Ísafold - 24.05.1890, Síða 1
ÍCemur út á miðvikudögum og
íaugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlimánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin v ð
áramót, ógild nema komiu sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVII 42.
Reykjavik, laugardaginn 24. mai
1890
Verzlun kaupmanna og kaupfjelögin.
Meðal nýunga tímans á þessu landi,
Bem annars er aptarlega í lestinni að því
-er breytingar til framfara snertir, eru
verzlunar- eða kaupfjelögin, eða sú hreif-
ing í viðskiptalífinu, er miðar að því al
fækka milliliðum þeim, eða rjettara sagt
komast af, að nokkru leyti, án þeirra
milliliða, kaupmanna, sem til þessa þykja
hata verið um of sjerdrægir með tilliti til
■ágóðans af verzlun þeirra.
þ>að verður heldur eigi varið, að verð-
lag hjá kaupmönnum á mjög mörgu er
afarhátt, í samanburði við það, sem vör-
Urnar kosta í innkaupum; en hjer til er á-
stæða, sem hvorki síður nje fremur er
verk kaupmanna en landsmanna yfir
höfuð.
þ>að er hin kostnaðarsama lánsverzl-
un.
En fátt er svo með öllu illt, að eigi
boði nokkuð gott, og sannast þetta að
þvi er snertir lánsverzlunina; því það er
hún, sem með annmörkum þeim, er henni
fylgja, hefur verið og er að miklu leyti
orsök vörudýrleikans hjá kaupmönnum,
en einmitt þetta háa verð á útlendri vöru
hjer er það, sem mest hefur knúð menn
til að panta sjálfir nauðsynjar sínar, til að
stofna pöntunar- og kaupfjelög.
Jeg segi að þetta sje það, sem mest
hefur stutt að myndun verzlunarfjelag-
anna, því það er Hka önnur fjöður, sem
á sinn þátt í þessu og hefur eins og lypt
undir með, sú, að á seinni árum er lif-
■andi fjenaður orðinn aðalútflutningsvara
iandbóndans, en kaupmenn hafa einhvern
veginn ekki komizt upp á, eða ekki kom-
ið því við, eða-ekki viljað blanda sjer til
neinna muna inn í þá verzlun. En með
afskiptaleysi sínu hjer hefur kaupmanna-
stjettin, líklega óviljandi, að nokkru leyti
vikið sjálfri sjer úr sínu sæti, því sæti, að
vera einn milliliður í öllum viðskiptum
við önnur lönd. En þótt kaupmenn
hvorki skiptu sjer af sölu nje kaupum á
þessum lifandi pening, þá gat samt þessi
verzlun orðið þeim í hag, ef þeir hjer
hefðu nógu vel sjeð sinn hag; hefðu þeir
látið sjer lynda að leggja hæfilega
á vörur sínar fyrir öllum tilkostnaði og
ómaki sínu, svo að þeir hefðu selt þær
með líku verði og þær fást með í fje-
lögunum, þá hefðu seljendur fjenaðarins
aldrei hugsað um annað en að taka pen-
inga hjá kaupendum, og keypt svo fyrir
þú hjá kaupmönnum; en af því að verð-
munurinn er fremur lítill, þótt peningar
•sjeu i boði, eða með öðrum orðum: af
iþví að vörur pantaðar i fjelögum eru ó-
dýrari en þær fást hjer hjá kaupmönnum
fyrir peninga, þá hafa menn gjört sam-
tök um að fá sjer vörur fyrir sauði sína
og hross, en ekki peninga.
þannig hafa kaupmenn hjer látið mikið
fjármagn ganga úr greipum sjer. En
hjer fer líka fleira á eptir. Allir vilja
sitja við þann eldinn, sem bezt brennur.
Sjávarbóndinn sættir sig heldur ekki við
vöruverðið hjá kaupmönnum; hjer mynd-
ast því líka kaupfjelög, og þau eru í
raun og veru enn tilfinnanlegri fyrir
kaupmenn, af því að hjer verður sú vara
að koma á móti hinni útlendu, er áður
hefur gengið óskert til kaupmanna, fisk-
urinn.
Á síóari árum hefur mjög farið í vöxt
samkeppni í verzluninni; leiðir það bæði
af fjölgun kaupmanna, en einkum af
verzlunarfjelögum þeim, sem risið hafa
upp á síðari árum, þótt sum þeirra hafi
átt sjer stuttan aldur. Samkeppni þessi
hefur óefað átt nokkurn þátt í að bæta
um verðlag hjá kaupmönnum, á útlend-
um varningi, en þó ekki svo sem ætla
mætti, og vil jeg nú reyna að sýna fram
á, hver ástæða er til þess.
Jeg hef ekki heyrt neinn taka til þess,
enda er það eigi tiltökumál, að kaup-
menn ráði verðlagi á hinni útlendu vöru;
en hitt veit jeg að mörgum handhöfum
hinnar innlendu vöru svíður, að geta ekki
ráðið neinu um verðlag hennar, sviður,
að kaupmenn skuli einnig hjer hafa tögl
og halgdir. £>að er nú ekki mikill vandi
að leysa úr því, hvers vegna þetta hefur
verið og er svo. þ>að er af því, að sam-
göngurnar við önnur lönd hafa að öllu
leyti verið í höndum kaupmanna; kaup
mennirnir hafa líka verið hinir einu
ferjumenn landa á milli; en af því að
vjer sjálfir höfum eigi getað komið vöru
vorri á útlenda markaði, þá höfum vjer
orðið að selja hana hjer með því verði,
sem kaupmenn hafa sjálfir ákveðið, eða
sitja með hana að öðrum kosti, með öðr-
um orðum: vera útilokaðir frá verzlun.
En þrátt fyrir það, þótt svo mætti sýn-
ast, þar sem eins stendur á og hjer, sem
engin leið vfæri að því að seljendur inn-
lendu vörunnar gætu ráðið eða búizt við
að ráða verðlagi á henni, þá hafa bæði
einstakir menn og jafnvel heil fjelög
gjört tilraun til að skrúfa út hærra verð
fyrir vöru sína en kaupmenn hafa upp-
haflega kveðið upp úr með; hefur þetta
bæði átt sjer stað um sveitabóndann að
því er ullina snertir, en þó einkum um
sjávarbóndann að því er fiskinn snertir
Og þessar skrúfur hafa því miður bor-
ið árangur; kaupmenn hafa opt látið til-
leiðast að hækka verðið.
Jeg segi, að því miður hafi skrúfur
þessar verkað, af því það er ekki mein
verzlunarinnar á pessum tímum (það voru
þeir tímar, er samtök í þessum tilgangi
hefðu þurft að eiga sjer stað, en þá voru
engin samtök), að kaupmenn gefa of-lítið
fyrir þessar 2 aðalvörutegundir, ull og'
fisk, heldur er það meinið öllu fremur
að þeir opt gefa of mikið fyrir þessar
vörur, eptir gangverði þeirra á mörkuð-
um utanlands; þeir gefa jafnvel meira
fyrir þessar vörur hjer á landi en þáer
seljast ytra, og tapa því beinlír.is á þeim,
en að eins dálitla stund; þeir taka við
tapinu, en að eins til þess að færa það
yfir á hina íslenzku bændur vorið eptir
með verðhækkun á fleiri eða færri út-
lendum vörutegundum.
J>ar sem nú svona gangur er á við-
skiptunum, þar siglir verzlunin undir
„fölsku flaggi“; það eru falskir prísar á
hinni innlendu vöru, og eins verður með
hina útlendu; hún verður miklu dýrari en
hún þyrfti að vera, af því að á henni
þurfa kaupmenn að ná sjer upp, og þetta
er aðalástæðan til þess, að útlendar vör-
ur haldast í mjög háu verði, þrátt fyrir
samkeppnina, sem á sjer stað að hinu
leytinu.
En með þessu fyrirkomulagi er kaup-
fjelögunum gefið undir fótinn og greitt
fyrir stofnun þeirra; því þótt það komi
í ljós, að minna fáist í slíkum fjelögum
fyrir pund af ull eða skpd. af fiski en hjá
kaupmönnum, afþví að í fjelögunum fæst
að eins hið sanna verð, þá lætur enginn
það fæla sig; hagurinn á útlendu vörunni
er svo margfaldur í samanburði við það.
Greinilegt dæmi til sönnunar því, er jeg
nú hef sagt, er verzlunarfjelag Dalamanna
næstl. ár. Sjá grein um það eptir Torfa
í Ólafsdal ísaf. g. bl. þ á.
Innlend og öflug verzlunarstjett er hver-
vetna talin meðal uppbyggilegustu stjetta
hverslands, enda getur hún látið margt
og mikið gott af sjer leiða; hjá þessari
stjett er og opt mikið á milli handa og
enda opt auður, en hann er afl þeirra
hluta sem gjöra skal.
En hjer er um að ræða landstólpa,
máttarstólpa, sem ísland alltaf hefir vant-
að; ekki svo að skilja, að hjer hafi ekki
verið kaupmenn, en það hefir vantað
innlenda, íslenzka kaupmenn.
þ>að er ekki að búast við því, að menn
leggi neitt verulegt í sölurnar fyrir þjóð,
sem menn ekki bera virðingu fyrir, fyrir
þjóð og land, sem menn hafa ekki neina
ást á, nema kannske einhvern snefil af
matarást. Nú hefir kaupmannastjettin
hjer á landi fram á þessi síðustu ár ver-
ið dönsk; og þótt margir af þessum
dönsku kaupmönnum hafi verið góðir
menn, er þeim samt yfir höfuð eigi gjört
rangt til, þótt um þá sje sagt, að þeir
hafi eigi virt nje elskað hina íslenzku
þjóð; en í því felst orsökin til þess, að
þeir hafa ekki verið landinu sú stoð, sem
verzlunarstjettin er öðrum löndum og þeir
mundu hafa verið, ef þeir hefðu verið
innlendir, íslenzkir menn hjer búsettir. —
Islendingar hafa lengi fundið til þess