Ísafold - 20.05.1893, Síða 2

Ísafold - 20.05.1893, Síða 2
því að fjöldinn væri þar svo mikill; en bændur fyrir norðan og austan mættu sitja fólklausir fram á sumar, eða fast að slátt- arbyrjun. Þá mundi nú koma sjer vel fyrir Norð- lendingaog Austlendinga, að lausamennsku- leyflð væri bundið við 25 ára aldurinn, því þá hefðu þeir þó nokkurp mannafla til vinnubragða. Það er ætlun min, að sjávarbændur mundu bíða tiltölulega minni haila en sveitabændur af fjölgun lausa- manna og fækkun vinnumanna, því að- sóknin yrði svo mikil að útróðrarstöðun- um, að sjaldan mundi þar verða skortur á sjómönnum. Jeg get jafnvel búizt við, að hún styddi að atvinnuvegi sjávarbænda, og væri það mikil bót í máli. Þannig gæti þá nokkuð unnist á sjávarbændábú- skapnum, upp í það, sem missist á land- bændabúskapnum. Auðvitað verður heilla- vænlegast, að lausamennirnir dreifist um landið hlutfallslega eptir vinnuþörflnni. En einmitt er hætt við, að þetta kannske ekki verði, og allra sízt fyrst í stað, því víð- átta og strjálbyggð landsins er svo mikil, samgöngurnar ónógar, og tiðarfarið bœði nokkuö hart og breytilegt. Við því get jeg líka búizt, að margir af landbændum hefðu heldur eigi tiifinnanlegan halla af fækkun vinnumanna og Qöigun lausa- manna, t. d. þeir, sem búa ekki í mikiili fjarlægð frá sjóplássunum; þvi þaðan munda þeir opt og einatt geta fengið menn ívið- lögum til naiiðsynjaverka á heimilum sín- um. En hins vegar getur komið fyrir, einkum á sumum tímum árs, að allir vinnu- veitendur, sem árshjú hafa haldið, verðiað borga vinnuna tiltölulega nokkru dýrara en áður, og við það verða menn að sætta sig. En ef því mætti treysta, að vinn- an ykist í landinu við afnám vistarskyldu og fjölgun iausamanna, ætti líkaað koma nokkuð í aðra hönd fyrir slikan kostnað- arauka. Jeg fyrir mitt leyti hefi samt ekki trú á því, að vinnan aukist að sama hlutfalli og tala lausamanna; jeg hygg heldur, að vinnan verði fyrir það engu meiri eptir en áður, og það byggi jeg á stöðu lausamanna; þeir verða víst opt að ferðast úr einum stað í annan, til að sæta vinnu, og þannig gengur nokkur tími til ferðalaganna. Auk þessa eru sumir menn svo gerðir, að þeir taka sjer heldur hvíld- arstund í sjálfsmennsku en ef þeir eru annara hjú, og þetta ætla jeg að líka muni brenna við um lausamennina. Að síðustu ætla jeg með nokkrum orð- um að minnast á stöðu lausamanna. Jeg ætla að gera ráð fyrir, að frumvarp efri deildar verði — með litlum breytingum — að lögum, og þá er öllum ljóst að verk- mönnum eru mikil hlunnindi veitt, 1 því tilliti, að þeim er gefinn kostur á, að ráða sjálfir atvinnu sinni á þann hátt, er þeim bezt líkar, fyrir lítið og ótiifinnanlegt gjald, að minnsta kosti 6/e lægra en verið hefir. Eg efast ekki um, að mörgum manni, er skynsamlega notar þetta ódýra lausa- mennskuleyfi, verði að því mikíll efnaleg- ur hagur. Það er bæði vonandi og ósk- andi, að það festi huga þeirra við laud vort, en að þeir noti eigi peningahag þann, er lausamennskan veitir þeirn, til þess að gjörast því heldur liðhlaupar frá oss vest- | ur um haf til Ameríku^ eins og nú er svo ofarlega á baugi hjá mörgum. Jeg ætla að vona alls hins bezta í þessu efni, og styð von mína við það sem, eðlilegast er, »að frjálslegri lög festi fólk í landi.». Það er og vonandi, að lausamenn hætti allri viðleitni um, að vera í ólöglegri lausa- mennsku, en slíkt þó ekki svo óvíða átt sjer stað. Þannig hafa sumir menn þótzt eiga heimili fyrir sunnan, þegar þeir hafa verið í Norðurlandi, og aptur fyrir norð- an, þegar þeir hafa verið á Suðurlandi. Auð- vitað hafa þeir hvergi átt lögheimili, og hefir þetta á stundum villt sveitfesti manna. Slík undanbrögð og rangur framburður mun vissulega hverfa með hinum nýju lög- um, enda munu þau gefa tilefni til hins strangasta eptirlits viðvíkjandi heimilis- fangi lausamanna. Hið eina, sem jeg helzt ber kvíðboga fyrir, að því er snertir stöðu lausamanna, er, að þeim kunni á stundum að ganga erflðlega með, að útvega sjer ársheimili. En ef þeir reyna að ávinna sjer góðan þokka hjá bændum, með því að vera sanngjarnir í kröfum við þá, hvað kaup snertir, fljótir til verka, þegar á ligg- ur og þeir eru viðstaddir, þó eigi sje um samið áður, liðugir til smávika, þegar þeir hafa ekki önnur störf fyrir hendi, og leitast við að koma sem bezt fram á heim- ilunum að verða má, með ráðvöndu dag- fari og viðfeldinni umgengni, þá hefl jeg beztu von um, að þeim verði engin vand- ræði úr, að útvega sjer ársheimili og þá um leið ábyrgðarmenn fyrir gjöldum sín- um. (Ritað seint i aprílmánuði 1893). Aflabrögð. Þessa viku alla hefir verið landburður af fiski í suðurveiðistöðunum hjer við flóann, úr Garðsjó inn á Strönd, af vænum þorski, á síld, sem fór að afl- ast fyrra laugardag. Einnig ágætis-afli hjer á Inn-nesjum. Póstskipið Laura iagði af stað hjeð- an tii K.hafnar aðfaranótt hins 14. þ. m*. Með því sigldu: Frú Torfh. Þ. Holm og cand. theol. Jón Helgason til Khafnar, og Sigm. Guðmundsson prentari til Skotlands; enn fremur nokkrir útlendir ferðamenn. Gufuskipið »Ernst«, skipstj. Randulíf, kom hingað 15. þ. m., til þess að grennsl- ast eptir um fólksflutning til Austfjarða í næsta mánuði, hjelt daginn eptir til Fær- eyja, að sækja þangað færeyska fiskimenn til Austfjarða, og er væntanlegt hingað laust eptir fardaga. Vegagerð. Nú eptir hátíðina á að byrja á vegagerð á Mosfellsheiði, byrja út úr Hellisheiðarveginum skammt fyrir ofan Hólm, og leggja nýjan veg þa'r upp á heiði fyrir sunnan Seljadalina. Fyrir þeirri vegagerð stendur Erlendur Zakaríasson. Önnur aðalvegagerðin á landssjóðs kostn- að í sumar fer fram á Austfjörðum á Vest- dalsheiði, undir forustu Páls Jónssonar. Kláffossbrúin á Hvítá. Til að hlaða stöplana þar m. m. er Árni Zakarías- son farinn af stað fyrir nokkrum dögum. Brúna sjálfa smíðar eða lætur smíða Helgi kaupm. Helgason. Handa Landeyingum. Samskotin eru nú orðin hjer kringum 600 kr., í pening- um, innskriptum og matvöru. í þeim á 1 maður 6. partinn, W. Christensen kaup- maður, sem hefir gefið 6 tunnur af mat, heiming frá sjálfum sjer og helming frá verzluninni. Er í ráði að fá gufubátinn »Odd« sendan nú eptir hátíðina austur í Landeyjar með bráðabirgðar-matbjörg fyr- ir það sem fengið er hjer af samskotum. Þau verða auglýst síðar, samkvæmt sam- skotaskránni. En auk þess hefir þetta verið afhent ritstjóra ísafoldar frá því síðast: Frá ónefndum í Keflavík 20 kr. Hallgr. Melsteð landsbókav. 5 kr. Kristín Guðmunds- dóttir (í Pósthússtræti nr. 13) 2 kr. Akranesi 18. maí: »Hin liðna vertíð heflr verið hjer sem annarsstaðar við Faxa- flóa mikið aflasæl, gæftir hafa verið frem- ur stirðar, því langt (á Svið) hefir þurft að sækja, þar til nú rjett fyrir lokin að fiskur hefir fengizt á grunni. Menn eru hjer ekki svo greinagóðir, að skýra frá hlutarupphæðum sínum í vertíðarlok, þó daglega spari þeir ekki að segja frá því. Fáir munu telja yfir 1000, en margir langt fyrir neðan það, og mikið vantar á, að það sje allt fullorðinn fiskur. Hið eina fiilskip, »Admiralship«, sem hjer er og Böð- var kaupmaður á og hefir haldið úti, hef- ir fengið með 11 manns frá 30. marz til 12. maí 11,300 á skip. Ekkert manntjón eða slys hefir viljað hjer til á vertíðinni, nema 2 bátum hefir þó borizt á í sunda- leið; líkiega hefði ekkert orðið að sök, hefði þeir haft lýsi eða olíu og kunnað með að fara, en hjer hirða menn ekkert um þess háttar. Bjargráðanefnd er hjer að nafninu, en hennar gætir lítið. I vetur fyrir vertíðina varð loks af því að mönnum kom saman um að stofna A- byrgðarsjóð fyrir opin skip hjer á Skag- anum. Þannig voru 37 skip og bátarvirt- ir og greitt af virðingarverði þeirra x/2 % fyrir vertíðina, og þar eptir skyldi greiða fullt virðingarverðið, ef þau töpuðust. Aptur í lokin, 12. maí, átti að endurnýja ábyrgðina með nýju iðgjaldi. x/2 % fyrir vorvertíðina, — en það hefir nú, 18. maí, einungis verið gjört fyrir 11 af skipum þessum. Þannig lítur út fyrir, að menn ætli að trjenast upp á þessu góða fyrir- tœki. Eins og sagt hefir verið frá í blöðunum, var hjer róinn í land hvalur, vel tvítugur, með hjer um bil 260 vættum af spiki og rengi, sem selt var við uppboð fyrir 970 kr. Skutull fannst í hvalnum; verður því ekki svo mikið happ að honum, sem hann var mikill og góður, því að þetta skiptist upp á milli margra, sem unnu að uppróðr- inum, og fl. o. fl. Eins og nærri má geta, við alla þessa guðs blessun sem hjer færðist á land og jafnframt því sem spurðist um hið mikla manntjón að austan, var tækifærið ekki látið ónotað, að minna menn á að »gleyma nú ekki »Eklcnasjóði Borgarfjarðarsýslu« heldur auka hann með dálitlum hlautfisks- samskotum og skal nú, eins og í haust, skýrt frá gefendunum og gjöfunum: Gísli Einarss. á Hliði af 6 hlutum Guðmundur á Kringiu — 2*/s — Einar Ingjaldsson — 4 i smundur í Bæ — 1 Hallgrímur á Söndum — 1 Halldór sama staðar — 1 Magnús Jörenson — 1 60pdblf. 2.40 37-------1.48 48-------1.72 16--------«64 50-------2.00 ‘20-----«80 60-------2.40 Samtals 11 kr. 44 a.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.