Ísafold - 15.11.1890, Blaðsíða 2
368
|>að er að hafa öll eða sein flest bæjar-
húsin undir einu þaki, einu risi. Með öðrum
orðum : hafa þau eins löguð og timburhús
gerast annars eða steinhús.
það er stórmikill hagur og sparnaður að
því fyrirkomulagi, í alla staði.
Bæjarhús samföst eru venjulegast ýmist
3 eða 5, og bæjargöng hið 4. eða 6. jpar
við bætist svo útiskemma og smiðja, á flest-
um bæjum. |>að verða 8 hús alls. Br það
feykilegur ósparnaður, bæði að efni og verki,
þegar byggt er. Efni fer miklu, miklu meira
í þessi mörgu hús, bæði viður og torf og
grjót, heldur en í jafnmikið húsrými í einu
lagi, undir einu risi, auk margvíslegra óþæg-
inda annara, er slíkum húsakynnum fylgja.
Með einu baðstofuhúsi, portbyggðu, ekki
meiru um sig en baðstofur gjörast almennt,
og með kjallara undir því öllu, má fá jafn-
mikið húsrúm og þó hentugra en með 6—8
bæjarhúsum, sem nú tíðkast, með gamla
laginu.
Látum baðstofuhús þetta vera 15 álna
langt og 7 álna breitt t. a. m. Jeg hef
kjallara undir því öllu saman. Kjallarar eru
hin ódýrustu hýsakynni, sem til eru, því gólf
og þak er sjálfgjört; — jeg gjöri ekki ráð
fyrir nema moldargólfi í kjallaranum, og
þakið er gólfið í húsinu. Kostnaðurinn er
sá mestur, að koma moldinni burt og hlaða
veggina. jþað þarf hvort sem er að grafa
talsvert fyrir undirstöðum hússins, og getur
því kjallaragröpturinn ekki talizt kostnaðar-
og fyrirhafnarauki nema að nokkru leyti.
Kjallaraveggina hef jeg bara úr torfi og grjóti,
eins og bæjarveggi; að eins tómt grjót ofan
til, þar sem húsgrindin liggur á, til þess að
feygja hana ekki. Jeg hef utangengt í kjall-
arann, og getur þar verið mjög óbratt ofan,
ef vel hallar frá hússtæðinu, — og raunar
hvort sem er.
Kjallari þessi kemur nú í stað skemmu og
smiðju og búrs að nokkru leyti; það er nóg
rúm í honum til þessa alls.
í baðstofuhúsinu sjálfu niðri hef jeg í öðr-
um enda búr og eldhús, samhliða, og utan-
gengt í eldhúsið í húsendann. I hinura
endanum hef jeg stofuhús, gestastofu, og
utangengt í hana um þann gaflinn. Nái sú stofa
um þvert húsið og taki svo sem 5 álnir af
léngd þess, en búr og eldhús í hinum end-
anum aðrar 5 álnir, en hálfa breidd hús-
ins hvort þeirra um sig eða þar um bil —, þá er
enn eptir 5 álna bil þar á milli, miðbik
hússins niðri. |>að get jeg hólfað í tvennt
langsetis, og hef með annari hliðinni svefn-
klefa fyrir gesti, og innangengt í hann úr
stofunni, en hinumegin geymsluklefa fyrir þá
hluti, sem eigi er hentugt eða hoilt að geyma
í kjallara, og innangengt þangað úr búrinu.
Úr eldhúsinu ætlast jeg til að gengið sje
upp á loptið, baðstofuloptið. Baðstofuna má
hafa afþiljaða í öðrum enda, eða öðru vísi,
eptir því sem hver vill.
J>etta segi jeg að sjeu sæmileg húsakynni,
jafnvel á heldri heimilum í sveit. Stærðinni
má auðvitað haga eptir þörfum og ástæðum.
Aðalatriðið er hið haganlega fyrirkomulag.
Og aðalhagnaðurinn að þessu fyrirkomulagi
er þaksparnaðurinn: eitt þak, eitt ris yfir
öllum bænum, og það ekki nema lítið á ann-
að hundrað ferh.álnir að stærð, í stað mörg
hundruð ferh.álna, sem fara á 6—8 bæjar-
hús.
Jeg veit, að margir muni koma með þá
mótbáru, að hin þökin, á 6—8 bæjarhúsum,
sje líka rniklu ódýrari, þó talin sjeu saman,
vegna þess, að það geti verið moldarþök, en
yfir svo lagað baðstofuhús, sem hjer var lýst,
þurfi betra þak og því miklu dýrara.
En það er eintómur hugarburður.
pv að þessir hinir sömu búvitringar gjöri
ekkert úr allri vinnunni, sem fer til þess að
leggja 6—8 moldarþök 5. til 8. hvert ár, og
þó að þeir vilji ekki gjöra neitt úr því, að
moldarþökin feygja fyrir þeim alla viðina á
ekki fleiri árum, þá skal jeg geta sýnt með
einföldum reikningi, einfaldri samlagningu,
að það fer meira efni að verði til, auk torfs-
ins, í öll þessi mörgu þök — sem ekki end-
ast nema 5 til 8 ár —, heldur en hið eina þak,
baðstofuþakið, sem tekur yfir öll bæjarhúsin
í einu lagi, og þó með hagfeldara fyrirkomu-
lagi.
Svo jeg minnist aptur á kjallarann, þá er
það vitaskuld, að sje ekki nógu þurrlent þar
sem hann er grafinn, verður að hafa nógu
djúp ræsi, lokræsi, allt í kringum hann, til
þess að veita öllu vatni frá honum. þessi
kjallari er ágætis-geymsluhús, svalt á sumr-
um, hlýtt á vetrum.
J>ví miður hagar víða svo til, að ekki er
hægt að hafa nema torfveggi á bæjarhúsum,
vegna grjótleysis eða skorts á hentugu grjóti.
En það skyldi enginn hugsa sig um stundu
lengur, að hafa heldur steinveggi en moldar-
veggi þar, sem því verður með hægu móti
við komið, þar sem fæst bentugt grjót, sem
gott er að kljúfa og laga til, og þar sem
ekki er mjög örðugt að ná sjer í dálítið af
sementi, tíl að sletta í rifur milli steina að
utan, þó ekki væri annað; því ekki eru þeir
góðir án þess. Slíkir veggir standa því nær
um aldur og æfi, almennilega gerðir í fyrstu,
og er það enginn smáræðis-fjársparnaður. Að
þeim má líka vinna, þ. e. undirbúa grjótið og
draga það að, á þeim tíma árs, sem önnur
atvinna flest er bönnuð vegna veðuráttunnar,
svo varla er sá smábóndi eða einyrki, að
hann geti eigi gert býsna mikið í þá átt, ef
viljann hefir og framtak nóg til þess. Slíka
veggi má og hafa nægilega háa til þess, að
baðstofuhúsið verði fullhátt, þótt þakið sje
haft mjög rislítið. En gallinn á steinveggj-
unum er kuldinn, skjólleysið. Við því er
ráðið að hafa þiljur fyrir innan þá, annað-
hvort með veggjapappa eða þá troðið á milli
þils og veggjar, reiðingstorfum eða einhverju
öðru til þess hentugu. Auðvitað eykur það
nokkuð kostnað. En alsiða er samt, að þilja
hús innan, þar sem torfveggir eru hafðir, og
kemur sá kostnaður þá í sama stað niðar.
Sjeu torfveggir hafðir, má til að hafa risið
talsvert meira, vegna þess, að með þeim fæst
ekki nægileg veggjahæð, svo stæðilegt verði.
Gerir það undir eins mikið til að jafna upp
kostnaðarmuninn á torfveggjum og steinveggj-
um, hvað sem endingunni líður. En sjeu
torfveggir hafðir, þá ríður á að gjöra ekki þá
vitleysu, sem altíðkanleg er þó, að setja stoð-
irnar í húsgrindinni á steina og skorða hana
í veggina, en hafa engar skástoðir. Torf-
veggirnir svíkja fyr eða síðar, optast á fárra
ára fresti, og fara þá með allt saman. I stað
þess að grindin á að geta haldið sjer, hvað
sem veggjunura líður. Má þá éndurnýja þá
án þess að rífa húsið niður. Bezt væri að
hafa aðra hlið hússins, framhliðina, úr timbri,
helzt með járni utan yfir, þótt gaflar og
önnur hlið væri úr torfi; fer lítið í það, því
hliðin verður mestöll gluggar ; þarf litla sem
enga glugga á hinum veggjunum.
f>ar sem jeg ætlast til, að eldhús sje haft
undir sama risi og önnur bæjarhús, undir
baðstofulopti, þá getur það auðvitað ekki,
orðið nema höfð sje eldavjel og þar tilheyr-
andi járnpípa upp úr húsinu fyrir reykinn
og vel um það búið. Hlóð stoðar ekki að hafa
öðru vísi en í sjerstæðu eldhúsi. En elda-
vjel er líka kjörgripur í baðstofuhúsum eða
sveitabæjum, eins og í kaupstaðarhúsum.
Hún sparar stórum eldivið og ver húsið
skemmdum.
Jeg hefi hjer, eins og aðrir, gert ráð fyrir
járni á baðstofuþök, af því járnþök eru nú
algenguat orðin í kaupstöðum og þykja til-
valin. En margfalt ódýrari í þak er samt
»asfalteraður steinpappi«, ekki nema 20 au.
ferh. alin, og þó ef til vill hjer um bil eins
góður og járn, ef rjett er með farið. Reyn-
ist hann áreiðanlega góður, væri tóm hand-
vömm, ef öll torfþök á mannahýbýlum hjer
á landi hyrfu eigi á fám árum. Eða þá líka
á hlöðum t. d.
Mjög hættir mörgum þeim, er hugsa um
að bæta húsakynni sín, einkum til sveita,
við þeirri yfirsjón, að ráðast í þess konar
fyrirtæki án þess að hafa fengið áreiðanlega
lagðan niður fyrir sjer allan kostnað til þess
fyrir fram eða verið sjer úti um góða leið-
beiningu um tilhögun á hýbýlunum, svo að sem
hagfeldast sje og kostnaðarminnst; sömu-
leiðis með útvegun og aðdrætti á efninu,
við og járni og þess háttar. Gjörir margur
sjer stórskaða með því, að ráðfæra sig ekki
við þó, sem vit hafa á betur en þeir geta
haft, og hieypa sjer stundum ófyrirsynju í
þann kostnað, er þeir geta eigi staðizt.
(Einar J. Pdlsson, trjesmiður, Bvík).
Sannieíkurinn er sagna beztur,
eða skipstjórinn á „Thyra“ og „þjóðólfur“.
í næst síðasta tölubl. „þjóðólfs11 er grein um „Sam-
einaða gufuskipafjelagið og strandferðirnar11, er á
að sýna „bezt“, hvernig strandferðaskipstjórarnir
„misbjóða íslendingum“. þar er kveðið svo að
orði: „Sum dansklunduð stórmenni Reykjavíkur
kvað reyndar hafa talið (>að lofsvertaf skipstjóran-
um, að fara ekki alveg fram hjá Skagaströnd“.
þessi orð þykja mjer eigi vel valin; eg skil eigi í
því, að menn þurfi að vera „dansklundaðir“ og
því síður „stórmenni11 til þess, að þykja vænt um,
að strandferðaskipstjórinn kosti kapps um að reka
erindi sitt sem rækilegast að unnt er. það mun
heldur eigi vera svona að orði komizt af því, að
„þjóð.“ ætli, að þá þori enginn að andæfa sakar-
giptunum, heldur mun það vera eins og orðið,
priedikað i tima og ótíma.
En eptir því, sem eg hefi áreiðanlegastar fregnir
haft af mönnum, er sjálfir voru með skipinu, og
sem erd alls kostar óhlutdrægir, þá er skýrsla
„þjóð“. eigi rjett.
„þjóðólfur“ skýrir svo frá: „sannleikurinn er, að.
þegar Thyra kom þar (o: á Skagaströnd) undir
nótt í fyrsta skiftið 1 f. m., þorði skipstjóri ekki
að liggja þar yfir nóttina, þótt veður væri ekki
mjög vont, heldur hjelt vestur á Reykjarfjörð“.
þetta er að visu sannleikur, en hann er ekki
nema hálfur; þegar skipið kom þar i fyrsta sinni,
lagðist það fyrir utan höfðann (sunnan undir
honum mun, eptir því sem íslenzkir skipstjórar
hafa mjer sagt, eigi vera nógu djúpt), en aðfall
og straumur bar að höfðanum, svo að þar var
eigi öruggt lægi; þegar því var illfært eða ófært
að liggja þar, fór skipið yfir á Reykjarfjörð og lá
þar um nóttina.
þar sem „þjóð.“ segir, að logn hafi verið komið,
þegar skipið kom vestur á flóann (o: á þessari
leið þess yfir á Reykjarfjörð) og „ef það þá hefði
snúið aptur til Skagastr., hefði það getað lokið
sjer af þann dag“, þá er ekki að tala um neinn,