Ísafold - 20.10.1894, Side 1

Ísafold - 20.10.1894, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni «ða tvisvar í viltu. Yerð árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 6 kr. eða 1V* doll.; borgist fyrirmiftjanjúlímá-n. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skriíieg; bundin vj?» áramót, ógild nema komtn sje til útgefanda fyrir l.októ berm. Afgreiöslastofa blabs* ins er í Au8turstræti H Reykjavík, laugardaginn 20. október 1894. XXI. árg. Nú kemur ísafold fyrst um sinn að eins út á Iaugard8fí'im‘ Tímarit Vesturheimsprestanna. Mjer hefir lengi búið í hug, að minnast lítils háttar á ársrit embættisbræðra minna, hinna íslenzku presta vestan hafs, Áldamót. Jeg hef verið að bíða þess og vonazt eptir, að einhver gerði það mjer færari og meiri háttar. En ekki er- það enn orðið, svo jeg anuni eða viti til. Mjer dettur í hug, þegar jeg minnist á rit þetta, orðtækið, sem haft er eptir karl- inum — jeg ætla það væri Hjörleifur sterki,— ■er hann heyrði lát dr. Gísla Brynjólfsson- ar, prests að Hólmum í Reiðarfirði, sem drukknaði á sundi (1827): »Silfurkerin eökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta«. Bók- mennta-soðbollarnir, hið lítilsverða ljett- meti, rjettnefnt rusl sumt hvað, er á prent út gengur á íslenzku ár frá ári, það flýtur; ' það er prentað í stórum upplögum og selst mætavel, rennur út eins og vatn.l Á þetta, ekki einungis heima um blöðin ■okkar sum, heldur margar bækur og ritl- inga, sem ausið er út meðal alþýðu, ekki bara af Símoni Dalaskáld og hans nótum, heldur af honum miklu meiri mönnum og merkari, utan lands og innan, svona inn- an um og saman við — innan um ýmis- legt gott og nytsamlegt. Jeg heyri sagt, að varla muni af nokkru íslenzku riti færra prentað (minna upplag) •en Aldamótum, og að meira en helmingur upplagsins sje sendur vestur um haf, en að af þeim örfáu hundruðum, sem ætluð ■eru almenningi hjer á landi, liggi meiri falutinn óseldur. Jeg trúi því vel, eptir mínum kynnum af því, hve algengt >rit þetta er meðal manna, eða hitt þó heldur. Mjer er til efs, að það eigi eða lesi 4. hver prestur á landinu, hvað þá faeldur aðrir. Og þó eru Aldamót, þessir þrír árgang- ar, sem út eru komnir af þeim, vissulega silfurker í bókmenntasafni voru. Það er ágætisrit að mínum dómi. Og sama hefi jeg heyrt aðra segja, þá fáu málsmetandi menn, er á þau hafa minnzt við mig og jeg veit að hafa lesið þau alminnilega. Ekkert íslenzkt tímarit berst með slíkri alvöru og áhuga fyrir því málefni, er það flytur, sem þetta kirkjulega ársrit þeirra vestanmanna. En það er það málefni, »sem oss mönnunum ríður mest á«, mál- efni kristindómsins. Það berst fyrir því ekki einungis af alvöru og áhuga, heldur einnig af grundaðri þekkingu og án allrar ofstæki. — Því verður ekki neitað, að það er dauft um þekkinguna okkar innlendu prestanna á hreifingum þeim, sem eru uppi í tímanum í heimi vísindanna að því er snertir kristin fræði. Vjer erum of af- skekktir til þess, að þeir straumar snerti oss sjálfkrafa, og stöndum miður að vígi að afla oss þeirrar þekkingar heldur en þeir, sem í þeim lifa., þótt meiri áhuga hefð- um vjeráþví en raun gefur vitni. Enda sjáum vjer og heyrum ómenntaða og hálfmenntaða gjálfrara vaða uppi og þeyta um sig megn- asta moldviðri af ómeltum »vísindalegum« kekkjum úr ýmsum áttum, allt í eina stefnu, þá, að reyna að eyða öllu trausti á ævarandi gildi kristinnar trúar, uppræta alla trú á guðlega opinberun. Vjer heyrum þessa dæluna ganga ár og síð og alla tíð,! en nær steinhljóð í móti frá hálfu hinnar inn- lendu kennimannsstjettar. Jeg heyri menn afsaka þá þögn á ýmsa vegu. Þeir sjeu ekki svara verðir, þessir græningjar og blaðrarar, sem vita ekki út nje inn um það sem þeir eru að hringla með framan í almenningi. Sannleikurinn þurfi ekki að hræðast; hann sigri í kyrrþey, með sínu innra afli. Það sje að hella olíu á eld, að rísa upp í móti þess kyns árásum. Reynsl- an sýni, að deilur um trúaratriði leiði fremur til ills en góðs. En jeg lít svo á, að þessar og þvilíkar viðbárur sjeu ekki annað en skálkaskjól, ekki annað en smyrsl í augu og eyru sjálfra þeirra, er þeim beita, og ryk í augu almennings. Þá þykir mjer nokkuð meira varið í aðferð vestanprestanna: að ganga beint framan að fjandmönnum kristindómsins, smáum og stórum, háum og lágum, heimskingjum og vitringum. Jeg man ekki betur en að orð meistara þeirra og okkar lúti ekki að eintómum friði og aðgerðaleysi, og að hann minnist einhversstaðar á úlfinn, sem komi yfir hjörðina meðan hirðirinn sefur. Ofstækissetningar eða -kenningar mun enginn geta með sannindum brigzlað þessu riti um. M|er finnst það hafa verið alveg laust við þess háttar það sem af er. Jeg hef orðið þess var, að margir ímynda sjer annað. Þeir hafa heyrt orð á gert um þess konar í sumum öðrum ritum þeirra fjelaga þar vestra, hjer á fyrri árum, og gera sjer því hið sama í hugarlund um þetta, að óreyndu. Að mínum dómi eru ritgerðir í Aldamótum almennt engu óauð- ugri af kristilegri hógværð og kærleika en beztu kennimannleg rit vor önnur, þrátt fyrir alla alvöru þá og eldheitan áhuga á málefni kristindómsins, er þær bera almennt vott um. Það yrði of langt mál, og mundi jafn- framt þykja miður við eiga í veraldlegu blaði, að fara sjerstaklega út í efni hverr- ar greinar fyrir sig í þessum árgöngum, sem út eru komnir. Jeg leyfi mjer að eins að taka það fram, að þar eru tekin til íhugunar og útlistunar ýms hin mikilvæg- ustu atriði kristinnar trúar, þau er hverj- um alvarlega hugsandi manni eru og verða jafnan hið mesta umhugsunarefni. Þau eru útlistuð af meiri lærdómi en nokkurn tíma áður á prenti á íslenzku, og þó mjög skilmerkilega og alþýðlega, opt með mikl- 70. blað. um skarpleika og kennimannlegri anda- gipt. Vil jeg taka þar sjerstaklega til dæmis síðustu ritgerðina i árgangnum þeim í fyrra: »Það sem mest er í heimi* [kær- leikurinn], eptir síra Jón Bjarnason. Ann- ars eru allar ritgerðirnar í þeim árgangi gagnmerkilegar: »Gildi gamla testament- isins«; »Eilíf vansæ!a«; »Kristur og gamla testamentið«, og yfir höfuð mikið vel samd- ar. En greinir síra Jóns, i öllum árgöng- unum þremur, virðast mjer öllu frumlegar hugsaðar en hinna og einna veigamestar, sem og ekki er nein furða, með því að hann er þeirra fjelaga elztur og þroskamest- ur, og meira að segja einhver mestur og merkilegastur kennimaður, er nú eigum vjer. Greinir síra Fr. J. Bergmanns, sem er ritstjóri tímaritsins, lýsa einnig skörpum gáfum og brennheitum áhuga; hann er nú og laus orðinn við hina ungæðislegu ó- bilgirni í dómum, sem á þótti brydda hjá honum fyrst i stað. Síra Hafsteinn Pjet- ursson ritar einkarljóst og skilmerkilega. Að orðfæri eru greinar síra Steingríms síztar, enda mun hann enga íslenzka skólamennt- un hafa fengið; en jafnast munu þærsamt að búningi við það sem almennast gerist hjá vorum innlendu menntamönnum og að þekkingu framar. Jeg vil að endingu ekki láta ógetið hinna afbragðs-fögru ljóðmæla, eptir síra Valdimar Briem, sem prýða tvo síðari ár- gangana, og eru ýmist þýdd eða frum- kveðin (»Kirkjan«, »Prestvígslusöngur«, »Kirkjuklukkan i Farum«). Það er sama snilldarbragð á þeim eins og flestu öðru, er hann lætur eptir sig sjá, og yrkisefniö eptir þvi vel valið. Mjer finnst í einu orði hver íslenzkur maður, sem ann kirkju og kristindómi, hljóta að meta Aldamót mjög mikils og vera höfundum þeirra- stórum þakklátur fyrir þau. Óska jeg þess af heilum hug. að þau haldist við lýði og að þjóð vorri lærist að meta þau svo sem vera ber og hafa þeirra tilætluð not. Sveitaprestur. Valþ.j ó í’sstaðu r veittur af konungi 14. f. mán. síra Þórarni Þórarinssyni Mýrdals- þingapresti samkvæmt kosningu satnaðanna. Oveitt prestakall. Mýrdalsþmg í Vestur- Skaptafellsprófastsdæmi. Sólheima, Dyrhóla, Reynis og Hölðabrekkusóknir. Metið 1822 kr. 8 aur. Augl. 15. október. Veitist frá næstu fardögum. Hr. docent Jón Helgason stígur í stól- inn í dómkirkjunni á morgun (21. okt.j. Fjártaka og Q'árskip. Tvo farma er Mr. Franz búinn að senda af stað hjeðan, með gufuskipinu Skierryvore, sem er fram undir 1000 gr. tons, — fyrri farminn að norðan, frá- Borðeyri, með 3,800 fjár, en síðara farminn, 3,200 fjár, lagði skipið af

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.