Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 6. desember 1979 40-50 bílþjófnaðir upplýstir á þessu ári annað eins óupplýst. Aðeins farið að örla á vasaþjófumi FRI — „Við höfum upplýst um 40- 50 bilþjófnaði á þessu ári” sagði Héðinn Skúlason fulltrúi hjá rannsóknardeild lögregiunnar i samtali við Timann ,,og ég held að annað eins sé i rannsókn hjá okkur núna. Þessi mái eru oft timafrek . Það er hrein undantekning að bflar hverfi algerlega. Venjulega finnast þeir. Það tekur þó mis- munandi iangan tima og spilar þar margt inn i. Bilþjófnaður hafa farið vaxandi að undanförnu. Það er ástæða til að brýna fyrir mönnum og þá sérstaklega Cortinu-eigendum, en sá bill virðist vera i tisku hjá bilþjófum, að ganga tryggilega frá bilum sinum. I sambandi við Cortinu-eigendur þá hefur Sveinn Egilsson umboðið á boðstólum sérstaka rofa sem gera það að verkum að ekki er hægt að tengja framhjá eða tengja beint I mæla- borðinu. Einnig má brýna fyrir mönnum að gæta að vösum sinum og eign- um en til min kom kona um dag- inn og hafði veski verið rænt úr vasa hennar i strætó, þannig að vasaþjófnaður tiðkast ekki aðeins i erlendum stórborgum”. Snjómokstur og hálkueyðing gengur sæmilega — ökumenn nota ekki slaufuna á Reykjanesbraut sem skyldi FRI — „Snjómoksturinn og hálkueyðingin hafa gengið sæmilega”, sagði Ingi V. Magn- dsson gatnamálastjóri I samtali við Timánn. „Við höfum auglýst eftir salti, en það er ekki vegna skorts heldur viljum viö hafa vaðið fyrir neðan okkur og eiga góðar birgðir. Göturnar hafa staðið saltburðinn vel af sér, enda vel gengiö frá samskeyt- um á malbikinu og sprungum I þvi”. „Vegna slæmrar færðar und- anfarið þá munum við fara framilr þeirri áætlun sem gerð var um kostnað við hálkueyö- inguna en áætlunin hljóðar upp á 80 millj. kr.” Slaufan „Slaufan sem sett var á Reykjanesbraut hefur valdið nokkrum vandræðum þar sem ökumenn hafa ekki áttað sig al- mennilega á þvi sem hún gerir. Þannig hafa þeir sem koma norður Reykjanesbraut og ætla vestur reynt að taka U-beygju á Súöarvogi og hefur af þeim sök- um myndast slysagildra þar. Við höfum reynt að girða af U-beygjuna en menn reyna enn að smeygja sér i gegn. I staðinn ættu þeir að vera á hægri akrein á Reykjanesbraut og taka slaufuna upp á Vestur- landsveg og keyra siðan vestur Miklubraut”, sagöi Ingi, „við munum merkja þessa leið betur og ég vil brýna fyrir ökumönn- um að notfæra sér slaufuna”. Hámarks öryggi isso Olíufélagið hf. Sterkar og léttar í ásetningu ERLAU snjókeðjurnar eru framleiddar úr sérhertu galvaniseruðu stáli. ERLAU keðjurnar eru sérlega léttar í ásetningu, sitja þétt og kyrfilega og henta öllum tegundum hjólbarða. Hægt er að setja þær á ökutæki serh þegar er fast í snjó. Mynstur þeirra tryggir hámarks rásfestu, ekki sístgegn hliðarrennsli. Hentugar umbúöir ERLAU keðjurnar eru seldar í sterkum og handhægum plasttöskum með leið- beiningum um ásetningu og viðhald. Æfingadekk Til þess að þú getir öðlast leikni í ásetningu á ERLAU áður en í alvöruna er komið, verða æfingadekk til staðar á eftirtöldum stöðum: bensínsölum ESSO Ægissíðu og Ártúnshöfða og á Akureyri. lágmarks fyrirhöfn! Sölustaðir: Bensínstöðvar ESSO í Reykjavík og víða um land. Snjórinn er heimur út af fyrir sig. (Tímamynd: G.E.) Lítið um árekstra miðað við færð FRI — Þrátt fyrir slæma færð i gær þá var ekki mikið um á- rekstra. Þannig urðu 18 árekstrar á timabilinu frá kl. 6 I gærmorgun til kl. 18 i gærkvöld. Tvö umferð- arslys urðu á sama tima. Engin alvarleg slys urðu I þessum ó- höppum. Þrennt var flutt á slysa- varðstofuna úr tveim árekstrum. Bendir þetta til, að menn séu farnir að venjast vetrarakstri betur og aki varlegar. Vesturland: Fjórðungsmótið haldið að Kaldármelum - mikill hugur I hestamönnum á Vesturlandi B.Á. Borgarnesi/FRI — Sjö félög munu standa að fjóröungs- móti hestamanna á Vesturlandi, sem haldiö verður að Kaldár- melum i Kolbeinsstaöarhreppi dagana 3-6. júli 1980. Félögin eru Dreyri Akranesi, Faxi Borgarfiröi, Snæfellingur Snæ- fellsness-og Hnappadalssýslu, Glaður Dalasýslu, Kinnskær Barðastrandasýslu, Blakkur Strandasýslu og Stormur Vest- fjörðum. Framkvæmdastjóri mótsins veröur Leifur Jóhannesson ráöunautur Stykkishólmi. Svæðið hefur ekki áður verið notað undir svo stórt mót og þarf þvi að byggja þar upp ýmsa aðstöðu, svo sem hrein- lætisaöstöðu ( stóöhestahús og veitingasölu. Mikill hugur er nú i hesta- mönnum á Vesturlandi og þjálfa þeir nú stóðhesta sina og kyn- bótahryssur af miklu kappi fyrir þetta mót. Af stóðhestum sem vitað er um að eigi að afkvæmasýna eru Ófeigur 818 frá Hvanneyri, Bægifótur 840 frá Gullbera- stöðum og Fróði 839 frá Hesti. Ennfremur verða afkvæma- prófaðir Glanni 917 frá Skáney og Fáfnir 847 frá Svignaskarði. Einnig er meiningin að sýna sem einstakling Klaka 914 frá Gullberastöðum. Þetta eru þeir hestar sem vitað er um núna en eflaust eiga margir eftir að bæt- ast við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.