Ísafold - 17.11.1894, Síða 1

Ísafold - 17.11.1894, Síða 1
Kemur út .ýmist einu sinni öfta tvisvar i viku. Verli árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1*/* doll.; borgist fyrirmiðjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). 1SAF0LD. Up|iBftgc(skrifleK)bnndin vifr Araxnót, ógild nema koxnin sje tii útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreibslastofa blaba- *ns er 1 Autturatrœti S Reykjavik, laugardaginn 17. nóvember 1894. XXI. árg. Flói og Skeið. Eptir Sœm. Eyjólfsson. I. Fáum mun þykja fagurt í Flóanunl. Þar vantar flest er fégurst þykir. Þar eru éngin fjöll, engir skógar, engir hálsar nje hnúkar, engir fössar nje fríðar hlíðar, en móar eru þar og moldarbörð, fén og for- armyrar. Flóinn hefir eigi heldur »átt upp á pallborðið« í hugmyndum alþýðu, og eigi hafa honum verið valin vegleg nöfn. Hann hefur löngum verið kallaður »Svarti Flóinn«, svo sem í sveitatali því er sumir eigna Oddi biskupi: .Grímsnesið góða, Gullhrepparnir, Sultar Tungur og Svarti Flói«. Fyrrum voru kostir jarðanna metnir nokkuð á annan veg en nú. Þá þótti sú jörðin bezt, þar sem fjenaður gat lifað mest við útigang að vetrinum, og ærnar vgerðn gott gagn« að sumrinu. Slikar jarðir voru kallaðar alandkostajarðir« eða »landgœðajarðir«.. Enn í dag er Og eink- um átt við þessa kosti, þá er talað er um góða landkosti. Hitt hefir síður þótt mik- ils vert, að jörðunum fylgdi gott og mikið slægjuland. Þess vegna hafa þótt betri landkostir í »Gullhreppunum« en »Svarta Flóanum«. Landkostina og búskapinn í þessum sveitum má nokkuð marka af frá- sðgn ferðamannsins, er kvaðst hafa »feng- ið rjóma að drekka 1 Hreppunum, ný- mjólk á Skeiöunum, undanrenningu í Fló- anum, misu í Ölfusinu, en blávatn í Vog- inum« (o: Selvogi). Það er »betra undir bú« og »kiarubetra« land i Hreppunum en Flóanum, ep ávalt hafa verið meiri og betri slægjulönd í Flóanum. Sjera Stefán Olafsson segir að Flóamenn vanti hrí^ til eldiviðar, og þess vegna brenni þeir stör- ina í eldiviðar stað, því að nóg sje af henni í Flóanum: .Störin eflir eld alla morgna’ og kveldx. Og það segir hann, að þar hafi bændurn- ir »af beljunum plóg«, en sauðfjáreignin §je eigi mikil: »Ekki er þar sauðíje til ýkja margt, ösla þar baulurnar grasið óspart, vambir draga um dý og dilla niður 1 því, sá er þar flokkurinn margur sem mý«. En þótt grasið hafi verið nóg í Flóanum, hafa þar aldrei verið taldir góðir land- kostir. Þar vantar þá kosti sem mest eru metnir, en það er gott beitarland. Landsmenn hafa aldrei frá öndverðu gætt að afla heyjanna, eða stúndað það með svo mikilli alúð og áhuga, sem nauð- synlegt er. Þess vegtía hefir kvikfjenað- urinn ávalt verið »vónarpetíingur«, og fall- ið mjög i hvert sinn, er mikil harðitídi luifa orðið. Þetta liefur leitt miklar og margháttaðar hörmungar yfir landsfólkið á öllum öldum síðan landið bygðist. Það hlýtur svo að fara, ef landbúnað- inum og kvikfjárræktinni fer fram til nokkurra muna, að kostir jarðanna verði metnir nokkuð á annan veg en tíðkazt hefir. Það hlýtur að þykja mestu máli skipta um hverja sveitajörð, að þar verði aflað mikilla og góðra heyja, en minna verður litið á hitt, hvort þar er gott beit- arland eða eigi, þótt það verði ávalt tal- inn góður kostur. Sá tími mun koma, að þær sveitir þyki beztar, þar sem slægju- löndin eru mest og bezt. Bændur leggja nú nokkru meiri stund á að afla heyjanna en áður tíðkaðist, og því er þegar svo komið, að meira þykir vert um góðar engj- ar en áður. Því rjettari skilning sem bændur fá á umbótum og framförum latíd- búnaðarins, því ágætari kostir munu slægj- urnar þykja. Af þessu er það skiljanlegt, að Flóinn hafi vaxið nokkuð í áliti á síðari tímum, og það má telja víst, að sá timi komi, að hann verði talitín eitthvert bezta hjerað landsins. í Flóanum eru mikil slægjulönd, og Flóamenn eru sjálfir farnir að meta þá kosti meir en áður. Það er þeim orðið ljóst, að fátt er betra í búi en mikil hey, og því hafa þeir hugsað, að mikið vildu þeir til vinna, ef slægjulönd þeirra mættu verða enn meiri og betri en þau eru. Flóamenn höfðu fyrrum lítinn byr i al- þýðuálitinu. Þeim var eigi gert hærra undir höfði en bjeraðinu, er þeir bjuggu í. Hvorttveggja var í litlum veg. Það mætti nefna margt, er sýnir þetta, en eg hirði eigi »að fara út í þá sálma«. Það má vel vera, að þessar hugmyndir alþýðu um hlóamenn hafi átt við nokkur sönn rök að styðjast, en alt er breytingum háð, og eigi sizt mennirnir. Það er þvi skilj- anlegt, að það skiptist mjög á, í hverjum sveitum sje mest mannval og manndómur. Eg er að vísu eigi mjög kunnugur í Fló- anum, en eg fæ eigi sjeð, að Flóámenn sje minni fyrir sjer en aðrir menn, eða standi öðrum að baki að dugnaði og mannviti. Það er hvorttvegja jafnt, að fátæktin er mikil í flestum hjeruðum landsins og krapt- arnir litlir, enda hafa fáir mikinn áhuga og áræði til stórra umbóta á atvinnuveg- unum. Nú hefir þó bændum í Flóa og á Skeiðum komið til hugar að veita vatni um nálega öll slægjulönd í þessum sveit um, en það er svo stórt jarðabótafyrirtæki, að aldrei hefir verið í slíkt ráðizt hjer á landi. Þó rnunu Flóamenn og Skeiðamenn eigi láta undan bera að framkvæma þetta stórvirki, ef sýnt verður og sannað, að það 74. blaö. sJe í?erlegt, og horfi hjeraði þeirra til svo mikilla hagsmuna. sem margir hafa talið líklegt. í þessu sýnist, að eigi skortir þá framkvæmdarhug nje áræði við aðra lands- menn. Flóinn og Skeiðin taka yfir sljettlendið milli Hvítár eða Ölfusár að vestan en Þjórs- ár að austan. Þessi sljetta er nálega öll vaxin stör, en alstaðar er hraun undir niðri. Á einum stað er hraunið óhulið grasvegi á nokkru svæði. Þar heitir Merkurhraun. Það er fram með Hvítá millum Flóans og Skeiðanna. Hjer og þar um Flóann og Skeiðin má sjá einstakar hraunflúðir gægjast fram á yfirborðið. Að öðru leyti er landið alt grasi gróið, og alt er það sljett, nema á litlu svæði nið- ur frá Merkurhrauni. Þar eru lágir ásar og mýrarsund á milli. Svo má kalla, að’ mestur hluti Flóans og Skeiðanna sje slægjuland eitt, en óviða er grasvöxturinn mjög mikill. Það er eigi nema lítill hluti þessara slægjulanda, er sleginn verður á hverju ári, því að eigi verður grasvöxtur- mn svo mikill árlega. Þó má afla mikilla heyja á flestum jörðunum, af því að slægju- löndin eru svo mikil að víðáttu. Ef góðu og frjóvsömu vatni yrði veitt um þessi slægjulönd mundi grasvöxturinn aukast mjog, og heyafli bændanna vaxa að saína skapi. Nú hafa Flóamenn og Skeiðamenn mikinn huga á að fá slíka vatnsveitingu á engjar sínar. Þeir hafa þegar látið gera nokkrar athuganir til að komast að raun um, hvort unt sje að framkvæma þetta, og hverra hagsmuna megi af því vænta. J næsta blaði ísáfoldár mun jeg skýra nokkuð frá þessum athugonum. Raflýsingarmálið. ^ Það hafa fleiri um það hugsað en hr. Frimann B. Anderson, að gæða höfuðstaðn- um með þassari merkilegu umbót7 Hr. Sigfús Eymundarson hefir fengið i vor eptirfarandi lauslega kostnaðaráætlun frá mikilsháttar rafmagnsmannvirkjafjelagi í Lundúnum, fyrir milligöngu Mr. H. A. H. Dunfords mannvirkjafræðings.er hjer dvald- ist meiri hluta árs i fyrra og nam islenzku. Er áætlunarskýrsla fjelagsins orðuð eins og svar upp á fyrirspurn frá honum og dags. 18. mai 1894. Sem svar upp á spurningar yðar í gær, um kostnaðinn við að lýsa með rafmagni lítinn bæ á íslandi, er oss ánægja að láta yður í tje þær skýringar, er hjer fara á eptir; en þess skal getið, að þær geta ekki verið fullkomlega nákvæmar vegna ókunn- ugleika vors á ástæðum þar. I. Lýsing strœtanna. Fyfir bæ, eins og þjer tilnefnduð, ætlum vjer eigi að muni þurfa nema hjer um bil

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.