Ísafold - 18.05.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.05.1895, Blaðsíða 2
170 virðingarverðar sniáþjóðir telja góðar og gildar. En það hefir enn ekkert orðiö úr þvi, að þessi skattur kæmist á, af því að menn hafa iátið stjórnast af tilfinninga næmleik, sem áreiðanlega er um skör fram. Þótt kynlegt megi virðast, kemur ekki þessi viðkvæmni fram hjá ríkinu, þegar ræða er um »lotteri«, enda þótt það sje með öllu órjettlátur og óhafandi skattur. í því efni hugsar ríkiö sem svo: heimurinn vill iáta blekkjast — þess vegna er bezt að láta hann fá meira af nýjum lotteríseðlum. En ný frímerki mega menn ekki fá, þótt eptir þeim sje æskt. Hvers vegna ekki? Að minnsta kosti lít ieg svo á, sem þessi varfærni ríkisins eða póststjórnarinnar eigi að rýma úr sessi, þegar slíkur alþjóða- skattur er á lagður undir góðri umsjón i eindregnu mannúðar-augnamiði. Jeg legg það því til, að gefin sjeu út ný íslenzk frímerki í því skyni, að fá fje til stofnun ar holdsveikisspítala handa þessu fátæka landi. Ef nokkur skyldi efast um, að unnt sje að fá því framgengt, sem fyrir mjer vakir, þarf jeg ef til vili ekki annað en vekja athygli ð þvi, sem jeg hef skýrt frá hjer að framan, og svo bæta, því við, að þegar póststjórnin tók til sin 1891 gömlu íslenzku skildingaf'rímerkin, sem verið höfðu í gildi árin 1872—75 að eins, þá seldi hún islenzk- um kaupmanni nokkrum afganginn fyrir 7.000 krónur; hann seldi svo frímerkin aptur málafærslumanni einum í Kaup- mannahöt'n með miklum ábata, og svo seldi málafærslumaðurinn aptur hinum og öðrum. Menn geta að eins gizkað á það verð, sem fengizt hefir fyrir þessi sjald- gæfu f'rímerki. Tillögur mínar eru þær, er nú skal greina: 1. Póststjórnin gefur út ný frímerki fyrir Island. Þau ættu að vera svo vönd- uð, sem unnt er, helzt á hverju frímerki sjerstök mynd af atriðum frá hinni miklu sagnaöld iandsins (t. d. vfkingur, víkinga- skip eða lúðurþeytari) eða af binni til- komumiklu náttúru iaridsins (t. d. Geysir, Hekla, Eiríksjökull) eða dýralífi þess (t.d. t. d. hvaiur, sauðkind, hestur með böggum) eða einh'mrju þess háttar. Auk annars mundu þessi frímerki draga ferðamenn til landsins. Þessi frímerki sjeu í gildi ákveðinn, stuttan tíma, nokkra mánuði, allt að ári. 2. Póststjórnin búi til reikning yfir tek.j- ur, sem búazt hefði mátt við af venjulegri f'rímerkjasöiu á landinu, og bæti við þá upphæð kostnaðinum við prentun nýju frí merkjanna. Þessar tvær upphæðir saman lagðar dragist frá þeirri upphæð. er sa!a hinna ný útgefnu frímerkja nemur, og af'- gangurinn, ásamt þeim frímerkjum, sem eptir verða óseld, þegar þau eru úr gildi gengin, renni í sjóð til stofnunar holds- veikisspítalans. Svo mikið sje iagt upp af' frimerkjunum, sem svarar hinni venjulegu frímerkjasölu á landinu, ásamt því, sem þarf til að borga prentunarkostnaðinn, og svo þeirri upphæð, sem taiið er að spítala stofnunin muni kosta. Dr. med. Ehlers. Uppsigling um Lagarfljótsós m.m. I «Austra» hefir herra alþm. Jón Jóns son í Bakkagerði ritað meðal annars um uppsigling Lagarfi.jótsóss. Þar (í 3. tölubl. þ. á.) gjörir hann sjer far um að snúa út- úr fyrir «gömlum Hjerað3búa», er hann hyggur muni vera sami maður sem áður hef'ur ritað um ósmálið eða samgöngumál Hjeraðsbúa undir naf'ninu »Austuriands- vinur«. Fyrir höfunda þessa, sem mjer eru alls ókunnugir, dettur mjer ekkií hug að svara, enda munu þeir færir um það sjálfir. En grjinar þeirra fara í sömu stefnu sem hugmyndir mínar um samgöng- ur milli Hjeraðs og Fjarða; vildi jeg því með leyfi yðar, hr. ritstjóri, mega leggja þar orð í belg. Fyrir 9 árum reit jeg grein í gamla «Austra» um Fagradalsveginn («Dalbúi«) að miklu leyti fyrir hvat.ir cand.phil. Páls heit. Vigfússonar á Hallormsstað; og heflr enginn orðið til að mótmæla henni meðá- stæðum. Er .jeg enn sömu skoðunar um nauðsyn þess vegar sem hins eina áreið anlega í því efni. En um uppsigling Lag- arfljótsóss, sem nú lítur út fyrir að sje efst á dagskrá, að minnsta kosti Uthjeraðsbúa, er jeg á annari skoðun en hr. Jón í Bakkagerði. Þótt jeg sje eigi af eigin sjón kunnugur ósnum, hef jeg um hann sagnir kunnugra, greindra og gætinna manna, er jeg óhikult trúi. Og þótt jeg hafi eigi búið í Hjeraði, er jeg fullvel kunnugur hinum miklu flutninga-erviðleikum, sem Hjeraðsbúar eiga við að stríða, og hefl löngum fundið sárt til þess, hve brýnþörf þeim er á betri verzlunarvegum en þeir nú hafa. En því miður óttast .jeg, að von sú, er þeir gjöra sjer um Lagarfijótsós sem aðalverzlunarveg, reynist tálvon. Það sem einkum veldur ótta mínum er brimið og hafísinn. Sæta verður landátt til að komast að ósnum. Sje hafátt, er optast brim, og er þá eigi skipum fært að liggja á rúmsjóog afferma þar. En að hleypa inn í ósinn, þegar svo á stendur, mundi ‘engum þyk.ja fýsilegt, enda mundi þá eigi vandalaust að kanna dýpið eða hitta á, hvar állinn er dýpstur, þar sem brimið brcytir honum á hverri stundu fram og aptur. En hafátt og brim er altitt á Austfjörðum, og það enda mánuðum saman. Þá er hafísinn alkunnur vogestur á Aust- fjörðum. Liggur hann þar þrálega við land fram til sláttaru'ina og stundum til höfuðdags, sem kunnugt er. Þótt nú ísinn sje sm.júgandi, eins og opt er, og komizt yrði að ósnum, mundi hann g.jöra skipi ó- mögulegt að ligg.ja ept.ir lagi við ósinn, þar sem hann rekur fram og aptur fyrir straumunum. Engri átt nær það, að raiða við næstlið ið sumar, sem var svo einstalct að veður- blíðu og ró á sjó og landi; og því neitar víst enginn, að þegar svo á stendur megi takast að komast um ósinn. En það er því miður svo sjaldgæft, að menn ei i því að fagna. Þó kunna þeir, er yzt búa á IJjeraðinu, að geta liaft gott af því að nota slík tækif'æri til að ná að sjer vörura; en lítið ljettir það fyrir Upphjeraðsbúum. Því mun og eigi neitað, að með nógu fje muni klejrft að »yfirvinna torfærurnar við Steinbogann«, byggja vöru geymsluhús við fossinn undan Kirkjubæ, leggja spor- braut upp fyrir hann, og hafa gufubáta- ferðir eptir Fljótinu. «svo langt sem það nær»(?l) — en að hver.ju gagni kemur allt þetta, ef vörunum verður eigi komið inn í ósinn allt sumarið? og þetta máske sum- ar eptir sumar. Jegtelþvi mikið varasamt fyrir þing eða þ.jóð að leggja stórfje ísvo ískyggilegt fyrir- tæki. Sízt mundi jeg telja úr, að hr. kaup- maður 0. Wathne nyti styrks af landsfje, ef hann beitti hinum mikla dugnaði sínum og framkvæmdarsama góða vilja þar að, er viss not gætu að orðið; væri óskandi að vjer ættum marga lians líka. En þótt honum tækist að vinna stórvirki, sem svo yrði að litlum eða engum notum, tel .jeg honum það engan sæmdarauka. Það væri og miður farið, ef hann l.jeti ginnast af vanhugsuðum fortölum einstakra manna. meðan hann er ekki nærri svo kunnugur sem þyrfti harðýðgi náttúrunnar hjer við la.nd. Áður en kostað er fje að mun til að Ijetta samgöngur Hjeraðsbúa, væri full þörf á, að vegfræðingur (helzt Sig. Thor- oddsen) skoðaði og kynnti sjer allt sem að því efni lýtur, svo nákvæmlega sem unnt er. Fagridalur er sá eini vegur milli Hjer- aðs og Fjarða, sem vafalaust getur orðið að fullum notum. Af' því hann er lítið hærri en sveitirnar, sem að honura liggja, er hann optast fær eins og þær. Hovde- nak mun hafa verið honum ókunnugur; hann skoðaði aðeins heiðarnar til Seyðis- fjarðar (sjá skýrslu hans í Andvara 1885), en liklega heflr honum lítið verið kurin- ugt um snjóþyngslin þar. Sje Fjarðar- heiði að mestu sn.jólaus 2—3 mánuði árs- ins, má gott heita. Akbraut milli Hjeraðs og Seyðisfjarðar mundi því að litlum not- um. en þar á mót yrði akbraut á Fagra- dal að fyllstu notum, og eigi dýrara að leggja hana þar en um flatlenda sveit. Búðareyri yrði »e*ndastöð Eagradalsbraut- ar» Fjarðamegin. «Austri» g.jörir skop að höfninni þar, vcgna þess að guf'uskip hafl slitið þar upp í af'takarokinu um árslokin; en hann ber höfninni þó óvart bezta vitn- isburð utn leið; botninn hjelt eptir öllum akkerum! Hvasst getur einnig orðið á Seyð- isfirði og það engu síður en á Reyðar- firði. Jeg hefl sjeð skip brjóta upp á Seyð- isflröi, en það dró akkerin með sjer. Og hvesst heflr á Vestdalseyrarkirkju! Komi góður vegur um Fagradal að Lagarfljóti, hygg jeg að verzlunarstað- ur myndaðist þar, t. d. á Egilsstöð- um, sem er h.jer um bil middepill Hjer- aðsins, og mundu Hjeraðsmenn þá eigi þurfa lengra eptir nauðsvnjum sínum að jafnaði. Þá gæti gufubátur á Fl.jótinu fyr- ir ofan f'oss orðið að fullutn notum. Þeg- ar svo væri komið, tæki eflaust Fljótsdals- hjerað öllum hjeruðum landsins f'ram. að fegurð, auðlegð og fleiri gæðum. í maí 1895. Eyjólfur Þorsteinsson frá Berufiiði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.