Ísafold - 22.09.1894, Page 1

Ísafold - 22.09.1894, Page 1
Kemur út ýmist emu sinni «ða tvisvar í vikn. Yerð árg minnst 80arka) 4 kr.. orlendis 6 kr. eða 1 >/> doli.; borgist fyrirmiðjan jdlimiin. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vif* áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- b erm. Afgreibslastofa blabs- ins er i Auiturttrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. september 1894. 63. blað. Nokkrar smágrelnir um járnbrautir. Það sagði skýi’ maður og greinagóður hjer í sumar, er járnbrautar- og siglinga- málinu mikla skaut fyrst upp, að eptir sinni vitund hefði almenningur hjer á landi mjög litla og ófullkomna hugmynd um það, hvað járnbraut væri. Menn læsu stundum í blöðum um járnbrautarslys, opt nokkuð hroðaleg, og í annan stað heyrðist getið um, að landar í Ameriku hefðu stundum atvinnu við járnbrautir, og þætti illt verk og erfitt. Þessi tvenns konar deili mundu menn helzt vita á um járnbrautir, og frek- ar eigi, margir hverjir. Eptirfarandi smágreinar eiga nú að bæta lítils háttar úr þeim fróðleiksskorti, hvort sem hann er mikill eða lítill. I. Lýsing á járnbraut. Járnbrautir eruífljótu máli þanniggerð- ar yfirleitt, að fyrst er jarðvegurinn, þar sem brautin á að liggja, sljettaður og jafn- aður, gerður sem hallaminnstur, borið þar ofan á 2—3 feta þykkt malariag, lagðir þar ofan í þvei'sum 4 álna langir plankar eða ferkantaðir trjestubbar, 7—10 þuml- unga breiðir og 5—7 þumlunga þykkir, með l1/* álnar millibili, en ofan á þá fest- ar langsetis — eptir vegarstefnunni — 5 til 6 álna langar járnslár, reistar á rönd og þykkri mikið á jöðrunum en í miðjunni, þannig, að neðri jaðarinn verður eins og stjett,er stenduráþverslánum undir(trjeslán- um), en efri jaðarinn hjer um bil sívalur. Járnslár þessar eru síðan skeyttar saman á endunum, með sterkum spöngum og akrúfnöglum, þar til úr verður svo löng lengja, sem vill, margar mílur eða tugir mílna. Járniengjur þessar eru tvær í hverri braut, sín hvoru megin eptir veginum, tíð- ast með hjer um bil 54 þumlunga millibili. Eptir járnslám þeim renna síðan gufuvagna- hjólin. Eru þau höfð ofuriítið íbjúg í röndina til þess að falli við hinn sívala efri jaðar á járnslánni, eða rjettara sagt höfð bryggja allmikil íbjúg á innri rönd hjóljaðarsins, og skorðar hún vagninn milli slánna, þannig, að hann rennur eigi út af brautinni nema mikið komi við hann, — tvær vagnlestir mætist og rekist á, o. s. frv. Vagnarnir, sem eptir þannig gerðri braut renna, geta verið margir í einni lest, hvor aptan í öðrum. Dregið geta þá menn eða hestar eða yxn; en tíðast er, að gufuvjel sje fyrir þá beitt, og er hún þá á fremsta vagninum, er nefnist því eimreið (locomo- tiv), og er talsvert öðruvísi útlits en hinir vagnarnir, — með reykháf o. s. frv. Og í stað gufuaflsins er nú upp á siðkastið tek- ið til að beita rafmagni til að hreifa vagna eptir iárnbrautum. Fyrnefndar slár, er brautarlestin rennur eptir, hafa lengst af verið hafðar úr járni, sem áður segir, en nú orðið tíðkast mest stál í þær, síðan hugvitsmenn (Bessemer o. fl.) komust upp á að gera það svo ó- dýrt. Breiddin milli siánna, sem vagnarnir renna eptir, er kölluð sporvídd. Hún er og hefir verið algengust um 54 þumlungar. En, eins og menn munu kannast við, er lesið hafa um járnbrautarmálið íslenzka hjer í blaðinu í sumar, þá er nú farið að láta sjer duga tæpra 30þumlunga sporvídd, þar sem lítils þarf við, flutningsþörf lítil o. s. frv., og gerir það bæði járnbrautina sjálfa og ekki síður vagnana stórum mun ódýrari. Óvíða er jarðvegur svo sljettur, harður og hallalaus,að ekki þurfl mikið fyrir aðhafa að gera hann eins og hann á að vera und- ir brautina. Þarf, hvað sljett sem er, að ræsa fram með henni, til þess að verja vatnságangi, að ekki bili brautin eða skemmist. Ár og læki, fen og foræði, er járnbraut á að liggja yfir, þarf vitanlega að brúa. Sömuleiðis þarf að hlaða upp í eða gera brú yfir dældir, smáar og stórar, og grafa sundur holt og hæðir eða gera jarðgöng þar í gegnum, til þess að nema burtu hallann, sem eigi þykir vel mega vera meiri en svo, að hækki eða lækki um 1 alin á hverri 40 álna vegarlengd. Þá er kallað að hallinn sje eins og 1:40 (þ. e. 1 á móti 40). í Danmörku er hann eigi hafður meiri en 1:100; þar er svo flatlent. Sje yfir há og brött fjöll að fara eða djúpa dali þvera, þarf ákaflega mikil mannvirki til að gera þar hæfilega undir- stöðu undir járnbraut, svo sem nærri má geta. Íslenzkur skáldskapur nú á tímum. *Þegar litið er á skáldskaparbókmenntir vorar á hinum síðari tímum og þær grand- gæfilega skoðaðar niður í kjölinn, má furðu gegna, hve fátæklegar þær éru yfirleitt. Ekki er að sönnu svo að skilja, að það sje ekki talsvert að vöxtunum, sem gefið er út á ári hverju; en sje litið á efnið, er mikil furða, hve fábreytt það er. — Ljóðaskáldskapurinn, sem blómgvaðist hjer á landi fram að þjóðhátíðinni, er nú mjög í apturför, og það getur naumast heitið, að hjer á landi sjeu fleiri en þrír menn, sem yrki neitt, sem sje setjandi á prent, nfl. Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein og Páll Ólafsson, ,að ógleymdu sálmaþjóð- skáldinu Yaldimar Briem. — Steingrímur Thorsteinsson er hættur að lát til sín heyra, og sama má segja um Benidikt Gröndal. Af nýgræðingunum er enginn kominn svo langt, að hægt sje að telja hann fullkomlega með enn sem komið er. Að líkindum erum vjer á tímamótum í þessari grein. Hugsjónastefnan (idealismus) virðist vera í andarslitrunum, en virki- leikastefnan (realismus), sem nú er tekinn að dragast upp erlendis, hefir aldrei náð fullkominni fótfestu hjer á landi. Andi skáldanna finnur því nú sem stendur enga fótfestu; hann veit ekki, hvert hann á að snúa sjer; honum býður við ólyfjan þeirri, sem viða er að finna í skáldskap annara þjóða, og kynokar sjer við að feta í fótspor þeirra. Virðist svo sem hann renni grun í, að það sje ekki að lypta mannkyninu á hærra sjónarsvið, að útlista sem nánast allt hið lítilsverða, spillta og viðbjóðslega i manneðlinu. Það muni fremur hafa þau áhrif, að kitla skilningarvitin og kenna þeim enn betur ósómánn. Er svo að sjá, sem skáldin finni til þess, að skáldskapur- inn eigi heldur að sýna það sem fagurt, satt og drengilegt sje, heldur en hið gagn- stæða; að skáldin eigi enn sem fyr að vera spámenn mannkynsins, er sýni lestina að eins til viðvörunar, en bendi jafnframt á annað betra, fegra, eptirsóknarverðara. Þeir finni til þess, að nauðsynlegt sje að setja takmarkið hærra en svo, að hægt sje að ná því fyrirhafnarlaust, og meðan þeir geti ekki tiltekið þetta takmark, verði þeir að bíða með yrkisefni sín. — Að vísu má telja víst, að nýgræðings- skáldunum sje ekki þetta svo ljóst, að þau geti sagt það með ákveðnum orðum. En það getur falizt hjá þeim í óljósri mynd. Verið getur og, að mannfæð, fátækt, fá- breytni atvinnuvega og ýmislegt þess konar hafi að nokkru leyti áhrif á andans fátækt vora nú á dögum. En hið sama má og segja um oss einmitt á þeim tímum, þá er bókmenntir vorar hafa tekið mesta fjör- kippi. Væri nær að ímynda sjer, að þetta væri meira sprottið af því, að smekkvisi þjóðarinnar hafi tekið svo miklum um- breytingum á síðari árum, að hún virti allan skáldskap að vettugi. Er og hætt við, að þetta eigi sjer að nokkru leyti stað en því má eigi gleyma, að fari bókmennt- irnar að sofna, er hætt við, að verklegar framfarir verði eigi varanlegar. Hvar í heimi er hægt að benda á þá þjóð, þar sem verklegar framfarir hafi stigið áfram risafetum, en andlegt líf verið að kulna út? Hvernig var það hjá Grikkjum, Rómverjum, eða þá forfeðrum voi'um fram á 13. öld? Sýnir ekki sagan ljóslega, að svo er með æfi heilla þjóða, sem einstakl- ingsins; andlegum svefni fylgir líkamleg vesöld og volæði, en andlegar framfarir geta jafnvel af sjer óbeinlínis verklegar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.