Ísafold - 27.03.1897, Page 3
79
f’órður Ögmundsson (Ö)fusi) 25. 14. *Gnnnlaug-
ur Claessen (br. VI. G). 15. Lárus Þ. Thoraren-
sen (t pr. J. Th.). 16. *Sigurður Guðmundsson
(Húnav.). 17. Jón Benedikts Jónsson (ísafj.s.).
I. bekkur.
1. Þorsteinn Þorsteinsson (b. frá Brú í Bpst.).
2- Ólafur Björnsson (br. III. 4). 3. Einar Arn-
órsson (Minna-Mosf. í Grímsn.) 25. 4. Jón Magn-
ásson (tómth.m. Stefánss.). 5. Magnús Guð-
•nundsson (Svinad. í Húnav.). 6. Jónbjörn Þor-
tyarnarson (t kaup. Jónass.). 7. Halldór Stefáns-
s°n (Húnav.). 8. Halldór Jónasson (skólastjóra
Hirikss. á Eiðum). 9. Bjarni Jónsson (tómth.m.).
10. Eirikur Stefánsson (pr. á Auðkúlu) umsjónarm.
11- Sturla Guðmundsson (f. læknis i Arn.). 12.
Hrynjólfur Björnsson (Rangárv.). 13. Björn Stef-
ánsson (br. nr. 10). 14. Pjetur Bogason (br. II.
0). 15. Vilhjálmur Finsen (br. IV. 15). 16. Sig-
valdi Stefánsson (múrara). 17. Björn Þórðarson
(frá Móum á Kjal.). 18. Asgeir Gunnlaugsson
(tómth.m. Pjet.). 19. Sigurður Sigtryggsson (lyf-
salasv. Sig.).
Dáinn er 3. þ. máu. Ami Jónsson hjer-
aðslæknir á Vopnafirði. Hann lje/.t í svefni;
hafði verið lasinn dagana á undan. (Haiis
mun frekar minnzt síðar).
Nýfundinn þjóðflokkur,
Nýstárleg vísindaleg uppgöt.vun er það,sem
eitt af mikilmennum vísindamanna-heimsins
hefir gert þessa dagana. Maðurinn er hinn
heimsfrægi »Þjóðólfs«-ábyrgðarmaður. Hann
hefir uppgötvað þjóðflokk, sem hefir það sjer
til ágætis, að bera langt af hinum nafntog-
uðu Molbúum í því, sem þeir væru frægastir
iyrir, í — heimsku. Og þessi merkilegiþjóð-
Hokkur, sem enginn hefir vitað af fyrri, skil-
llr íslemku. Má sjá það á því, að maðurinn
avarpar hann í blaði sínu í gær og tjáir hon-
Um, að persónuleg illmæli nokkur og fúkyrði,
setu hann jós nylega á prenti yfir saklausan
faann, er hann af einhverjum leyndardóms-
iullum ástæðum ber óslökkvandi hatur til,
hafi ekki verið annað en nauðsynleg »pólitisk«
ötlistun eða hugleiðing, gagndrepa af föður-
landsást, en svona hjer um bil alveg græzku-
laus, og því óðs manns æði að álíta hana
varða við lög.
Þannig vaxna »útlistun« hefði verið frá-
gangssök að ætla sjer að bera á borð fyrir
Holbúana sálugu; þeim hefði verið ómögulegt
að renna lienni niður. En með því að snill-
lng þessum er ekki lagið að rita nokkurn
staf til ónýtis, hlýtur hann að vita af ein-
hverri þjóðkvísl einhversstaðar 1 heiminum —
hlað hans er alheimsmálgagn, lceypt og lesið
öniallan heim—, sem þessi fræði er bæði lyst-
ög og auðmelt andleg fæða; hún getur ekki
Vei'ið ætluð öðrum. Nánari lýsing á þeirri
°kenndu þjóð er að líkindum væntanleg frá
hans hendi hið bráðasta, ekki seinna en í
neestu heimsferðasögu hans.
Söinu lesendum hlýtur að vera ætluð sú
liásaga í sama tbl., að hann hafi lögsótt mann
fyrir að kalla sig »Þjóðólfsmann, ljúfmennið
hógværa, prúðmennið góðgjarua, göfugmennið
htilláta, spakmennið snjalla og djúphyggna,
Úurniennið glæsta«. Sjálfsagt ætlar hann svo
n'ónnurn af þeirrar þjóðar kyni að kveða upp
dó® í því máli, og ætlast til að dómur þeirra
hljóði þannig að niðurlagi:
þvi dcemist rjett vera.
^tefndi N. N. sæti 10,000 kr. sekt, er renni
. stefnanda. Svo skulu og orðin »ljúfmenn-
hógværa, prúðmennið góðgjarna« og önnur
ai5lir talin meiðandi ummæli um stefnanda
Vera dauð og marklaus!
Skagafirði 10. marz: Tiðin i vetur ágæt,
siðan haust-illviðrinu ljetti af. Fjörðurinn al-
rauður nú og veður í dag bjart og stillt. —
Sýslufundur var haldinn 23. f. mán. og næstu
daga. Hin venjulegu mál komu fyrir. Einnig
kom til tals brú d Vesturvötnin nálægt sjó, og
áætlanir um kostnað hennar. Gjört ráð fyrir, að
hún muni kosta nær 30,000 kr. Það væri ákaf-
lega mikil framför, að fá slika brú. Siðau brúin
kom á Austurvötnin, hefir umferð vaxið að mikl-
um mun, og brúarvöntunin á hiu vötnin orðið
tilfinnanleg. Vonandi, að menn leggist á eitt, að
koma þe8sari brú á sem fyrst. — Beiðni kom úr
Lýtingsstaðahrepp um, að sýslan væri í ábyrgð
fyrir láni, er hreppurinn vill fá fyrir upprekstr-
arland (Eyvindarstaðaheiði), er hann vill kaupa,
og gerði nefndin það, eins og sjálfsagt var, en
það eptirtektaverða er, að einmitt sams konar
beiðni neitaði hún í fyrra, sem varð neitendun-
um til minnkunar, svo sem von var. Er nú að
fagna þvi, að menn komast fljótt til sannleikans
viðurkenningar.
Pöntunarfundur var haldinn að Asi í Hegra-
nesi 19. janúar. Akveðið að halda pöntun áfram
við sömu viðskiptamenn næsta ár. Formaður,
hr. Pálmi Pjetursson í Sjávarborg, endurkosinn, og
lýst ánægju yfir störfum hans. Aðrir starfsmenn
flestir endurkosnir. Ákveðið að fjelagið keypti
borgarabrjef og að stofnuð væri söludeild í smá-
um stýl fyrst. Sauðir teknir ekki ljettari en 110
pd., og gengur því pöntun fyrir sauði mjög sam-
an, þar eð litið verður nú látið af veturgömlum
sauðum, og fátækari mennirnir geta lítið eða
ekkert pantað gegn sauðum. Hins vegar eru
menn svo skuldugir við kaupmenn, að tvisýnt er,
hvort öll ull þeirra i vor nægir í þá skuld. —
Verzlunarástandið er þannig óefnilegt. Skuldirn-
ar ættu að knýja menn til alvarlegrar umhugs-
unar og aðgerða til að verða frjálsir menn.
Að eyða minna og framleiða meira, eða láta til-
kostnað og hagnað standast betur á, þyrfti að
verða að alvarlegri viðleitni.
Um sýslufundinn voru skemmtanir i Sauðár-
króki; leiknir sjónleikir: »hinn þriðji« og »hann
drekkur«. Inngangur 75 og 50 aura. Arðurinn
gengur mestallur í sjóð, sem síðar á að verja
fyrir leikhúsbyggingu á Sauðárkrók. Aðsókn að
leikjunum ákaflega mikil og leikið nær viku.
Þótti vel leikið yfir höfuð; sumir ljeku furðuvel.
Einn galli var á: sá, að málið á leikjunym var
afar-illt; er furða, hve skeytingarlausir þýðend-
urnir hafa verið með móðurmál sitt, er þeir þýddu.
Það er enginn efi á því, að slíkt mál, sem úir og
grúir af dönskuslettum (sbr, ó! jeg fæ tilfelli! o.
m. fl.), spillir málinu í daglega talinu hjá alþýðu,
sem ekki kann að greina illgresið frá hveitinu.
Vjer vitum, að sumir hafa einmitt flutt dönsku-
sletturnar heim af leikjunum með sjer og þótt
gaman að prýða með þeim daglegt tal sitt, vit-
andi ekki, hvað þeir í rauninni gerðu.
Samsöngur var og haldinn um sýslufundinn i
Sauðárkrókskirkju af söngflokk á Króknum, og
stýrði Hallgrimur Þorsteinsson organisti honum.
Líkaði samsöngurinn vel. Ágóðinn 25 aur. fyrir
mann, rennur í Kvennfjelagssjóðinn, nema fyrir
eitt kvöldið.
Einn fyrirlestur var og fluttur þá á Suðár-
krók, að tilhlutun Kvennfjelagsins. Inng. 25 a. í
Kvennfjelagssjóðinn. Húsfrú Sigurlaug Gunnars-
dóttir á Ási í Hegranesi samdi hann. Hann var
um uppeldi og menntun kvenna. Höf., sem er al-
kunn sómakona, heldur því fraín, að stúlkur eigi
til tvítugsaldurs að læra sem mest heima hjá
mæðrum sinum allt, sem lýtur að búsýslustörfum,
og yfir höfuð, heima og i skólum, að leggja á-
herzluna á það, sem hefir verulegt gildi fyrir
lífið, en forðast óþaíft glingur, sem að eins eyðir
peningum og tíma — nema einstöku stulkur, er
stefni hærra en að verða bændakonur, en að þvi
stefni allur fjöldinn. Fyrirlesturinn var mjög
skynsamlegur. Húsfrú Anna, tengdadóttir höí.,
flutti hann, og fór vel.
Sunnudag 28. marz (á morgun) engin kveld-
guðsþjónusta.
Hjer ineð votta jeg ölluin, fjær og
nær, sem tekið hafa þátt i sorg minni,
mitt innilegasta þakklæti.
María Finsen.
Gott fædi geta menn fengið kéypt yfir lengri
eða skemmri tima. Líka geta stúlkur fengið hús-
næði á sama stað. — Ritstj. vísar á.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt lögum 16. des. 1885, sbr. lög
nr. 16, 16. sept. 1893 verður, aS undangengnu
fjárnámi, ljósmyndáskúr, sem stendur á lóðinni
nr. 2 í Kirkjustræti og er eign Ágústs ljósr
myndara Guðmundssonar, seldur til lúkningar
veðskuld til landsbankans á opinberum upp-
boðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. laug-
ardagana 10. og 24. apríl þ. á. á skrifstofu
bæjarfógeta og 8. maí s. á. x eða hjá hinni
veðsettu eign.
Uppboðsskilmálar verða birtir við uppboðin
og til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið
fyrsta uppboð.
Bæjarfógetinn í Reykjavik 25. marz 1897.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn 10. maí næstkomandi verður
húseign dánarbús Sigurðar Hanssonar stein-
smiðs við Grundarstíg í Þingholtum ásamt
erfðafestulandi á sama stað (viðaukablettur
við Grund) seld við opinbert uppboð, sem
haldið verður þar á staðnum kl. 12 á hád.
Nokkrir lausafjármunir tilheyrandi dánarbúinu
verða seldir um leið.
Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum og til sýnis hjer á skrifstofunni nokkra
daga á undan uppboðinu.
Bæjarfógetinn i Reykjavik 25. marz 1897.
Halldór Daníelsson.
Takið eptirt Jeg undirskrifaður, hef eins og
að nndanförnn, hnakka og söðla, og allt sem að
reiðskap lýtnr billegra og vandaðra en hjá öðr-
nm, og allt unnið úr bezta efni.
Yesturgötu 26. Reykjavík.
Olafur Eiriksson, söðlasmiður.
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer, Effecter, Creaturer og
Höe &c., stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtag-
er Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler-
ne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes og
Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om
Præmier &c. Islandske Huse (bæir) optages
ogsaa i Assurance.
N. Chr. Gram.
r
Samiiel Olafsson,
Vesturgötu 55 Reykjavík
pantar nafnstimpla,
af hvaða gjörð sem beðið er um.
Skriflð mjer og látið
1 krónu
fylgja hverri stimpilpöntun.
Nafnstimplar eru nettustu
Jólag.jafir og sumargjaflr.
»LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSABYRGÐAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.med. J. Jónas-
sen, sem einnig gefurþeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.