Ísafold - 14.07.1894, Page 1

Ísafold - 14.07.1894, Page 1
AFOLD. Upp8ögnCskrifleg)bundin vi5 áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreiöslustofa blaba- ins er í Austurstrœti 8 Kemur út ýmifit. einu sinni reóa tvisvar í viku. YerÓ árg (minnst 80arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eba 1 */* doll.i borgist fyrirmibjan.júlímán. (erlend- is fyrir fram). XXI. árg. Heiðraðir kaupendur ísa- foldar minnist þess, að nú er gjalddagi fyrir blaðið þegar kominn (15. júlí). Dæmdur í fjórum meiðyrða- máium í einu •er ábyrgðarmaður »ÞjóðviIjans unga« (eða »Þjóðvillu«-ungans) áísaflrði, hinn alkunni, margmæddi »píslarvottur«, Skúli Thorodd- «en. Hafði sami maður höfðað öll málin fjögur, nefnilega ritstjóri ísafoldar, fyrir illan munnsöfnuð tjeðs ábyrgðarmanns í Talaðdulu sinni nokkurra vikna tíma í fyrra sumar. Hafði málgagn þetta legið á því lúalagi árum saman, jafnvel frá því það skreið fyrst úr eggi, að níða og óvirða •eða reyna að óvirða á allar lundir ritstjóra ísafoldar og blað hans, lengst at með »lepp«, þ. e. tilfengnum ábyrgðarmanns- .garmi, sem enginn ábyrgð var í og eng inn vildi leggja mannskap á að lögsækja, -og jafnframt í því trausti, að blaðið væri »fyrir norðan lands lög og rjett« eða með •öðrum orðum lítt fært að koma fram ábyrgð ;gegn því, þar sem dómarinn stóð svo að því, sem allir vissu, og fá hefði því þurft setudómara í hvert sinn, auk málfærslu- manns m. m. Var svo að sjá, sem sá eða þeir, sem að blaðinu stóðu, skákuðu bein- línis í því hróksvaldi og Ijetu því fjúka hvað sem þeim datt í hug, í því trausti, •að þeir yrðu aldrei látnir kenna á vendi laganna fyrir allt kolapiltahátterni sitt. Þeim batnaði og eigi í skapi við það, að allur þeirra ófagnaðaraustur var sýnilega árang- urslaus, hvort heldur var til að hnekkja ;gengi ísa'foldar eða skaprauna ritstjóra hennar; hann hafði sem sje ekki meira við »Þjóðv.« en að hann las hann alls ekki, hefir ekki lesið orð í honum í mörg ár. En til þess að láta samt rjettvísina einu sinni stinga niður hendi á »Þjóðvillu«-föðurnum og láta hann ekki ganga í þeirri dni, að allir væru rjettlausir gagnvart honum, Ijet ritstjóri ísafoldar í haust málfærslumann yfirfara blað hans síðasta missirið og höfðaði síðan að hans ráði 4 meiðyrðamál gegn garpinum. Mál þessi voru öll 4 dæmd 1 hjeraði 13. f. mán., meö þeim úrslitum, að stefndi, Skúli Thoroddsen, var sektaður i þeim öll- um, um 20—30 kr. í hverju um sig til landssjóðs (varahegning 6, tvisvar 7 og 10 daga einfalt fangelsi), greinarnar eða hin móðgandi ummæli í þeim dæmd dauð •og marklaus, stefndi dæmdur í 10 króna málskostnað i hvoru málinu um sig og einu þeirra í 10 króna sekt að auki fyrir •ósæmilegan rithátt. Stefndi, margnefndur píslarvottur, þyk- ist ætla að skjóta öllum málunum 4 til yfirdóms. En sennilega verður hann feg- inn að una úrslitum lijeraðsdómanna, svo 'vægileg sem þau eru, og er þá áfrýjunar- Reykjavik, laugardaginn 14. júlí 1894. áformið ekki annað en annaðhvort venju- legur gortarafyrirsláttur hans eða þá til- raun til að draga málið. Hann þóttist í vor ætla að höfða 3 gagnstefnumál gegn ritstjóra Isafoldar, en varð ekkert úr; fór aldrei með þau lengra en fyrir sáttanefnd. Það er allt á eina bókina lært fyrir honum. Sveitalimir veita kosningarrjett til alþingis. Það er býsna hvimleitt. ásamt öðrn fleira í alþingiskosningarlögunum okkar. að sveitarlimir skuli veita mönnum kosning- arrjett, sveitarlimir. sem hat'a þó siður en svo nokkurn kosningarrjett sjálfir. Þetta á sjer þó stað, en einkum í sjávarsveitun- um, þar sem kosningarrjettur tómthús- hænda er bundinn við víst krónufrainlag til sveitar, nefnil. »að minnsta kostil2kr.« Þess ern dæmin í sjávarhreppunum að á- standið breytist svo eptir árferðinu, að sum árin hafa margir tómthúsbændur kosning- arrjett, það er: þau árin sem eru dýrtíð- arár og aflaleysis, því þá verður að pína bvern þann, sem augun blakta í, að greiða til sveitar að minnsta kosti 12 krónur. En hin árin, þegar útlent vöruverð lækkar og vel aflast, þarf ekki að jafna niður útsvör- um til sveitar hátt, og fjöldi manna kemst af með að borga 10 kr. og þar undir, vegna þess, að þurfalingarnir eru betur sjálfbjarga í góðum árum. En við þet.ta missa menn kosningarjett sinn ýms ár, og það þó efna- liag þeirra hafl farið fram. í sumum sjávarsveitum, þó optast í þeim, þar sem menningarminnsta fólkið er búsett, eru árlega mikil sveitarþyngsli, og verður því árlega að pína sem hæst sveitartillag af þeim, sem nokkur von er til að verði píndir til að borga það. í þeim hreppum njóta má ske mjög margir kosningarrjett- ar sökum þess, að þeir eru kúgaðir og kreistir undir slit og dauöa að borga sem hæst til sveitar, þó þeir sjeu alls ekki fær- ir til þess, sökum skulda og efnaleysis. Þar eru það beinlínis sveitarlimirnir, þurfa- mennirnir og óniennin, sem kosningarrjett- inn veita. Til eru lika þær sjávarsveitir, sem eru afladrjúgar, en þó fámennar, og þeir sem þar búa eínamenn og framfara. En af þvi að í þeim sveitum—þó fáarsjeu —eru opt lítil sveitarþyngsli, þarf ekki að leggja á sveitarbúa svo hátt tillag, að hinni lögskipuðu sveitavútsvarsupphæð til alþing- iskosninga nemi; missa þeir svo kosning- arjett sinn sökum þess, að almonningur er þar sjálfbjarga, nefnil. þar vanta sveitar- limina til að veita kosningarrjettinn. Þetta atriði: sveitarlimir veita alþingis- kosningarrjett, er þæði hneyksianlegt og I skaðlegt í alþingiskosningarlögunum, og 43. blað. virðist bæði rjettast og mannúðlegast, að breyta því atriði þannig: að ailir, sem hefðu óspillt mannorð, væru fjár síns ráð- andi og ekki væru á sveit eða öðrum háð- ir sem hjú, hefðu kosningarrjett til alþing- is, hvort sem^þeir borguðu meir eða minna til sveitar. Það eru margir, sem þrá og vona, að þing og þjóð leggist á eitt með það, að umbæta allan ójöfnuð, og þar á meðal þetta umrædda atriði. Jón gamli tómthúsmaður. * * Aths. ritstj. Þessi umbót fæst ekki nema með stjórnarskrárbreytingu, enda heflr hún gerð verið í stjórnarskrárfrumvörpum þings- ins hin síðari árin; »allir búandi menn, húsmenn, borgarar, þurrabúðarmenn og aðrir húsráðendur, sem greiða gjald til al- mennra þarfa«, stendur í fVv. frá síðasta þingi. Kennarafjelagið. Ársfundur þess var haldinn 30. f. m. í leikflmishúsi barnaskól- ans í Reykjavík. Aðalumræðuefni voru þessi: 1. Um biflíusögukennslu í barnaskólum. 2. Um kennsluáöld í skólum og við um- gangskennslu. 3. Um stofnun smærri kennarafjelaga og samband þeirra við hið íslenzka kenn- arafjelag. Formæiandi fyrsta málsins var forstöðu- maður prestaskólans, síra Þórhallur Bjarn- arson. Hann hjelt því fram, að bezt væri að kenna hiflíusöguna sem mest með þvi að láta lesa ritningarnar sjálfar, kenna sög- una með biflíunnar eigin orðum, og vildi því láta gefa út kafla úr bifiíunni, hentug- lega valda í því skini, og skyldi það vera kennslubók i biflíusögu. Vildi hann láta lag- færabiflíuþýðinguna einkum að orðfæri. svo að þessir völdu kaflar yrðu sem mest við barna hæfl. Skoðanir fundarmanna virtust nokkuð skiptar um þetta mál, og vildi skólastjóri Morten Hansen láta gefa út stutta bifliusögu með tilvitnunum i biflíuna; skyldu börnin látin iæra söguágripið, en tilvitnanirnar settar til hægðarauka fyrir kennarann, til þess að hann gæti um leið bent börnunum á, hvar í heilagri ritningu niætti lesa söguna, eins 0g hún er þar sögð. Til þess að íhuga þetta mál var kosin þriggja manna nefnd (Þórhallur Bjarnarson, Morten Hansen 0g Halldór Briem) og skyldi hún leggja álit sitt um það fyrir málfund í kennarafjelaginu á hausti komandi. Skólastjóri Morten Hansen mælti því næst nokkur inngangsorð urn kennsluáhöld, og sýndi fram á nauðsyn þeirra við barna- kennslu; kom síðan með stutt yfirlit yflr nauðsynlegustu kennsluáhöld, er ekki væi u dýrari en svo, að hverjum skóla væri vor- kunnarlaust að afla sjer þeirra á fám ár- um, 0g mun þetta yfirlit síðar verða birt

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.