Ísafold - 20.07.1895, Qupperneq 2
242
fregnritan yðar, því þá, er leyfi þettajatn-
skjótt hafið.
Alþingi 17. júlí 1895.
B. Sveinsson.
'Til
Herra cand. Einars Hjörleifssonar
Reykjavík.»
Forsetinn hafði svo mikið við þettaieyf-
is- og áminningarbrjef sitt, að lesa það fyrir
þingdeildinniúmþaðleytisem það fórafstað.
Mjer finnst því ekki nema tilhlýðilegkurt-
eisi af mjer að kvitta fyrir það opinbef-
lega.
Um leið og jeg þá þakka fyrir leyfið
og get þess, að jeg mun nota það, þegar
ritstjórn ísafoldar þykir ástæða til, meðan
])að stendur, skal jeg taka það fram, að
jeg er dauðhræddur um, að þar kunni ef
til vill ekki að vera tjaldað nema til einn-
ar nætur. Jeg tek þetta fram til þess að
Íesendur ísafoldar skuli geta verið viðþví
búnir og verði ekki alveg standandihissa,
«f svo hörmulega skyldi nú til takast, að
forsetinn svipti mig apturþessu leyfi.
Því að það vill svo óheppilega til fyrir
mig, að það er ekki á mínu valdi að
halda þessu leyfi, hvað mikið sem jeg legg
mig í framkróka. Leyfið er því skilyrði
bundið, að jeg ekki annað sinn eða optar
gefi forsetanum eður þá öðrum þingmönn-
um eða flokkum þingdeildarinnar tilefni
til umkvörtunar eða kæru út af fregnrit-
■an minni.
Jeg bið menn að taka vel eptir þessum
orðum «f annað sinn eða optar». Með því
er sagt, að jeg þegar hafi gefið tiiefni til
umkvörtunar eða kæru. Engum blöðum
er um það að fletta, að átt er við það, að
jeg hafi gefið forsetanum það tiiefni. Og
með því að engin sönnun er enn komin
fram fyrir því, að nokkrum öðrum en hon-
um hafi fundizt það tilefni vera ann-
að en hugarburður og endileysa, þá er
það sýnilegt, að það er hann, kærandinn,
sem á að skera úr því, hvort tilefnið sje
uokkurt eða ekkert.
Jeg geri mjer í hugarlund, að forsetinn
muni ætla að gera öðrum þingdeildar-
mönnum, er eitthvað kunna að þykjast
meiddir af fregnritan minni, jafn-hátt und-
ir höfði í þessu efni eins og sjálfum sjer.
FTiðurstaðan verður þá sú, að það á að
taka ieyfið aptur, hvenær sem einhver
þittgdeildarmaður álítur að hann hafl til-
efni til umkvörtunar eða kæru, eða af
einhverjum ástæðum reynir að teljamönn-
Um trú um að hann hafl fengið það til-
efni. Hvenær sem slik köst hlaupa í ein-
hvern þingdeildarmanninn — segjumhann
verði sjer að allrar þingdeildarinnar dómi
til minnkunar og verði vondur út af því
að blaðið skýri alveg rjett og nákvæm-
lega frá háttalagi hans —, þá á að svipta
ísafold öllu færi á að flytja þingfrjettir á
sama hátt og viðgengst hjá öllum þjóðum
heimsins, sem þing hafa. Og með því að
ísafold er eina blaðið á landinu, sem stærð-
ar sinnar vegna getur flutt slíkar frjettir,
þótt af skornum skammti sje auðvitað, þá
á að girða fyrir það, að þjóðin eigi nokk-
urn kost á að fá slíkar frjettir af löggjaf-
arþingi sínu — hvenær sem einhver einn
þingmaður verðnr óánægður með þær.eða
vill af öðrum ásfcæðum, að svo sýnist sem
hann telji sig hafa tilefni til að vera óá-
nægður!
— Já, jeg þakka fyrir ieyfið. Og í þakk-
lætis geðshræring minni get eigi þeirra
orða bundizt, að mikið er frjálslyndi hins
allrá- ypparsta þjóðfrelsisleiðtoga þessa
lands!
Einar Hjörleifsson.
Eptirmæli.
Magnús Mágnússon. I aprílmánuði 1894
andaðist Magnús Magnússon, er tyrrum bjó
í Syðralangholti í Hrunamannahrepp. Hann
var fæddur á Berghyl í sömu sveit 1831, og
var sonur Magnú^ar hreppstjóra Andr jessonar,
er síðar varð alþingismaður, og Katrínar
Eiríksdóttur, dannebrogsmanns áReykjum, hins
eldra, en bróðir Helga i Birtingahölti, Sigurð-
ar á Kópsvatni og þeirra syzkina. Magnús
fluttist ungur með foreldrum sinum að Syðra-
langholti og ólst þar upp með þeim; 1856
kvæntist hann Katrínu Jónsdóttur, dannebrogs-
manns á Kópsvatni, merkiskonu, og tók þá
við hálfri jörðinni Syðralangholti; bjó hann
þar þangað til 1881, að hann missti konu sína.
Brá hann þá búi og dvaldi eptir það á ýms-
um stöðum, lengst af í Reykjavík. Þau hjón
éignuðust alís 11 börn. Af þeim komust 7
upp og mönnuðúst öll vel. Þau eru: Eggert,
til heimilis á Staðarhrauni, Katrin, kona Guð-
brandar skósmiðs Þórðarsonar í Reykjavík,
Jón búfræðingur í Ólafsdal. Sigriður, kona
SveinsbÓDdaBjarnasonarí Bergsholtskoti í Stað
arsveit, Jóhanna Katrín, kona sjera Stef-
áns Jónssonar á Staðarhrauni, Kristján, til
heimilis í Unnarholti í Hrunamannahrepp og
Helgi, við járnsmíðisnám í Reykjavík.
Magnús sál. var mikill mannkostamaður.
Hann vár trúrækinn maður og vandaður, góð-
gjarn og greiðasamur, stillingarmaðurog prúð-
ur í dagfari, en jafnframt glaðvær og skemmt-
inn í viðkynningu. Optast var efnahagur
hans fremur þröngur, þar sem fjölskyldan
var mikil, en jarðnæðið ekki að því skapi, og
hann sjálfur lengst af mjög heilsutæpur (brjóst-
veikur). Þó var hann jafnan nægjusamur og
rólegur, enda bjargaðist hann sómasamiega
þrátt fyrir fátækt sína. Avallt var hann vin-
sæll og mjög vel metinn af nágrönnum sínum
og sveitungum og öðrum, er kynntust honum;
en eigi gat hann sökum heilsufars síns og
heimilisástæðna tekið verulegan þátt í al-
menningsmálum, sem hann var þó vel fallinn
til fyrir ýmsra hluta sakir. Hann var mjög
greindur maður og vel að sjer í ýmsum grein-
um fremur en almennt gjörðist um hans daga.
Sást það meðal annars á þvi, að á efri árum
sínurn, eptir að hann hætti búskap og gat
ekki orðið aðstaðið við algenga vinnu, lagði
hann það helzt fyrir sig að kenna börnum,
og fór honum það vel úr hendi. V B.
Langan vaðal flytnr »Þjóðólfur« á
þriðjudaginn var um þingsályktunina í
stjórnarskrármálinu, og skal rúmi ísafold-
ar eigi eytt að þessu sinni til þess að svara
því bulli lið fyrir lið; það tekur því ekki.
Að eíns skal getið eins atriðis, en það
er líka aðalatriðið í mótbárum Þjóðólfs
gegn þingsályktuninni — ef stjórnarskrár-
máls-endileysa blaðsins annars getur kall-
azt mótbárur.
»Þjððólfur« segir: »Hjer búsettur, inn-
lendur maður, er mæti á alþingi«, getur
ekki verið ráðgjafi, getur ekki haft æðstu
stjórn (löggjöf og umboðsvaidj yflr íslandi,
einmitt af því, að sá sem ábyrgðina ber
og skrifar undir með konuDgi verður að
vera við hlið konungs — eða landsstjóra«.
Við þessa staðhæfing er þetta að atbuga:
»Þjóðólfur« hefir ekki enn sýnt, hvers
vegna ráðgjafinn ekki getur verið hjer bú-
settur, innlendur maður og mætt á alþingi,
hvers vegna hann ekki getur látið sjer
nægja, að fara utan og dvelja í Kaup-
mannahöfn tíma og tima, þegar hann þarf
að leggja íslands mál fyrir konung og
skrifa undir með honum.
Og þótt »Þjóðólfi« tækist að sýna fram á,
að slíkt gæti með engu móti tekizt, þá á
hann eptir að sýna, að hverju leyti það kem-
ur í bága við þingsályktunina, að ráðgjaf-
inn væri þá hjer við hlið landsstjóra.
Þingsályktunin útilokar ekki landsstjóra.
En hún nefnir hann ekki, af því hann er
ekkert aðalatriði; það mætti víst í'reinur
segja, að litið sje á hann sem neyðarúr-
ræði, vegna kostnaðarins, sem honum mundi
samfara. Og þingsályktunin tekur að eins
fram aðalatriðin í stjórnarkröfum þjóðar-
innar. Hún ætlar stjórninni að koma þeim
fyrir í frumvarpi á þann hátt, sem henni
(stjórninni) þykir tiltækilegast. Það er að-
almunurinn á þingsályktunarleiðinni og
frumvarpsleiðinni. Sjái stjórnin veg til að
fullnægja kröfum vorum landsstjóralaust,
þá erum vjer ánægðir. Sjái hún engan
veg til þess án landsstjóra, þá segir að
minnsta kosti þingsályktunin ekki eitt orð
móti honum. Meðan »Þjóðólfur« getur
ekki látið sjer skiljast jafn-augljóst og ein-
falt mál, ætti hann sannarlega helzt að
þegja.
Ferðamannafjelagið. Fundur var
haldinn i fyrra kveld til þess að ræða og
samþykkja til fullnaðar lög fyrir fjelagið
kjósa stjórn m. m. Voru þá 36 menn
gengnir í (jelagið með 10 kr. árstillagi
hver.
Fundarstjóri var herra Hallgrímur bisk-
up Sveinsson, og skrifari Sighv. Bjarnason
bankabókari. Björn Jónsson bar upp frum-
varp það, er þeim forgöngumönnum fje-
lagsstofnunarinnar hafði verið falið á fyrra
fundinum, 8. þ. m., að búa undir þenna
fund, og var það samþykkt óbreytt i einu
hljóði sem lög fyrir fjelagið. Er fyrirætlun
fjelagsins þar lýst svo, að hún sje »að
hlynna að skemmtiferð um útlendinga hing-
að til lands og gera þeim fýsilegt hjer að
vera«. En þeim tilgangi »leitar fjelagið
við að fá framgengt með því, að efla
þekkingu manna erlendis á landinu og
ferðalögum hjer; að láta skemmtiíerða-
skrifstofum erlendis, einkum í Lundúnum,
i tje nytsamlegar leiðbeiningar og skýrslur.
að styðja að góðum samgöngum við önn-
ur lönd, og þvi, að hjer komist upp góðir
gistingastaðir fyrir ferðamenn; <ið láta
hinum útlendu ferðamönnum í tje vísbend-
ingar um veiðivötn, hentugar ieiðir fyrir
þá, góða verustaði, fylgdarmenn, hestaeig-
endur og reiðtygja m. m.; að leiðbeina
eptir mætti eigendum veiðivatna og gist