Ísafold - 24.06.1893, Síða 1

Ísafold - 24.06.1893, Síða 1
Itemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Vert) árg (75—80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. e?)a l'/a doll.; borgist fyrir mibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn(skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg Reykjavík, laugardaginn 24. júní 1893. 40. blað. Nokkrar athugasemdir um reglurnar fyrir styrkveitingu úr landssjóði til búnaðarfjelaga. Það hefir áður verið minnzt á það í blöðunum, að skilyrði þau, og einkum reglur þær, sem síðasta þing vort samdi fyrir styrkveitingu ur landssjóði til búnaðarfjelaga, væru eigi að öllu leyti svo haganlegar og fullnægjandi sem óskandi væri. Það var heldur ekki að búast við, að þingið leysti það verk svo af hendi, að allir landsmenn yrðu ánægðir, þar eð ástæður, hvað jarða- bætur snertir, eru svo mismunandi í ýmsum pörtum landsins. Þó eru það nokkur atriði í reglunum, semjeg ætla að geti verið hagfelldari, ekki einungis fyrir einstök hjeruð, heldur og fyrir allt landið, og þar eð ekki er ólíklegt, að þing það, er nú fer í hönd, taki þetta málefni til endurskoðunar, vil jeg leyfa mjer að benda hjer á hin helztu þeirra, jafnvel þó það liafi að nokkru deyti verið gjört áður. Af varnargörðum, hlöðnum úr torfi, sem eru 4'/2 fet á hæð, eru 5 faðmar lagðir í dagsverk; en af stíflugörðum 250 teningsfet, sem ekki mun fjarri sanni. Til þess, að varnargarðar úr torfi sjeu varanlegir, mun ekki veita af, að í 5 föðmum sjeu að minnsta kosti -um 500 teningsfet, en varnargarða er lítið eða ekkert fijótlegra að hlaða en stíflugarða; það er því fljótt sjeð, að ’njer er of mikið lagt í dagsverk. Það er líka slæmt, að ekki eru nein ákvæði um það, hvað garðarnir eiga að vera þykkir, sem í sjálfu sjer er þó nauðsynlegra en að ákveða hæðina, því þótt garður sje hlaðinn fet á hæð, getur hann verið því nær ónýtur— eða jafnvel að eins til að gjöra land- nám —, sje hann svo þunnur, að hann standi ekki nema í mesta lagi 1—2 ár, sem ekki mun dæmalaust; en þótt hann sje ekki nema t. d. 3 fet á hæð, getur hann gjört fullt gagn í samanburði við það verk, sem hefir verið lagt í hann, sje hann nógu þykkur, því sá garður stendur vel, og hann er líka ætíð hægt að hækka með torfi, trje, eða trje og járnvír, en þunni garðurinn er gagns- lítill, eins og hann er, og það er naum- ast hægt að bæta við þykkt hans, svo laglega fari. Það má að sönnu—ef til vill—ætlast til, að skoðunarmennirnir taki ekki garðana til greina, nema þeir sjeu nógu þykkir; en sama má þá og segja um hæðina, og eptir því hefði þá ekki heldur þurft að ákveða hana. Það þykir mörgum hentugt, að hlaða ’torfgarða ekki með fullri hæð, en bæta í þess stað við þá einum streng af járn- vír eða trje. Þannig lagaðar girðingar geta opt orðið ódýrari og þó jafnvel varanlegri en garðar hlaðnir eingöngu úr torfi. Það er því miður fallið, að eptir reglunum er ekki hægt að taka þær til greina. Mjög opt eru líka hlaðnir garðar úr hvorutveggju, torfi og grjóti, sem ekki eru heldur nein á- kvæði um í reglunum. Þá eru líka, sem kunnungt er, opt gjörðar girðingar eingöngu úr trje eða trje og járnvír. Til slíkra girðinga er nauðsynlegt að grípa, þegar svo stend- ur á, að annað efni er ekki hægt að fá, nema með mjög mikilli fyrirhöfn, sem opt á sjer stað, þegar óræktuð jörð er tekin til ræktunar og landið enda kannske svo lítið,- að ekki má taka af því til garðstæðis og uppstungu, t. d. í kaupstöðum og verzlunarstöðum; en þannig lagaðar girðingar er því miður heldur ekki hægt að taka til greina eptir reglunum. Þá eru þúfnasljettur. Af sljettum, unnum með handverk- færum, eru 10 □ faðmar lagðir í dags- verk, en af sljettum, sem unnar eru með plóg og herfi, 15 □ faðmar. Þessu finnst mjer ætti að breyta. Það er að vísu satt, að það mun víða eins hægt, að sljetta 15 □ faðma með plóg og herfi—sjeu brúkaðir vanir hest- ar—eins og 10 □ faðma með handverk- færum;enhjer ernokkur sannarsað gæta. Styrkurinn, sem veittur er af almanna- fje til eflingar jarðabótum, mun alls ekki eiga að skoðast sem borgun fyrir hin unnu verk, heldur sem nokkurs konar verðlaun, er hvetji menn til að stunda jarðabæturnar sem inest. Nú viðurkenna allir, að plógur og herfi sje mjög nauðsynlegt við þúfnasljettur, og jafnvel litlar likur til, að þær verði stundaðar í miklum mæli fyrri en þau verkfæri eru almennt notuð, þar sem því verður við koinið. Það virðist því ekki eiga vel við, að láta þá fáu, sem hafa hyggindi og dugnað til að nota plóg og herfi, einmitt gjalda þess. Gjalda þess, að þeir vinna öðrum fremur eins og menntaðir menn. Þess konar fjárveiting ætti meira að segja ætíð að vera því ríflegri, sem verkin eru unnin á auðveldari hátt. Það er líka mjög auðvelt að fara í kring um reglurnar i þessu efni. Skoðunarmönnunum getur opt verið ómögulegt að vita, hvort sljetturnar hafa verið unnar með plóg og lierfi, eða handverkfærum eingöngu, og þá verða þeir að eins að fara eptir sögusögn hlutaðeigandi manna, sem ekki sýnist þó vel tryggilegt. Af flatarmáli matjurtagarða, sern ruddir eru í fyrsta sinn, lagði þingið 25 □ faðma í dagsverk. ' Það er alls ekki minna verk, að undirbúa órotaða jörð, svo hún verði hæfilegur sáðreitur, en að sljetta jafn-stóran part/enda mun það hafa verið álit nefndar þeirrar, sem hafði málið til meðferðar. Það er að vísu satt, að það þarf ekki að þekja þann blett, sem ætlaður er fyrir sáðreit, en það þarf að stinga hann optar og dýpra, hreinsa betur úr hon- um grjót o. fi. en þeirri jörð, sem á að sljetta. Það er ekki rjett að miða við það, að matjurtagarðar sjeu ruddir á þann hátt, að stinga grasrótina fyrst ofan af, og hlaða úr henni í kring um sáðreitinn, stinga síðan moldina einu sinni upp, og telja þá reitinn fullkom- lega undirbúinn til að sá í hann, þótt slík aðferð sje kannske ekki svo sjald- gæf. Hitt er rjett, og við það ber að miða, að stinga grasrótina niður í sáð- reitinn, og láta hana fúna þar, en það kostar bæði langan tíma og all-mikla fyrirliöfn. Einnig er það tíðara, að jörð, sem rudd er til að vera sáðreitur, er grýttari en sú, sem tekin er til sljettu. Yfir höfuð held jeg mjög varhugavert, að leggja of mikið í dagsverk. Vinn- endur vilja ógj'arnan vinna minna en það, sem hyggnustu menn þjóðarinnar telja meðallag; en sje það nú í raun og veru meira en meðallag, er hætt við, að vandvirknin verði á hakanum, en hvað búfræðinga vora snertir, mun þá fremur skorta vandvirkni en fljótvirkni. Þær breytingar og þeir viðaukar, sem jeg tel nauðsynlegast að þingið í sumar gerði við hinar áðurnefndu reglur, eru því einkum þessar: 1., að teknir sjeu til greina garðar, sem hlaðnir eru úr hvorutveggju, torfi og grjóti til samans: a, úr torfi að innan, en grjóti að utan; b, bæði úr torfi og grjóti (sitt lagið af hvoru) að utan og innan; c, bæði torfi og grjóti að utan, en að eins torfi að innan; 2., að teknir sjeu til greina garðar, hlaðnir úr torfi, með einum streng, af trje eða járnvír, sem sje festur á milli staura, er sjeu reknir ofan í garðinn; 3., að allir varnargarðar, sem að ein- hverju eða öllu leyti eru úr torfi, sjeu lagðir í.dagsverk, eptir tenings- fetatali, og ákveðið sje, hvað þeir mega, livor um sig, vera þynnstir efst og neðst, til þess að þeir sjeu teknir til greina! Einnig tiltekin hæð þeirra. 4., að teknar sjeu til greina girðingar,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.