Tíminn - 06.12.1979, Page 6

Tíminn - 06.12.1979, Page 6
6 Fimmtudagur 6. desember 1979 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- brinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvætndastjórn og auglýsingar Slöumúla 15 simi 88300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000 á mánuði. _ Biaöaprent. Leiftursóknin Flestir spádómar og skoðanakannanir fyrir kosningarnar bentu til þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn myndi vinna umtalsverðan sigur. TJtkoman varð á aðra leið. Að visu varð útkoman hjá flokkn- um nokkru betri en i kosningunum i fyrra, en þá beið flokkurinn mestan kosningaósigur i allri sögu sinni. Ástæður til þess að þannig fór, eru að sjálfsögðu fleiri en ein. Rétt þykir að vekja hér athygli á nokkrum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn átti um það að velja, þegar vinstri stjórnin sagði af sér, hvort hann ætti heldur að stuðla að utanþingsstjóm eða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Um þetta urðu hörkudeilur i þing- flokknum, sem m.a. töfðu forsetakosningar i nokkra daga. Að lokum klofnaði þingflokkurinn til helminga.- Niu þingmenn voru fylgjandi minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins, en átta fylgjandi utan- þingsstjórn. Það var hinn svonefndi Geirsarmur, sem var fylgjandi minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins. Geir Hallgrimsson og fylgismenn hans töldu sig geta tryggt á þann hátt samvinnu við Alþýðuflokk- inn eftir kosningarnar. Alþýðuflokksráðherrarnir sönnuðu hins vegar gamla málsháttinn, að sjaldan launa kálfar ofeldi, þeir notuðu sér ráðherradóminn til margvislegs auglýsingaskrums, sem varð Al- þýðuflokknum til ávinnings á kostnað Sjálfstæðis- flokksins. Sá ágreiningur, sem varð i Sjálfstæðisflokknum um utanþingsstjórn eða minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins, stóð djúpum rótum i flokknum. Hann kom m.a. fram, þegar framboðin voru ákveðin, en þá reyndu svonefndir Geirsmenn að bola svokölluðum Gunnarsmönnum frá framboði. Þannig tókst að úti- loka Jón Sólnes og Eggert Haukdal. Þeir neituðu hins vegar að beygja sig fyrir flokksvaldinu. Þannig kom ósamlyndið og glundroðinn i Sjálfstæðisflokkn- um glöggt i ljós. Eftir er svo að telja það, sem varð flokknum mest til hnekkis. Siðustu árin hafa ýmsir yngri menn i flokknum hneigzt til róttækrar hægri stefnu, svo- nefndrar markaðsstefnu, sem Hannes H. Gissurar- son hefur túlkað manna mest. 1 þessum hópi er að finna þá Ellert Schram, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Davið Oddsson, svo að nokkrir séu tald- ir. Þeim barst mikill liðsauki, þegar Birgir ísleifur Gunnarsson missti borgarstjórastöðuna, og var gerður að formanni i eins konar skipulagsráði, sem m.a. fékk það verkefni að ganga frá stefnuyfirlýs- ingu flokksins fyrir kosningarnar. Afkvæmi þessar- ar nefndar var leiftursóknin svonefnda, sem nú er fræg orðin. Ef hægt er að kalla nokkurn mann höf- und hennar er það Birgir ísleifur Gunnarsson. Þótt margir liti nú á leiftursóknina sem stundar- fyrirbrigði, er fjarri þvi að svo sé. Fylgismenn hennar segja, að hún hafi að visu orðið flokknum til tjóns nú, vegna þess að mistekizt hafi að túlka hana. En þeir halda eigi að siður fast við hana. Hún er borin fram af yngri forustumönnum flokksins undir forustu væntanlegs formanns hans. Hún þýðir i reynd, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hinn tækifærissinnaði og að sumu leyti umbótasami flokkur, sem ólafur Thors og Bjarni Benediktsson stjórnuðu. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn harðsnú- inn markaðsstefnuflokkur, — hreinræktaður ihalds- flokkur. Þetta getur markað þáttaskil i islenzkri stjórnmálasögu. Erlent yfirlit Allra veðra getur verið von í Kóreu Enn ríkir mikil óvissa eftir fráfall Parks 1 þessari viku mun kjör- mannaþing Suöur-Köreu velja forseta til bráöabirgöa og þykir fullvist, aö fyrir val- inu veröi Choi Kyu Hah, sem var forsætisráöherra, þegar Park forseti var myrtur, og tók þá viö forsetaembættinu, unz kjörmannasamkundan kæmi saman. Ætlunin er aö Choi undirbúi nýja stjórnar- skrá, sem breyti fyrirkomu- lagi forsetakjörsins, og siöar veröi forseti kosinn sam- kvæmt henni. Eftirfarandi grein, sem fjall'- ar um ástandiö f Suöur-Kóreu, birtist nýlega i bandariska vikurkinu U.S. News & World Report. MORÐIÐ á forsetanum var nógu slæmt. Nú er traustu bandalagsriki Bandarikjanna ógnaö af óróa heima fyrir og ó- væntri árás úr norðri. I Seul virðist allt vera i ró og spekt. Undir herlögum hefur veriö haldiö uppi reglu. Fyrir- tæki og opinberar skrifstofur hafa starfað eins og venjulega. Flestir Suöur-Kórear hafa hald- ið óbreyttum lifsvenjum, þrátt fyrir morðiö á Park Chung Hee forseta 26. október. En þó að allt sýnist rólegt á yfirborðinu, var þjóðin eins og timasprengja, sem getur sprungið hvenær sem er, þegar er jarðarför Parks fór fram 3. nóvember og framagjarnir for ustumenn voru farnir að takast á bak viö tjöldin um að fylla það tómarúm, sem morðiö á Park skildi eftir sig. Augljóst er, að bandariskir embættismenn voru áhyggju- fullir yfir þeir.ri ókyrrð, sem hlýtur að myndast meö þessari þjóð, sem lengi hefur haft stórt hlutverk i stefnumótun Banda - rikjanna i málum, sem varða Asíu. Utanrikisráðherra Banda- rikjanna, Cyrus Vance, sem var fulltrúiCartersforsetavið útför Parks, hét fullum stuðningi Bandarikjastjórnar viö bráða- birgöastjórn Suður-Kóreu undir stjórn Choi Kyu Hah forseta. En á sama tima vöruðu bandarlskir embættismenn viö öllum innri átökum, sem gætu veikt varnir Suður-Kórea og freistað Norður-Kórea til að gerainnrás I landið. Sem fyrir- byggjandi aðgerð var hersveit- um Bandarikjamanna i landinu, sem telja 38.000 manns, haldiö I aukinni viðbragðsstöðu og sjó- herdeild undir forustu Kitty Hawk, 81.000 tonna flugvéla- móðurskips, var send upp að ströndum Suður-Kóreu. Sumar staðreyndir i' sam- bandi við dauða Parks veröa sennilega aldrei kunnar. En fréttaskýrendum, kóreskum og útlendum, ber saman um þrjú atriöi: Fyrrum yfirmaöur kóresku leyniþjónustunnar, Kim Jae Kyu, sem hefur viðurkennt aö hafa skotið Park i kvöldverðar- boði 1 byggingu leyniþjónust- unnar, haföi eða áleit sig hafa stuðning annarra háttsettra embættismanna. Oánægja með ósveigjanlega pólitik Parks fór ört vaxandi og hefði hrundið af stað miklum innanlandsvanda, jafnvel þó að hún heföi ekki leitt til morðs á honum. Nú mun aukast þrýstingur i þá átt að „byrja upp á nýtt” I pólitikinni til að reyna að færa ákvaröanatökur á fleiri hendur og fella Ur gildi ýmsar lagasetn- ingar,sem gáfu forsetanum allt að þvi alræðisvald. Athyglin I Seoul beinist eink- um aö þvi, hvaö I rauninni gerð- ist dagana, jafnvel klukku- stundirnar fyrir dauða Parks. Fáir fallast á þá kenningu, aö Kim og nokkrir aöstoðarmenn hans hafi staðiö að verki án Choi Kyu Hah. stuðnings annarsstaðar frá, eða að ástæða Kims hafi verið ótti um að Park ætlaöi að reka hann úr stöðu sinni. Fréttaskýrendur álita, að Kim hafi verið einn af mörgum embættismönnum, sem voru þess fullvissir, að blátt bann Parks við vinnudeilum, stúdentamótmælum og annarri andstöðu væri fremur til þess fallið að auka á vanda Suður-Kóreu en að leysa hann. SKIPT UM SKOÐUN? Sam- særi um að losa sig við hann hefði verið eðlileg þróun mála. „Týndi hlekkurinn”, segir asiskur diplómat, „er, að eng- inn — hvorki óbreyttur borgari né neinn tengdur hernum — gaf sig I ljós og tók völdin, svo aö þetta var ekki bylting i venju- legri merkingu.” Þeir, sem til þekkja i Seoul, hafa skýringu á þessu lika: Hin- ir samsærismennirnir skiptu um skoðun og aðferðir á siðustu stundu, annað hvort með það að leiðarljósi, aö það að losa sig viðPark jafngilti byltingu, eða þeir ákváðu að losa sig við þá báða á einu bretti, Park og Kim. Þeir, sem aðhyllast sam- særiskenninguna, benda á, að Kim var ekki kallaður svikari I blöðunum, sem eru undir ströngu eftirliti stjórnarinnar. Þeir benda lika á, að yfir- maður leyniþjónustunnar fór til fundar við a.m.k. einn háttsett- an hershöfðingja strax eftir morðið, og að 30-50 manns hafa verið yfirheyrðir. I Seoul þykir diplomötum þaö áhrifamikið og mikilvægt, að stjórn Chois hefur lagt áhezlu á að halda gangandi venjulegri pólitiskri starfsemi. „Enginn hefur nefnt, aö leysa beri þingiö upp eða fela hernum stjórnina,” segir einn þeirra. Þó að herinn undir stjórn for- manns yfirherstjórnarinnar, Chung Seung Hwa, haldi um stjórnartaumana, er ekkert, sem bendir til þess að þar sé að finna metnaöargirni umfram þaö að viðhalda öryggi landsins og rannsaka dauðdaga Parks. „Þeir eru ákaflega heiðarleg- ir,” segir vestrænn embættis- maður.,,Miðað við sögu Kóreu byggist maður ekki við þessu taumhaldi.” EN STÖR spurning er, hvort sllkt taumhald haldist, ef og þegar pólitisk samkeppni hefst á ný I hefðbundnum öfgafullum kóreskum stil, en þvl búast flestir sérfræðingar við. Forustumenn stjórnarand- stöðunnar hafa haft sig meira I frammi á undanförnum vikum en á mörgum umliðnum árum, og er búizt við, að þeir þrýsti á stjórnarvöld að taka sem fyrst upp opnari og hömluminni stjórnarhætti en Park. Þeir kunna jafnvelað fara fram á, að nýr forseti verði kosinn I bein- um kosningum i stað þeirra ó- beinu kosninga, sem stjórnar- skráin kveður á um. Það er of róttæk breyting fyrir núverandi valdhafa, bæöi borgaralega og hershöfðingja. Sumir þeirra óttast, að hún hefði i för með sér, að margir flokkar mynduðust og enginn þeirra fengi hreinan meirihluta. Aðrir óttast, að hún yrði til þess, að aftur færi af staö óeirða- bylgja meðal almennings, svip- uð þvi, sem kom Park til valda i byltingu hersins fyrir átján árum. Það eru jafnvel talsverð- ar deilur innan stjórnarand- . stööunnar um, hversu langt ætti ‘ að ganga i „frelsun” með tilliti til hættunnar á árás frá Norður-Kóreu. Þó að margir i hernum séu talsvert frjálslynd- ari en Park eru takmörk fyrir þvi, hversu mikið los þeir eru tilbúnir að fallast á. Þrátt fyrir nánast algert sam- komulag um, að geysilegar framfarir hafi orðið i Suöur-Kóreu i efnahags- og þjóðfélagsmálum á valdatlma Parks, var jafnvel strax á sorgartimanum eftir lát hans sú skoðun almenn, að nú væru breytingar I vændum. Kóreum sjálfum og útlending- um ber saman um, að fram- tiðaröryggi landsins þarfnist þess, að slakað sé á hefðbund- inni þjóðernisstefnu til að koma til móts við kröfur sifellt meira upplýsts almennings um meira pólitiskt frjálsræöi. Þetta verður ekki auðveldur leikur. Frá striðslokum hefur Kóreum aldrei tekizt að hafa friðsamleg stjórnarskipti. Dauöi Parks veitir tækifæri til þessa, en sérfræðingar eru á- hyggjufullir. „Þetta er þvi lik- ast, aö spá i framtíðina eftir te- laufum i skitugum bolla,” segir einn diplómatinn. (þýtt K.L.) Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.