Ísafold - 30.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.08.1890, Blaðsíða 1
K.emin ót á imovikadögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir raiðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundm \ ð áramót, ógild nema komin sy til otgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti S. xvn 70. Reykjavík laugardaginn 30. ágúst. 1890 Fólkstalið í haust. f>að er nýlega til komið til þess að gjöra, að farið er að gjöra sjer það ó- mak, að telja reglulega og vandlega allt mannfólkið í flestum siðuðum löndum og ríkjum. pað var ekki siður fyr á tímum. Menn höfðu jafnvel ótrú á því, þá hjátrú, að einhver óblessun fylgdi eða ólán, ef það væri gjört. Mun reglubundið fólkstal á tilteknum timamótum ekki hafa orðið alsiða um hin menntaða heim fyr en á þessari öld. Hjer á landi höfum vjer sögur af þvi frá fyrri öldum, að höfð hafi verið tala á einni tiltekninni stjett af landsfólkinu nokkrum sinnum,—i fyrsta sinn árið 1096, er Gizur biskup Ijet telja bændur á ís- landi, þá er þingfararkaupi áttu að gegna; í annað sinn 1311, þá voru taldir skatt- bændur á landinu; og í þriðja sinn 1366, þá var gerð skýrslu um skattatal á land- inu (sjá Arnlj. Ól.: Landshsk. I. 320) Eptir þeim skýrslum hefir svo verið reynt að fara nærri um mannfjölda á landinu þessi ár, eptir nokkurs konar líkinda- reikningi ; en sá reikningur er mjög hæpinn. Á öllu landsfólkinu í einu lagi mun ekki hafa verið reynt að hafa tölu fyr en á ofanverðri 17. öid, milli 1670 og 1680, er porleifur lögmaður Kortsson kvað hafa látið gjöra það, og reyndist talan 50,000. En ekki munu vera til skýrslur um, hvernig þeirri fólkstölu hefir verið hagað, og jafnvel eigi hvort hún hefir fram farið jafnsnemma um land allt. MA því telja hana fremur sem fyrstu tilraun til almennrar fólkstölu. Á 18. öld var tvívegis talið fólk allt hjer á landi. í fyrra skipti 1703, fyrir forgöngu þeirra Arna Magnússonar og Páls lögmanns Vídalíns. Fólkstal var eitt atriði í landshagsskýrslum þeim, er þeir áttu að satna. í síðara skiptið var það gjört 1769, 15- ágúst (sama daginn og Napóleon mikli fæddist !), að yfirvald- anna tilhlutun samkvæmt konungs boði. Næsta skipti var manntal haldið 1801. í>á liðu aptur meira en 30 ár áður talið væri. pað var árið 1835. En upp frá því var talið á 5 ára fresti, allt þangað til 1860. pá var hætt að telja nema á 10 ára fresti, og hefir því verið haldið áfram til þessa tíma. Fólkstal það, er fram á að fara í haust, er því hið o. á þessari öld, — alveg eins ¦og talið hefði verið jafnan á 10 ára frestt alla öldina. Manntalið á að fara fram 1. nóvbr. um land allt, eptir sóknum, og skulu þá taldir allir þeir, er þann dag eða aðfaranótt hans eru á sjerhverju heimili í hverri sókn. Prestar gangast fyrir því hver 1 sinni sókn, en hreppstjórar og hrepps- nefndarmenn og aðrir sóknarbændur, er presturinn kveður til þess, eru skyldir til að taka manntalið og semja skýrslur um það eptir tilteknum fyrirmyndum, svo nákvæmlega, er frekast er auðið, fyrir hverja kirkjusókn, eptir nánari leiðbein- ingu prestsins. Sfðan gjörir prestur sam- drátt úr manntalsskrám þessum, og sendir svo allt saman prófasti áleiðis til lands- höfðingja. í Reykjavík eiga lögreglu- þjónarnir að semja manntalsskrárnar, og segir bæjarstjórnin fyrir um það, er þar að lýtur. Sjá landshöfðingjabrjet 17. júní þ. á., og meðfylgjandi ýtarlegar reglur frá ráðgjafanum um tilhögun á mann- talinu. Á manntalsskránum á að tilgreina fullt nafn og aldur hvers mannsbarns á land- inu, stöðu og atvinnu, heimili, og margt og margt fleira, eptir því sem til er tekið í skýrslufyrirmyndunum. Er það þvi meira en Htið verk, og engan veginn vandalaust. pað er mannfæðinni hjer að þakka, að tiltækilegt þykir að leggja þá vinnu eins og skyldukvöð á presta og sveitar- stjórnir. pað er öðru máli að skipta, þar sem mannfjöldinn skiptir tugum miljóna á jafnstóru svæði og landsbyggðin er hjer á landi. par verður að kosta stórfje til fólkstals í hvert sinni. Á Englandi kost- aði til dæmis að taka síðasta fólkstal, 1881, ekki minna en 172,000 pd. sterl., sama sem rúmar 3 milj. kr., og það bara á Englandi sjálfu ; þar var fólkstalan þá 26 milj. pað verða 12 a. á mann eða 120 kr. á 1000 manns. Eptir sama mæli- kvarða mundi fólkstal bjer kosta 8—9 þús. kr. Teljendur voru þar síðast 35,000. Nú að ári, er telja á þar næst, er búizt við að ekki muni veita af 40,000 launuð- um teljendum. Póstflutningar á vetrum. Samkvæmt breyting þeirri á póstlögunum, er alþingi gerói í fyrra og gekk í gildi i vor, verður póstflutningur á lokuðum böggulsend- iugum á vetrum meira en helmingi dýrari en áður hefir verið. Frá næstu veturnóttum til sumarmála, — og eins eptirleiðis á vetrum, meðan lög þessi standa —, er burðareyrir undir lokaðar bögg- ulsendingar með póstum 25 a. undir hver 25 kvint eða þaðan af minna, sama sem 1 kr. undir pundið. Heimildin til að neita að taka til flutn- ings á þeim tíma árs þyngri sendingar en 1 pd. er jafnframt úr lögum numin. Er gjört rað fyrir, að hið geysiháa burðargjald muni aptra mönnum nægilega frá að heimta stór- ar sendingar fluttar með pósti, en liggi þeim mjög mikið á því og vilji þeir vinna til, að gjalda svo mikið undir þær, þá skuli það ekki fyrirmunað. Prentað mál í krossbandi (blöð og bæk- ur o. s. frv.) verður þar á móti ekki dýrara að senda með pósti heldur en aður hefir ver- ið: 3 a. fyrir hver 10 kvint eða minni þunga, og mega slikar sendingar vega eins og áður allt að 5 pundum. Tilgangurinn með að auka þannig burðar- gjaldið fyrir lokaðar sendingar er auðvitað sá, að aptra almenningi frá að íþyngja póst- um með þeim á vetrum, eða að minnsta kosti að ofhlaða þá ekki með óþarfa sendingum. það er ætlazt til, að menn noti sumarið sem bezt til að draga að sjer og útvega sjer það sem þeir þarfnast, hvort heldur er með póst- um eða öðru vísi, en sjeu ekki að hlaða því á pósta á vefcrum nema brýna nauðsyn beri til. þar á móti er tilgangurinn ekki sá, að gjöra póstíiutninga á vetrum að gróðaveg fyr- ir landssjóð. það er síður en svo, að hann græði á vetrarpóstflutningum, þó að tekin sje 1 kr. fyrir pundið. Eptir því sem yfir- skoðunarmönnum landsreikninganna hafði tal- izt til 1 hitt eð fyrra og fram kom í umræð- unum á síðasta þingi, þá verður landssjóður að gjalda hjer um bil 2 kr. að meðaltali í kostnað á pund hvert af póstsendingum, er landpóstar flytja í hinar fjarlægari sýslur. Sá sem sendir, greiðir því ekki nema helrn- ing kostnaðarins, þótt hann láti 1 kr. undir pundið. Hina krónuna lætur landssjóður frá sjálfum sjer, en það er sama sem úr vasa almennings, og þá eins þeirra, sem ekki nota póstana, eins og hinna. — það er meðalkostn- aðurinn á pundið svona langan veg, þessar 2 kr. Hann er opt miklu meiri. Til dæmis ef sendur er kassi eða öskjur raeð einhverju mjög ljettu í, sem fyllir hálft koffort, en veg- ur ekki nema 2—3 pd. Fylla þá á slíkar sendingar ein koffort, á heilan hest, en hann kostar marga tugi króna hverja ferð. Vandræði er það frá annari hlið skoðað, að þurfa að takmarka póstsendingar á þenn- an hátt, 1 stað þess að auka þær heldur og halda þar með í framfaraáttina í þeirri grein sem öðru, er að samgöngum lýtur. Er 02 eigi ólíklegt, að takast mætti með góðri stjórn og fyrirhyggju að gjöra vetrarfiutninga landveg nokkuð kostnaðarminni, auk þess sem vonandi er að sjóflutningar á vetrum komist á áður langt um líður þar sem vel hagar til með ströndum fram, og ljetti þar undir land- ferðunum. En meðan það er ófengið, er full vorkunn, þó að fjárhaldsmenn lands- sjóðs leitist við að hlífa honum á skynsam- legan hátt, en það er ekkert óskynsamlegt, að reyna að laða almenning til að hlífa póst- unum á vetrurn eins og hægt er. Allur þorri manna getur það bagalaust. þeir sem kynnu að hafa helzt baga eða kostnaðarauka af burðargjaldshækkuninni, eru læknar, sem verða opt að panta sjer meðul á vetrum með póstum, og eru skyldir að taka þau í hinum íslenzku lyfjabúðum og eigi annarsstaðar; en þeir eru síður en eigi öfundsverðir af sinni lyfjaverzlun hvort sem er, þótt sá kostnaðar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.