Ísafold - 17.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.09.1890, Blaðsíða 1
K*mur (rt 4 •máfcrl&Biáözmm. t- laugardögum. Verð argangsi** {104 arka) 4 hr,; erlendfa 5 k' Borgist ^yrir mifVjan júlíi*áauð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v..ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. xvn 75. Reykjavík, miðvikudaginn 17. sept 1890 Ábyrgð á opnum skipum. Eins og margir tryggja hús sín og bús- hltiti gegn eldsvoðft, framfærslu sjálfra sín í ellinni eða œttingja 6Ínna og vandamanna eptir sinn dag, og eins og þilskip munu al- mennt vera vátryggð nema hjernei sunnan- lands (og vestan?), eins sýnist vera eðlilegt, að sama vœri gjört almennt með opin skip, sem einkum eru notuð til fiskiróðra. |>etta er þó, því miður, ekki almennt hjer á landi enn, heldur mjög fágætt. Engum mun þó hlandast hugur um, að opiu skip sjeu þeir fjármunir, sem sjeu einna ótryggust eign af öllu lausafje, og enginn mun sá vera, sem ekki mundi feginn að fá að nokkru skaða sinn bættan, þegar skiptapa, ber að hendi, og það því fremur, sem það er ekki að eins skipið eitt, sem vanalega tapast, heldur einnig allur sá arður, sem af því gat hlotnazt þangað til eigandinn hefði getað komið ejer upp ekipi á ný, það er að segja, ef hann er þá ekki svo fátækur, að honum er það ókleyft. Og þó er enn ótalið mann- tjón það, sem fylgir hverjum skipskaða að öllum og jafnaði, kemur optar að einhverju leyti niður á skipeigandanum. J>rátt fyrir það, þó þetta kunni að vera viðurkennt, og þrátt fyrir það, þó mörgum kunni að vera það full-ljóst, að hægðarleikur sje að gera sjer skaða þennan ekki afar-til- finnanlegan með því, að sem fleetir skipa- eigendur stofni fjelag sín á milli og myndi sameiginlegan sjóð til þess að ljetta undir fyrir þeim, sem kunna í þann og þann svip- inn ftð verða fyrir tjóni, með öðrum orðum : stofni ábyrgðarsjóð fyrir opin skip, þá hefir deyfð, vanafesta, framtaksleysi og hugsucar- leysi orðið því til fyrirstöðu hingað til, að slíkir vátryggingarsjóðir sje komnir á fót al- mennt. Jeg geng að því vísu, að búið sje að hreifa þessu máli áður á einhvern hátt; en það er jafn knýjandi astæða til að hreifa því enn á ný, meðan því er ekki gaumur gefinn. Aflabrögðin verða auðvitað jafnan upp og niður, eins og veðráttan og grasvöxturinn; en það er hægt að koma í veg fyrir tjón það, sem einstakir menn bíða við skiptapa, að því er skipið snertir. Að vísu má bæta úr þessu með samskot- um; en það er óhagkvæm og umstangsmikil fajalp, þegar hægt er að koma henni við með öðru móti, enda koma samskot mjög ójafnt niður bæði á gefendur og þiggjendur. Eðli- legast er, að þeir, sem búa við betri kjör og stunda sama atvinnuveg, gaugi í fjelag til að hjálpa hver öðrum til að tryggja eign og at- vinnu sína gegn ófyrirsjeðu tjóni með því að greiða lítil hlutfallsiðgjöld árlega eptir upp- hæð eigna sinna, og þeir eru einnig sjálfir kunnugastir til að setja reglur þær, sem við eiga. Nú eru bjargráðanefndir stofnaðar í flest- um sjóplássum landsins, og væri æskilegt, að þær tækju sjer fyrir hendur, að koma á fót ébyrgðarsjóðum fyrir opin skip. Hver sveit eða verstöð gæti verið undirdeild, sem aptur sameinuðust fleiri eða færri til að koma a fót fyrir sig ábyrgðarsjóð. Mundi bezt fara, að hver ábyrgðarsjóður næði yfir eina sýslu eða sem því svarar ; með því að láta hvern sjóð ná yfir mjög stórt svæði, verður reikn- ingsfærsla og umsjón hans örðugri og um- fangsmeiri; en hins vegar verður fjármagnið rvo mikið, að sjóðurinn getur ekki fullnægt tilgangi sínum, sje hann að eins fyrir eina eða tvær smáar veiðistöður. Arnesingar riðu á vaðið með þetta fyrir fimm árum, og hafa öll opin skip, sem ganga til fiskiróðra, aðgang að sjóðnum, og munu vera vátryggð í honum að minnsta kosti 60 —70 skip árlega, því enn munu þó stöku skipaeigendur þar svo fastir við fornan ein- trjáningshátt, að vilja ekki taka þátt í þessu velferðarfyrirtæki, sem auðsjáanlega er þeim sjálfum til mestra gagnsmuna. Fyrirkomulag sjóðs þessa er þannig: Sjóðurinn hefir varnarþing sitt og aðsetur á Eyrarbakka, en lögum hans er þinglýst í öllum hreppum sýslunnar, sem veiðistöður eru í. Abyrgðargjald af hverju skipi er lf af virðingarverðinu, sem greiðist fyrir 1. marz ár hvert. I stjórn sjóðsins eru 3 menn, kosnir til 3 ára í senn á almennum fundi þeirra, sem eiga tryggð skip í sjóðnum, og 2 stjórnendanna úr þeim hreppi, sem hefir flest vátryggð skip. Hver, sem á heilt skip í ábyrgð, er skyldur að taka einu sinni við kosningu. Stjórnin ábyrgist sjóðinn í heild sinni og kýs fjehirði tir sínum flokki, og á hann að hafa komið ollum iðgjöldum (að ein- um ðO krónum undanteknum, sem hann má jafnan hafa undir hendi) í sparisjóðsdeild landsbankans fyrir 1. júní ár hvert, og hafa þá samið ársreikninginn. Stjórnin og endur- skoðandi reikninganna vinna kauplaust, en mega reikna sjer þóknun fyrir ritföng. 011 skip, sem tekin eru í ábyrgð, skal virða á hverjum þrera árum af 2 mönnum, for- manni og skipasmið, er stjórnin kýs í hverri véiðistöðu. Fá þeir hálfa þóknun í fyrsta sinn af sjóðnum, en hitt af skipseiganda. Standi skip uppi eina eða fleiri vertíðir, er það tilkynnt stjórninni, og ekkert goldið af því á meðan, en síðan virt á ný, sje því haldið til fiskiveiða aptur. Skipseiganda er heimilt að tryggja skip sitt fyrir 10°/. hærra en virðingarverð og 20°/= minna. Skipin eru að eins í ábyrgð á sjó (að veiðarfærum und- anteknum), og ekki nema í fiskiróðrum. Fyrst um sinn er ekki greiddur nema helrn- ingur skaðans, hafi skip farizt, og helmingur aðgerðarkostnaðarins, eptir mati tveggja óvil- hallra manna, nemi það 5"j° af virðingar- verði skipsins, ef það laskast 1 fjöru eða lendingu. Skylt er að borga stöðugt ábyrgð- argjald af hverju skipi, sem byrjað hefir verið á að tryggja í sjóðnum, og eins þó það verði eign annars manns. 011 skip, sem þannig eru tryggð, eru auðkennd með marki eða bókstaf hverrar veiðistöðvar og einkennistölu á kinnungnum að framan. Skaðabætur eru greiddar á máuuðum síðar en skaðinn er til- kynntur stjórninni, og komi svo mikið tjón fyrir á einu ári, að sjóðurinn hrökkvi ekki til, má stjórnin taka lán í svipinn með sam- eiginlegri ábyrgð allra, sem eiga skip í sjóðn- um.-------- Hvort sem allt þetta fyrirkomulag er eptirbreytnisvert eða ekki, getur það þó verið til hliðsjónar fyrir þá, sem kynuu að vilja koma slíkum ábyrgðarsjóð á stofn. pó er aðgætandi, að lög sjóðs þessa leggja ekki þá skyldu á herðar þess, sem hefir fengið skip- tapa bættan úr sjóðnum, að koma sjer upp skipi á ný og hafa það í ábyrgð, sem kynni þó að vera nauðsynlegt aðhald. Hverjir vilja nú verða næstir til að sýna af Bj'er þann dugnað og drengskaparanda, að koma slíkum sjóð á stofn í sínu hjeraði, sjálfum sjer og öðrum til gagns ? Slíkt get- ur orðið að margföldu liði: það hjálpar þeim, sem verður fyrir tilfinnanlegu tjóni; það kennir að fara skynsamlega með efni sín, og fje það, sem þannig er safnað saman, getur, á meðan ekki þarf á því að halda, orðið öðrum vísir til að byrja á einhverju dálitlu framfarafyrirtæki. g. Fjársala og framsýni. í sambandi við grein yðar, hr. ritstjóri, í Isaf. nr. 68 þ. á., »Fjársala og kaupstaðar- skuldir«, vildi jeg mega gjöra fáeinar athuga- semdir, því máli til frekari útlistunar. Hjer sem annarsstaðar mun sannast mál- tækið: »Vex hugur þá vel gengur«. Eptir því, sem menn fá betur borgaða vöru sína, eptir því leggja þeir meira kapp á að fram- leiða hana ; eptir því sem fjeð er borgað bet- ur, eptir því eru hvatirnar meiri til þess að fjölga því, —hafa stofninn sem mestan—, enda mun það víst, að þrátt fyrir fjársöluna mun sauðfje fjölga, að minnsta kosti hjer á suðurlandi, eðlilega af batnandi árferði, þar sem aptur á móti hrossum fækkar, fyrir sum- um af því freklega er selt, en fyrir sumum af framsýni; og sýnir það, að menn skilja hve margfalt arðsamara það er, að ala upp sauðfje en hross til sölu. £>að mun vera undantekning, ef það á sjer stað, að menn láti hið háa verð ginna sig til að selja meir en þeir beinlínis þurfa til þess að standast óhjákvæmileg útgjöld, borga skuldir o. fl.; en því hærra sem verðið er, því færra þarf að selja af þessum ástæðum. Fullorðnum sauðum mun að vísu hafa víða fækkað síðan fjárkaupmenn fóru að taka hið unga fje, sem kemur til af því, að það borg- ar sig bezt, að selja fjeð 1—2 vetra, sje að eins farið vel með það. |>að er auðvitað, að menn verða eignaminni við það, að hafa ekki sauðina; en aptur á móti má telja því það til gildis, að sauðir munu venjulegast hafa verið settir hvað mest á vogun, næst hrossum; og í öðru lagi gjöra þeir mjög mikinn usla á beitarlöndum og skógum á vetrardag. Mun það því vera talsvert alitsmcál, hvort ekki muni að öllu samtöldu bættur skaðinn, þó

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.