Ísafold - 24.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.09.1890, Blaðsíða 1
K.emin át á tmóvikndö-um 0£. laugardögum. Verö árgangsrirw (l04arka) 4 kr.; erlendás 5 k« Borgist fy'rir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til ótgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVII 77 Reykjavík, mióvikudaginn 24. sept. 1890. Um niðurjöfnun á sveitarútsvörum. Eptir porkel Bjarnason. Samkvæmt eldri og yngri lögum um sveit- arstjórn á að leggja sveitarútsvör á éptir efnum og ástæðum sjerhvers gjaldþegns. Löggjafinn hefir viljað, að þessa þungu byrði, sveitargjöldin, bæru menn sameiginlega að jöfnuði, hver í hlutfalli við efni sín og á- stæður, svo eigi kæmi að tiltölu þyngra á einn en annan, og enginn gæti með söntiu eagt : nþessi byrðin er mjer þyngri en sveitungum mínumn. Öllum, sem jeg hefi heyrt um það efni tala, hefir komið saman um, að eitt hið mesta vandaverk væri að jafna á meun út- svörum, svo að rjett væri, og að það mundi jafnvel aldrei takast til hlítar. f>að þyrfti við það svo margt að muna, margs að gæta, margt að hugleiða. J>að þyrfti eigi að eins að sjá, hvað hver tekjugrein væri há hjá hverjum einum, heldur meta gæði teknanua innbyrðis hjá hinum ýmsu gjaldendum. |>að þyrfti að skyggnast inn í heimilishagina, sjá, hve vinnu- krapturinn væri mikill, ómagarnir margir og þungir, fólkið margt, hvað jarðirnar væru góðar, hægar og hentugar, eða þá rýrar og ónotalegar. I einu orði að segja þyrftu þeir, sem jöfnuðu á, að þekkja allar tekjur gjald- þegnsius, og öll hans útgjöld, allt sem bætti hag hans og allt sem rýrði hann. En hvernig leyea nú sveitarstjórnirnar þetta vandasama verk af hendi ? Eptir því, sem jeg hefi haft spurnir af og þekki til, munu þær koma saman í síðari hluta októbermánaðar, einhvern tiltekinn ■dag, til að nsetja uiður«, sem kallað er, það er: leggja sveitarúrsvörin á gjaldþegnana, og þessu starfi ljúka þær af að minnsta kosti sumar opt á hálfum degi, án þess að hafa nokkrar skýrslur í höndum um efnahag þeirra og ástæður, sem gjöldin eiga að bera, aðrar en tíundarupphæðina. Niðurjöfnunin er því að öllu byggð á áliti þeirra einu og þekk- ingu á hag hinna einstöku gjaldenda. Fyrra árs útsvar er vanalega lagt til grundvallar,— eins og það hafi verið svo rjett, að betur verði ekki á kosið; sjeu sveitarþarfirnar líkar og árið áður, þá er útsvarið hækkað eða lækkað, eptir því sem hagurinu er álitinn hafa batnað eða rýrnað frá seinustu niður- jöfnun; annars látið standa í stað. Ný- komnum gjaldendum er skotið inn í útsvars- lestina, framarlega eða aptarlega, eptir því áliti, sem sveitarstjórarnir hafa fengið um þenna nýja gjaldþegn, sem þeir ef til vill hafa sjeð rjett í svip. Á tíundarlistann er sjálf- sagt litið við og við, og einhver gjörir ef til vill ýmsar athugasemdir um hag gjaldend- anna, en sem annar stundum óðara andmælir og þykist hafa jafn-góða og gilaa þekkingu sem hinn; en hinir hreppsnefndarmenniruir vita eigi hvað segja skal ; þeir þekkja ekki til, og engar skýrslur fyrir hendi, sem farið verði eptir. Jeg held jeg taki naumast of djúpt í ár- inni, þó jeg segi, að margur hreppsnefndar- maður viti alls eigi, þó hann sje búinn að fást við þetta starf svo árum skipti, hvað t. d. sá og sá gjaldþegn hefir í árlegar eignar- tekjur, í árlegan arð af hlunnindum, eða arð af fiskiveiðum o. s. frv. Sje nú þessi lýsing í aðal-efni ekki fjarri sönnu, og það er hún alls eigi, að svo miklu leyti sem mjer er kunnugt, þá má geta nærri, hvernig sú niðurjöfnun verður, sem að eins er byggð á ímyndun fárra manna, sem gefa sjer að eins fárra klukkustunda tóm til að íhuga og leiða til lykta svo margbrotið og umfangsmikið vandamál, eins og niðurjöfn- unin er. 4>ótt þessir menn hefðu allir 12 kónga vit, þá væri það sannarlega ofætlun fyrir þá, að þekkja, muna, og hafa á reiðum höndum á svipstundu allt það sem taka verður tillit til, þegar elcki er byggt á neinum skýrslum ; enda hygg jeg það mála sannast, að útsvörin, þó þau auðvitað opt sjeu nærri sanni, sje líka stundum laugt frá því. Jeg hefi bæði þekkt þau dæmi sjálfur, og opt heyrt um þau getið, að menn hafa sloppið við að gjalda útsvör tiltölulega við aðra, og það einatt svo stóru hefir munað. Hefir þetta auðvitað komið af ónógri þekk- ingu, og ónógri athugun þeirra, sem gjaldið hafa lagt á, enda er niðurjöfnunaraðferðin alls eigi löguð til þess, eins og jeg hefi áður minnzt á, að ná svo nákvæmri þekk- ingu á efnum og ástæðum rnanna, sem nauðsynleg er, til þess að niðurjöfnunin verði sem rjettust. Aðferð þessi er sprottin frá anda ein- veldisins; hún á rót sína í þeim tíma, þegar rjett þótti að prestar og hreppstjórar væru eins konar smá-einvaldar, sem ekki hefðu öðrum að standa reikning ráðsmennsku sinnar, en guði og konunginum. Að leggja útsvör á, án þess að nauðsynlegar skýrslur sjeu fyrir höndum, verður jafnvel með bezta vilja sífellt fálm milli hins rjetta og hins ranga. Að minni ætlun verður því hver sveitar- stjórn að afla sjer allra þeirra skýrslna um efni og ástæður gjaldendanna, sem nokkur tök eru á að fá, áður en hún leggur útsvör- in á. þegar skýrslurnar eru fengnar, þá er þekk- ing sveitarstjóranna nauðsynleg og góð, til að meta hag manna, þar sem skýrslurnar ná ekki til, og verður það ólíkt hægra en ef engin skýrsla er lögð til grundvallar. Mjer virðist að skýrslur þær, er nú skal greina, sje nauðsynlegur grundvöllur fyrir hverri niðurjöfnun; 1., um kvikfjenað gjaldenda (tíundir); 2., um eignartekjur; 3., um atvinnutekjur; 4., um hlunnindi, að svo miklu leyti sem þau koma eigi fram undir eignartekjunum ; 5., um arð af sjávarútveg; 6., um vinnukrapt; 7., um fólksfjölda hjá hverjum gjaldanda ; 8., um ómaga. Mjer hefir og dottið í hug, að nauðsynlegt væri fyrir hverja sveitarstjórn, að hafa fyrir sjer einsjkonar leiðarvísi, þegar þær leggja útsvörin á, ekki til þess að fara eptir hon- um sem fastri reglu beinlínis, sem ails ekki er unnt, heldur til að láta hann minna sig á tekjur manna og það sem rýrir og bætir hag þeirra, svo að sem minnst gleymist af því, og einnig til þess, að miuna menn á gjaldþol teknanna. Vil jeg því hjer setja sýnishorn af sllkum leiðarvísi : 1. gr. Eitt hndr. í lausafje skal vera mæhkvarði sá, er miðað er við, og skal leggja til útsvars- niðurjöfnunar 25 kr. af tekjum af eign gagn- vart lausafjárhndr. hverju, og 200 kr. af tekj- um af atvinnu upp að 2000 kr. til móts við eitt lausafjárhundr., en það sem tekjurnar fara fram úr 2000 kr., skulu 100 kr. mæta lausafjárhundr. hverju. 2. gr. I öðrum tekjum, svo sem tekjurn af æðar- varpi, laxveiði, slægjum, sem ljeðar eru, upp- rekstri, fiskiveiðum, beitutekju, o. s. frv. skal leggja 35 kr. gagnvart lausafjárhndr. hverju, þá er kostnaðurinn við tekjur þessar er dreg- inn frá. 3. gr. Allan sjerstakan kostnað, svo og kostnað við húsabyggingar, að svo miklu leyti sem það er ekki hús yfir pening eða eign þess sem byggir o. s. frv., skal draga frá áður eu út- svarinu er jafnað á. Svo skal og telja skuld- ir allir, og skal draga frá vöxtu þá, er goldn- ir eru af skuldum; en af þeim skuldum, sem engir vextir eru greiddir af, skal draga frá 2 af hndr., og skulu hverjar 25 kr., sem þann- ig eru dregnar frá, mæta einu lausafjárhndr. og rýra útsvarið sem því svarar. 4. gr. Hafa skal tillit til þess, hversu marga ó- maga hver gjaldþegn hefir, hvérsu margt fólk hann hefir í heimili, sömuleiðis ef ábýli hans hefir gallazt, eða atvinna hans beðið einhvern sjerstakan hnekki, svo sem af veikindum eða einhverju öðru; þá skal og taka tillit til þess, ef ábýlið er einhverjum þeim kostum búið fram yfir aðrar jarðir, er ekki koma fram í tekjum þeim, er taldar hafa verið. Svo skal og hafa tillit til þess, ef býlið er rýrt eða gall- að öðrum ábýlum fremur. 5. gr. Gjaldþegn hver skal telja fram fyrir hrepps- nefnd tekjur sínar og skuldir, áður en hún jafnar niður útsvarinu, og yfir höfuð skýra henni frá ástæðum sínum sem bezt má verða og skulu tekjur og ástæður hvers eins sann- aðar, að svo miklu leyti sem unnt er, t. d. skuldir taldar eptir vottorðum lánardrottua. J>á er tíundarframtalið er undauskilið, skal hreppsnefndin, hafi einhver ekki skýrt frá tekjum sínum og ástæðum, eða henni þyki skýrsla einhvers um það efni tortryggileg, gjöra áætlun um efnin og ástæðurnar eptir beztu vitund. Jeg geng nú að því vísu, að leiðarvísi í þessa átt mætti búa til miklu betri, enda get- ru hver sveitarstjórn búið sjer til slíkan leið-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.