Ísafold - 16.09.1896, Side 3

Ísafold - 16.09.1896, Side 3
263 sýnt höí&inglega ransn með þvi að f'yrnefnd hjón gáfu mjög fallegt altarisklæði ásamt gúttaperkabakka undir ljósastjakana, og enn- fremur 60 krónur, og síðarnefnd heiðurshjón g&fu 6 álmaða ljósakrónu mjög laglega og 18 vegglampa, sem nemur alt að 200 kr upphreð. Kirkjan kostar uppkomin um 10,800 krónur, og er það fljótt á að líta nokkuð mikið; en þegar þess er gætt, að verkefnin verða eptir venju að vera öll pöntuð frá útlöndum, tið- ast af handahófi, tirohrið frá Noregi, glasið frá DanmÖrk, pappinn frá Þýzkalandi, glugga- grindur og þakjám frá Englandi, þá ræður að likindum, að mjög er undir hælinn lagt, að menn geti í öllum tilfellunum orðið fyrir heztu kaupum. Jeg segi af handahófl, því þó hr. Guðm. Jakobsson, sem mun mörgum inn- lendum trjesmiðum fremur hafa byggingar- fræðilega þekkingu, og árlega afla sjer bók- legrar fræðslu, leiðbeindi oss í þvi efni eptir föngum, gat hann ekki farið nema eptir verð sbrám og sýnishornum, og það að eins frá fáum verksmiðjum, en ekki eptir sjón eða fullkominni reynslu. • Það er annars ekki iangt. frá áttinni, að geta þess með tilliti til ÍDnlendra húseigna, sem að líkindum munu nema 6,000,000 (6 milj- ónum) króna, og þeirra mannvirkjabóta, sem almennt eru farnar að ryðja sjer til rúms í vilja þjóðarirmar, að vjer erum sorglega stutt á veg komnir í því, að eiga engan innlendan mann, sem geti gefið áreiðanlegar bendingar um, hvar útlend byggingarefni beinlínis megi fá, bæði hentugust og að tiltölu ódýrust, hvað þá að vjer getum fullkomlega treyst okkar innlendu kröptum, ef reisa þarf al mennilega húskompu eða leggja brúarspotta yfir gil. Akranesi 31. ág. 1896. R. Þ. Jónsson, safnaðarn.m. Hvaðanæva. Kirkjau í Bandarfkjunum. Eptirfylgjandi grein er útdráttur úr rit- gjörö, sem n/lega stóð í »Forum«, einu af merkustu tímaritum Bandarlkjanna. Auk annars fróöleiks er hún ljós bending um þaö, hve ramskökk sú skoöun er, sem komið hefir fram á prenti frá sumum íslendingum, að að- alþýðing kirkjunnar í Vesturheimi sje sú, að hinda menn á klefa kredduþrælkunarinnar og jafnvel auðvaldsins. Það er áreiðanlega einn af þeim ósanngjörnustu dómum, sem felldir verða um nokkurn skapaðan hlut. Vcra má, aS eigi sje ástæðulaust, að benda á það til viðbótar við þessa grein, að í Canada hefir kirkjan nákvæmlega sömu þýðing tiltölulega eins og í Bandaríkjunum, enda á hún þar eins aðstöðu. Einkar athugavert og- merkilegt er það, hve mikla þýðingu kirkjan hefir í Bandaríkjunum, þar sem hun nytur einskis styrks af ríkinuj og er því þar af leiðandi með öllu óháð. Það er óhætt að fullyrða, að kirkjan hafi ekki jafn-mikil áhrif í neinu landi. Hún er leið- togi í hinu daglega lífi þjóðarinnar og setur mót sitt á menntalífið. Sjálf er hún miðdep- ill hins æðsta og bezta í þjóðlífinu. Hún hefir girt fyrir þann skilnað menningarinnar °g trúarbragðanna, sem kvartað er um nær l,ví í öllum löndum. °g þessi áhrif kirkjunnar eru ekki ein- göngu sprottin af hefð og venju, heldur af þeim lifandi krapti, sem í henni hýr, af hæfi- leik hennar til að styðja og styrkja nútíðar- menn, í hverri stjett sem þeir eru og á hverju menningarstigi sem þeir standa, og fylla þá andagipt. h ræðimenn og vísindamenn eru venjulegast hennar megin og það jafnvel með hinum mesta áhuga. Prestar eru leið- togar alþýðumenntunarinnar og prestar og guðfræðikennarar eru stór hluti fylkingar þeirrar, sem stýra hinu æðsta menntalífi lands- ins og vekja það. Þar er örðugast að fá »múginn« til að sækja kirkju. Örðugleikarn- ir eiga rót sína að rekja til fjelagslífs þjóð- arinnar, en ekki til menntunarinnar. Guð- leysi er lítt þckkt; jafnvel hjá þeim íhugun- armönnum, er lengst fara, verður trúin síðasta niðurstaðan. Og jafnvel guðleysingjarnir stofna kirkjufjelög með prjedikunum og fyrir- lestrum. Þeir skilja líka, hve mikilsvert það er, að hinu æðsta lífi mannsins, siðgæðishug- sjónunum, sje haldið á lopti, og að sterk öfl vinni að því að styðja, efla og hvetja menn- ina til alls góðs. Síðustu fimm árin hefir kirkjum landsins fjölgað um meira en 23,000, prestum um eitt- hvað 22,000 og safnaðarmönnum meira en 4 miljónir. Fátt er það, sem Vesturheimsmönnum, sem um Norðurálfuna ferðast, þykir kynlegra en það, hve fáar kirlcjurnar þar eru, og hve lít- ið er um kirkjuna hirt. Inni í kirkjunum þykir þeim miðaldalegt, dauft og leiðinlegt, bæði húsnæðið sjálft og söngurinn og ræð- urnar. Þegar komið er inn úr dyrunum í Vestur- heimskirkju, verður fyrir manni björt for- stofa, lögð dúkum. Þar mæta manni einkar kurteisir kirkjuþjónar, sem valdir eru úr hópi hinna helztu safnaðarmanna; þeir leiða mann til sætis. Vanti mann sálmabók, er ævinnlega einhver við hliðina, sem býður að horfa á sína bók, eða útvegar aðra. Söngurinn er opt fag- ur. Allt er ánægjulegt og viðkunnanlegt. Prjedikunarstóllinn er skrýddur blómum. Og optast er eitthvað í prjedikuninni, sem veld- ur því, að maður fer heim með þann ásetn- ing að leggja framvegis stund á það sem gott er og rjett. Blöðin skýra optara og greinilegar frá prje- dikununum, sem fluttar eru í kirkjunum, heldur en frá kappræðum á þingi og öðrum pólitiskum rseðum. Og prjedikanirnar eiga það skilið. Enginn vafi er því, að það er meðal prestanna og á kirkjunnar svæði, að vandlegast er hugsað, þekkingin samstæðust og andlega lífið yfirleitt kröptugast. Með nokkrum tölum verður bezt sýnt, hve öflugar stofnanir kirkjufjelögin í Bandaríkj- unum eru. Menn minnist þess, að hver eyr- ir er gefinn af frjálsum vilja, og langoptast án þess nokkuð þurfi að mönnum að leggja. Og menn gefa því að eins, að þeim þyki fyr- irtækin stuðnings makleg. Ársútgjöld Biskupakirkj unnar ensku í Banda- ríkjunum eru 38 miljónir króna, meþódista- kirkjunnar nálega 90 miljónir, prestbyterían- anna 62 miljónir — álíka og Noregs. Sam- tals eru ársútgjöld þeirra 5 mótmælenda- kirkjudeilda, sem frá Stórbretalandi eru runn- ar (biskupakirkj unnar, presbyteríananna, me- þódistanna, baptistanna og kongregationalist- anna) 326 milj. króna, sem gefið er af frjáls- um vilja af nokkuð meir en 10 mílj. safnað- armanna. Það er helmingi meira en útgjöld Noregs og Svíþjóðar nema samtals, töluvert meira en helmingi meira en allar útfluttar vörur Noregs nema árlega. Ársútgjöld allra kirkjufjelaga í Bandaríkj- unum samtals hljóta að vera langt yfir 560 miljónir króna. Það er 150 miljónum meira en tekjur tyrkneska ríkisins. Og allt er þetta lagt fram af frjálsum vilja. Kirkjueignirnar í Bandaríkjnnum námu 2% miljarð árið 1890, og nema nú að öllum lík- indum nálægt þremur miljörðum. Prjónavjelar. Hiuar alkunnu prjónavjelar Símon Olsens, má panta hjá undirskrifubum, sem hefur aðaí-umboðssðlu þeirra á íslandi. Vjeiar þessar reynast mjög vel og eru efalaust hinar beztu, sem flytjast til ís- lands, og jafnframt hinar ódýrustu, þar sem þær seljast með 10% afslætti gegn borgun í peningum við móttökuna. Vjelarnar eru sendar kostnaðarlaust á allar þær hafr,ir,sem póstskipið kemur við á. Vjelarnar eru brúkaðar hjá mjer og fæst ókeypis tilsögn að læra á þær. Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá vjeiarnar 10 krón- um ódýrari. Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást allt'af hjá mjer, og verðlistar sendast, ef þess er óskað. Vjelarnar má líka panta hjá herra Th. Thorsteinsson, (Liverpool) Reykjavík, er gefur allar nauðsynlegar upplýsingar og gefur mönnum kost á að sjá þær brúkaðar. Eyrarbakka, 30. júni 1896. P. Nielsen. Einlita fallega og unga hesta kaupir undirskrifaður til 15. október. Eyþór Felixson. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kafflbætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaup- mönnum á íslandi. F. Hjorth & Co. i Kaupmannahöfn. Frímerki Brúkuð ísl. frimorki kaupir undirrit- aður óhoyrt háu verði. Ólafur Sveinsson Austnrgtræti 5 Reykjavik. Landskjálftasamskot 1896, meðtekin af undirskrifuðum: Tr. Gunnarsson bankastjóri kr. 50, Björn Jónsson ritstjóri 60, Jónína Ámundadóttir (Hl.hús.) 8, Þórður Torfason (Vigf.koti) 2, Björn Þórðarson 6, N. N. 3, Þorst. Þorsteins- son skipstj. 10, frú Kar. Markúsdóttir 10, Gubm. Þórðarson bæjarfulitr. 10, Guðmundur Gubmundsson bæjarfóg.skrit'. 10, Magnús Ó- lat'sson trjesm. 6, Björn Hjaltested járnsm. 10 (ávís.), Reinholdt Andersen skraddari 6, Einar Bjarnason 2, Einar Arnason 5,. O. Finsen póstm. 20, J. Gunnarsson faktor (Keflav.) 26, Dr. J. Jónassen landl. 30, J. Schou steinh. 16, Einar Benediktsson ritstjóri 20, Finnbogi Lár- usson 6, Magnús Vigfússou (Miðseli) 2, Pálmi Pálsson adjunkt 10, Jóh. Þorkelsson dómk.pr. 10, Þorkell Helgason (Br.borg) 2, Gisli Tóm- asson 6, Jón Valdason 3, G. Gunnarsson 3, Einar Sigvaldason 3, C. Fr. 5, Þ. Pjetursson 3, Oddgeir Björnsson 3, Ingimundur Þórðarson 3, Þuríður Oddsdóttir 2, N. 2, O. 2, A. G. P.s. 2, enn fremur smærri gjafir frá ýmsum (safn- ab af Jónasi í Steinsholti) 30.16. Samtals kr. 391,16 Ábur mebtekib og auglýst kr. 1661,50 Alls kr. 1962,65 Enn fremur heflr kaupm. Eyþór Felixson heitib fiskætum & 4 hesta, og kaupm. Geir Zoega matvörutunnu. Reykjavik 16. sept. 1896. Björn Jónsson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.