Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.01.1894, Blaðsíða 4
8 Aukalæknar. í eitt af 6 nýjum auka- læknisdæmum, samkæmt síðustu fjárlögum heflr landshöfðingi sett mann 30. f. m., Sigurð Hjörleifsson,háskólakandídat,nefnil. í Háls-, Grýtubakka- og Ljósavatns hreppa, fyrst um sinn til eins árs. Enn fremur hefir landshöfðingi sett til bráðabirgða lækna- skólakand. Ólaf Finsen (póstmeistara) auka- iækni á Skipaskaga,í stað Björns augnalæknis Ólafssonar, sem hingað er fluttur til bæjar- ins og seztur hjer að fyrir fullt og allt (í húsi því, er Tómas heit. Hallgrímsson docent bjó í). Prestaskölinn. Docent síra Þórhallur Bjarnarson er settur forstöðumaður þar, í stað síra Helga sál., sem verður jarðaður í dag. Hátíðaskemmtanir voru ekki mikiar hjer í höfuðstaðnum í þetta sinn. »Söng- fjelagið frá 14/i ’92« söng tvö kvöld fyrir jólin, með allgóðri aðsókn og við mikið góðan orðstír. Lærisveinar latínuskólans ljeku 4 kveld milli jóla og nýárs í skóla- húsinu Genboerne og annað rit útlent, íslenzkuð bæði, en ofviða fyrir þá, og buðu til vandamönnum og kunningjum. Loks ljek Hornafjelagið á sín hljóðfæri tvö kvöld um þrettándaleytið í Templarahús- inu fyrir gjald. og þriðja kvöldið á sama stað kauplaust fyrir fátæklinga, með hús- fylli þá, en heldur fátt um áheyrendur hin kvöldin, og þótti þó þeim, sem heyrðu, bezta skemmtun, aukin með mikið fögrum solosöng stúdents Benidikts Gröndals (Þor- valdsonar); hefir Hornafjelagið svo opt skemmt bæjarmönnum fyrir ekki neitt, að þeim væri vorkunnarlaust að sjá ekki eptir þeim fáu aurum, er það setur upp við svona tækifæri, til þess að standast nauð- synleg útgjöld sín, en sannarlega í engu ábataskyni. Kveflandfarsótt gengur hjer í bæn- um og nágrenninu, en snýst upp í lungna- bólgu á sumum. Mannalát. Nýársdag andaðist hjer í bænum merkiskonan Sesselja Þórðardóttir, ekkja Þórðar bónda Jónssonar á Syðri- Reykjum í Biskupstungum, móðir Halldórs bókbindara og þeirra bræðra, en dóttir síra Þóröar Halldórssonar á Torfastöðum. Hinn 4. þ. mán. andaðist að Neðra-Hálsi í Kjós húsfreyjan þar, Guðrún Guðmunds- dóttir, kona Þórðar hreppstjóra og amts- ráðsmanns Guðmundssonar, á 50. aldursári, með fremstu konum í sinni röð, góðsöm og hjálpfús við alla,. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, er 6 lifa, þeirra á meðal einn iærisveinn í lærða skólanum. Hjer í bænum andaðist 9. þ. m. af lungnabóigu Kristinn bóndi Ólafsson frá Steinum (hjá Bráðræði), maður um fimmt- ugt, tengdasonur Magnúsar heit. dbr.manns í Bráðræði, dugnaðarmaður, vel látinn. Öllum þeim ótal mörgu, sem hafa sýnt mjer og mínum ógleymanlega hlut- tekningu meðan maðurinn minn sálugi Tómas læknir HaJlgrímsson lá og við dauða hans og jarðarför, færi jeg hjer með mitt innilegasta þakklæti. Iteykjavík 6. jan. 1894. Ásta Hallgrímsson. Góður sjómaður getur fengið skiprúm suður í Höfnum á næstkomandi vertíð. Ritstj. vísar á. Den danske Landmandsforsamling hefur ráðið að haida sýningu á öllu því, sem að búnaði lýtur næsta sumar í Rand- árósi, dagana 26. dag júnímán. til 1. dag júlímánaðar, og hefur kosið mig umboðs- mann sinn hjer á landi. Ef einhverjir Is- lendingar kynnu að vilja senda eitthvað á sýningu, og geta þeir, sem það vilja snúið sjer til mín til að fá skýringu um það, hversu þeir eigi að liaga sjer í því efni. Reykjavík ö. jan. 1894. H. Kr. Friðriksson._____ Aðvörun út ai' eitrun rjúpna. Með því að rjúpur þær, sem eitraðar hafa verið fyrir refi, ekki munu hafa ver- ið svo rækilega auðkenndar, að óyggjandi vissa sje fengin fyrir, því að þær geti ekki óviljandi slæðzt saman við nýskotnar rjúp- ur og oröið boðnar fram sem verzlunar- vara, og þannig orsakað slys, viljum vjer sem ritum nöfn vor hjer undir, aðvara viðskiptamenn vora og aðra um, að vjer alls engar rjúpur kaupum til útflutnings fyrst um sinn. Reykjavík 9. jan. 1894. pr. W. Fischer pr. H. Th. A. Thomsen Guðbr. Finnbogason. Johs. Ilansen. pr. W. Christensen pr. P. C. Knudtzon & Sön S. E. Waage. . J. Nordmann. G. Zoega & Co. W G.. Spence Faterson. pr. E. Felixson pr. J. P. T. Bryde Ámi Eyþórsson. N. B. Nielsen. Sturla Jónsson. Til yesturfara. Eins og að undanförnu annast jeg undir- skrifaður um fólksflutninga til Ameríku fyrir hönd Allan-línunnar, og verður sent beinlínis skip næsta sumar eptir f'ólk- inu, ef nógu rnargir lia'fa skrifað sig eða pantað f'ar hjá mjer eða agentum mínum svo tímanlega, að jeg fái að vitatölu þeirra, er ætla að flytja sig til Ameríku á næstkom- andi sumri með minni línu, í síðasta lagi með póstum, er koma bingað til Reykja- vikur í aprilmánuði næstkomandi eða með fyrsta strandferðaskipi í vor komandi. Það er mjög áríðandi, að fólk gefi sig fram i tíma, svo jeg geti pantað hæfilega stórt skip til að sækja fólkið ‘nógu snemma, því þeir, er síðar gefa sig fram, verða því að eins teknir, að plássið sje nóg í skipinu. Einnig flyt jeg með dönsku gufuskipunum þá, er heldur vilja fara með þeim. Allir, sem ætla vestur að sumri, ættu að vera tilbúnir um miðjan júní; það er mjög áríðandi, að komast nógu snemma vestur, til að tapa ekki af sumarvinnu þar. Manitoba-stjórnin sjer um að útvega fólk- inu vinnu strax og hún veit hvað margir muni koma, svo engir þurf'a að bíða eptir að fá vinnu, þegar þangað kemur; en til þess að jeg geti látið stjórnina vita það nógu snemma, verða menn að skrifa sig sem allra fyrst, eins og hjer að ofan er sagt. Áreiðanlegur túlkur verður sendur alla Ieið með fólkinu til Winnipeg. Hvað fargjald verður næsta ár, get jeg ekki sagt um enn þá; það kemur mest undir því, hvað margir skrifa sig í tíma, en eins og allt af nð undanförnu mun Allan-línan flytja fyrir lægsta. verð og upp á haganlegasta máta fyrir þá, er fara. Munið eptir, að skrifa ykkur í tíma, svo hægt verði að útvega ykkur skip á rjett- um tíma, og vinnu strax og þið komið til Ameríku. Reykjavík 12. jan. 1894. Sigfús Eyrmindsson. Hús til sölu í Vesturgötu, hentugt hvort heldur er fyrir handiðnamenn eða sjómenn. Nánara á af- gr.stofu Isafoldar. Laugardaginn hinn 20. þ. m. kl. 5 e. m. verður fundur haldinn í Jarðrœktarfjelagi Reykjavíkur í leikfimishúsi barnaskólans. Verður þar skýrt frá gjörðum fjelagsins og lagður fram reikningur fyrir hið liðna ár, rætt um, hversu verja skuli fjelagssjóði, og kosin fjelagsstjórn og endurskoðunar- menn m. m. Reykjavík 12. d. janúarm. 1894. H. Kr. Friðriksson. Prjónavjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Siraon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjclum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á íslandi eru einkar lientugar vjelar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 —' do. — 164 — — — 244 _ do. — 166 — — — 280 — Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. Eg hef eitrað í rjúpur fyrir refi á heiðinni fyrir ofan Elliðakot, og til auðkennis skorið af' þeim lappirnar. Elliðakoti ‘/i ’94. Guöm. Magndsson. Tapazt hefir á þrettándadagskvöld frá J. E. Jensens bakaríi upp að skólavörðu peninga- badda með hjer um bii 0 kr., sem finnandi er beöinn að skila mot fundarlaunum á Afgr.stofu isafoldar. Peningar fundust á miili bæja á Sel- tjarnarnesi núna á nýjársdag. Rjettur eig- andi má vitja þeirra tii Guðmundar Ólafs- sonar í Mýrarhúsum. Hús til söiu eða leigu hjer í bænum’ vandað og hentugt fyrir þá sem ekki hafa mikiö um sig. Ritstj. vísar á. Bann. Hjer með f'yrirbýð jeg einum og sjerhverjum, að skjóta fugia, seli og hvað helzt sem er í minni landareign og fyrir mínu landi. Brjóti nokkur bann þetta, neyðist jeg til að leita rjettar míbs, eptir því sem lög trekast leyfa. Vatnsnesi við Keflavík 12. janúar 1894. Guðni Jónsson. Húsið nr. 7. í Grrjotagötu fæst til kaups eða leigu, semja má víð Magnús Ólafsson. Voðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen jan. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt á nótt. | um hd. fm. em. fm. em Ld. 6. — 2 + 3 759.5 759.5 0 b 0 b Sd. 7. — 4 — i 759.5 751.8 A h b A hv b Md. 8. 0 + i 749.3 746.8 A h b A h d Þd. 9. + 2 + 2 749.3 749.3 A. h d A h 4 Mvd. 10 — 1 -)-• 3 73G.6 729.0 A h b A h d Pd. 11. -i- 2 + 6 734.1 729.0 A h b A h d Fsd. 12. + 5 + 3 739.1 739.1 Sa h b 0 d Ld. 18. + 1 741.7 0 d Heíir verið við austan (landsunnan)átt alla undanfarna daga, opthvass um stund; rigning mikil með köflum. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prontsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.