Ísafold - 14.02.1894, Page 2

Ísafold - 14.02.1894, Page 2
lita nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að hún sje í höndum vissrar stjettar; þær eru fyrir iöngu húnar að innræta sjer þau sannindi. að skipting iðnanna sje lifssk.il- yrði allra sanna þjóðþrifa, þykir sem sje jafn-ankannalegt og óhoilt, að allir stundi verzlunariðn, eins og ef hver einstakur færi að bögglast við að sníða föt síq. og sauma, smíða skó sína o. s. frv. Allur andróðurinn móti verzlun og verzlunar- stjett er upphaflega sprottinn af smásálar- legri öfundssýki; fjöidinn hefur glápt á það með undrun, að einstakir kaupmenn söfnuðu nokkrum efnum, sem alþýða syo áleit að væri með röngu af sjer haft; iþví þótt ótrúlegt sje, er sjergirni fjöldans svo blind og mikil, að hann álítur að hagnað- urinn eigi allur að vera á sína hlið. Svo þegar menn f'undu að þeir með handsals- skiptum fengu ýmsar vörur ódýrari en hjá kaupmönnum, var dómurinn felldur yfir skaðsemi kaupmannaverzlunarinnar; jút af öllu þessu hrúguðu menn saman sefgræn- um getsökum, sköpuðu sjer tilhæfulausar skoðanir, sem ekki hafa annað sjer til á- gætis en einfeldni og þekkingarleysi á eðli allrar verzlunar, og þessa flækju, sem allt af er þvæld meira og meira saman, mun seint heppnast að leysa; á endanum mun þó tíminn og afleiðingar þeirrar stefnu, sem menn vilja marka verzlaninni, gera þetta, en líklega á þann hátt, sem gerir menn hyggnari, en ekki ríkari. Það er orðið eitt af hinum nýju ein- kennum ísl. þjóðarinnar, að vjer þykjumst öllum öðrum verzlunarfróðari, þótt vjer, ef satt skal segja, sjeum öllum öðrum ófróð- ari í þessu sem svo mörgu öðru, þekkjum einu sinni ekki hið allra einfaldasta staf'- rof verzlunar- og þjóðmegunarfræðinnar. Fjöldinn álítur, að öll verzlun sje í því einu fólgin, að skipta flski eða ull móti korni, kaffi o. s. frv., og færi skipti þessi ekki eins mikinn arð í hendur landsmönn- um og þeim bezt líkar. er hamazt á kaupmönnunum; þeim og verzluninni er alitaf blandað saman, hún álitin það tól í þeirra höndum; er þeir geti beitt sem þeim gott þyki, en sem þeir allt af beri móti bændum, vitandi ekki, að nálega öll þau öfl, sem lifa og ríkja bæði í þjóðfjelags- byggingu mannheimsins og í náttúrurík- inu, snerta verzlunina á einhvern hátt og hafa áhrif á hana, og á einkis manns valdi er að stýra öllu þessu svo, að verzl- unin allt af verði sem menn kalla góð. Þegar menn þykjast kaupa einhvern hiut of dýrt af kaupmanninum, þá hugsa þeir ekki um eða skilja, hve mikill kostnaður hljóti að vera fallinn á þenna hlut frá því hann fór frá sínu fyrsta heimkynni, hve mikið hann kann að hafa rýrnað og hve mikið hef'ur kostað að flytja hann og varðveita, og að sáralítið af þessum kostn- aði hefur runnið í vasa hins síðasta selj_ anda; vjer athugum heldur ekki, hve dýr. mætt það er, að þessi hlutur skuli vera til rjett við hliðina á okkur og án þess við höfum gert neitt til þess, einmitt þegar við þurf'um að nota hann; að fara lengra út í þetta yrði oflangt mál; en hvað ísl. verzl- unina snertir, þá er það eitt víst, að kaup- mönnum einum verður ekki kennt um það, sem henni kann að vera áfátt; hún verður heldur aldrei bætt með kaupfjelögum, sízt þeim afskræmum og illahugsuðu fjelögum, sem menn nú eru víða að burðast með. Kaup- I mönnum er allt af til ámælis fundið, að þeir leggi ofmikið á útlendu vöruna; en gæta ber sanngirni, þá um þetta er rætt, og skal því ekki neitað, að framfærslan er eflaust meiri núna en ef verzlunin lifði náttúrlegu iífi, án þess þó að kaupmenn ábat- ist meira af þessari framfærslu en þótt hún væri lægri og verzlunin eðlileg. En auk þess að þessi framfærsla, sem mönnum þykir ónáttúrleg, gefur kaupmönnum lítinn arð, þá alls er gætt, er hún ekkert Gyð- ingseinkenni ísl. verzlunarinnar; síður en svo; hún er í fyllsta satnræmi við verzlun- arvenjur ails hins menntaða heims. Sá sem lánar fje sitt til efnalítilla manna, gegn endurborgun eptir langan tíma má- ske með ljelegri vöru, og á í vændum fyr- irsjáanleg vanskil á ýmsan hátt, hlýtur að selja með hærri vöxtum en hinn, sem sam- stundis tekurvið borguninni; önnur aðferð er alveg óhugsanleg og ómöguleg. Það er því efnahagur og skilvísi þeirra manna, sem við kaupmennina skipta — en ekki kaupmenn sjálflr —, sem eru orsök í þessu; geti þessir menn komið etnahag sínum(og öðrum Hfskjörum í það ástand, að kaup- menn ekki þurfi að eiga þannig löguð skipti við þá, er björninn unninn. Það er annars eptirtektavert, hve vjer Islendingar erum ósanngirnislega kröfu- frekir í verzlunarmálum: ekki annað sjá- anlegt en þjóðin ætlist til, að verzlunin bæti mönnum alit, sem þeir með með engu móti geta veitt sjer sjálfir; enda sýnist það og iíka í ýmsu öðru liggja nærri eðli okk- ar, að vilja heirnta allt af öðrum; enHeitt er, að þessi skaðlegi húskaraháttur skuli öllu heldur á gerast en upprætast. Yið ættum að reyna að hugsa eins og menn, reyna að vera rjettsýnir og sanngjarnir, og við ættum að þekkja svo vel, hve at- vinnuvegir okkar eru óf'ullkomnir, hve hnattstaða lands vors er óheppileg, hve náttúran er óblíð við okkur, og hverja þolinmæðisþraut það útheimtir, að draga úr greipum hennar það, sem hún lætur oss í tje af gæðum sínum, og, ef' vjer vilj- um vera hreinskilnir, hverjir vesalings- skussar við erum, einrænir og ófúsir að sníða háttu vora eptir því í fari annara þjóða, sem oss ekki væri ofvaxið að nema. Þegar nú alls þessa er gætt, ásamt ýmsu ótöldu, ættu merm að sjá, að verzlun sú, sem rekin er í þessu landi, hlýtur, eins og allt annað, einnig að verða fyrir einhverj- um áhrifum, sem af þessu stafa, og að hún getur ómögulega án eðlilegrar sam- vinnu frá hálfu landsmanna bætt öll þeirra mein, eða verið þeim betri en verzlun nokkurs annars lands er samlöndum sínum. Eins og allir þeir vita, sem þekkja verzl- un frá nokkru öðru sjónarmiði en sínu eigin lága og síngjarna, þá útheimtast minnst tveir blutaðeigendur tii þess verzl- un geti átt sjer stað; hvor um sig verða þeir að uppfylla skyldur sínar; getur ekki komið til nokkurra mála, að annar part- urinn veiti allt, hinn þiggi allt; gangi allt á eðlilegan hátt, ábatast báðir á skiptun- um, og þeir unna hvor öðrum þess svo hjartanlega, þvi þeir vita og skil.ja, að hagur þeirra er sameiginlegur,að hvorugur getur blómgast nje honum hnignað án þess að afleiðingin nái til hins. Það er ein- mitt fyrir þessa skuld, að hinar stóru, auð- ugu og menntuðu þjóðir vaka svo vel yfir verzlun sinni og renna hýru auga til vel- gengni hennar; þær vita og þekkja svo vel, að þegar verzlunarskórinn kreppir, þá er það af einhverju meini, sem á rót sína. í einhverju meðal þjóðarinnar sjálfrar, en ekki í dutlungum verzlunarstjettarinnar; slík heimsku fjarstæða dett.ur engum í hug; hún er ómöguleg, því menntaða þjóðin veit, að hið þögula, en sí-starfandi, alstað- arnálæga lögmálsvald samkeppninnar varð- veitir rjettindi’ fjöldans gegn einstökum„ fáum mönnuin. Og svo að endingu þetta: það sem út- lieimtist til þess, að verzlun okkar verði svo góð, sem öll atvik framast leyfa, er ekki verzlunar- eða kaupfjelög, ekki skiúf- flnnska eða hnífilyrða-rokur á hendur kaupmönnum, heldur þetta: Verid ráð- vandir og skilvísir í öllum skiptum við verzlunina, takið ekki meira fje að láni en þið getið borgað, og prettizt ekki um að borga það, sem ykkur er lánað. Ef þið fylgið þessu, munuð þið flj'ótt fá góða og hagstæða verzlun; stundi svo hver sína. iðn og leitist við að fullkomna hana; þá verður allt bróðurleg samvinna, öllum holl. Þetta eru vinar-orð í fullri alvöru og af' sannfæringu töluð, þótt þau má ske við- fyrsta álit láti ekki eins vel i eyrum manna og skrumbjöllur þessara loptsiglinga- eða svo kölluðu framfaramanna okkar. Tekjnr enskra blaða. í Lundúnum koma út á hverjum morgni 6 geysistór blöð, er kosta að eins 1 penny hvert eða 71/* eyri, nema Times, er kostar 3 pence eða um 22 aura. Þau flytja öll greinileg' ar frjettir um allt það, er við hefir borið næsta sólarhring á undan ognokkrum tíð- indum sætir, eigi einungis innanlands,. heldur innanríkis, og þar að auki í flest- um öðrum ríkjum, jafnvel um allan heim. En það þarf, sem nærri má geta, stórfje til að lmlda úti slíkum blöðum. Menn vita til þess, að jafnvel fyrir tíu árum voru ársútgjöld ódýrrl dagblaðanna í Lun- dúnum (þeirra sem kosta að eins 1 pennyþ Þ1/^ til 5 milj. kr. 0g þó græddu þau um- 1 milj. kr. á ári. Útgáfa slíks blaðs kost- ar með öðrum orðum 15,000 kr. á dag, og þó hefir það grætt 3000 kr. að kvöldn En það liggur í augum uppi, að þessir fáu aurar, sem kaupendur greiða, eru eigi nema lítið brot af tekjum biaðsins, þó að það hafi kaupendur svo hundruðum þús- unda skiptir. Sá tekjuliður hrekkur ekki einu sinni fyrir pappír, svertu og burðar- eyri. En þá er eptir öll prentunin og öll) ritstörf við blaðið og ritstjórn. Það eru auglýsingarnar, sem borga það allt sam- an og skapa allan gróðann. Öll sú hin mikilfenglega stofnun, er slíkt blað má kalla rjettu nafni, lifir mestmegnis á aug- lýsingatekjunum. Þær eru þetta litlar. Þær eru margar blaðsíður, 4 og þaðan af' fleiri, i því geysistóra broti, sem þau blöð eru, og letrið þó örsmátt. Auglýsingar, sem ekki eru nema 2 smáleturslínur, kosta 2—3 kr. eða meira. Iíitgerðirnar og frjett- irnar eru ef til vill eigi nema y4 hluti. blaðsins eða minna; hitt allt auglýsingar: Blaðafrjettir á Englandi eru nú orðið- mestmegnis eintóm hraðskeyti með rafseg- ulþræði. Heflr það færzt svo stórum í vöxt hin síðari árin, að árið 1871 námu

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.