsmunum hvervetua þar, sem merki Eng- lauds er fram borið. pegar írskir hermenn hníga að velli í orustum með yður, munu þeir skilja við heiminn með þeirri meðvit- und, að konur þeirra og börn lifi í frjálsu og farsælu landi, sem sje vel til vinnandi að berjast fyrir og falla«. (Langvinn fagnaðaróp). »pað er örugg sannfæring mín, að þess muni eigi langt að bíða, að stjórnarbótamál- ið írska hljóti æskileg úrslit. Kosningarnar 1886 komu of snögglega og flatt upp á yður; þjer höfðuð eigi tíma til að átta yður og hugleiða alla málavexti. En á því tímabili, sem síð- an er liðið, hefir mikil breyting á orðið. Nú er yður fullkunnugt orðið, hvernig í írska málinu liggur, og hvað það er, sem Irar fara fram á. pað sem oss vantar nú, er ekki nema tækifæri til að sýna og sanna, hvað mikið vjer eigum undir oss; en að öðru leyti er það engan veginn svo mjög áríðandi, að hafa fram með harðri hendi þiugrof — neðri málstofunnar — hið allra fyrsta. Langi mót- stöðumenn vora til að halda öllu í sama horfi 2—3 ár enn, þá er þeim það meira en velkomið vor vegna. pað verður þeim sjálf- urn verst. Vjer erum fyrir vort leyti viðbún- ir að láta til skarar skríða hvenær sem vill. Enginn vafi getur á því leikið, hver leikslok muni verða, er vjer göngum fram með fylktu liði undir óviðjafnanlegri forustu vors aldraða, fræga og sigursæla höfðingja, — Gladstones«. (Óstöðvandi fagnaðaróp). Jafnskjótt sem Parnell hafði lokið máli sínu, bar Arnold Morley, nafnkenndur þing- maður, fram ávarpstillögu, þar sem Parnell voru tjáðar beztu þakkir fyrir komu hans til Nottingham og samfagnaður yfir sigri hans í málinu við blaðið Times, og því lýst yfir, að allir frjálslyndir kjósendur í Notting- ham mundu sem einn maður styðja hinn réttláta málsveg írlands við næstu þingkosn- ingar. Avarp þetta var samþykkt í einu hljóði og fundi slitið með algleymings-fagnaðar- látum við Parnell. Sameining þriggja sókna og niður- lagning tveggja kirkna. — Eptir ósk hlutaðeigandi sóknarnefnda og löglegri álykt- un hjeraðsfundarins í Eangárvallaprófasts- dæmi 20. dag sept. f. á hefir landshöfðingi 12. þ. m. samkvæmt tillögum biskups og að fengnum yfirlýsingum frá eigendum Steina- kirkju og Skógakirkju í Eyvindarhóla presta- kalli, með skýrskotun til 4. greinar í lögum nr. 3, 27. febr. 1880, lagt samþykki sitt á, 1. að kirkjurnar á Steinum og Skóguin í of- annefndu prestakalli verði lagðar niður þannig : 2. að sóknirnar sameinist Eyvindarhólasókn, og byggð verði á Eyvindarhólum ný khkja fyrir hina þannig sameinuðu Eyvindarhóla- sókn og tilfalli þeirri kirkju tekjur þær, er áður hafa tilfallið Steinakirkju og Skóga- kirkju. 3. að skuldir Steinakirkju og Skógakirkju til eigenda þeirra falli niður, og eigendur Steina- kirkju leggi fram kostnað allan að þriðj- ungi til byggingar hinni fyrirhuguðu stækk- uðu Eyvindarhólakirkju, eu eigendur Skóga- kirkju leggi til 300—þrjú hundruð—krónur. 4. að skrúði og áhöld (ornamenta et instru- menta) Steinakirkju og Skógakirkju hverá til Eyviudarhólakirkju, nema hin minni kirkjuklukka í Skógum, er fylgja skal graf- reitnum þar. 5. að rjettur sóknarprestsins að Eyvindarhól- um til prestsinötu af Steiuum og Skógum haldist óbreyttur. 6. Jörðunum Steinum og Skógum halda eig- endur að óskertum rjettinduni þeirra, hlunnindum öllum og ínytjum til fjalls og fjöru. (Stj.tíð.). Fiskifrjettir hafa ekki borizt sunnan að frá því síðast. Hvernig fiskigangan hagaði sjer í fyrra, má sjá a eptirfarandi skýrslu t'ra dr. J. Jónassen, sem allra manna fróðastur í þeim efnum : »1 fyrra reyndu þrennir hjer 13. marz og fjekk einn 12 á skip ; hinir urðu ekki lífs var- ir; hinn 12. fengu Akurnesingar 7 í hlut áf vænum þorski, og 13. Jfiskuðu Alptnesingar dáJítið á Bollasviði. Hinn 20. marz reyndu hjer nokkrir aptur, en urðu ekki líís varir, að einum undanteknum, er fekk 8 í hlut. Um það leyti fiskuðu Alptnesiugar á Bollasviði. 4. apríl voru menn hjer ekkert famir að fiska, en sóttu fisk daglega suður í Garðsjó og komu hlaðnir, allt á lóð; það var 10. aprtl, sem var fyrsti dagur, . er hjer fiskaðist; þá reri hjer einn og fjekk 12 í hlut af þorski; 12. apríl fiskaðist hjer ágætlega vestur á vestri-brún». Barðastrandarsýslu vestanv. 19. febr.: Sama harðindatíðin hjelzt þangað til þessa daga, en nú er komin hagstæðasta þiða, -+- 5°B. Hagar komnir upp í gær. Veðrið oiðið stillt og blítt, eptir hina langvinnu rosa, sem enduðu með byljum aunan daginn, en blot- um á milli ; en ávallt var frostið jafnvægt. A sumum útbeitarjörðum var farið að verða þröngt um hey, en á gjafajörðum mundu flestir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.