Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.12.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Birgist fyrir miðjan júlíraánuð XVII 103. ! ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 24. des. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1890 'í#SF' Síðasta blað þessa árgangs, nr. 104, kemur út á gamlársdag (en ekkert laugardag milli jóla og nýárs). B ardenfleth, stiptamtmaður og konungsfulltrúi. Nokkuð um stiptamtmenn á íslandi. I. 3onur Bardeníleths, Ingólfur, fæddur hjer í Beykjavík og heitinn eptir Ingólfi land- námsmanni, nú yfirliði í her Dana með kom- mandörs-nafni, hefir nýlega gefið út bók um og eptir föður sinn, og er mest æfisaga hans eptir sjálfan hann eða »endurminningar«; hitt er formáli eptir útgefandann og yfirlit yfir síðustu æfiár föður hans, eptir það er frásögn hans sjálfs lýkur, en hann andaðist 1857, ekki nema fimmtugur. í riti þessu, sem er mikið snoturlega úr garði gjört og með ágætri mynd af Barden- fleth stiptamtmanni framan við, er,, sem að líkindum ræður, talsvert minnzt á Island og íslenzk mál á því tímabili, er hann var við þau riðinn meira eða minna, og því þykir hlýða að minnast hjer bókar þessarar nokk- uð ýtarlegar en vandi er til, eða þótt það sje sjaldan gert um útlendar bækur. Að vísu kveðst útgefandinn hafa stytt talsvert eða dregið saman það sem í haudriti föður hans stóð um veru hans hjer á landi og íslenzk mál, er hann fekkst við, auðvitað vegna sinna dönsku lesenda, er hann vissi að mundi þykja lítið í það varið; en hafi það, svo sem ráða má af orðum hans, verið að miklu leyti hug- leiðingar hans um stjórnarhagi landsins og önnur landsraál á þeim tímum, er haun hafði þau með höndum, áður en nokkur stjórn- frelsishreifing var farin að ryðja sjer til rúms í verki eða framkvæmd, og allt skoðað frá íhalds-sjónarmiði, þá er ef til vill eigi mikil eptirsjón í því fyrir Islendinga heldur, og er margt í ritinu annað eigi ófróðlegt fyrir oss jafnvel nú á tímum. —Vjer átturn því lengst að venjast þær tvær aldir tæpar, er vjer höfðum stiptamt- menn yfir oss (1684—1872), að þessir æðstu innanlands-valdsmenn vorir, sem áttu að vera, stigju hjer ýmist aldrei fæti á land, eða væru hjer að eins með höppum og glöppum eða þá að minnsta kosti yrðu hjer mjög stopuiir,—að eins meðan þeir voru að vinna fyrir betra brauði með útlegðarvistinni hjer, er þeim þótti vera. Island var á síðari tím- um að eins »fyrirheitisbrauð« danskra höfð- ingja eða höfðingjaefna; hærra komst aldrei, meðan hið gaitará stjórnarfyrirkomulug hjelzt; það var Grímsey Dana. Aður, í tíð höfuðs- mannanna og jafnvel stiptamtmannanna framan af, var það ýmist ljen þeirra eða leiguból, eða þá að landsstjórnarembættið var lítið annað en tignarnafnið tómt, veitt og þegið í fordildar-skyni. Fyrsti stiptamtmaðurinn yfir íslandi, Ulrich Christian Gyldenlöve, launsonur Kristjáns konungs fimmta, kom aldrei hingað til lands, og hjelt þó embætti í 35 ár (1684 —1719); hafði hjer umboðsmenn ýmsa, þar á meðal um hríð hinn þjóðræmda ribbalda Odd lög- mann Sigurðarson. Eptirmaður hans, Peter Baben aðmíráll, var hjer 6 vikur við land fyrsta árið sem hann var stiptamtmaður, 1720, en lá í rúminu lengst af vegna fóta- veiki — »tók fyrirmennina með virðingu, en sat hjá þeim við borðið í sænginni«, segir Jón prófastur Halldórsson. Meðal fyrirmanna þessara var Jón biskup Yídalín; »gjörðist skjótt með þeim vinátta mikil, því aðmírállinn virði Jón biskup fyrir helztan mann og mestan á landi hjer«, segir Espólín; Jón biskup ljezt það sumar. Ekki kom Baben aðmíráll út hingað optar en í þetta sinn ; hjelt embætti 7 ár. Eptirmenn hans fjórir í röð, Gyldenkrone (1728—1730), Henrich Ochsen (1730—1750), OttoM. Bantzau greifi (1750—1768) og Pröck (1768—1770) stigu hjer aldrei fæti á land. En þá kom hingað Norðmaðurinn Lauritz Andreas Thodal, er einna beztan orðstfr hefir fengið vorra útlendu stiptamtmanna. Hann dvaldi hjer að staðaldri, að konungs hoði, meðan hann var stiptamtmaður, 15 ár; bjó á Bessastöðum og var búsýslumaður all- mikill. Upp frá því voru stiptamtmenn látmr hafa aðsetur hjer á landi; dvöldu þá opt- sinnis vetrarlangt »heima« í Danmörku, og stundum lengur, sjer til afþreyingar(l); því danskir voru þeir áfram, nema Olafur Stef- ánsson einn, er tók við af Levetzow, eptir- manni Thodals (1786—1790): Friðrik Trampe greifi (1805—1810), »gungumennið«, er Magn- ús Stephensen konferenzráð kallar svo; Castenschjold (1813—1819), er M. St. sagði um, er hann fekk lausn, að »konungur vor náðarsamlega hvílt hefði af þungbœrum og þreytandi embœttisstörfum hjerd landú—, hann hafði verið allt af með annan fótinn suður í Khöfn og sárlítið gefið sig við em- bættisstörfum, enda lítt til fær fyrir Ijettúð- ar sakir og vanskörungsskapar; Ludvig Moltke greifi (1819—1824) ; Peter Fjeldsted Hoppe, dótturson þorkels Fjeldsteds Islend- ings, stiptamtmanns í Norvegi (1824—1829); Lorenz Angel Krieger (1829—1837), talinn einhver hinn nýtasti valdsmaður útlendur, er hjer hefir verið; þá Carl Emil Bardenfleth (1837—1840) ; þá fporkell Abraham Hoppe, bróðir P. F. Hoppe (1841—1847); þá M. H. Bosenörn (1847—1849), lifir enn ; þá J. D. Trampe (1850—1860), og loks Hilmar Fin- sen (1865—1872). Vegna lagsrnennsku við Friðrik konungs- efni — Friðrik 7. — í æsku þeirra gerðist Bardenfleth hirðmaður hans eptir að hann kvæntist dóttur Friðriks konungs sjötta, Vilhelmínu (1828). Fám árum síðar varð hann bæjarfógeti í Friðrikssund, með því hann undi sjer eigi við hirð konungsefnis, er var óstands-skepna, sem kunnugt er; en var veitt stiptamtmansembættið á Islandi eptir L. A. Krieger, 1837. Honum hafði verið boðið það með því skilyrði, að hann yrði hjer kyr 10 ár að minnsta kosti; en að því vildi hann ekki ganga; hefir sem aðrir íniyndað sjer veruna hjer hálfgerða Síberíu-vist; varð þó sú raunin á, að hann fór hjeðan hálf- nauðugur, fyr en hann hafði óskað sjer, og baðst eptir að komast hingað aptur, en fekk ekki. Hann fekk sjer veitt embættið skil- yrðislaust, er hann vildi eigi að öðru ganga. Aður en hann Iagði af stað hingað vorið 1837, gekk hann fyrir konung, Friðrik sjötta, að kveðja hann. Konungur lá veikur og lagði Bardenfleth heilræði sín í rúmiuu, »svo skilmerkilega og ljúfmannlega, að mjer fanr.st mikið um«, segir hann. »Hann lagði mjer það heilræði, að kynna mjer fyrsta ár- ið, sem jeg væri á Islandi, rækilega löggjöf landsins, tungu þess, helztu menn þjóðarinn- ar og hagi hennar alla; að því búnu og fyr eigi skyldi jeg taka til óspilltra málanna og róta upp í hinu íslenzka sleni (slcndrianþ, hjet mjer fulltingi sínu til þess«. f>essi orð Friðriks sjötta hafa talsvert ó- líkan keim því sem af honum befir verið látið síðar meir, enda hafa þau eflaust þýtt annað í hans munni en t. d. hjá ungum frelsis- og framfaramönnum á vorum dögum; en vel sýna þau, hver alúðarmaður hann var í sinni köllun og hverjum manni betur viljaður þegnum sínum, — á sína vísu. Bardenfleth kveðst hafa látið sjer ráð hins aldraða, reynda konungs að kenningu verða. Hann segist hafa ferðazt undir eins fyrsta árið víða um land til að kynna sjer það sem bezt, og varið tómstundum sínum frá em- bættisönnum til að kynna sjer íslenzk lög, þau er frábrugðin voru dönskum, og eins eldri tillögur embættismanna hjer um ýmsa hluti, er honum virtist miklu skipta að hrundið væri röggsamlega í betra horf en áður var. Hann kveðst hafa komizt bráðlega að raun um, að aðalorsök þess, hve örðugt var að komast úr sporum með öll hin helztu fram- faramál landsins, var sundrung hinnar æðstu stjórnar innanlands. Amtmenn voru sinn á hvoru máli— þeir nafnar Bjarni Thorarensen og Bjarni Thorsteinsson —, og stiptamtmað- ur ef til vill báðum ósamdóma stundum; þessi munur kom bæði fram í stjórn þess umdæmis, er hver þeirra átti fyrir að ráða, og eigi síður í tillögum við stjórnarráðin í Kaupmannahöfn; hin meiri háttar mál köfn- uðu þá í óbotnandi sæg af »upplýsingum« um málið, sprottnum af ólíkum skoðunum, og varð fyrir það óvinnandi vegur að komast að greiniiegri niðurstöðu. f>ví fór fjarri, að á- greiniugurinn væri helzt milli stiptamtmanns- ins danska annars vegar og amtmannanna íslenzku hius vegar. »f>egar jeg tók við em- bættinu«, segir B., »bar þeim optast mest á milli, amtmanninum í vesturamtinu og em- bættisbróður hans í norður- og austurum- dæminu, og voru þó báðir dugandi menn og góðir ættjarðarvinir«. Víkur hann orðum að því, að þar sem svo fátt sje um manninn og allir þekkist, hætti opt við, að persónu- legtjjsundurlyndi, ættarrígur o. fl. þess háttar hafi óhæfileg áhrif á embættismálefni eða almenn mál. f>að sje vel skiljanlegt um þá, er byggja afskekkt eylönd, að þar fari saman eintrjáningsleg fastheldni við forna háttu og hleypidóma, og mikil óbeit á að lúta eða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.