Ísafold - 19.04.1890, Síða 3

Ísafold - 19.04.1890, Síða 3
Kaupflelag Reykjavíkur. Nokkrir em- bættismenn og borgarar í Reykjavfk, þeir er vanir eru að kaupa nauðsynjar sínar fyrir peninga, hafa ió. þ. m. sett á stofn fjelag, er nefnist „Kaupfjelag Reykjavík- ur“, með þeim tilgangi, eins og segir í samþykkt fjelagsins, „að útvega sjer fyrir peningaborgun út i hönd svo góð kaup, sem unnt er, á útlendum nauðsynjavör- um, svo sem öllum matvælum, kryddjurt- um, kolum, steinolíu, helzt hjá kaupmönn- um, sem reka hjer fasta verzlun, og enn fremur af innlendum vörum á smjöri og sauðum á fæti eða kjöti“. „Fjelagsmenn greiða í kaupsjóð fjelags- ins ákveðið tillag á mánuði hverjum, eptir ráðgjörðum kaupum sínum á árinu, sam- kvæmt nánari ákvörðun fjelagsstjórnar- innar“. Minnsta tillag er 15 kr. á mán- uði hverjum eða 180 kr. á ári. Fjelag þetta er að því leyti frábrugðið algengum pöntunarfjelögum, að hjer er ætlazt til, að einhver kaupmaður.sem rekur hjer fasta verzlun, hafi allan veg og vanda, ábyrgð og fyrirhöfn á útvegun og útbýting hins útlenda varnings, en fjelagsstjórnin, sem vinnur ókeypis, gjöri ekki annað en segja til, hverjar og hversu miklar vörur fjelagsmenn vilja fá, og stendur fyrir inn- heimtu andvirðisins frá fjelagsmönnum og skilum í hendur á kaupmanni. J>að er peningagjaldið, sem gerir þetta fyrirkomu- lag svo hægt. |>að er og nær eðliiegum atvinnurekstri, að þeir, sem eiga að hafa mesta þekkingu og reynslu í þeirri og þeirri atvinnugrein, og hafa á annað borð allar tilfæringar til hennar, húsakynni og vinnulið, stundi hana að öllu leyti, heldur en aðrir, hinir og þessir, sem þetta .vantar allt eða sumt. En fari svo saint sem áð- ur, að eigi takizt viðunanlegir samningar við kaupmenn, eða reynslan sýni, að þeir fullnægi eigi sanngjörnum kröfum fjelags- manna, er hugmyndin sú, að snúa kaup- fjelagi þessu upp i reglulegt pöntunarfje- lag, þ. e. með beinum viðskiptum við út- lenda markaði, ef hægt er. í stjórn fjelagsins eru þeir Sigfús Ey- mundsson (formaður), Sighvatur Bjarna- son og síra St. Thorarensen. Siglillg'. Kaupskipið Angust (G. Zoega & Co) kom hingað í morgun, hlaðið vör- um til þeirrar verzlunar, eptir 17 daga ferð frá Khöfn. Dáill 8. f. m. í Kaupmannahöfn ekkju- frú Gnðrún Brynjúlfsen, á gi. aldursári, fædd 15. júní 1799- Hún var dóttir Stefáns amtmanns þ>órarinssonar i-j- 1823) tviburi við Lárus sýslumann X horarensen á Enni (-f- 1864), en ekkja dr. philos. Gísla Brynjólfssonar á Hólmum i Reyð- arfirði, er drukknaði 1827. Var frú Guðrún þannig ekkja í 63 ár, og blind síðustu ár æfi sinnar. Hún lifði lang- lengst allra (17) barna Stefáns amtmanns. Hennar einkabarn var Gísli (Gíslason) Brynjúlfsson, kennari við háskólann í Khöfn, dáinn fyrir 2 árum. Gufuskipsfjelag Faxafióa og Vest- íjarða. Síra Jón Bjarnason í Winnipeg hefir látið það vera sitt eitt hið fyrsta verk, eptir að hann kom vestur heim til sín í vetur, að rita í «Lögberg» innilega áskorun til landa þar um að styrkja þetta fyrirtæki. Auðvitað getum vjer eigi búizt við miklum árangri af áskorun þessari. En söm er hans gerð fyrir það. Og kinnroði væri það fyrir þá hina mörgu hjer, sem geta vel styrkt fyrirtæki þetta, en vilja ekki, ýmist af ves- almannlegu vantrausti á sjálfum sjer og öðrum, eða af þaðan af verri hvötum, — kinnroði væri það fyrir þá, ef landar vorir fyrir vestan haf yrðu drengilega við áskorun síra Jóns, þótt í smáum stíl væri, þessir landar vorir, sem vjer erum margir hverjir vanir að hugsa oss eins og nokkurs konar undanvillinga, er snúið hafi baki við fóstur- jörð sinni og rofið við hana allar tryggðir, svo sem greinilega hefir og vottað fyrir í óvönduðum kveðjum þeirra í vorn garð og mjög ómildum dómum um land og þjóð, bæði almenning og einstaka menn. Sem sagt: vjer getum eigi búizt við nje ætlazt til verulegs árangurs af áminnztri á- skorun. En það er samt, hvað sem öðru líður, gleðilegt tímanna tákn, að hún hefir komið fram, það er að minnsta kosti dreng- skaparbragð af höfundi hennar. AP KAUPFJELAGSFTJNDI ÁRNESINGA, sem lialdinn var að Húsatóptum í vetur líi. janú- armán., hefir mjer írá ýmsum mönnum borizt sú frjett, að maður einn, sem jeg hirði ekki að nafn- greina, hafi á fundinum sagt svo frá, að jeg hafi í liaust, þegar jeg átti að taka á móti fje Arnes- inga, þverneitað því, að jeg vildi ábyrgjast að fje- lagið fengi sama verð fyrir sauði þá, sem jeg átti að taka á móti fyrir hönd L. Zöllners frá hr. J. 0. þorsteinssyni, og þá, sem þegar voru fluttir til Englands. Frjettaburði þessum bef jeg eigi viljað trúa um hinn ónafngreinda fundarmann, fyrir þá sök, að jeg ætla hann ekki svo óhlutvancian, að bera mjer á brýn, að jeg hafi talað það, sem jeg hef aldrei talað, og alveg var gagnstætt þvi, erjeg talaði, nje svo skyni skroppinn, að liann hafi ætl- að það eitt og hið sama, að neita ábyrgð á því, að L. Zöllner bætti Árnesingum þaun verðmun, sem yrði á sölu sauðanna hjer í Reykjavík við söluverð þeirra, sem seldir voru á Englandi. En þessa ábyrgð neitaði jeg að takast á hendur, svo sem jeg á hinn hóginn hiklaust bauðst til að ábyrsjast, að þeir fengi sama verð fyrir þá sauði, sem eptir höfðu orðið, ef þeir yrðu afhentir mjer til umsjónar, svo að jeg gæti sent þá til Skot- lands; enda hafði jeg umboð til þess, en ekki hius. Að þetta sje satt, ætla jeg að ráða megi af grein minni í „ísafold“ XVI 93. 20. nóv. 1889, bls. 371, 1. dálki, samanborinni við svar hr. J. 0. J>or- steinssonar í sama blaði 27. nóv. B. Kristj'ánsson. Æfilok Hafliða Kolbeinssonar. Hafliði Kolbeinsson átti, eins og getið er í ísa- fold síðast, eptir dómi hæstarjettar aö sitja æfi- langt í fangelsi, en fjekk þaðan lausn og kom aptur út hingað (að mig minnir) 1848 og settist að hjá þorleifi bróður sínum á Háeyri á líyrar- bakka. Hafliða var margt vel gefið ; hann var gáfumaður og góður læknir, og fyrir þá sök gekk hann eigi að útivinnu í Kaupmannahöfn, eins og alltítt var um menn í hans stöðu á þeim tímum, en í þess stað var haun öllum stundum á sjúkra- húsi fanganna til aðstoðar við lækna þeirra. í frítímum sínum hafði hann (mig minnir hann segði mjer á 18 árum) eignazt og dregið saman eitthvað um 800 rdl. Veturinn síðasta sem Hafliði lifði (1848—1849) bar 8vo til einn morgun, að formaður einn þar á Eyrarbakka, Magnús i Foki, gengur í bæinn á Háeyri, spyr porleif Kolbeinsson, hvort hann geti ekki Ijeð sjer mann til róðurs í dag, því að ein- um af hásetum sínum hafi orðið snögglega illt. porleifur kvaðst engan mann hafa. í þessu vakn- ar Hafliði og segir: „Jeg held það sje mátulegt að jeg komi. mig langar til að vita, hvort jeg er búinn að týna árarlaginu“. Við það fer Magnús. En Hafliði fer að klæða sig. Meðan hann er að þvi, segir hann við porleif bróður sinn: „J>að var kynlegur draumur, sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi, að jeg var að hlaupa upp brimgarðinn hjerna úti fyrir og þótti mjer sjórinn vera svo heitur, að hann ætlaði að brenna mig um bring- spalirnar11. Veður var gott þennan dag, hægur á útsunnan, en milli dagmála og hádegis var komið svo mikið brim við Eyrarbakka, að jeg heyrði sjávarhljóðið upp að Hjálmholti, þar sem jeg þá átti heima. í því brimi fórst Hafliði Kolbeinsson og þeir allir á skipinu með Magnúsi í Foki. Reykjavík 17/4 1890. Páll Melsteö. Leiðarvísir ísafoldar. 444. Hefir kaupmaður, sem rekur fasta verzl- un hjer á landi, heimild til að sigla inn á hvaða höfn sem hann vill, löggildar sem ólöggildar, og verzla þar, án þess að kaupa borgarabrjef fyrir hverja höfn, sem hann verzlar á? Sv.: Já, sjá lög 7. nóvember 1879, 3. gr. 445. Kaupmaður A sendir vörur að kauptúni B, og fær annan kaupmann, sem rekur þar fasta verzlun, til að geyma og útbýta vörum þessum fyrir sig. — Vörur þessar eru stöðugt afhentar við og við á 8 mánaða tímabili. Kaupmaöur A heldur víða bæði fjár- og hrossamarkaði um þær slóðir, sem kauptún B liggur í; þar tekur hann á móti borgun fyrir vörur þær, er hanu lætur af- henda í kauptúni B. J>ess skal getiö, að kaup- maður A rekur hvergi fasta verzlun hjer á landi, og mun þannig að líkindum hvergi borga opinber ^ arjöld, sem af fastri verzlun leiðir. — Er kaup- maður þessi skyldur að kaupa borgarabrjef fyrir þann stað, sem hann vorzlar með þessar vörur sínar (nfl. kauptún B?) — og er hann skyldur að greiða sveitarútsvar þar og jafnframt önnur gjöld, svo sem tekjuskatt o. s. frv. ? Sv.: Já (við báðum spurningunum), ef svo er sem spyrjandi hermir, að A verzlar eingöngu undir sínu nafni o. s. frv. 446. Osjálfbjarga faðir er fluttur á son sinn, sem býr við allgóð efni í annari sveit — til! framfærslu, en hann (son.) neitar að veita honum móttöku af þeim ástæðum, að kona sín sje geðveik, svo að hún og faðir sinn. geti ekki saman verið, hreppsnefndin í fram- færsluhreppi karlsins hljóti að sjá honum fyrir verustað, hann skuli gefa með honum, og fær sýslumanus úrskurð, að þetta skuli svo vera, og flytur karlinn aptur á hreppsnefndaroddvitann, sem lætur sjer það lynda. Var þetta lögum sam- kvæmt? Eða geta ekki likar afsakanir gilt, þegar hreppsnefnd setur einhverjum búanda í sveitinni niðursetu án hans vilja og samþykkis ? Sv.: J>að er lögum samkvæmt. Jafngóðar af- sakanir (sjerstaklegar heimilisástæður) geta einnig gilt endranær, eptir yfirvaldsúrskurði. 447. Er almúgamönnum, sem stunda barnakennslu í sveitum tíma og tfma að vetrinum, eptir því sem þeir geta fengið þá atviunu, heimilt að vera lausa- menn, án þess að kaupa sjer lausamannsbijef? Sv.: Nei. 448. Verður komið nokkurri ábyrgð á hendur

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.