Ísafold - 15.11.1890, Page 1

Ísafold - 15.11.1890, Page 1
•Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlxmánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti 8. XVII 92 Reykjavík, laugardaginn 15. nóv. 1890 Aðalatriðið. —o--- Aílur þorri hugsandi manna meðal þjóðar- 'innar viðurkennir að vísu, að nauðsyn beri til, að fá breytt stjórnarfyrirkomulagi því, sem nú höfum vjer. En þó eru skoðanir manna ;þar að lútandi að sumu leyti ýmist svo á reiki, eða svo mismunandi, að vel getur orð- •ið framgangi málsins til fyrirstöðu fyrst um sinn. En í stað þess að ræða máhð með ró og spekt, er hleypt upp þeim úlfaþyt og gaura- gangi, eins og himin og jörð ætti að «for- ganga». I stað þess að halda sjer eingöngu við málefnið er siðurinn sá, hjá sumum "frelsisgörpum vorum, að ráðast persónu- lega á þá, sem eru annarlegrar skoðunar að einhverju leyti og reyna til að gjöra þeim allt það illt, er hugkvæmzt getur. Og hverjir éru þá þessir mótstöðumenn «frelsisgarpanna» hamrömmu? Er það danska stjórnín, sem hefir neitað um nokkra tilslökun? Eru það þeir fáu landar vorir, sem ekki vilja heyra nefnda neina stjórnarskrárbreyt- ingu á riafn? Nei, engan veginn. Hinir svo nefndu «flokkar» eru í rauninni alls ekki neinir flokkar í orðsins rjetta skiln- ingi. það eru menn með sömu gruudvallarskoð- unum á sama máli; menn, sem viðurkenna allir, að oss beri að berjast fyrir fullkomnara stjórnfrelai, menn, sem allir vilja komast að sama takmarki. En hvað er þá ágreiningsefnið? Mest og bezt það, að surnir vilja fá allt í dag af því sem þeir óska sjer, en hinir sumt í dag en sumt á morgun. Getur það þá verið gjörandi, að gera annað eins uppþot úr þessu eins og gert er? Væri ekki skynsamlegra að ræða málið með stillingu á báðat hliðar og mæta hvor öðrum á miðri leið? Og sje það sannarleg alvara manna, að fá einhverju þokað áleiðis í þessu máli, en höggva ekki ofan í sama farið ár eptir ár, þá sýnist ekki hyggilegasta ráðið að eiga lengi í þrasi um smámuni, einkum fyrir þá, sem eru í rauninni á sama mnli, og veikja þannig krapta sína gagnvart hinum máls- áðilanum, sem hefir valdið í hendi sjer. En sjeu nokkrir þeirrar skoðunar, að stjórn- arskrármálinu eigi að halda á lopti sem lengst, ekki til þess, að fá nokkru ágengt, heldur til þess að glamra með, til þess að hafa eitt- hvað til að þrátta um, þá er auðvitað gott ráð, að vera allt af «þvers um» og viðurkenna aldrei neitt rjett sem annar segir. f>að þarf etiga heimspekilega vizku, engan j stjórnfræðislegan lærdóm til þess, að sjá það ljó9lega, að eigi oss að verða nokkuð ágengt f þessu máli, þá er fyrsta og síðasta skilyrð- ið, að allir helztu forvígismenn þess láti eng- an smá-ágreining leiða sig í gönur eða sundr- ungu, heldur gæti þess, að jafna allt með sjer á sem rólegastan hátt. Sú stjórnarskrá, sem hrófuð er upp með ofsa, kergju og æsingum, mun aldrei verða affarasæl. Meira að segja: vjer megum vera hjer um bil sannfærðir um, að vjer fáum al- drei neina stjórnarskrárbreytingu meðan helztu menn þjóðarinnar eru ekki algerlega á eitt sáttir. Stjórnarskrá hvers lands er svo þýð- ingarmikil, að ekki veitir af að allir beztu menn þjóðarinnar, sem vinna að því máli, leggi til ekki að eins hið bezta af þekkingu sinni, heldur einnig hið bezta af mannkost- um sínum. f>eir eru eins nauðsynlegir eins og góðar gáfur og mikill lærdómur. Stjórnarskrárbreytingin er ekki og á ekki að vera fyrir einstaka menn, hvorki æðri nje lægri stjettar; hún á að vera til sameigin- legra lieilla fyrir allt þjóðfjelagið, og þess- vegna er mál þetta oss öllum skylt. Meðan sundrung og sundurlyndi tvístrar kröptum vorum í jafn-áríðandi málefni, á með an erum vjer ekki betri stjórnarskrár verðir en vjer höfum nú sem stendur. Yjer verðum að sýna það og sanna, að vjer sjeum einhvers betra maklegir, með því, að leggjast allir á eitt. það er höfuðatriðið, sem meira er varið í en allt annað. Dæmi bræðraþjóðar vorrar í Danmörku ætti að kenna oss, hverju sundr- ungin kemur til leiðar. þeirra mein er það, að þeir hafa ekki getað orðið á eitt sáttir 1 smáatriðum, sem dálítil tilhliðrunarsemi á báðar hliðar hefði átt að jafna og gera að engu. Vjer höfum og svipað dæmi í sögu vorrar þjóðar sjálfrar. Af hverju komst land vort undir útlend yfirráð? Vegna sundrungar og eigingirni forfeðra vorra, sem hugsuðu flestir mest um sinn stundarhag. Sýnum þá, að vjer sjeurn föðurbetruugar, og látum oss víti þeirra að varnaði verða. Sveitamaður. Enn um húsabætur. Jeg hefi lesið með athygli og mikilli ánægju hinar einkar-nytsömu hugvekjur og bending- ar Isafoldar í sumar og haust um endurbæt- ur á húsakynnum til sveita. Jeg álít það hina mestu framför, ef al- menningur fengist til að taka upp þá húsa- gjörð, sem þar er haldið fram: að hafa járn- þak á baðstofunum, með þurru torfi innan undir o. s. frv., vegna hlýindanna. Hefir því verið lýst greinilega, hverja kosti það mundi hafa í för með sjer hvað ending bæja snertir meðal annars, auk hlýindanna. Að jeg leyfi mjer að taka til máls um þetta atriði, kemur bæði af því, að jeg ætla, að járnþakið og það sem því tilheyrir megi J leggja með meiri sparnaði og hagsýni en t. d. kaupmaður Einar Jónsson á Eyrarbakka gerir ráð fyrir; og annað er hitt, að jeg vildi, að samfara þessari húsahót yrði önnur mjög svo mikilsverð, er jeg skal leyfa mjer að víkja orðum að á eptir. Svo jeg minnist fyrst á þakið, þá álít jeg, að ekki þurfi að hafa súð innan undir torf- þakinu, þegar járn er haft utan yfir. Jeg álít það meira að segja tilgangslaust. |>að væri tómur kostnaðarauki, og hann mikill. Jeg vil leggja þaktð þannig, að fyrst negli jeg langbönd innan á sperrukjálkana, ekki mjög gisið, en veigalítil mega þau vera og óvalið efni. þeim er sem sje ekki ætlað annað en að halda uppi dálitlu af þurru torfi. Jeg legg torfið ofan á langböndin milli sperru- kjálkanna,—fylli þarí milli og gjöri sljett yfir. Síðan negli jeg kubba utan á sperrukjálkana, svo marga og svo þjett sem þarf, undir önn- ur langbönd utan yfir undir járnþynnurnar, þakhellurnar, svo þær hafi þar gott nagla- hald; kubbar þessir og langbönd (hin ytri) koma í stað nýrrar grindar utan á torfþak- inu til að festa járnþakið í, en í slíka grind fer býsna-mikill viður. f>egar jeg er búinn að negla kubbana utan á sperrukjálkana, legg jeg nýtt torflag, þurrt, utan yfir hið forna, og læt ná yfir sperru- kjálkana líka, húsið af enda og á, en kubb- ana eintóma standa út úr. þegar þannig er orðið jafnfeit yfir allt þakið, af þurru torfi, svo þykkt sem þurfa þykir vegna hlýinda og eins og þykkt sperrukjálkanna og kubbanna segir til, þá legg jeg ytri langböndin á og síðan járnið. í>á er þakið komið, eins og það á að vera, til skjóls og hlýinda. það lekur engum deigum dropa, ef járnið er almennilega lagt; það er mjög hlýtt og rakalaust, vegna þurra torfsins, sem aldrei feygir viðina, sperrur og langbönd. En þetta hlýja þak er ófrítt að innan, þar sem alstaðar sjer í torfið milli langbandanna, og því þarf að leggja þiljur innan á allt sarnan, helzt felldar og plægðar eins og stofuþil. En miklu verður þetta allt ódýrara samt en að hafa súð, skarsúð, inn- an undir torfinu, og þó fullt eins gott. |>ak þetta, með járni utan yfir, má vera mjög rislítið. Nóg að hafa £ álnar ris á 7 álna breiðri baðstofu t. a. m., ef vill; það er fullnógur halli. En því risminna sem þakið er, því minna fer í það. Á lð álna langa baðstofu og 7 álna breiða fara þá ekki nema 40 járnplötur í þakið (nál. 3 íerh. álnir hver); gjöri jeg járnið heimflutt, ef ekki er mjög langt eða erfitt með aðdrætti, 1 kr. fyrir hverja ferh.alin. Kostar þá járnið í þak á svona rúmgóða baðstofu 120 kr., og er því fje vissulega vel varið, i samanburði við hitt, að eyða tíma og kröptum og bezta grassverði af jörðinni til þess að leggja á nýtt þak af torfi á hverjum 5—8 ára fresti, eins og altítt er hjer sunnanlands, og láta svo þetta torf- þak feygja fyrir sjer alla viðina. — Annað mál er það, að mönnum kann að þykja hent- ugra rýmisins vegna að hafa risið hærra, og verður þá þakið auðvitað nokkuð dýrara. þetta var nvx um þakið. |>á er hitt atriðið, sem jeg vildi minnast á. |>að stendur að nokkru leyti í sambandi við svo lagað þak, sem hjer er umtalsefni, en má þó koma til greina hvernig sem þakið er haft,—þó helzt öðruvísi en úr torfi yzt, upp á gamla móðinn.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.