Ísafold - 30.04.1890, Síða 2
136
fullkomnu stjórnarsníði vera svo og svo
mikið fjölmenni, auðlegð o. fl. pað er
og vitaskuld. að flest lönd fullnægja þvi
skilyrði betur en ísland. En nóg dæmi
má nefna því til sönnunar, að stjórnvitr-
ingar í öðrum löndum fara engan veginn
eptir því; þeir hafa ekki þá kreddu, að
þjóð megi með engu móti hafa stjórn
með altíðkanlegu sniði, því sniði, er bezt
hefir gefizt, að vitni reynslunnar, nema
hún sje svo og svo fjölmenn og auðug
m. m. í ritgjörð Páls Briem í Andvara,
sem fyr er nefnd, er þess getið, að í
British Columbia, einu fylkinu í Canada-
veldi, voru, þegar síðast var talið, tæpar
50 þús. íbúa, og þó hafði það þá 36
þingmenn, alveg eins og vjer, og lands-
stjóra með 4 ráðgjöfum. En nú er þess
að gæta um allar ensku nýlendurnar t. a.
m., að þar er sama tunga töluð víðast
eða að miklu leyti eins og í heimaríkinu
(í sumum Kanadaríkjunum mest franska),
og meginþorri landsmanna sömu þjóðar
og í heimaríkinu; en það skilur oss
hvorutveggja frá voru heimaríki, auk
fjarlægðarinnar, og veldur því, að oss er
hálfu meiri þörf á fráskilinni stjórn held-
ur en þeim nokkurn tíma.
Vald og ábyrgð eiga að fara saman,
en ábyrgðin verður hálfu áhrifameiri, ef
sá, sem hana hefir, stendur augliti til
auglitis við hina, er hann á að ábyrgjast
gjörðir sínar fyrir. f>ær samvistir leiða
jafnframt til heillavænlegrar samvinnu, ef
allt fer skaplega. petta er undirstaða
þeirrar rótföstu skoðunar frjálslyndra
stjórnvitringa nú á tímum, að þing og
stjórn eigi að vera saman og vinna sam-
an augliti til auglitis, að svo miklu leyti
sem störfum hagar þannig, að því verði
við komið. þ>ess vegna var það t. d.,
sem Norðmenn voru eigi ánægðir, fyr en
þeir höfðu það fram 1884, eptir 70 ár frá
því þeir fengu sína stjórnarbót, að ráð-
gjafarnir mættu á þingi.
Eigi annarleg þjóð hlut að máli og í
miklum fjarska.bætist það enn við, er mestu
máli skiptir: að að öðru jöfnu hafa samlend-
ir menn meiri mcítt og meiri vilja til að
vinna þjóðinni gagn í stjórnarsessi heldur
en erlendir. Máttinn hafa þeir meiri
vegna kunnugleikans og hins nána
sambands við landa sína ; viljann meiri
vegna innilegra ræktarþels við sína þjóð
en aðrar þjóðir.
f>að væri mjög svo rangt að ímynda
sjer, að manni þeim, er stjórnarábyrgð hefir
haft i íslenzkum málum nær alla tíð síðan
vjer fengum stjórnarbót, sje varnað bæði
vits og vilja til að verða oss að liði í
sinni stöðu, þótt erlendur sje, eða að hann
sje þessu landi miður vel viljaður. En
hitt mun engum dyljast, að annar eins
maður og hann samlendur og f stöðugri
samvinnu við þingið mundi hafa haft miklu
meiri mátt (þekk.ingu) og sýnt miklu meiri
áhuga á að láta gott af sjer leiða fyrir
landið. þ>etta hlýtur svo að vera; það er
áskapað eðli manns.
■ Tökura til dæmis annan eins ágætis-
mann og stjórnskörunginn Gladstone.
JÆundi hann hafa haft annan eins mátt
og viljá til að láta gott af sjer leiða fyrir
Canada t. d., ef kann hefði verið ráð-
gjafi fyrir það land í I.undúnum, eins og
hann hefir gjört fyrir England um dag-
ana, eða eins og hann hefði gjört fyrir
Canada, ef hann hefði verið þar sam-
lendur ?
Fjarlægðin, samvinnuleysið, ókunnug-
leikinn, óskyldleikinn í hugsunarhætti og
skoðunúm elur tortryggni, opt á báðar
hliðar, sjálfsþótta, sjervizku. Sam-
vinnan laðar, mýkir, fjörgar, ef allt fer
skaplega.
Samlendur þarf sá eða þeir menn að
yera, ef vel á að fara, er stjórnarvöldin
hafa og ábyrgðina, samlendir að staðaldri
og samrýndir landi og þjóð, þola með
henni blítt og strítt, vita af sjálfs sfn raun,
hvað högum hennar líður. þ>ví er það
ekki nema ný bót á gamalt fat, og hún
lítt nýt, sem komið hefir verið upp með,
að danskur ráðgjafi í Khöfn skryppi
hingað til þings annaðhvort ár. Eða
mundi Canadamönnum eða öðrum ný-
lenduríkjum Breta þykja sjer borgið með
því, ef þeir fengju í stað samlendrar
ráðgjafastjórnar slíkan ferðamann til sín
frá Lundúnum snöggvast 4. hvert missiri?
Og þó skilur það með þeim og oss, að
höfðinginn frá Lundúnum væri sömu
þjóðar og mælti á sömu tungu og þeir,
en með danska ráðgjafanum frá Khöfn
og oss hvorugt sameiginlegt, hvorki
tunga nje þjóðerni.
í stuttu máli: jarl viljum vjer hafa og
ráðgjafa honum við hlið með ábyrgð fyrir
alþingi, ekki af fordild, heldur af nauð-
syn, — þeirri nauðsyn, að hafa fráskilda
stjórn heimaríkinu og oss samlenda í
vorum sjerstöku málum, en því nafni get-
ur hún eigi heitið með öðru lagi, í sam-
bandi við löggjafarþing það, er vjer höf-
um áður fengið, og affarasæl getur hún
eigi orðið oss með öðru móti, að reynsl-
unnar vitni annarsstaðar og skynseminnar
dómi, samkvæmt fyrgreindum rökum.
Kostnaðarviðbára hefir verið búin til
út úr ráðgjafaembættunum, eins og jarls-
tigninni. En þar til liggja hin sömu
andsvör og fyr um jarlinn, og það að
auki, að afnám amtmannaembættanna
með þeirra launakostnaði hlýtur að verða
því samfara, er hjer er skipaður jarl með
ráðgjöfum.
Vítaverður sleggjudómur. það má
heita frágangssök, að eiga orðakast um al-
menn málefni við þá, sem virða að vettugi
almenna ráðvendni í orðum.
• þjóðólfurn segir síðast, að «amtmaður vilji
láta þess getið, að hann hafi sannanir
fyrir því, að hann hafi afhent Kr. Ó. þ.
upphæðina (288 kr. 64 a.) i frá sveitarfjelög-
unumi. petta hefir amtmaður aldrei talað,
eptir hans eigin yfirlýsingu, sem hjer er full
heimild til að herma; slíkar sannanir hefir
hann aldrei sagzt hafa, ekki einu sinni fyrir
nokkru af þessari upphæð, hvað þá heldur
henni allri (í «þjóð.» er hún annars allt af
mishermd, eins og annað: sögð hærri en hún
er). En eigi að síður getur hann vel verið
fær um að gefa fullnægjandi skilagrein fyrir
því, að fje þetta hafi ekki runnið inn til sín,
og rneira að segja fyrir því, að það sje alls
eigi tapað bæjarsjóði nema að nokkru leyti,
þó að bæjarstjórnin fjelli frá að lögsækja Kr.
U. p. um það — lögsækja mann fyrir skuld,
sem hún hafði alls engin löggild sönnunargögn,
fyrir að hann ætti að greiða ! Nú, þessi ranga
sögusögn «þjóð.» eptir amtmanninum getur
verið sprottin af rangri eptirtekt; hún þarf ekki
endilega að stafa af óráðvendni. En hitt er
bersýnileg óráðvendni í orðum, sem á eptir
kemur, er hann tjáir ritstjóra ísafoldar eigi
bera á móti því framar (= játa það), að
dómur rnundi hafa fengizt fyrir öllum kröfum
bæjarsjóðs hjá Kr. Ó. þ., og að Kr. Ó. þ.
hefði getað borgað með öðru en veðinu, ef
það hefði eigi dugað. — Einmitt vegna þess,
að ekki var að áliti meiri hluta bæjarstjórn-
arinnar, þar á meðal formannsins, hægt að
fá dóm fyrir öllu meiru en Kr. Ó. þ. bauðst
til að borga — og kannske ekki svo miklu
einu sinm —, einmitt þess vegna og einskis..
annars gekk bæjarstjórnin að sáttaboði hans,
enda var það hið eina rjetta og sem hver
privatmaður hefði líka gjört, þar sem þar á
ofan bættist, að óvíst var, hvort bærinn næði
því á endanum, sem hann kynni að fá dóm
fyrir, af fyrgreindum ástæðum. þetta hefir
verið víst tvívegis tekið fram og útlistað í
Isafold; en af því það var eigi tönglað upp
í þriðja sinn, alveg að þarflausu, síðast þegar
minnzt var á málið, þá kemst ritstj. «þjóð-
ólfs» þannig að orði, að nú sje ritstj. ísa-
foldar «hættur að neita því» (= játi), «að
dómur mundi hafa getað fengizt fyrir öllum
kröfum bæjarsjóðs á hendur Kr. Ó. þ.» o. s.
frv. ! Ef slíkt er eigi óráðvendni í orðakasti,
þá má langt leita og lágt lúta eptir þeirri
vöru. það er ekki gott að sjá, hvernig á
að fara að eiga orðastað við mann, sem svo
hagar sjer.
þar sem ritstj. «þjóðólfs» síðan minnist á
viðskipti þingsins og Kr. Ó. þ., ruglar hann
því tvennu saman, að álíta sig hafa rjett til
einhvers, og að hafa óyggjandi sannanir fyrir
rjettinum, — hvort sem það er nú viljandi.
gjört eöa ekki. En sjálíum sjer grefur haun
gröf með þessum samanruglingi; því þegar
hann fer svo að verja það, að alþingi sleppti
sinni eða landssjóðsins kröfu á hendur Kr.
Ó. þ., þá ber hann það fyrir, að hvorki
yfirskoðunarmennirnir nje þingió hafi haft
“óyggjandi sannanir fyrir, að krafan væri
rjett», — einmitt eins og bæjarstjórnin hafði.
ekki «óyggjandi sannanirt fyrir, að Kr. O. þ.
ætti að borga alla þá upphæð, er hún hafði
upphaflega krafið hann um með úrskurði
(sem er allt annað en lögsóknarályktun).
Ut af niðurlagsorðum «þjóð.» sfðast skal
því einu við bætt, að ritstjórinn mun vita
það, að þeir eru kallaðir (og rjett nefndir)
œrulausir rógberar, sem bregða fyrir sig
meiðandi dylgjum um saklausa menn, en
gæta þess, að hafa þær þannig orðaðar, svo
á huldu mæltar, að ekki sje hægt að koma
fram lagaábyrgð fyrir þær. En þess verður
maður að vænta í lengstu lög, að slíkan
«selskap» muni hann aldrei vilja fylla.
Skarpleg athugasemd er það, sem
einhver x gjörir eða er látinn gjöra í síðasta
«þjóðólfi», út af konungs-afmœlishátíðinni í
skólanum: það er ámæli til stiptsyfirvald-
anna fyrir afskipti þeirra af málinu nú, úr
því þau hafi eigi skorizt í leikinn löngu fyr,
í fyrra varð afmælishátíðin í skólanum, eins
og áður er getið, tilefni til megnrar drykkju-
skaparóreglu af pilta hálfu, án þess að þeir