Ísafold - 28.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.05.1890, Blaðsíða 2
170 ekki hirða um. að útvega læknishjálp fyrir skynlaus dýr, þá segi jeg: Guð hjálpi þeim. En sleppum alveg hinni kristilegu hlið þessa máls, og skoðum það að eins frá fjárhagslegu sjónarmiði. Árið sem leið var útflutt hjeðan frá landinu af fje og hestum fyrir i miljón króna. Nú vil jeg spyrja yður, herra ritstjóri: ef kláði og önnur hættuleg veikindi sýkja fjeð og enska stjórnin síð- an einn góðan veðurdag leggur bann fyrir allan útflutning h eðan á enska markaði, hver borgar þá miljónina? Ætli landið munaði eigi um það ? þingmenn ættu alvarlega að athuga þetta mál. Jeg hefi, eins og yður er kunnugt, ferðazt mikið um ísland, og jeg hef jafn- an fundið það vera mesta mein lands- manna, þeirra seinlæti og hirðuleysi í því að taka for eðrum sínum fram. Eins og jeg skoða það, er það skylda hvers manns, að verða betri en forfeður hans, og hætta við þetta ljóta orð „einhverntíma", og reyna af fremsta megni með dugnaði og staifsemi að útrýma hvers konar ljótum og skaðlegum vana forfeðra þeirra því fyr sem þing og stjórn sjer um, að velmenntuðu dýralæknarnir verði skipaðir í ýmsum hjeruðum landsins, verður það til hagnaðar bæði í siðferðislegu og pen- ingalegu tilliti fyrir landið í heild sinni. Rvík 22. maí 1890. John Coghill. það eru allar líkur til, að tillaga um stofnun dýralæknaembætta hjer á landi mundi fá talsvert betri byr, ef hún væri borin upp á þingi nú, heldur en hún fekk fyrir 13—14 árum. Fjársala til annara landa hefir stór- um aukizt síðan, og bændur hljóta að sjá það, að sú verzlun er í veði, þegar minnst vonum varir, ef hjer verður eigi komið við neinu hinu minnsta eptirliti með heiibrigöis- ástandi fjárins, vegna algjörlegs þekkingar- leysis. það er eigi nóg með það, að lands- menn standi ráðalausir uppi með að ráða bót á vanalegum kvillum og meinsemdum, sem koma fram í skepnum, hvernig sem á stendur, heldur eiga þeir það á hættu, að ástæðulaus grunur um næm fjárveikindi verði gerður að fullkominni vissu og þar á byggður áfellisdómur og útflutningsbann. Kostnaður til dýralækna er í raun rjettri nokkurs konar vátryggingargjald, sem þjóð- fjelagið greiðir til þess að verða slður fyrir óbætanlegu tjóni af hættulegri fjársýki, hvers kyns sem er, einkanlega að því leyti, sem að viðskiptum horfir við aðrar þjóðir. þess eru nóg dæmi annarsstaðar, að dýralæknar eru haldnir hjer um bil eingöngu í því skyni, að líta eptir og ábyrgjast heilbrigðisástand fjenaðar, sem flytjast á til sölu til annara landa. þar vita menn, hvers virði það er, að halda opnum markaðinum þar og ó- tálmuðum. í haust sem leið varð talsvert umtal um misjafnlega meðferð á útflutningsfjenaði bæði áður en það komst á skipsfjöl og jafnvel eptir það, hjá sumum fjárkaupmönnununi. Eptirlit með því ætti að vera eitt hlutverk dýralæknanna. þeirra væri sannarlega engin vanþörf þar. En skilyrði fyrir því, að þeir geti orðið að verulegu liði, er ekki einungis sæmileg þekk- ing, heldur einnig djörfung, dugur og rögg- semi í sinni köllun. það er lítið lið í þekkingunni, ef henni fylgir dáðleysi, hringl- andi og heigulskapur. Páeinar inflúenza-varúðarreglur. þegar inflúenza-sóttm gekk hjer 1866, kom það hvervetna í ljós, að hún lagðist þyngst á þá, sem áttu heima í loptlitlum og óþrifa- legum húsakynnum. Dr. Hjaltalín sagði mjer, að hún mundi víða hafa orðið mönnum að bana mestmegnis vegna hins eitraða andrúmslopts, sem myndaðist í bæjunum og eigi náði að komast í burt, vegna þess að svo örðugt var að koma að hreinu lopti. Jeg vil því brýna fyrir öllum hjer í mi'nu læknishjeraði, að láta nú þegar búa svo um glugga, að hægt sje að hafa þá opna eða að minnsta kosti að opna megi eina væna rúðu, svo hleypt verði inn hreinu andrúmslopti, hve nær sem vill, þó verður auðvitað að varast að láta súg leggja á sjúklinga. Enn fremur skal gæta hins mesta hrein- lætis, bæði utanhúss og imian, og þrífa vel allan fatnað, eigi sízt allan sængurfatnað, og varast skal að láta skinnklæði hanga í göngunum. Sjeu hlandforir, fjóshaugar eða ræsi nálægt bæ, og enda þótt fjær sjeu, ættu menn að fleygja þar í við og við járnvítrióli — sem er mjög ódýrt meðal — og dreifa yfir þess konar þurri mómold. Á hverju hemiili ættu menn nú þegar að fara að svæla dug- lega brennisteini einu sinni á dag um allan bæinn, bæði göng og íveruhús, og að því búnu hleypa hreinu lopti inn. Evík V 1890. J. Jónassen. Aílabrögð. Fremur er farið að draga úr aflanum aptur hjer á Inn-nesjum. I Árnessýslu er aptur afbragðs afli, á Eyr- arbakka. Stokkseyri o. s. frv., komin 5—6 hundraða hlutir síðan um lok; fá menn stundum meira en 100 í hlut á dag, af ýsu mest. InllúciiZii hefir flutzt til lands úr Vest- mannaeyjum vikuna sem leið. Snemma í vikunni var sóttin orðin svo mögnuð á Vestmannaeyjum, að það varð með naumindum mannað út skip til að sækja flutning sóknarprests eyjarmanna, síra Oddgeirs Gudmundsen, upp i Land- eyjar. Frá einum bæ í Landeyjum fór maður út i eyjar nýlega. Hann lagðist undir eins og hann kom heim og allt fólk þar á bæ rjett á eptir. Frá Vatnsdal (Fljótshlíð) fóru menn út í eyjar nýlega. par lá allt fólk í inflú- enza í vikunni fyrir hátíðan (nema 1 maður?). Sóttin lýsir sjer í áköfum höfuðverk með miklu kvefi og mjög miklu magn- leysi; fólk vill allt af sofa eða móka. pessar frjettir segir ferðamaður, sem var staddur á fjölmennu uppboði á pverá í Fljótshlíð laugardaginn fyrir hvítasunnu (24. þ. m.). Fyr en þessa viku sem leið virðast eigi hafa verið neinar samgöngur milli lands og eyja, vegna gæftaleysis (sunnanáttar). Fyr flyzt því eigi sóttin á land. Sunn- anáttin gat eigi komið henni upp yfir eyjasundið allan tímann, fram undir 3 vikur pó hún eigi að berast í loptinu ; en jafnskjótt sem mannaferð verður milli lands og eyja, og það í norðanátt, þá, berst hún til lands, á móti áttinni. I þrjár vikur nærri því bíður sóttin í eyjunum. Svo langan tíma veitir hún, mönnum til að hugsa sig um að gjöra þær ráðstafanir, sem til þess þarfað kyr- setja hana þar. En tíminn er látinn ó- notaður. Hvert tækifærið býðst á fætur öðru til þess að skerast í leikinn, en gengið þegjandi fram hjá og afskipta- laust að kalla. Afskiptaleysið fyrst fóðr- að með því, að veikindin á Vestmanna eyjum sjeu líklegast(!) ekki inflúenza, og síðan sjálfsagt með því að gefa í skyn, að sóttvarnarráðstafanir sjeu gagnslausar,. þar sem sýkin berist í loptinu. Fundur var haldinn hjer í bænum laug-. ardag 24. þ. m., almennur borgarafundur, eptir áskorun ýmsra málsmetandi manna, „til þess að ræða um þá hættu, er land- inu er búin af infiúenzasýkinni, og hverj- ar ráðstafanir sjeu æskilegar til að revna að varna útbreiðslu hennar". Var þar eptir litlar umræður samþykkt í einu hljóði, að skora á landlækni að hlutast til um, að reynt yrði að varna útbreiðslu hennar með samgöngubanni við hina sýktu staði. Ekki er þess getið, að land- læknir hafi sinnt áskorun þessari að neinu. Embættisrembingurinn, sem er vanur að vera því meiri, sem minna er af að mikl- ast í það og það skipti, fyrirmunar sjálf- sagt allt þess konar, og svo mun, eins og vandi er til, ekki bresta eggjanir ó- viturra, ábyrgðarlausra ráðunauta, að sýna mikilmennsku sína á því, að virða að vettugi allt sem ber einhvern keim af almenningsáliti. Nú í dag barst brjef hingað til bæjar-. ins frá einum kaupmanni á Ve.stmanna- eyjum, dags. 18 þ. m.—sunnudaginn fyrir hvítasunnu.—þar segir svo : „Nú eru hjer um bil 4/5 allra eyjaskeggja búnir að fá infltíenza. Að eins ein búðin hefir orðið höfð opin að staðaldri". Leiðarvísir ísafoldar. 500. Br fráfaranda frá jördu ekki leyfilegt, að selja öðrum en aðkomanda hús þau, sem hann er eigandi að og ekki eru leiguhús, ef aðkomandi ekki vill kaupa þau með því verði, sem aðrir bjóða honum í þau, eða að öðrum kosti flytja þau burtu á þann stað, sem hann sezt að ? Sv.: Fráfarandi má flytja húsin burtu eða sel.ja þau hverjum er hann vill til burtflutnings, ef hann hefir boðið þau áður landsdrottni og siðan viðtak- anda, fyrir það verð, er úttektarmenn meta, en hvorugur víll kaupa (10. gr. i lögum 12. jan. 1884).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.