Ísafold - 19.04.1893, Qupperneq 3
88
eyðzt hafi hjer nm bil: Kelly, Tunica og
Clevcland.
Ráðherraskipti á Frakklandi. Það
gerðist á þinginu í París á skírdag. 30. f.
nián. —skírdagur er ekki haldinn helgur
á Frakklandi —, að atkvæði gengu ráða-
neytinu í móti, þeim Ribot og hans fjelög
um, þó að litlu munaði, 5 atkv. af nálega
500 á fundi, og sögðu þeir aí' sjer völdum
þegar í stað, þótt Carnot rikisforseti bæði
þá mikillega að vera kyrra. Asteytingar-
steinninn var deila milli þingdeildanna út
af þvi, að fuiitrúadeildin hafði sett hinar
og þessar rjettarbætur í íjárlög, í stað þess
að hafa þær sjerstökum lögum lögum, þar
ámeðal um aukinn áfengistoll, en öldunga-
deildin strykaði það allt tít, taldi sig borna
ráðum með slikri báttsemi. Ráðaneytið
vildi, að fulltrúadeildin slakaði til, en það
fjekkst ekki.
Þess er getið, að Ribots ráðaneytið var
var hið 28. í röðinni siðan er þjóðveldið
komst á stofn fyrir rúmum 22 árum, og
hefir alls eitt þeirra enzt í 2 ár rúm, það
er Ferry stóð fyrir í síðara skiptið (1883—
1885), en fæst hinna ári lengur og mörg
ekki nema fáa mánuði.
Meiri „Þjóöv.“-sannindi.
Hinn setti syslumaður ísfirðinga og bæj-
arfógeti hefir enn beðið Isafold fyrir svo
látandi greinarstúf:
I 12. tölublaði »Þjóbviljans unga«, dags. 16.
f. m., befir ritstjórinn sýnt mjer þá virðingu,
að gjöra mig að aðalumtalsefni í blaði sínu.
Hefir hann belgað mjer 4 greinar og eru þær
allar hver annari líkar; andinn hinn sami og
ósannindin hin sömu, nema hvað nokkur fót-
ur er fyrir grein þeirri, er ber fyrirsögnina
»Rifið upp brjef«.
Nú með þvíaðjeg ekki vil taka öllum þeim
ósannindum og tilhæfulausu dylgjum, sem
hrúgað er saman í greinum þessum, þegjandi,
neyðist jeg til þess en á ný að biðja yður,
herra ritsjóri, að ljá Hnum þeim, er hjer fara
á eptir, rúm í blaði yður.
Fyrstu greininni eða greininni »8tutt svar«,
þarf jeg ekki að svara; jeg stend við það, sem
jeg hef sagt í því efni áöur.
Um greinina »Rifið upp brjef« er það að
segja, að í síðastliðnum janúarm. hafði, ásamt
póstbrjefum mínum, borizt til min eitt brjef
til hr. Sk. Thoroddsen; opnaði jeg brjefið í
grandleysi, en sá þegar á fæti brjefsins, að
brjeíið var til hr. Sk. Th. Sló jeg þá strax
utan um brjefið, sendi hr. Sk. Th. það og bað
hann afsökunar á opnuninni. Man jeg, að
brjefið var frá amtinu, en ekki veit jeg hvað
í því stóð og get því hvorki sagt af eða á
um, hvort brjef þetta muni hafa verið svar
amtsins upp á kæru þá yfir mjer, er hr. Sk.
Th. segist hafa sent amtinu áður. Kann jeg
svo ekki þessa sögu lengri og er það, sem
hjer er sagt, hið eina sanna í greininni.
Greininni: »Einkennilegt rjettarhald« getjeg
að svo stöddu ekki svarað öðru en því, að hún
er ósSnn frá upphnfi til enda. Fyrir flestu
af því, sem þar er sagt frá, er enginn fótur.
Hitt er annaðhvort rangt'ært, aukið eða úr þvi
dregið. A 3.-marz-brjef hr. Sig. Gíslasonar
hefði hr. Sk. Th. ekki átt að minnast. I þessu
brjeíi, sem hr. S. G. ekki sendi mjer, heldur
syni sínum, og sonurinn seinna afhenti mjer,
dregur hr. S. G. að vísu nokkuð úr framburði
sínum fyrir rjettinum að Hesteyri, en getur
þess í privatbrjeíi til sonarins, sem fylgdi
brjeíinu til mín, að hann (o: sonurinn) skyldi
því að eins afhenda mjer brjeíið, að álíta megi
T>að það komi Skúla í hag«. Skrifar hr. S.
G. mjer svo seinna og biður mig blessaðan
að taka ekki mark á 3.-marz-brjeíinu, hann
bafi skrifað það drukkinn og eptir annara
hvötum, það sem hann hafi borið fyrir rjett-
inum að Hesteyri, sje allt satt, og sje hann
reiðubúinn til að »eiðfesta það aptur«.
I seinustu greininni: »Málareksturinn gegn
Sk. Th.« getur hr. Sk. Th. þess, að rannsókn-
inni gegn sjer hafi verið Htt hraðað í febrú-
ar, en láist að segja frá því, að jeg var á
embættisferð vestur í Arnarfirði þangað til
fram yfir miðjan mánuðinn. Að öðru leyti er
greinin ósönn.
Að lokum skal því lýst yfir, að jeg ætla
mjer ekki að svara »Þjóðviljanum unga« apt-
ur, en talast munum við, ritstjórinn og jeg,.
við seinna, og þá annarstaðar en í blöðunum.
ísafirði 12. apríl 1893.
Lárus Bjarnason.
Til ritstjóra »Isafoldar«.
Leiðarvísir ísafoldar.
1204. í tjeðri verzlun hefur einn af verzl-
unarþjónum tekið út úr reikningi mínum 118
kr. 74 a. án vilja míns og vitundar, en borgað
mjer þó til baka 80 kr. af þessari upphæö;
en er jeg krafði hann eptirstöðvanna, hótaði
hann mjer lögsókn og öllu hörðu, ef jeg ekki
þegði. Hvaða hegning liggur við þessu at-
hæfi, sem þjónninn vill fóðra með þvi, að jeg
einhvern tima áður, þegar hann spurði mig,
hvort við ekki ættum að hafa reikningaskipti,
jankaði því í gamni?
Sv.: Fangelsi eða betrunarhússvinna.
1205. Er jeg skyldugur að borga skuld, er
jeg skulda síðan 1873 og ekki hef fengið reikn-
ing upp á í fleiri ár, fyr en nú, að jeg er kraf-
inn um hana ?
Sv: Já.
1206. Jeg fjekk saltávísun hjá kaupmanni
í byrjun vetrarvertíðar í fyrra, 1892, upp á svo
mikið salt, er jeg þyrfti með; hefur nú afhend-
ingarmaður saltsins, sem ávísunin er stíluð
til, heimild til að neita mjer um salt út á
þessa ávisun til næstanýárs? eða gildir ávís-
unin ekki einnig fyrir haustið ? Venja í þessu
plássi er, að afhendingarmenn (anleggsmenn)
láta út á ávísanir til næsta nýárs.
Sv.: Afhendingarmaður saltsins er skyldur
til að svara út á ávísunina allan þann tíma,
er hún heimilar; sje ekkert timatakmark til
tekið í ávísaninni, þá er það komið undir
venju í byggðarlagi spyrjanda, hve lengi slík-
ar ávísanir eru látnar gilda almennt.
1207. Hefur kaupmaður ekki fyrirgert rjetti
sínum með skuld, ef hann ekki hefur gefið
reikning í 6 ár ?
Sv.: Nei.
1208. Á ekki jarðarábúandi forkaupsrjett á
ábýlisjörð sinni, ef landsdrottinn selur?
Sv.: Jú, með sömu kjörum og aðrir bjóða,
hafi hann «byggingu og lífsfestu» fyrir jörð-
inni, sbr. tilsk. 18. júní 1723.
36
tethiði að segja honum, það er skylt var, að hann vissi —
svo væri á drottins valdi, hversu þá skipaðist«.
Og nú var hún alráðiu við sig. Hún bar engan
kvíðboga fyrir, hversu fara kynni, en ljet sjer einungis
um það hugað, að það, sem gera skyldi, færi sem bezt
fram. Svo sem hálfa aðra viku sjávar þaðan ætlaði
cimskip á suðurleið að koma við um hádegisbilið. ! En
var eigi afhættis að ná í það, ef þegar væri brugðið við^
sjálf gat hún róið undir með hinum dygga sveini. Hún
ráðstafaði við hann tilsjón með skútunni, en ljet þess ó-
getið, hvert hún ætlaði. Það átti enginn að vita fyrr en
erindislokin sýndu sig.
Hún kom í tæka tíð á viðkomustöðina; en er hún
var komin upp á þilfar skipsins með barnið í fangi sjer
og sýndist þar allt svo ógegndarlega stórt, eptir langdval-
irnar í þrönghýsinu á skútunni —, þá fjekk hún snöggv-
ast svolitla kvíða-aðkenning; en hún hvarf brátt aptur,
og æðrulaust hugsaði hún til þess, er framtíðin geymdi í
skauti sjer.
Um sólarlag voru þau komin á móts við bústað Hol-
geirs gamla, og þar var hún flutt á land í einum af bát-
unum hans. Hún drýgði sporin sem mest hún mátti
upp að húsinu, og var eigi annað að sjá, en að hún ætti
til fagnaðar að flýta sjer; þó var hraðinn í rauninni öllu
heldur flótti fyrir einhverjum geig, er lá við að ætlaði
33
»Segðu ekki það«, mælti Ragna og laut grátandi of-
an yfir sveininn.
Þá fló svartvængjaður fugl ógæfunnar gegn um sál
hans í hugrenningar líki, og hann formælti föður sínum,
af því hann drægi sjálfum sjer öll hlynnindi, er þau
mæðgin yrði að fara á mis.
»í guðs bænum!« hrópaði Ragna; »nú ert þú ekki
með sjálfum þjer, Ásmundur!«
Og hann var það ekki. Hann stjakaði henni frá sjer,
er hún vildi stilla hann, stökk upp á þilfarið og
settist þar, og hann var svo yfirkominn af harmi, að hann
nötraði allur frá hvirfli til ilja, þótt ekki væri honum
fysjað saman, svo sem þá er stormur skekur einmana
eik á hamri uppi.
Þessi geðæsing snerist upp í nokkurs konar þung-
lyndi, er frá leið, og gerðist hann liljóður og óþjálh Þá
var það svo sem mánuði síðar, að hann fjekk brjef frá
föður sínum, er bað hann að setja tafarlaust einhvem
mann í sinn stað fyrir skútuna, en takast sjálfur ferö á
hendur af föður síns hálfu. Verzlunin »H. Bjarki & sonur*
— það var í fyrsta sinn, er karlinn nefndi verzlun sína
svo — ætti sem sje á hættu að missa allmikið fje«. »Sjálfs
er höndin hollust«, kvað hann, »hollari en óvalins mál-
færslumanns«; og því bað hann son sinn hafa hraðann