Ísafold - 16.09.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.09.1896, Blaðsíða 3
253 sýnt höíbinglega rausn með því ab fyrnefnd hjón gáfu mjög fallegt altarisklæði ásamt gúttaperkabakka undir ljósastjakana, og enn- fremur 50 krónur, og síbarnefnd heiburshjón g&tu 5 álmaba, ljósakrónu mjög laglega og 18 vegglampa, sem nemur alt að 200 kr upphæb. Kirkjan kostar uppkomin um 10,300 krónur, og er þab fljótt a ab lita nokkub mikib; en þegar þess er gsett, að verket'nin verba eptir venju að vera öll pöntuð t'rá útlöndum, tíb- ast af handahófi, timbrið frá Noregi, glasið frá Danmörk, pappinn frá Þýzkalandi, glugga- grindur og þakjám frá Englandi, þá ræður að likindum, að mjög er undir hælinn lagt, að menn geti í öllum tilfellunum orðið fyrir beztu kaupum. Jeg segi af handahóli, því þó hr. Gubm. Jakobsson, sem mun mörgum inn- lendum trjesmiðum fremur hafa byggingar- fræbilega þekkingu, og árlega afla sjer bók- legrar frseðflu, leiðbeindi oss í því efni eptir föngum, gat hann ekki farið nema eptir verð skrám og sýnishornuin, og það að eina trá fáum verksmiðjum, en' ekki eptir sjón eða fullkominni reynslu. • Það er annars ekki langt frá áttinni, að geta þess með tilliti til innlendra húseigna, sem að Hkindum munu nema 5,000,000 (5miJj- ónum) króua, og þeirra mannvirkjabóta, sem almennt eru farnar að ryðja sjer til rúms í ¦vilja þjóðarirmar, að vjer erura sorglega stutt á veg komnir í því, að eiga engan innlendan inann, sem geti gefið áreiðanlegar bendingar um, hvar útlend byggingarefni beinlínis megi í'á, bæbi hentugust og að tiltölu óðýrust, hvað þá að vjer getum fullkomlega treyst okkar innlendu kröptum, ef reisa þarf al- mennilega húskompu eða leggja brúarspotta yfir gil. Akranesi 31. ig, 1896. R. Þ. Jónsson, safnaðarn.m. Hvaðanæva. Kirkjan í Bandaríkjurmm. Eptirfylgjandi grein er útdráttur úr rit- gjörð, sem nýlega stóS í »Forum«, einu af merkustu tímaritum Bandaríkjanna. Auk annars fróSleiks er hún ljós bending um það, hve ramskökk sú skoSun er, sem komiS liefir fram á prenti frá sumum Islendingum, aS aö- alþyðing kirkjunnar í Yesturheimi sjo sú, að binda menn á klefa kredduþrœlkunarinnar og jafnvcl auðvaldsins. Það er áreiðanlega einn af þeim ósanngjörnustu dómum, sem felldir verSa um nokkurn skapaðan hlut. Vera má, aS eigi sje ástæSulaust, aS benda á þaS til viðbótar við þessa grein, að í Canada hefir kirkjan nákvœmlega sömu þ/ðing tiltölulega eins og í Bandaríkjunum, onda á hún þar eins aðstöðu. Einkar athugavert og merkilegt cr það, hve mikla þ/Singu kirkjan hefir í Bandaríkjunum, þar sem hún n/tur einskis styrks af ríkinu, og er því þar af leiSandi meS öllu óháð. Það er óheett aS fullyrða, aS kirkjan hafi ekki jafn-mikil áhrif í neinu landi. Hún er leið- togi í hinu daglega lífi þjóSarinnar og setur mót sitt á menntalífiö. Sjálf er hún miðdep- ill hins æSsta og bezta í þjóSlífinu. Hún hefir girt fyrir þann skilnaS menningarinnar °g trúarbragSanna, sem kvartaS er um nær pvl í öllum lóndum. °g þcssi áhrif kirkjunnar cru ekki ein- göngu sprottin af hefð og venju, heldur af þeim lifandi krapti, sem í henni býr, af hæfi- leik hennar til að stySja og styrkja nútíSar- menn, í hverri stjett sem þeir eru og á hverju menningarstigi sem þeir standa, og fylla þá andagipt. Fræðimenn og vísindamenn eru venjulegast hcnnar megin og það jafnvel með hinum mesta áhuga. Prestar eim leið- togar alþySumenntunarinnar og prestar og guðfræðikennarar eru stór hluti fylkingar þeirrar, sem st/ra hinu æðsta menntalífi lands- ins og vekja þaS. Þar er örSugast að fá ))múginn« til að sækja kirkju. ÖrSugleikarn- ir eiga rót sína aS rekja til fjelagslífs þjóð- arinnar, en ekki til menntunarimiar. Guð- leysi er lítt þekkt; jafnvel hjá þeim íhuguu- armönnum, er lengst fara, verSur trúin síSasta niSurstaSan. Og jafnvel guSleysingjarnir stofna kirkjufjelóg meS prjedikunum og fyrir- lestrum. Þcir skilja líka, hve mikilsvert það er, að hinu æSsta lífi mannsins, siðgæðishug- sjónunum, sje haldið á lopti, og aS sterk öfl vinni aS því aS stySja, efla og hvetja menn- ina til alls góSs. SíSustu finim árin hefir kirkjum landsins fjölgaS um meira en 23,000, prestum um eitt- hvað 22,000 og safnaðarmönnum meira en 4 miljónir. Fátt er það, scm Vesturheimsmönnum, sem um Norðurálfuna ferðast, þykir kynlegra en þaS, hvc fáar kirkjurnar þar eru, og hve 111- iS er um kirkjuna hirt. Inni í kirkjunum þykir þeim miðaldalegt, dauft og leiSinlogt, bæði húsnæðiS sjálft og söngurinn og ræð- urnar. Þegar komið er inn úr dyrunum í Vestur- heimskirkju, verður fyrir manni björt for- stofa, lógð dúkum. Þar mæta manni einkar kurteisir kirkjuþjónar, sem valdir eru úr hópi hinna helztu safnaðarmanna; þeir leiða mann til sætis. Vanti mann sálmabók, er ævinnlega einhver við hliðina, sem b/Sur aS horfa á sína bók, eða útvegar aSra. Söngurinn er opt fag- ur. Allt er áuægjulegt og viSkunnanlegt. Prjcdikunarstóllinn er skrýddur blómum. Og optast er eitthvaS í prjedikuninni, scm veld- ur því, aS maSur fer heim meS þann ásetn- ing aS leggja framvegis stund á þaS sem gott er og rjett. BlöSin sk/ra optara og greinilegar frá prje- dikununum, sem fluttar eru í kirkjumim, keldur en fvá kappræSum á þingi og öSrum pólitiskum ræðum. Og' prjedikanirnar eiga þaS skiliS. Enginn vafi er því, aS það er meðal prestanna og á kirkjunnar svæði, að vandlegast er hugsað, þekkingin samstæðust og andlega lífið yfirleitt kröptugast. Með nokkrum tölum verður bezt sýnt, hve öflugar stofnanír kirkjufjelögin í Bandaríkj- unum eru. Mcnn minnist þess, að hver eyr- ir er gcfinn af frjálsum vilja, og langoptast án þess nokkuð þurfi að mönnum að leggja. Og menn gcfa því að eins, að þeim þyki fyr- irtækin stuðnings makleg. Ársútgjöld Biskupakirkjunnar ensku í Banda- ríkjunum eru 38 miljónir króna, meþódista- kirkjunnar nálega 90 miljónir, prestbyterían- anna 52 miljónir — álíka og Noregs. Sam- tals eru ársútgjöld þeirra 5 mótmælenda- kirkjudeilda, sem frá Stórbrctalandi eru runn- ar (biskupakirkjunnar, presbyteríananna, me- þódistanna, baptistanna og kongregationalist- anna) 326 milj. króna, sem gefíS er af frjáls- um vilja af nokkuS meir en 10 milj. safnaS- armanna. ÞaS er helmingi mcira en útgjöld Noregs og SvíþjóSar nema samtals, töluvert meira en holmingi meira en allar útfluttar vörur Noregs nema árlega. Ársútgjöld allra kirkjufjelaga í Bandaríkj- unum samtals hljóta að vera langt yfir 560 miljónir króna. Það er 150 miljónum meira en tekjur tyrkneska ríkisins. Og allt er þetta lagt fram af frjálsum vilja. Kirkjueignirnar i Bandaríkjnnum námu 2^/2 miljarð árið 1890, og nema nú aS ölhiui lík- indum nálægt þremur miljörðum. Prjónavjelar. Hinar alkunnu prjónavjelar Símon Olsens, má panta hjá undirskrifubum, sem hefur aðal-umboðssölu þeirra á íslandi. Vjeiar þessar reynast mjög vel og eru efalaust hinar beztu, sem flytjast til ís- lands, og jafnframt hinar óáýrustu, þar sem þ«r scljast með 10% af'slætti gegn borgun í peníngum við móttökuna. Vjelarnar eru sendar kostnaðarlaust á allar þærhafnir.sem póstskipið komur við á. Vjelarnar eru brúkaðar hjá mjer og fæst ókeypis tilsögn að læra a þær. I>eir, sem ekki nota tilsögnina, Eá vjelarnar 10 krón- um ódýrari. Nálar, fjaðrir og önnur Ahöld fást alltjaf hjá mjer, og verðlistar sendast, ef þess er óskað. Vjelarnar má lika panta h,]7i herra Th. Thorsteinsson, (Liverpool) Reykiavík, er gefur allar nauðsynlegar upp'.ýsingar og gefar mönnum kost á að sja þær brúkaðar. Eyrarbakka, 30. júní 1896. _______________F. Nielsen._____ Einlita fallega og ung-a liesta kaupir undirskrifaSur til 15. október. Eyþ<5r Felixson. Fineste Skandinavisk Export Kafife Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á íslandi. F. Hjorth & Co. i Kaupmannahöfn. Frímerki Brúkuð isl. frimerki kaupir undirrit- aður óheyrt háu verði. Ó!afur Sveinsson X'vÆff5 Reylsjavlk. Landskjálftasamskot 1896, meotekin at' undirskrifuðum: Tr. Gunnarsson bankastjóri kr. 50, Björn Jónsson ritstjóri 50, Jónína Ámundadóttir (Hl.hús.) 8, Þórður Torfason (Vigf.koti) 2, Björn Þórbarson 5, N. N. 3, Þorst. Þorsteins- son skipstj. 10, frú Kar. Markúsdóttir 10, Gubm. Þórbarsou bæjarí'ulitr. 10, Guðmundur Guðmundsson bæjarfóg.skrif. 10, Magnús O- laisson trjesm. 5, Björn Hjaltested járnsm. 10 (ávis.), Reinholdt Andersen skraddari 5, Einar Bjarnason 2, Einar Arnason 5,. O. Finsen póstm. 20, J. Gunnarsson f'aktor (Keflav.) 25, Dr. J. Jónassen landl. 30, J. Schou steinh. 16, Einar Benediktsson ritstjóri 20, Finnbogi Lár- usson 5, Magnús Vigíússon (Mibseli) 2, Pálmi Pálsson adjunkt 10, J6h. Þorkelsson dómk.pr. 10, Þorkell Helgason (Br.borg) 2, Gísli Tóm- asson 5, J6n Valdason 3, G. Gunnarsson 3, Einar Sigvaldason 3, C. Fr. 5, Þ. Pjetursson 3, Oddgeir Björnsson 3, Ingimundur Þórðarson 3, Þuríour Oddsdóttir 2, N. 2, O. 2, A. G. P.s. 2, enn f'remur smærri giafir frá ýmsum (safn- að af Jónasi í Steinsholti) 30.15. Samtals kr. 391,15 Aour mebtekið og auglýst kr. 1561,50 Alls kr. 1952,65 Enn fremur hefir kaupm. Eyþór Felixson heitib fiskætum k 4 hesta, og kanpm. Geir Zoega matvörutunnu. Reykjavfk 15. sept. 1896. BjÖrn Jónsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.