Ísafold - 01.07.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.07.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Yerð árg (75—80 arkft) 4 kr., erlendis 5 kr. eT)a 1 */s doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vil> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blabs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Gufubáturinn „ELÍN“ fer að Sorfallalausu aukaferð til Ólafsvíkur þann 13. júlí þ. á., um leið og hún fer áætlunarferðina til Skógarness ogBúða. Þingib. Það er .jafnan illt í þingbyrjun að spð 'fyrir því, hvernig því muni reiða af og hvað það muni helzt afreka; en aldrei er það örðugra en þegar þing-ið er að miklu leyti skipað nýjum mönnum, óreyndum við svo mikils háttar afskipti af landsins gagni ■og nauðsynjum. Hjer eru eigi til fastir þingflokkar, er menn skipi sjer í þegar við kosningarnar til þingsins, með ákveð- inni stefnn og ákveðnu ætlunarverki.svo sem algengter meðal þroskaðri þjóða. Yfirlýsing- -ar og ályktanir þingmálafunda er og nauðalítið að marka yflrleitt, með því að þeir eru svo margir sóttir með hangandi Jhendi og mikilli deyfð. Það er helzt eitt- hvað á því að byggja, hafl þingmaðurinn ■eða'þingmennirnir sjálflr láti uppi ákveðn- ■ar skoðanir á þiugmálafuudi og fundar- menn aðhyllzt þær. En það er hvergi nærri ætíð því að heilsa. Fyrsta spurning flestra nú er, hvað verða muni um stjórnarskrármálið á þessu þingi, hvort það muni tekið til umræðu eða ekki, og hvernig því muni reiða af, verði því ■hleypt inn á þing. Að það verði tekið til meðferðar, þarf varla að efa. Þó að þeir kunni að vera eins margir í þingbyrjun, sem ekki vilja það, eins og binir, þá eru fylgismenn þess 'langt, um einbeittari, og láta deyfð hinna og mótþróa eigi breyta hót sinni fyrirætl- un. Og þegar einu sinni inn fyrir dyrnar er komið með málið, renna óðara tvær gi’ímur á ýmsa þá, sem miður er um það gefið, og fer svo áður lýkur, aðþeimflnnst sumum ábyrgðarhluti að hepta för þess gegn um þá deildina, svo mörgum, að málið fiýtur og vel það, — þó eigi sje annars vegna, þá til þess, að vita, hvað hin deildin gerir við það. Þó að því ofan á hafi orðið nú á ýmsum þingmálafund- um, að bezt mundi að láta málið hvíia sig í þetta sinn, og ýmsum þingmönnum kunni að vera það næst skapi, þá má ganga að því vísu, að málið verður eigi- einungis borið upp, iieldur liefst sjálfsagt gegn um neðri deild að minnsta kosti, og hina ef til vill iíka, eins og hún nú er skipuð, og það Hklegast í því sniði, sem það hlaut í neðri deild 1891, eða því líku. Það er að segja svo framarlega, sem stjórnin eða hennar fulltrúi hefir sömu svör og áður og ekki nein önnur þýðari ■ eða vænlegri til samkomulags. Reykjavík, laugardaginn 1. júlí 1893. Með því sama lagi verður og svar kjósenda næst, eptir þingrof í haust, sjálfsagt ein- dregið í endurskoðunaráttina. Því þar sem sannfæring kann að bresta eða fyllilegan áhuga á málinu sjálfs þess vegna, þar kemur þráið til, er eintómri einþykkni er beitt í móti af stjórnarinnar hendi eða meðan það er gert. Af öðrum málum mun samgöngumálið hafa mestan byr á þessu þingi. Þjórsár- brúin verður sjálfsagf iögleidd, og vega- bótafje að líkindum aukið að mun. Gufu- bátastyrkur sömuleiðis lieldur aukinn en hitt, og strandferðir færðar aptur í sama horf og á undan þessu fjárhagstímabili, nokkuð umbætt þó. Skattamál landsins verða að öllum lík- indum látin alveg óhreifð í þetta sinn. Meiri hlutann mun enn skorta hyggindi og hleypidómaleysi til þess að aðhyllast þá breyting á þeim, er viturlegust væri og landsheillavænlegust, en það er stórkostleg hækkun á áfengistollum, þreföld, eða meir. Kák við hina tollana og afnám ábúðar- og lausafjárskatts mun allur fjöldi þingmanna meta alveg ótímabært, þótt enn sem fyr bryddi á slíkum óskum í sumum kjördæm- um; það er líklegast, að þess lcyns raddir heyrist lengstaf innan um, alla tíð meðan nokkur landssjóðsgjöld eru á menn lögð. Afnáms amtmannaembættanna verður ef- laust kraflzt á þessu þingi eindregnara en nokkru sinni áður, meðal annars vegna þess, að annað þeirra heflr losnað frá því á síðasta þingi. Sömuleiðis lögleiðir þing- ið enn einu sinni af sinni hálfu stofnun lagaskóla, ef eigi háskóla. Yið eptirlauna- málið verður og sjálf'sagt eitthvað átt, þó líklega fremur svo, að minnka þau stór. um, eptirlaunin, heldur en að afnema þau ineð öilu, sem sjálfsagt væri og miður hyggilegt. Fast þingfararkaup verður og sjálfsagt lögleitt á þessu þingi, loksins. Að öðru leyti mun naumast mikið eða margt ná fram að ganga á þessu þingi af uppvakningum frá fyrri þingum, en mörg nýmæli upp borin að vanda, þrátt fyrir alla.n góðan ásetning og áminningar frá kjósendum um að takmarka sem mest mála- fjöldann. Meiri hluti þeirra nýmæla fær eigi fullnaðarúrslit fyr en á miðþingi kjör- bilsins; það er það þing, sem mest verður eða á jafnan að verða mest uppskeran eptir, ef allt fer skaplega, t. d. engin gagnslaus stæla eyðir meiri hluta af tíma og kröptum þingmanna. Þá hafa hugmynd- ir hinna nýju þingmanna fengið tíma til að þroskazt og setjast; þá hafa nýmæli þeirra fengið að ganga gegnum nauðsyn- legan hreinsunareld. Þriðja og síðasta þing kjörtímans er nokkurs konar eptirleit og iafnframt gróðrarreitur þeirra nýmæla, 42. blað. er almenningur heflr eigi átt kost á að láta uppi neinar óskir um, en eigi þykir ráðandi til lykta án þess; en færið til þess eru nýjar almennar kosningar. Einlægan ásetning um að verða þjóð sinni að liði í sinni mikilsverðu stöðu þarf eigi að efa hjá neinum þingmanna vorra. Vjer óskum allir og vonum, að hvorki sundurlyndi og flokkadrættir nje annað ólán spilli nokkSrn tíma þeim fagra ásetningi, heldur verði starf þessa þings, er nú hefst, þingmönnum sjálfum til sóma og landi og lýð til sannra heilla. Þingmálafundir. K.jósar- og Gullbringusýsla. Fundur 26. júní, í Hafnarfirði. Fjórtán kjósendur á fundi. Fundarstj. Þórarinn próf. Böðvarsson, skrifari hinn þingmaðurinn: Jón skólastjóri Þórarinsson. Samþ. að skora á alþingi að fylgja fram stjórnarskrdrfrv. frá 1891; að taka menntamál alþýðu til rækilegrar íhugun- ar; að afnema dbúðar- og lausafjdrskatt, en leggja á toll í hans stað, einkum á útfluttan fjenað og óunnar landhúnaðarafurðir, sem út eru fluttar; ennf'r. afnema sykurtoll, en að öðru leyti tollar óbreyttir (ekki hækka vin- fangatoll, en styðja bindindisviðleitni með fjárframlagi úr landssjóði); að brúa Þjórsá á landssjóðs kostnað að öllu leyti, en tolla þá brúna. og eins hina á Ölfusá; að taka verzl- unarmálið til rækilegrar íhugunar og leitast við að ráða bót á verzlunarhag landsins á hvern þann hátt, sem það álítur tiltækilegan, t. d. með því að setja verzlunarerindreka er- lendis (málið flutt af síra Jens Pálssyni); að taka fátækralöggjöfina til alvarlegrar íhugun- ar. Til nmræðu kom leysing vistarhands og lausamennsku, og sömul. yfirstjórn þjóðkirkj- unnar og meðferð á kirknafje, en engin álykt- un gerð um þau mál. Halldór hreppstj. í Þormóðsdal vildi láta ákveða áfangastaði með lögum, og vildi fundurinn, að þingið tæki það mál til íhugunar. Þá var og haldin í sama kjördæmi á öðr- um stað, í Kollafirði, þingmálaf'undarnef'na 24. f. m., af 9 kjósendum. Þar vildu menn að þingið styrkti þilskipa-ábyrgðarsjóð, yki búnaðarstyrk og umbætti útbýtingarreglurnar, og tryggði rjett sveitarfjelaga gegn hlynninda- eigendum utansveitar, leysti alveg vistar- bandið á fulltíða mönnum, en t.rj’ggði nm leið rjett búenda og sveitarfjelaga gagnvart lausafólki og umrenningum, ljeti fæðingar- hrepp ráða sveitfesti 'til tvítugs, en úr þvi lögheimilishrepp, ákvæði sýslunefndarmönnum 4 kr. í dagpeninga og að kosinn væri vara- sýslunef'ndarmaður f'yrir hvern hrepp, byggi traustara um framfærsluskyldu útfara við eptirskilda vandamenn, setti milliþinganefnd til að undirbúa nýmæli um gjöld til prests og kirkju, ljeti stjórnarskrármálið óhreift í þetta ' sinn, en væri það tekið til umræðu, þá að farið væri í líka stefnu og frv. efrid. 1889, yki styrk til kennaramenntunar og umgangs- kennslu í sveitum, gerði almenningi hægra fyrir að neyta kosningarrjettar síns til alþing- is, afnæmi eptirlaun, fækkaði helgidögum og afnæmi ábúðar- og lausafjárskatt, en tollaði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.