Ísafold - 25.11.1891, Qupperneq 2
874
stæða, og er furða, að slíkt skuli hafa verið
tekið í mál. Auk þess er einmitt þar niður
frá vað á ánni, alfært fyrir kunnuga meiri
hluta sumars.
Síra 0- V Gíslason
og
nokkrir »Strandarmenn«.
„það sem þjerviljið að menn-
irnir gjöri yður, það eigið þjer
einnig þeim að gjöra“.
í 88. tbl. »ísafoldar«, sem jeg meðtók í
dag er grein undirskrifuð: tStrandarmenm;
það’ er óþokka grein, eins og óþverra-vegur-
fnn á Ströndinni, þar sem eigi verður spor
stigið, nema jafnframt að ausa slettum á
alla, sem í grennd eru; það er óþokka-
greiu sem auðsjeð er að af sama toga er
spunnin sem greinar hr. þ. Egilssonar um
»bjargráð«, og þótt jeg vildi leiða hjá mjer
að svara henni, altjend hvað hið persónu-
lega snertir, þá neyðist jeg samt til, eins
og menn svo opt að orði komast, að minn-
ast á nokkur atriði greiuarinnar, vegna
bjargráða-málsins.
Jeg þykist ekki eiga hjer við nema fá-
eina menn á Ströndinni; því þótt ekki væru
nema 3'feður greinarinnar, hafa þeir óefaða
heimild, gagnvart mjer, að skrifa sig »Strand-
armenn, úr því þeir dyljast nafna, sem
einatt er notað þegar hxnu ílla er fylgt og
ósanna; jeg á hjer við þingmálafundarskýrslu
Vatnsleysustrandarhrepps frá 4. júlí þ. á.,
sem lögð var fram á alþingi í sumar er leið,
sjálfsagt til stuðnings greinum hr. f>. Egils-
sonar viðvíkjandi aðgjörðaleysi bjargráða-
nefnda við Eaxaflóa, þar sem óvildar-flokk-
ur »bjargráða« eigi hefir sjeð sjer greitt að
vefengja þær skýrslur bjargráðanefnda, sem
jeg sendi inn á þing, og fram lagðar voru;
þvílík þingmálafundarskýrsla var svo hent-
ug framan í þingmenn vora, þegar nöfnin:
J Breiðfjörð (fundarstjóri) og Guðm. Guð-
mundsson (skrifari) voru undir skrifuð; þau
hlytu að vera óefandi sönnun fyrir hinu ó-
sanna, »að bjargráðanefndirnar gerðu ekkert
gagn«, og þar sem útdráttur úr fundargjörð-
fnni, staðfestur, var lagður fram á bjarg-
ráðadeildarfundi 24. okt. þ. á., og hr. Jóm
Sveinbjörnssyni falið að svara þeirri grein,
fylgir hjer útdrátturinn og undirtekt fund-
arins:
FUNDARSKYESLA. (Eptirrit).
Sökum þess, að þeir menn, sem ætluðu að fara
á þingmálafund þann. sem alþingismenn Kjosar-
og Gullbringusýslu hjeldu þann 20, f. m., ekki
gátu mætt þar, vegna ýmsra hmdrana, sem um
þær mundir komu fyrir, var afraðið að halda
fund með nokkrum mönnum hjer í hreppi og
rjpða þar hin helztu mál, er menn búast við að
tekin verði til umræðu á alþingi því, sem haldið
verður í sumar. Eptir undangegna fundarboð-
un frá hreppsnefndinni var því fnndur settur í
þinghðsi Vatnsleysustrandarhreppi laugardaginn
4. júli og komu þar þessi mál til umræðu
8. Allar smáfjárbænir óskar fundurinn að
þingmenn taki til nákvæmrar yfirvogunar áður
en þeir mæla með þeim. Sjerstaklega vill fund-
urinn biðja þingmenn aðmæla sterklega mótipví.
að hinum svonefndu „Bjargráðanefndum11 verði
framvegis nokkur fjárstyrkur veittur af almanna-
fje með því sjómenn þykjast sannfærðir um, að
engin þeirra, sem stofnaðar hafa verið hjer í
Eaxaflóa, hafi hið allra minnsta gagn gjört, enda
eru bjargráð þeirra orðin svo kunn af ræðum og
ritum, að ekki sýnist lengur þörf á að hafa um-
ferð ar'kennara launaðan af landssjóði til að
minna menn á að nota það, sem nýtilegt þætti
úr þeím ráðum, ef það nokkuð væri; en
það er eptir vitnisburðum sjómanna að eins lýs-
ið, og vissu menn það löngu áður en bjargráða-
néfndir voru stofnaðar hjer.
Vatnsleysustrandarhreppi 4. júli 1891.
J J. Breiðfjörð Guðm. Guðmundsson
(fundarstjóri). (skrifari).
Til
alþingismanna Kjósar- og Gullbringusýslu.
Að ofanritað sje rjett dregiðút úr mjer sýndri
frumritaðri fundarskýrslu, vottast hjer með not-
arialiter eptir nákvæman samanburð.
Notarius publieus í Reykjavík, 29. eept. 1891.
ilalldór Daníelsson.
Borgað 25—tuttugu og fimm— aurar.
Halldór Danielsson.
Á bjargráðadeildarfuníi f Hafnarfirði 24. f. m.
var mjer í einu hljóði falið á hendur, sem jeg
og hjer rneð gjöri. að birta í blaðinu „ísafold1'
ofanskráðan, staðfestan útdrátt úr fundarskýrslu
Strandarmanna og jafnframt yfirlýsing lundarins,
að því leyti, sem þá skoðun megi leiða af fund-
argjörðinni. að „engin þeirra bjargráðanefnda,
sem stofnaðar hafa verið við Eaxaflóa, hafi hið
allra minnsta gagn gjört“, þá sje það með öllu
ósatt.
Húsatóptum í Grindavík, 3. nóv. 1891.
Jón Sveinbjarnarson.
Sýnir þessi fundargjörð, að mennirnir
hafa ekki verið margir; er mikil furða, þar
sem um svo vandasöm mál var að ræða, að
enginn af forkólfunum komst til að sækja
fund þann, sem þingnxenn þeirra höfðu boð-
að til, en þar var líklegra, að »bjargráð«
hefðu fengið betur grundaðan dóm, þótt
máske ekki öllu velviljaðri. þessarar þing-
málafundarskýrslu 8. gr. og svo ýmislegt
annað, sem öðrum kemur ekki við en bjarg-
ráðanefndinni, olli því, að jeg skoraði ekki 1
á nefndina, að láta mæta á deildarfundi 24.
okt. þ. á., í Hafnarfirði.
Hvað fyrirspurn tveggja manna í Vogum
snertir, þá var hún lögð fyrir deildarfund
11. sept. 1890 (ekki 89). þessi fyrirspurn,
um að fá úr sýslusjóði 40 kr. til að koma
upp sundmerkjum fyrir opin skip og þil-
skip, var rædd á fundinum, og að fengnum
upplýsingum (hjá hr. Jóni Breiðfjörð) áleit
fundurmn, að hann gæti eigi mælt með
beiðni þessara manna, að svo stöddu, þar
sem engar skýrslur lægju fyrir, eða vottorð
um, að nauðsyn bæri til, að hafa svo kostn-
aðarsöm merki á Vogavík, en rjeð þeim til,
að bera málið upp á bjargráðanefDdarfundi,
og ef þar yrði á það fallizt, þá að leita
samþykkis og meðmæla hreppsnefndar, aó
sýslunefndin veitti fjeð (og rjeð herra Jón
Breiðfjörð mestmegnis þessari tillögu, sem
kunnugastur í Vatnsleysustrandarhreppi, þar
sem hann var á fundinum og kosinn þar
fyrir hönd bjargráðanefndarinnar á Vatns-
leysuströnd af fundarmönnum, sem auk
hans voru 9 á fundinum, sbr. fundargjörð-
arbók bjargráðadeildarinnar). r þetta álit
fundarins var þegar auglýst í »Isafold«.
Tilgangur þessarar óþokka-greinar, þar
sem dyngt er saman sönnu og ósönnu,
rjettu og röngu, miðar auðsjáanlega til þess,
að reyna að eyðileggja viðleitni mína, að
glæða framfarir í sjómennsku og sjómanna
með aðstoð sjómanna, og til þess þarf að
niðra aðgjörðum bjargráðanefnda og forsmá
viðleitni þeirra og góðan vilja, og tefja fyrir
auðsjáanlegum framförum og fjelagsskap
meðal sjómanna, því í nefndunum eru víð-
ast hvar menn, sem af hjarta, hug og vilja
vinna að því, svo freklega sem það er af
þeim þegið, að efla samfjelag sjómanna í
framförutn og dugnaði í öllu, er atviunuveg
þeirra snertir, og í orði og eptirdæmi fá þá
til að afla sjer þekkingar og viðhafa var-
kárni, svo lífi þeirra væri síður hætt. Að
spilla þessu er ekki fallegt, og það með ó-
sönnum getsökum; það er líkt því, sem
kveikt væri í byggingu, áður en hún yrði
matin til vátryggingar, svo gildi ^hennar
eða verð væri öllum ókunnugt. Aður en
þjer fellduð ósannan og ranglátan dóm,
hefði verið sómasamlegra fyrir yður, að
leyfa mjer ótálmað að vinna þetta sumar
og komast að raun um, að hverju gagni
mætti verða.
þar sem nú í fjölda bjargráðanefnda urn
allt land (þær eru nú 60 að tölu, að ótal-
inni nefndinni í Strandarhrepp), bæði við
Eaxaflóa og annarsstaðar, eru góðir menn,
margir yðar ígildi, og ýrnsar aðgjörðir nefnd-
anna hafa þegar borið góðan ávöxt, og það svo,
að nokkrir menn hafa þegar skýrt frá því,
að þau bjargráð, sem nefndirnar halda fram,
hafi orðið mönnum að lífshjálp; og þótt
nokkrar nefndir hafi ekkert gjört og nokkr-
ar sjeu að eins að nafninu, þangað til þær
vita, hvað þær eigi að gjöra, hvernig _þær
eigi að gjöra það og til hvers þær eigi að
gjöra það, þá efast jeg ekki um, að með
guðs hjálp (þið kunnið að geta spillt mörg-
um mannanna) nær bjargráðamálið þeim
viðgangi, sem yður eigi varir; og hvað mig-
sjálfan snertir, segi jeg yður fjelögum það
alvarlega, að hafi bjargráðaviðleitni mín
verið byggð á sandi, þ. e. eigingjörnum
hvötum eða metnaði, þá væri hún þegar
fallin um sjálfa sig, en af því hún er byggð
á Jesú Kristi, á kærleika til guðs og manna,
þá er hún meiri en yða meðfæri, og þjer
rekið yður á það, að þótt þjer reynið til og
gjörið mjer illt, þá snýr guð því til góðs;—
án hans megnið þjer ekkert.
Með innilegri ósk um. að framfarir yðar,.
fjelagsskapur og bróðui kærleiki taki sem.
beztum og mestum framíörum.
Stað 22. nóv. 1891.
Yðar
0. V. G.
þess má geta í sambandi við þetta mál,
að merkur maður í Khöfn skrifar hingað
nú með þessari ferð: »Svo er mikil eptir-
spurn eptir fiski þeirra Orum & Wulffs, að
miðlararnir neyðast til að halda uppboð á
honum, og fá mikið verð fyrir hann með
þessu móti. Jeg minntist á það við þá
N. N., að merkilegt væri það, að Austfirð-
ingar skiluðu nú betur verkuðum fiski en
Sunnlendingar, og þetta væri af því, að
Austfirðingar færu eptir tillögum síra O. V.
Gíslasonar, þar sem hinir þættust upp úr
því vaxnir, og samsitmtu þeir því. Starf
sfra 0. V. G. hefir haft góð áhrif þar í
fyrra«.
Fiskiverkunarmálið. Nýjar umkvart-
anir komu frá Spáni með þessari ferð, um
fleiri farma en áður voru nefndir.
Helztu útvegsbændur af Seltjarnarnesi og
úr Reykjavík hjeldu funa hjer 11. þ. m.,.
ásamt öllum kaupmönnum og verzlunar-
stjórum hjer í bænum og nokkrum úr Hafn-
arfirði. þar voru kosnar tvær nefndir til
að endurskoða fiskiverkunarreglurnar frá
1886. Eiga tillögur þeirra nefnda og aðrar
þessu máli viðvíkjandi að leggjast fyrir að-
alfund kaupmanna og bænda innan skamms,
til fullnaðarumræðu og úrslita.
I annan stað áttu allir kaupmenn og
verzlunarstjórar í Reykjavík, ásamt kaup
mönnum úr Hafnarfirði, fund með sjer hjer
í bænum 17. þ. m., og sömdu þar og sam-
þykktu ýtarlegar reglur fyrir móttöku
saltfiski, töluvert strangari en áður.
Svo er í ráði, að kaupmenn með vorinu
haldi fund til þess að gjöra ákvarðanir við-
víkjandi betri aðferð við móttöku og flutn-
ing á fiski þeim, er þeir eiga í geymslu
hingað og þangað í veiðistöðunum. f>á
skulu og matsmenn valdir, með ráði bænda,
en yfirvald skipar þá.
Málið fær yfir höfuð beztu undirtektir, og
er ótrúlegt, að þær beri eigi nokkurn ávöxt.
Konsúll G. Finnbogason, er mest hefir
gengizt fyrir þessu máli í haust, siglir nú
með póstskipinu, og tekur verzlunarstjóri
Gunnl. E. Briem þá við af honum.
»YíirlýsÍng«. Síra Matth. Jochumsson
kvað hafa í sumar í »Norðurljósinu« tjáð sig
samþykkan trúarfráhvarfi síra Magnúsar
Skaptasonar í Nýja-íslandi, sammála honum
um að hafna fordæmingarkenningunni. Sfð-
asta tbl. »Kirkjublaðsins« flyiur nú hátíðlega
yfirlýsingu frá honum (síra M. J.), þar sem
hann segir, að bÍRkupinn hafi ritað sjer al-
varlega áminningu og áskorun út af grein
þessari, og tjáir sjer vera næsta ljúft og
kært, að geta hjer með látið að þeirri áminn-
ingu og áRkorun: kveðst hafa ritað öll þau
svæsnu orð í grein þessari, er valdið geti
hneyksli, með of miklum hita og í bráðræði,